Morgunblaðið - 09.05.1998, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 09.05.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 51x MINNINGAR krakkarnir að sitja á og hann keyrði okkur um allt, upp í fjall og allstað- ar. Hann var mjög sterkur, það verður aldrei af honum skafíð. I fyrrasumar batt pabbi kerruna hans aftan í stólinn hjá honum og hann tók rúnt um túnið í Minni- Hlið. Hann hló svo innilega, þótti þetta mikið sport. Hann var að æfa sig að bakka og allt að gera, hann og pabbi voru búnir að plana að núna í sumar væri hægt að setja kerruna aftan í stólinn og hann gæti komið með 1 heyskapinn, það væri tiivalið að hann og einhver gutti hirtu upp rökin. Honum þótti alltaf gaman að koma fram í Minni-Hlíð og fylgdist með því sem þar var að gerast. Oft vissi hann betur en við systurnar hvað var að gerast og oft þótti honum pabbi ekki vera nógu góður bóndi. Hann hélt að hann hefði orðið betri bóndi, ég efast ekk- ert um að honum hefði tekist vel upp í búskap. Þegar við vorum að mála litla Deutzinn sagði pabbi hon- um að við værum að mála hann gul- ann, þá glotti Nonni og sagði: „Neei“ og hló svo, hann léti sko ekk- ert spila með sig. Hann vissi að Deutz væri alltaf grænn. Ég man alltaf þegar maður var að grínast í honum, alltaf kom nei-ið hans og hló hann svo innilega á eftir. Hann átti sér stóra drauma, ein- hvertíma sagði hann mér að þegar hann hefði ekki yfir neinu að hanga hér þá ætlaði hann að flytja til Reykjavíkur. Þar ætlaði hann að ná sér í fallega konu, hann hafði dálæti á fallegu kvenfólki, kaupa sér flott- an jeppa og íbúð. Hann vildi samt ekki fara frá ömmu og afa, honum fannst hann ekki geta skilið þau eft- ir. Alltaf var hann að hugsa um þau. Oft talaði hann um að ef hann hefði ekki verið lamaður þá hefði hann séð um þau, þau áttu ekki að þurfa að hafa mikið fyrir lífinu, hann ætl- aði að sjá um það. Þegar hann varð fimmtugur þá lá hann á Borgarspítalanum, ég heim- sótti hann þangað. Þá var hann að tala um hversu myndarlegar hjúkr- unarkonurnar væru, og minntist einnig á að þær væru allar svolítið skotnar í sér og glotti svo eins og honum einum var lagið. Ég minnist hans alltaf sem mjög glaðlegs ungs manns, þó svo að ég muni eftir því að hann átti ekki alltaf góða daga. Elsku Nonni, ég veit að Guð geymir þig og varðveitir, og ég veit að þú munt vaka yfir okkur öllum. Blessuð sé minning þín. Haildóra Iris. þar sem búið var að vista hana á sjúkrahúsið þar til aðhlynningar. Á Sjúkrahúsi Húsavíkur dvaldist svo þessi aldna vinkona mín uns kallið kom. Hún var sátt við lífs- hlaupið og eins og hún sagði sjálf hafði hún orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að geta annast foreldra sína á banabeði. Ég kom í heimsókn til hennar á laugardaginn þann síðasta áður en hún var öll. Þá fann ég að lífslöngun hennar var horfin og hún sagði mér að hún bæði guð sinn að leyfa sér að fara. Nú hefur hún verið bæn- heyrð. Nú við leiðarlok vil ég fyrir henn- ar hönd þakka öllum þeim fjöl- mörgu er henni reyndust vel og litu til með henni og eða lögðu henni lið á einhvern hátt og þá ber sérstak- lega að nefna starfsfólk á 2. hæð Sjúkrahúss Húsavíkur. Því bar hún góða sögu fyrir alla þá velvild og umhyggju sem það lét henni í té til hinstu stundar. Ég ætla að kveðja mína öldnu vinkonu með erindi úr Einræðum Starkaðar eftir Einar Ben. sem hún svo oft vitnaði í: Eitt bros getur dimmu í dagsjjós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getui' snúist við atorð eitt aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leynist strengur í bijósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast sem aldrei verður tekið til baka. Blessuð sé minning þín. Þín vinkona Jóna. + Einar Jón Pét- ursson fæddist í Stykkishólmi 6. júlí 1920. Hann lést í Reykjavík 5. