Morgunblaðið - 09.05.1998, Síða 46
:6 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
KOSNINGAR 98
MORGUNBLAÐIÐ
Bæjaryfirvöld í
Mosfellsbæ hafa
sofíð á verðinum
VESTURLANDSVEGUR, eina
samgönguleið íbúa Mosfellsbæjar
til Reykjavíkur, annar nú engan
veginn daglegri umferð. Sam-
kvæmt upplýsingum
Vegagerðarinnar fyrir
^jrið 1996 aka um
Vesturlandsveg til
Mosfellsbæjar að
meðaltali um 13.400
bílar á sólarhring að
sumariagi. Til saman-
burðar aka um 6.400
bílar Reykjanesbraut-
ina til Reykjanesbæj-
ar að meðaltali á sól-
arhring á sama tíma.
I tillögu til þingsá-
lyktunar um langtíma-
áætlun í vegagerð til
'ársins 2010 sem liggur
fyrir Alþingi nú, er
gert ráð fyrir því að
ráðist verði í tvöföldun Reykja-
*^esbrautarinnar. Á tímabilinu er
gert ráð fyrir að 2.400 m.kr. kr.
fari í þá framkvæmd. I þessari
sömu þingsályktunartillögu er
ekki gert ráð fyrir tvöföldun Vest-
urlandsvegar til Mosfellsbæjar.
Sumir hafa sagt að þar sem í bí-
gerð sé að hefja undirbúning
Sundabrautar sé engin ástæða til
að tvöfalda Vesturlandsveg upp í
Mosfellsbæ. En það er öðru nær.
Samkvæmt upplýsingum Vega-
gerðarinnar mun umferð til Mos-
•'fellsbæjar aðeins minnka um 30%
að sumarlagi við þessa fram-
kvæmd og aðeins um 15% að vetr-
arlagi. Samkvæmt sömu upplýs-
ingum munu á sólarhring aka um
3.000 fleiri bflar um Vesturlands-
veg til Mosfellsbæjar en Reykja-
nesbraut til Reykjanesbæjar að
sumarlagi. Af þessu má sjá að
bygging Sundabrautar leysir ekki
vanda Mosfellinga í samgöngu-
málum.
En það er ekki nóg að tvöfalda
Vesturlandsveginn til að sam-
göngumál Mosfellinga geti talist í
viðunandi lagi. Vegtengingar við
veginn verða að vera með þeim
hætti að ekki myndist umferðar-
■*mnútar og teppur á álagstímum.
Stækkun Reykjavíkur á undan-
fórnum árum, þ.e. uppbygging
Grafarvogs og Borgarholts, hefur
valdið íbúum Mosfellsbæjar mikl-
um töfum í samgöngumálum ekki
síður en íbúum þessara hverfa. Á
hverjum virkum morgni er löng
biðröð bíla við gatnamót Vestur-
landsvegar/Víkurvegar, og á góð-
viðrisdögum nær röðin stundum
alla leið að Hlíðartúnshverfi. Það
hefur verið reiknað út að það fari
um 40 mannár í að bíða á þessum
gatnamótum á ári, aðeins á Vest-
urlandsveginum.
En hvernig stendur á þessu?
Svarið er að bæjaryfirvöld í Mos-
fellsbæ hafa sofíð á verðinum á
síðasta kjörtímabili. I baráttu
landsmanna um vegafé þurfa yfir-
völd á hverjum stað að
vera dugleg við að
koma sjónarmiðum
síns byggðarlags á
framfæri. Á undan-
förnum árum hafa
Suðurnesjamenn kom-
ið fram í fjölmiðlum og
talað um að nú sé
komið að tvöföldun
Reykjanesbrautarinn-
ar og fært fyrir því
fullgild rök. Nú eru
Suðurnesjamenn að
uppskera árangur erf-
iðis síns. Það hefur
ekkert heyrst í yfír-
völdum Mosfellsbæjar
um tvöföldun Vestur-
landsvegar. Núverandi bæjaryfír-
völd hafa látið Reykjavíkurborg
komast upp með að skipuleggja
sífellt ný og ný hverfí í áttina að
Mosfellsbæ án þess að hugsa
hvernig þessir íbúar ættu að kom-
ast í og úr hverfunum. Það verður
Tvöfalda þarf
Vesturlandsveg frá
Suðurlandsveffl að
Hlíðartúni, segir
Haraldur Sverrisson,
ásamt tilheyrandi
vegtengingum.
að gera þá kröfu til yfirvalda í
Mosfellsbæ á hverjum tíma að
þau vinni að því með nágranna-
sveitarfélögum okkar að svona
sjálfsagðir hlutir séu í lagi.
