Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
Eurovision-söngvakeppnin
ÞAÐ HEFUR gengið á ýmsu í sögu
Eurovision. Svíar sendu inn lagið
Diggi-Loo Diggi-Ley, Bretar
reyndu Boom Bang-a-Bang og
Spánverjar endurtóku La La La
138 sinnum. Núna er komið að kyn-
skiptingnum og dragdrottningunni
fyrrverandi Dönu International að
standa fyrir sínu og gera bókstafs-
trúarmönnum heima í Israel
skömm til, en þeir mótmæltu því
harðlega er hún var valin sem full-
trúi þjóðarinnar.
100 milljónum sjónvarpsáhorf-
enda um alla Evrópu stendur til
boða næstkomandi laugardagskvöld
r J að fylgjast með því hvaða hljóm-
sveit ber sigur úr býtum í keppninni
sem var stökkpallur á sínum tíma
fyrir sænsku sveitina ABBA. En
síðan þá hefur keppninni hrakað
mjög að gæðum. Svo mjög að
Frakkar drógu sig út úr keppninni í
mótmælaskyni og kölluðu keppnina:
„minnisvarða heimskulegs blaðurs
og meðalmennsku".
Mörg atvik eru fólki minnisstæð
úr sögu Eurovision. Til dæmis þeg-
ar Finnland reyndi að koma skila-
boðum áleiðis til leiðtoga risaveld-
anna með laginu „Don’t Drop That
Neutron Bomb On Me“ eða „Ekki
varpa kjarnorkusprengju á mig“.
Eða þegar Jórdanía rauf útsend-
ingu frá keppninni og sendi út
mynd af blómum þegar lag ísraels
var flutt.
Norðmenn reyndu að útsetja lag
með hreindýrakalli Lappa. Það
gekk ekki nógu vel þannig að þeir
sendu inn ballöðu um byggingu raf-
orkuvers með virkjunum. En það
eru Portúgalir sem hafa beðið einna
skarðastan hlut frá borði. Þeir hafa
MELANIE Cohl er yngsti
þátttakandinn. Hun er
frá Belgíu og er aðems
16 ára.
tekið þátt 33 sinnum og aldrei náð
hærra en í 6. sæti.
Breska ríkisstjórnin hefur lagt
áherslu á „svala“ ímynd Bretlands
sem frjálslegs og nútímalegs lands
sem gegni forystuhlutverki í menn-
ingarheiminum. Á laugardag mun
BBC hins vegar eyða tæpum 3
milljörðum króna í útsendingu og
kynningu á keppni sem margir álíta
„tímaskekkju" og „minnisvarða um
vondan smekk“.
Enda voru þeir sem héldu um
pyngjuna hjá ríkissjónvarpinu í Ir-
landi orðnir örvæntingarfullir þegar
írskar sveitir unnu keppnina fjórum
sinnum og írar þurftu að halda
keppnina í hvert skipti. En BBC er
að gera sitt besta til að stokka upp
ímynd keppninnar og víst er að ef
einhver sjónvarpsstöð er fær um
það eru fáar betur til þess fallnar en
BBC.
GUILDO Horn
hefur vakið mikla
athygli, en hann
er fulltrúi Þýska-
lands.
-^^-^+rúTBreta og
„f* lMAANl er titlinum
mUnSSnaogThe Víave^
SeW unnu í fyrra' jM
(fij) Metabo
Málningarheílll
allt að 70% tímaspamaður
Meindl Island herra- og dömuskór
Gönguskór úr hágæða leðri. Gore-lex í innra
byrði og góð útöndun. Vibram Multigriff sóli.
-góBir í lengri gönguleröir.
Umhverfisvæn og fljótleg
aðferð til að fjarlægja málningu.
Einnig notaður fyrir óheflaðan við.
Melabo
Sölustaðir um allt land
PÁLL Óskar tók þátt í Eurovision í fyrra fyrir fslands hönd.
Páll Óskar lýsir Eurovision
Söguleg keppni
Sími 535 9000
„ARKITEKTÚRINN hér er svo-
lítið brjálaður. Þetta er svona
blanda af Feneyjum og Kópa-
vogi,“ segir Páll Óskar Hjálmtýs-
son, sem er staddur í Birming-
ham, þar sem keppnin fer fram,
og mun lýsa henni í Sjónvarpinu.
„Þessi keppni gæti orðið sögu-
leg fyrir margra hluta sakir,“
segir Páll Oskar. „Málið er
að í fyrsta sinn í 43 ára
sögu Eurovision þá munu
engar ósýnilegar dóm-
nefndir gefa stig heldur
áheyrendur heima í stofu
víða um Evrópu í gegnum
síma. Það var gerð til-
raun með þetta á síðasta
ári sem heppnaðist
rosalega vel. Sú tilraun
leiddi í ljós að áheyr-
endur heirna í stofu voru
engan veginn á sama máli
og dómnefndirnar.
Þannig að núna verður
mjög spennandi að sjá
hvaða lög eiga eftir að ná
toppsætunum og ég er þess
fullviss að þetta símakosninga-
kerfi á algjörlega eftir að bjarga
Eurovision sem skemmtiefni í
sjónvarpi fram á næstu öld. Eins
og margir vita var þessi keppni
alveg að missa af strætó.“
Þýðir þetta ekki að enskumæl-
andi þjóðir hafa forskot?
