Morgunblaðið - 09.05.1998, Síða 47

Morgunblaðið - 09.05.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ I 1 I I I j i I I i J J ■ KOSNINGAR '98 Rútuferð um Hafnarfjörð EKKI er ýkja langt síðan að orðið mengun fór að heyrast í mæltu máli, hvað þá heldur sjónmengun. AUsleysi forfeðra okkar neyddi þá til að gjömýta allt tiltækt svo hægt væri að komast af í okkar harðbýla landi. Er það kaldhæðnislegt að velmegunin skuli hafa leitt okkur nútímamenn í þær ógöngur sem við er- um nú komnir í vegna þjösnaskapar okkar við náttúru landsins. Eitt bæjarfélag virðist hafa tekið vafasama for- ustu í að menga og eyði- leggja sitt nánasta um- hverfi „Hafnarfjörður" bærinn sem eitt sinn hafði alla burði til þess að verða athygliverðasti bær landsins og þótt víðar væri leitað sökum sérstöðu hraunsins sem hann er byggður í. Þar kúrði byggðin fyrrum milli hraun- dranga og blágresi og berjalyng breiddi úr sér í hraunbollum. Upp úr 1970 var farið að byggja Norðurbæinn, svæðið milli gamla I dag er Hafnfírðingum boðið í ferð, segir Guð- rún Sæmundsdóttir, til að skoða bæinn. bæjarins og Garðahrepps. Þama urðu fyrstu skipulags- og umhverfisslysin. Allt gamla hraunið var sléttað út svo aðeins húsin sem standa í útjöðrum hraunsins hafa ennþá hraunbolla sína og kletta. Eitthvað vora menn famir að átta sig á mistökunum þegar 2. áfangi var byggður, þar má sjá klett og klett á stangli, og þar sem síðast var byggt fékk hraunið að halda sér eins og kostur var. í hinum enda bæjarins í hraunun- um fyrir sunnan Hafnar- fjörð er hins vegar eins og brjálæðingar hafi ver- ið á ferð. Stórvirkum vél- um var beitt á hraunið og það spænt upp að því er virðist án sýnilegs skipu- lags, og til að bæta gráu ofan á svart fengu alls konar fyrirtæki frítt spil til þess að mynda þama stærsta ruslahaug sem sést á landinu. Er svæðið orðið slík hryggðarmynd að leita verður allt austur fyrir jámtjaldið sáluga til að finna annað eins. En ekki er öll sagan sögð, í höfnina góðu sem bærinn er kenndur við em nú búið að leggja ferlegum flotkvi- um eins og til að undirstrika bæjar- braginn. Er eins gott að fyrirheit um 100 störf í tengslum við þessi ferlíki standist en reynist ekki eitt ævintýrið enn sem við íslendingar höfum verið svo órög að leggja út í. A laugardaginn gefst Hafnfirðing- um kostur á rútuferð um bæinn i leið- sögn kunnugra þar sem „herlegheit- in“ verða skoðuð. Fyrsti áfangi skoð- unarferðarinnar er fjallið sem allt í einu reis í miðbænum, „nýja flotkví- in“, þaðan verður ekið vestur á Malir og skoðað það sem eftir er af 5.000 ára gömlu hrauninu sem tilheyrir Hafnar- firði. Komið verður við á ýmsum stöð- um sem vert er að kíkja á og ekið suð- ur í hraun og endað í Straumi. Hafnfirðingar era hvattir til að mæta og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara í bænum okkar. (Þama er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá Hafiiar- fjarðarbrandara með öfugum for- merkjum í verki.) Höfundur er skrifstofumaður bjá Sjálfsbjörg og er í 10. sæti F-listans { Hafnarfírði. Guðrún Sæmundsdóttir LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 Graskorn 5kg Aburðarkalk 5kg. Jktf% Mosaeyðir Mosatætari kr. ll»9QQj Einar Falur Ingólfsson fjallar um púrtvín, þjóðardrykk Portúgala í blaðinu á sunnudaginn. Í:TÆ»2jSK ólík blæbrigöi frá hinum einstöku framleiðendum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.