I stefnuskrá Sjálfstæðisflokks-
ins í Mosfellsbæ fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar eru
samgöngumál eitt af forgangs-
málum. Gerð er sú krafa að Vest-
urlandsvegur frá Suðurlandsvegi
að Hlíðartúni verði tvöfaldaður
strax, ásamt tilheyrandi vegteng-
ingum. I fyrrnefndri langtímaá-
ætlun í vegamálum er gert ráð
fyrir 12.600 m.kr. til vegamála á
höfuðborgarsvæðinu. Það er eitt
brýnasta hagsmunamál íbúa Mos-
fellsbæjar að hluti þessa fjár-
magns renni til tvöföldunar Vest-
urlandsvegar og vegtenginga við
hann. Núverandi meirihluta er
ekki treystandi til að ná því mark-
miði. Mosfellingar! Sofum ekki á
verðinum á næsta kjörtímabili.
Höfundur skipar 6. sætí á D-lista
sjáifstæðisfólks í Mosfellsbæ.
Haraldur
Sverrisson
Mörkinni 3 • simi 588 0640
E-mail: casa@islandia.is •www.cassina.it
• www.roset.de • www.zanotta.it
• www.artemide.com •www.flos.it
• www.ritzenhoff.de • www.alessi.it
• www.karleil.it • www.fiam.it
• www.fontanaarte.it
www.mbl.is
Bætum kjör
aldraðra og
barnafj ölsky ldna
EITT af loförðum nú-
verandi meirihluta
vinstri manna í Reykja-
vík fyrir síðustu kosn-
ingar var að hækka ekki
skatta á borgarbúa.
Fljótlega eftir kosning-
ar hækkaði nýr meiri-
hluti R-listans fast-
eignagjöld um 27% með
tilkomu svonefnds hol-
ræsagjalds. Gjaldið átti
að sögn talsmanna R-
listans að fjármagna
framkvæmdir vegna
hreinsunar strandlengj-
unnar, sem þá hafði
staðið yfir í átta ár án
sérstakrar gjaldtöku.
Sem kunnugt er kem-
ur þessi skattahækkun verst niður á
öldruðum og barnmörgum fjölskyld-
um. Þessa staðreynd þekkir undir-
ritaður vel sem starfandi heimilis-
læknir í Reykjavik. En vinstri meiri-
hlutinn hefur ekki látið sér nægja að
hækka skatta á borgarbúa og svíkja
þar með eitt helsta kosningaloforð
sitt. Hækkanir R-listans á þjónustu-
gjöldum hafa einnig komið sér illa
fyrir áðumefnda hópa. Gleggsta
dæmið um það er 100% hækkun á
strætisvagnafargjöldum hjá öldruð-
um og unglingum fljótlega eftir að
R-listinn komst til valda
i Reykjavík. Áður höfðu
vinstri menn í borgar-
stjórn stutt tillögu und-
irritaðs um lækkun ung-
lingafargjalda hjá SVR
til samræmis við far-
gjöld aldraðra.
Fellum niður skatta
og álögur R-listans
Með því að fella niður
nýja skatta og álögur
R-listans má bæta kjör
aldraðra og barnafjöl-
skyldna. Einnig verður
að knýja á um áð ríkis-
valdið komi meira á
móts við þessa hópa
með leiðréttingu á
skattlagningu lífeyristekna og af-
námi á tekjutengingu barnabóta.
Sjálfstæðismenn ætla að rjúfa kyrr-
stöðutímabil R-listans í þjónustu
við aldraða og fjölga hjúkrunar-
rýmum verulega. Þeir ætla að koma
til móts við barnafjölskyldur í borg-
inni með því að tryggja öllum for-
eldrum barna á aldrinum sex mán-
aða til fimm ára fjölskyldugreiðsl-
ur, einnig þeim sem ekki njóta nið-
urgreiðslna á leikskólum borgar-
innar.