„Þær gætu haft pínulítið for-
skot á þessu ári. Hreinlega vegna
þess að bæði írska og enska lagið
eru ágæt. En svo má ekki gleyma
því að á næsta ári verður reglun-
um breytt enn frekar. Þá ráða
löndin á hvaða tungumáli þau
syngja. Auðvitað munu allir
syngja á ensku. Árið sem Abba
vann með Waterloo máttu allir
syngja á ensku.
Eg held að horfið hafi verið frá
þeirri pælingu vegna þess að
mönnum fannst keppnin missa al-
þjóðlegt yfirbragð. Því miður
hefur reynslan sýnt að tungumál-
ið hefur stundum orðið keppend-
um Þrándur í Götu, sérstaklega
löndum eins og Hollandi, Finn-
landi, íslandi og öllum slavnesku
löndunum."
Hvaða lönd verða fremst í
flokki í Eurovision í ár?
„Athyglin beinist aðallega að
fimm löndum, sem hafa staðið sig
bæði mjög vel á æfingum og al-
gjörlega hrifið með sér fjölmiðla
undanfama viku. Það er lagið frá
Finnlandi," segir Páll Óskar,
„sem ég vil helst að vinni,“ skýtur
hann inn í og hlær. „Af því það
yrði yndislegt að halda keppnina
í Helsinki. Og Finnar hafa góð
tök á tækninni og gætu búið til
alveg mjög tæknilega fullkomið
sjónvarpsefni úr Eurovision.
Svo em veðbankarnir með
England og írland í fyrsta sæti, -
það var svo sem auðvitað.
Franska lagið kemur sterkt til
Ieiks. En sá keppandi sem er al-
gjörlega búinn að taka allt í nefið
héma undanfama viku er Dana
International frá Israel, sem
syngur „teknópopp“-slagarann
Diva. Hún brýtur blað í sögu
Eurovision bara með nærvem
sinni vegna þess að hún er fyrsti
kynskiptingur sem tekur þátt í
keppninni.
Fyrir utan að lagið hennar er
alveg yndislegt og kemur sterk-
lega til greina sem sumarsmellur
á dansstöðum Evrópu, þá er þetta
örugglega flottasta og fallegasta
„transa“ sem ég hef á ævinni séð.
Þótt fáir komist með tærnar þar
sem Díana Ómel hefur hælana.
Þess má geta að Jean Paul
Gaultier hannar kjólinn sem hún
syngur í og verður viðstaddur
keppnina á morgun.“
Síðan er ungur fulltrúi frá
Belgíu í keppninni? Em þeir að
endurtaka leikinn?
„Þú ert að tala um Melanie sem
syngur lagið Dis Oui,“ segir Páll
Oskar. „Hún er 16 ára en Sandra
Kim var 14 ára þegar hún vann
keppnina. Melanie er á hinn bóg-
inn rétt svo búin að ná Eurovision
lögaldrinum. Eftir daga Söndm
Kim var keppnin nefnilega bönn-
uð innan 16 ára. Fólki fannst það
svolítið ýkt að senda allt niður í 8
ára böm til að keppa í Eurovision
og lenda í öllu þessu álagi sem
fylgir keppninni og fjölmiðlaíra-
fári. Laginu er spáð ágætis gengi
í veðbönkum, en ég hef því miður
ekki séð hana á æfingum ennþá
og það borgar sig ekki að segja
eitt né neitt fyrr en maður hefúr
séð þetta fólk á sviði.“
Kveikir þetta ekkert í þér?
„Minningarnar um
„Eurovisionland" em að hrannast
upp hjá mér núna,“ svarar Páll
Oskar. „Ég er búinn að hitta mik-
ið af fólki sem var hérna í fyrra.
Og þá er ég fyrst og fremst að
tala um aðdáendur ýmiss konar
og fulltrúa Eurovision-aðdáenda-
klúbba sem eru starfræktir víða
um Evrópu. Og að því leytinu líð-
ur mér eins og blóma í eggi.
Þetta er líka stemmning sem á
engan sinn líka í heiminum. Hér
em allra þjóða kvikindi saman
komin af einni og sömu ástæð-
unni. Og það gerist ekki á hverj-
um degi.
Móttökumar hafa verið alveg
hundrað prósent höfðinglegar.
En mér finnst það líka ágætt að
vera að lýsa keppninni beint, lok-
aður í einhverjum kassa, af því að
þá get ég verið pínulítið eins og
fluga á vegg. Ég er algjörlega
hinum megin við borðið.
Svo held ég að ég eigi því láni
að fagna að vera kannski eina
núlifandi manneskjan í heiminum
sem er gallharður Eurovision að-
dáandi og hef Ient í þeirri öfunds-
verðu aðstöðu að vera í dóm-
nefnd fyrir íslands hönd árið
1996, þátttakandi í keppninni ár-
ið 1997 og síðan lýst keppninni
árið 1998 í beinni útsendingu.
Þetta held ég að sé aðstaða sem
enginn Eurovision aðdáandi hef-
ur komist í fyrr né síðar og ég er
ákafiega þakklátur fyrir það.“