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Pétur Einarsson og Jóhanna Jóhanns- dóttir frá Stykkis- hólmi. Systkini Ein- ars voru Svava Halldóra, f. 8.1. 1915, látin, Guðrún Sigríður, f. 14.8. 1916, Jóhann, f. 18.2. 1918, Ásgerð- ur, f. 11.4. 1919, Guðrún Arn- björg, f. 30.9. 1921, Sigvaldi, f. 26.6. 1923, Ingibjörg, f. 17.1. 1927, Lára Karen, 6.10.1931. Frá frumbernsku ólst Einar upp hjá hjónunum Guðlaugi Jóns- syni og Ehnu Þórðardóttur að Seljum á Mýrum. Hinn 29.8. 1953 kvæntist Ein- ar Helgu Bjarnadóttur frá Hólakoti í Skagafirði, f. 26.4. 1930, d. 29.12. 1988; Þau eign- uðust 5 börn: 1) Sigríður, f. 22.1. 1953, sambýlismaður Kri- stján Gunnlaugsson. Börn henn- ar eru Pétur Þórðarson, sam- býliskona Ása Gróa Jónsdóttir. Barn þeirra Viktoría Rán. Þór- hallur Þórðarson, sambýliskona íris Aðalsteinsdóttir. Börn þeirra Hafsteinn Einar og ísak. Það verður tómlegt að koma í hesthúsahverfið og enginn Einar í sínu húsi. Það er alltaf söknuður þegar góður vinur fellur frá en góð- ar minningar ylja alltaf og þær eru margar minningarnar sem tengjast Einari. Alltaf var gaman að koma í kaffistofuna til hans og fá kaffi og rabba um heima og geima. Aldrei var skortur á umræðuefni og marg- ar voru sögurnar sem hann sagði, maður lifði sig inn í þær eins og maður hefði verið á staðnum. Ég var lítil stúlka þegar ég sá þennan brosmilda mann fyrst, börn skynj- uðu gæsku þá sem hann hafði tH að bera og öll feimni hvarf. Hann var góður vinur fóður míns og sameigin- legt áhugamál áttu þeir sem var hestamennska. Þar eyddu þeir mestum hluta dagsins síðustu ár ævi sinnar, og frekar var hægt að finna þá í hesthúsinu en heima. Alltaf var gaman að hitta Einar í veislum því þá var glatt á hjalla enda Einar söngmaður mikill. Þegar hann byrjaði að syngja þá fylgdu aðrir með, jafnvel þeir sem venju- lega sungu ekki. Fyrir tæpum þremur árum misst- um við systurnar föður okkar en hann átti marga hesta. Við stóðum uppi með hestana alveg óvanar hestamennsku. Þá kom Einar til okkar og bauðst til að aðstoða okkur meðan við tækjum ákvörðun. Hann þekkti hestana vel því hann sá um að fóðra þá ef faðir okkar var úti á landi í hestaflutningum. Eftir góða umhugsun ákváðum við að halda hestunum. Einar leiðbeindi okkur um allt sem viðkom hestum því ekki var kunnáttunni fyrir að fara hjá okkur. Hann var þolinmóður og gaf sér ómældan tíma til að útskýra þarfir hestanna og allt sem þeim viðkom, hann sá einnig um að gefa hestunum okkar morgungjöfina fram á síðasta dag. Eitt folald átti ég sem þurfti sér- staka umönnun. Einari fannst ekk- ert sjálfsagðara en að taka það í hús til sín og hlúa að því, og sleppti því ekki fyrr en það var orðið alveg frískt. Síðan bar hann alltaf sér- staka umhyggju fyrir merinni og fylgdist vel með henni. Sama dag og Éinar dó ákvað ég að selja hana og ætlaði að tala um það við hann næsta dag, en af því varð ekki. Ein- ar hafði gaman af gömlu dönsunum og oft sagði hann „Ella Bogga“ hvers vegna kemur þú ekki með mér á sunnudögum og ég skal kenna þér dansana? 2) Guðlaugur Elinn, f. 5.1. 1956, kvænt- ur Bryndísi Aðal- steinsdóttur. Börn þeirra eru Rúnar, Eyþór og Einar Helgi. 3) Bjarni Anton, f. 26.2. 1957, kvæntur Unu Jó- hannesdóttur. Börn þeirra eru Helga Hrund, Vignir, Þór- dís og Kristbjörg. 4) Kristinn Jón, f. 30.10. 1962, sambýl- iskona hans er Ólína Gunnlaugs- dóttir. Böm þeirra eru Helgi, Kristrún Vala og Katrín Lilja. 5) Guðbrandur, f. 15.3. 