Stuðningsmenn R-listans halda
Ólafur F.
Magnússon
því mjög á lofti, að undanfarin fjögur
ár hafí verið rekin „fjölskylduvæn“
stefna af borgaryfirvöldum og nefna
þar helst til sögunnar aukið húsnæði
í grunnskólum og leikskólum borg-
arinnar. Það er rétt að kröftug upp-
bygging hefur átt sér stað á þessu
sviði en hún var þegar hafín á síðasta
kjörtímabili og minna þarf á grófar
vanefndir á fógrum fyrirheitum R-
listans varðandi hjúkrunaiTými fyrir
aldraða. Þrátt fyrir góðæri, auknar
tekjur og skuldasöfnun hefur R-list-
inn aðeins reynst hálfdrættingur á
við sjálfstæðismenn varðandi fjölgun
á slíkum hjúkrunarrýmum. Tilheyrir
umönnun aldraðra hjúkrunarsjúk-
linga kannski ekki fjölskyldustefnu
R-listans? R-listinn verðskuldar
sannarlega ekki stuðning þessa hóps
og aðstandenda hans.
Vinstri meirihlutinn í Reykjavík
hefur búið við einstök skilyrði til að
Með því að fella niður
nýja skatta og álögur
*
R-listans telur Olafur
F. Magnússon að bæta
megi kjör aldraðra og
barnafjölskyldna.
standa við kosningaloforð sín en
samt svikið fjölmörg þeirra. Tals-
menn meirihlutans geta því ekki
talist trúverðugir í málflutningi sín-
um. Reynslan sýnir að orð og efndir
haldast mun betur í hendur hjá sjálf-
stæðismönnum. Kjósendur í Reykja-
vík ættu að hafa það hugfast á kjör-
dag.
Höfundur er læknir og skipar 6.
sæti D-listans í Reykjavík.
ISLENSKT MAL
Reiðhjól/sukkull/hjólhestur -
II. hluti
Nú víkur þessari brotakenndu
ritsmíð til Bjöms Jónssonar, rit-
stjóra og ráðherra, Isafoldar-
Bjöms. Hann var mikill málvönd-
unarmaður og vel orðslyngur.
Hann skrifar nokkuð langa grein í
ísafold 1904, bls. 187, undir fyrir-
sögninni Reiðhjólin. Greinin er
alltof löng til að birta hana hér
alla, en upphafíð er svo:
„Þau em orðin furðualgeng hér
í bæ. Það fullyrða sumir, að þau
skifti hundruðum. Ungir og gaml-
ir, karlar og konur fara hér á hjól-
um nú orðið alveg eins og í stór-
borgum erlendis. Færra kvenfólk
þó að tiltölu en þar gerist, að svo
komnu. Og færri rosknir menn
sjálfsagt líka. Mest em það ung-
lingspiltar. Einnig nokkrir smá-
sveinar. Það em bæði lærðir
menn og leikir, stúdentar og
kandídatar, þar með einnig stöku
embættismenn, og búðarmenn,
iðnaðarmenn o.fl.
Hálf tylft kvenna er mælt að
eigi sér reiðhjól hér í bæ, og að
dálítið fleiri kunni þær á þau. Það
em alt ungar stúlkur, heldri
stúlkur, sem kallað er. Meira er
ekki um að vera þar. Þetta er
mjög svo nýlega tilkomið. Það er
nú fyrst að verða tízka hér, að
kvenfólk fari á hjólum.
Vel væri það gert málsins
vegna, að hjólamenn og konur
vendu sig af hinum herfilegu
dönskuslettu-bögumælum, er hér
tíðkast enn um þessa nýung,
hjólaferð og alt það sem þar að
lýtur.
Sukkull heita reiðhjólin hjá
þeim, og að sukla að fara á hjól-
um, og hjólamaður suklari.
Fyr má nú vera óskapnaður.
Fyr má nú vera misþyrming á
tungu vorri.“
Síðar í greininni styður Bjöm
tillögu um að stytta reiðhjól í
hjól, hafa orðið í fleirtölu og segja
að „fara á hjólum“, rétt eins og
menn segi og hafi sagt að „fara á
skíðum“ og „fara á skautum".
Umsjónarraaður Gísli Jónsson
952. þáttur
Eklri hvarflaði að honum að taka
upp sagnirnar „að skíða“ eða „að
skauta“ (af skautar). En tími
sagnarinnar að hjóla er skammt
undan.
Maður er nefndur Jón Jónas-
son, kennari, skáld og mikill mál-
vöndunarmaður. Hann setti sam-
an lítið kver, Leiðréttingar nokk-
urra mállýta (1914). Þar hefur
hann reiðhjól í staðinn fyrir
„sukkull" og hjóla í staðinn fyrir
að „sukkla".
Ætli við höfum svo ekki amen
eftir efninu hér í þessu ófull-
komna yfirliti, að minnsta kosti að
svo stöddu.
★
Öfugstreymi
Margt smámenni holdafarshöfugt
menn halda að sé stórmenni göfugt
og festa kross á það, -
en ef að ég má það,
þá myndi ég snúa því öfugt.
(Hárekur úr Þjóttu.)
★
Vífill Búason, bóndi á Ferstiklu
á Hvalfjarðarströnd, hefur sent
mér einkar vinsamlegt bréf sem
hér fer á eftir. Okkur kom reynd-
ar saman um, til að særa engan,
að sleppa fyrri parti vísunnar. En
þá vísu hafði Órlygur Axelsson
bílstjóri á Akureyri áður kennt
mér. En hér kemur bréf Vífils
bónda:
„Þakka þér fyrir þína mörgu og
skemmtilegu þætti um íslenzkt
mál. Ég reyni að lesa þá jafnóðum
og þeir koma út, en missi stund-
um af þeim.
í þætti númer 947 er drepið á
orðasamband, sem ég þekki frá
æskudögum mínum (1940-1950).
„Það þarf ekkí að vanda torfið
undir hlandketilinn". - Þegar ull
var þvegin úti við læk, var keitan
hituð í óvönduðum búnaði og bezt
þótti að nota lélegasta móinn und-
ir ketilinn (pottinn), allskonar
eldiviður var notaður, sem varla
var borinn í bæinn!
Nokkur umræða varð um þetta
orðalag á mínu heimili og helzt þá
af Norðlendingum. Móðir mín var
Húnvetningur og heyrði ég á tali
hennar að hún þekkti þessa „hit-
unartækni". Eg man eftir vísum,
sem minna á þetta, svo sem
þessa:
[Fyrri hluta sleppt.]
Undir ketil Elísabetar
ekki þarf að vanda torfið.
Svona var það, ég hélt þetta
væri alþekkt orðalag, en svo virð-
ist ekki vera.
Hafðu heila þökk fyrir að sýna
rétta meðferð orða og orðfæris.
Þess vegna tölum við betra mál
en menn hafa áður gert. Ég finn
mikinn mun á þessu á minni
stuttu æfi (ég er bara 69 ára).
Mesta furða hvað unga fólkið er
fljótt að átta sig á blæbrigðum
málsins og grípa gott orðafar. Það
er sannarlega enginn vonarpen-
ingur.
Guð og gæfan fylgi þér áfram.“
Umsjónarmaður þakkar kær-
lega fyrir þetta bréf og ekki síst
ummælin um unga fólkið. Síðasti
árgangurinn, sem ég kenndi, var
einhver hinn allra besti þeirra. Vit-
leysan með vonarpeninginn, sem
gerð hefur verið að umtalsefni,
stafar líklega af því að þeir, sem
skakkt fara með það, vita ekki að
þama er átt við búpening; halda að
átt sé við eyri, eða aura.
★
Embætti Lögreglustjórans í
Reykjavík,
Hverfisgötu 113-115,
150 Reykjavík,
Iceland.
Til þeirra er málið varðar.
Baldur Ingólfsson bekkjar-
bróðir minn hefur sent mér ofan-
skráð Ijósrit og bætir við:
„Hér er dæmi um heilaþvott,
bæði Iceland-dellan og þessi aula-
lega formúla ... Það vantar bara
c/o og P.O. Box til að kauðahátt-
urinn sé alger."
Já, væri ekki viðkunnanlegra
að menn í háum stöðum nefndu
föðurlandið á móðurmálinu?