1967. Haustið 1954 fluttust Einar og Helga búferlum vestur í Staðarsveit og bjuggu þau þar allt til ársins 1973 er þau slitu samvistum og Helga flytur suð- ur en Einar bjó í nokkur ár áfram í Staðarsveit eða þangað til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1979. Bjó hann þar allt til dauðadags, þar sem hann vann hin ýmsu störf. Síðustu ámm ævi sinnar varði hann í sitt helsta áhugamál, umhirðu hesta og útreiðar. Einar verður jarðsunginn frá Akrakirkju í Hraunhreppi á Mýram í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Að lokum vil ég þakka honum iyr- ir samveruna og votta fjölskyldu hans samúð mína. Elínbjörg Kristjánsdóttir. Við „stelpurnar hans Einars“ fund- um fyrir djúpum söknuði er við fréttum af andláti hans. Okkar hressi staðai-haldari er horfinn yfír móðuna miklu. Sá mikli öðlingur, sem ailtaf var hress og kátur og jafnan tilbúinn í glens og gaman, hressti upp á tilveruna í hesthúsun- um við Norðlingabraut í fleiri en einum skilningi. Enginn kom á yfir- ráðasvæði Einars án þess að hann væri mættur út í gerðið og kallaði að það væri heitt á könnunni. Vinkilinn, eins og hestahúsþyrpingin okkar er kölluð, þjónustaði hann af mikiíli samviskusemi og gaf morgungjöfina í öllum húsunum. Oft gátu menn treyst því að hann mokaði og gaf kvöldgjöf ef svo bar undir enda var hann greiðvikinn með eindæmum. Einar okkar vildi allt fyrir „stelp- urnar“ sínar gera. Hann dekraði við okkur á alla lund og var vakinn og sofinn yfir velferð okkar og hest- anna. Við nutum góðs af aðdáun hans á „veikara kyninu“ því að eng- um karli leigði hann pláss ef kona falaðist eftir því. Að ólöstuðum öðr- um hestum, sem nutu góðvildar Ein- ars síðustu ár, verður að nefna Ljúf eftirlætið hans sem jafnan vakti mikla eftirtekt annarra reiðmanna sakir mikils vilja og sérkennilegs út- lits. Hann er kinnskjóttur, skottótt- ur, glaseygur á vinstra en hringeyg- ur á því hægra. Menn spurðu einatt Einai' hvort hesturinn væri ekki með lélega sjón. Þá hnussaði sá gamli og svaraði af mikilli sannfær- ingu að hann sæi nógu vel. Reiðlag þeirra Ljúfs og Einars var um margt eftirminnilegt þar sem þeir voru ýmist langt á undan okkur eða á hægri ferð fyrir aftan okkur eftir því hvor þeirra réð ferðinni. Við stelpurnar eigum eftir sakna þétta faðmlagsins, glettninnar, traustu vináttunnar, fjörsins, gleð- innar, söngsins, kveðskaparins og síðast en ekki síst hlátursins. Erindi úr Ijóði Einars Benediktssonar segja allt sem segja þarf. í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. - Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi. Með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfir grund. I mannsbarminn streymir sem aðfalls unn af afli hestsins og göfiigu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. Við kveðjum mikinn hestamann og gleðigjafa með virðingu og þökk og sendum fjölskyldu hans innlegar samúðarkveðjur. Helga, Linda og Þóra. Mig langar til að minnast í nokkrum orðum vinar míns, Einars Péturssonar. Kynni okkar hófust í lok ársins 1979 er ég fór að vinna í ísbirninum. Næst hitti ég Einar í Hátúni við Norðlingabraut. Þar hafði ég verið með hesta um hríð er hann birtist og var þar mættur með sín hross. Árið eftir flutti hann sig um set í „Vinkilinn". Leigði hann þar hesthús síðan og tók hross fyrir aðra í fóður og umhirðu, sá um gjaf- ir í nærliggjandi hesthúsum og vakti yfir velferð hrossa og manna á svæðinu. Við Einar höfum átt sam- leið upp í hesthús á morgnana sl. tvö ár. Ég vinn á kvöldin og næturnar svo morgnarnir urðu okkar tími uppi í hesthúsi. 5. maí vorum við samferða í hest- húsin og á leiðinni pantaði Einar sér tíma í klippingu. Hann ætiaði að vera vel útlítandi þegar hann færi á síðasta gömludansabaUið þetta vor- ið. Þegar ég hafði gefið hrossunum mínum mokað og kembt rölti ég að venju til Einars. Hann var að klára að gefa hrossum nábúans og hjálp- uðumst við að við það. Síðan fengum við okkur kaffibolla og hlustuðum á hádegisfréttir og ræddum málefni dagsins. Svo hjálpuðumst við að við að moka og hann stríddi mér með því að ég væri að gera sig atvinnu- lausan með þessum skítmokstri og að hann gæti aldrei launað mér hjálpina. Hann vissi að hún var full- greidd með ánægjunni af samvistum okkar. Þegar ég fór fylgdi hann mér út á stétt. Einhver vindbelgingur var og hafði hann orð á því að ekki viðraði til sjósóknar vestur á Snæ- fellsnesi í dag. Hann sagði mér frá því að Sigga dóttir hans væri búin að opna Fjörukaffi á Amarstapa. Hann fylgdist alltaf með því hvað bömin og barnabörnin vom að gera. Undanfarin ár hafði Einar heimili hjá Siggu dóttur sinni og undi hann sínum hag þar vel. Þegar leið á dag- inn vildi Einar fara að komast heim, lesa góða bók og hafa það rólegt. Þegar við tókumst í hendur fyrir utan hesthúsið hans óraði mig ekki fyrir því að ég ætti ekki eftir að sjá Einar aftur. I hesthúsinu var Einar konungur í ríki sínu. Hugsaði um hrossin fyrir konurnar sínar, Lindu, Þóm og Helgu, og Róbert húseig- anda. Þar var fremst meðal jafn- ingja Linda, vinkona hans, og unni hann henni sem dóttur sinni. Allt var þetta hans fólk og hrossin þeirra hans hross. Það er ekki oft á minni lífsleið sem ég hef kynnst fólki sem hefur lifað lífinu eins lifandi og Ein- ar. Hann var mikil félagsvera og sel- skapsmaður, hlakkaði alltaf tii fram- tíðarinnar og átti svo margt eftir ógert. Hann var lífsnautnamaður en samt ekki ábyrgðarlaus. Ég votta fjölskyldu hans, samúð mína við fráfall hans. I vinahópi okk- ar er skarð fyrir skildi og er hans sárlega saknað. Vegni honum vel í nýjum heimkynnum. Með vinarkveðju, Frímann Sigurnýasson. Nú hefur hann kvatt þennan heim, þessi lífsglaðasti maður sem við höfum hitt. Maðurinn í græna síða sloppnum sínum sem arkaði úr hesthúsi í hesthús hvern einasta morgun til að gefa morgungjöfina. Það voru ófáir sem nutu aðstoðar hans og gleði. Við kynntumst góðmennsku Ein- ars er við systur misstum föður okk- ar fyrir rúmum tveimur árum, þeir voru mjög góðir vinir og áttu sam- eiginlegt áhugamál, sem var hesta- mennska. Þarna stóðum við uppi. með eitt lítið stóð af hestum sém við vissum ekkert hvað við áttum að gera við, og höfðum aldrei komið ná- lægt hestamennsku. Við vorum það fáfróðar um hesta að vart var hægt að segja að við vissum hvernig átti að moka skítnum undan þeim, eða hversu mikið átti að gefa þeim að éta. En um allt þetta sá Einar án þess að vera svo mikið sem beðinn um það á meðan við hugsuðum um hvað við mundum gera í þessu máli. En er ákvörðun okkar um að halda hestunum og prufa þetta sport lá fyrir brást hann okkur ekki. Með bros á vör sagði hann: „Nú líst mér vel á ykkur,“ og við fengum allar þær upplýsingar og kennslu sem okkur vantaði. Alltaf þegar við heimsóttum hann í hesthúsið var þar fullt út úr dyr- um. Þessi maður var eins og segul- stál á fólk, enda afskaplega lífsglað- ur og kátur, alltaf allir velkomnir og alltaf kaffi á könnunni. Og ekki gleymdi hann smáfólkinu, hann bauð þeim bara mola ef hann átti - ekkert annað og hafði mótmæli for- eldranna að engu. Þennan merkismann kveðjum við með sárum söknuði og þökkum hon- , um alla þá aðstoð er hann veitti okk- ur þessi fáu ár er við stunduðum hestamennsku. Jóna Fanney Kristjánsdóttir, Þorsteinn Olafsson. Bróðir minn, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON klæðskeri, Eskihlíð 12, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi fimmtudagsins 7. maí. Victoría G. Blöndal. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSA HJARTARDÓTTIR, Garðabraut 7, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 4. maí. Jarðarförin fer fram frá Akranesskirkju mánu- daginn 11. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á að láta Krabbameinsfélag Islands njóta þess. Gunnar Bjarnason, Hjörtur Gunnarsson, Lilja Guðlaugsdóttir, Atli Gunnarsson, Sigrún Þórarinsdóttir, Ásdís Gunnarsdóttir, Pétur Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. EINAR JON PÉTURSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.