Morgunblaðið - 09.05.1998, Page 72

Morgunblaðið - 09.05.1998, Page 72
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK HROSSARÆKTARSAMTÖK á Norðurlandi utan Skagafjarð- ar, á Austurlandi og í Skafta- fellssýslum hafa sent erindi til yfirdýralæknis þar sem óskað er eftir því að embættið fari fram á opinbera rannsókn á því hvemig smit barst í hross í Skagafirði. Halidór Runólfsson yfirdýra- læknir sagði í samtah við Morg- unblaðið að engin ákvörðun lægi fyrir um aðgerðir í málinu, en hann hyggst fara yfir það með lögfræðingi embættisins. Hrossaræktarsamband Skagfirðinga hefur einnig sent erindi til yfirdýralæknis þar sem farið er fram á að reynt verði að draga úr útbreiðslu veikinnar eftir fóngum og hvet- ur yfirdýralækni til að gera ráðstafanir til þess. Ákvarðanir um vamarlínur eftir helgi Á fundi yfirdýralæknis með hagsmunaaðilum í gær voru engar ákvarðanir teknar um breyttar varnarlínur vegna hitasóttar í hrossum. Gert er ráð fyrir að þær Hggi fýrir strax eftir helgi. Fundurinn var haldinn í kjölfar þess að hita- sóttin hefur borist í hross á ein- um bæ í Skagafirði og þar með inn á áður ósýkt svæði. Síðdeg- is í gær hafði veikin ekki borist á fleiri bæi í Skagafirði, en nokkur umferð fólks hefur ver- ið á bæinn að undanfómu. Tel- ur yfirdýralæknir því þjóna litl- um tilgangi að setja bæinn í einangrun. Á fundinum vom fulltrúar Landssambands hestamanna, hrossaræktenda, hestaleigna, útflytjenda, markaðsmanna og landsmótsins á Melgerðismel- um. Óskuðu þeir allir eftir að ákvarðanir um næstu aðgerðir MHÉk yrðu teknai’ fljótt. Hrossa- ræktend- ur vilja opinbera rannsókn máluð á vegginn MIKIÐ er um að vera í Hjalla- skóla í Kópavogi um þessar mundir. Skólinn fagnar fímm- tán ára afmæli sínu og af því tilefni hafa nemendur hans verið að mála á veggi og vinna ýmis verkefni tengd sjónum. I dag verður boðið upp á dagskrá með ýmsum uppákomum og sýningum. Þessir krakkar voru að mála í Hjallaskóla í góðviðr- inu í gær. Sólin hefur líklega verið þeim ofarlega í huga en þau voru búin að mála eina stóra, gula á vegginn. Fundur um skipulagsmál YSÍ haldinn um miðja næstu viku Sambandsstjóm heimilt að breyta árgjöldum FUNDUR nefndar þeirrar sem fjallað hefur um skipulagsmál Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn um miðja næstu viku og er þess vænst að þá skýrist hvaða skref verði næst tekin í málinu. Viðræður lágu niðri um tíma vegna for- mannskosninganna. Aðalfundur VSI sem haldinn var á fimmtudag heimilaði sambandsstjóm að breyta árgjöldum til sambandsins vegna ársins 1998 í samræmi við mögulega niðurstöðu sem verður varðandi skipulagsmál samtakanna. Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands fslands, sagði að fundur í þeim hópi sem rætt hefði skipulagsmál væri ráðgerður 14. þessa mánaðar. Ákveðnar hugmyndir hefðu verið til umfjöllunar í aðildarfélögunum sem þátt tækju í umræðunni og þess væri vænst að viðbrögð fé- laganna kæmu fram á þessum fundi, þannig að hægt yrði að ákveða hver næstu skref yrðu. Samkvæmt núverandi skipulagi Vinnuveit- endasambandsins geta bæði félög eins og Sam- tök iðnaðarins átt aðild að því og einnig geta ein- stök fyrirtæki átt beina aðild að sambandinu. Greiðsla til sambandsins nemur 0,34% af launum síðastliðins árs. Samkvæmt samningi sem gerður var við Landssamband íslenskra útvegsmanna þegar það gekk 1 samtökin miðast greiðslur út- vegsmanna við kauptryggingu sjómanna. Þórarinn sagði að þá hefði verið á því byggt að greiðslurnar ættu við kjarasamningstengdar greiðslur en ekki hlutaskipti, en þau sjónarmið sem fram hefðu komið síðan væru þess efnis að ekki væri eðlilegt jafnvægi milli atvinnugreina í greiðslum. Engar formlegar kröfur um uppsögn á þessum samningi eða endurskoðun hefðu ennþá komið fram í framkvæmdastjórn samtakanna „en í umræðunni um endurskoðun á skipulagi hefur verið lögð mikil áhersla á það að það verði jöfn, samkvæmt einhverjum skilgreindum reglum, kostnaðarþátttaka fyrirtækjanna í hagsmuna- þjónustunni. Þess vegna líka þannig að það verði farið að selja út þjónustu í meira mæli,“ sagði Þórarinn ennfremur. Þyrlulæknar Landhelgisgæslunnar hafa ekki fengið laun í hálfan fímmta mánuð Hætta störf- um eftir helgi LÆKNAR sem starfa á björgunar- þyrlum Landhelgisgæslunnar hafa ákveðið að hætta störfum frá og með næstkomandi þriðjudegi. Læknarnir sex hafa ekki fengið greidd laun fyrir störf sín á þyrlun- um í fjóra og hálfan mánuð og líta svo á að sér hafi verið sagt upp. Ágreiningur er uppi innan stjórn- kerfisins um hver eigi að greiða laun þyrlulæknanna. Hefur ekki gengið að fá Qárveitingu Friðrik Sigurbergsson, einn læknanna, segir að Landhelgisgæsl- an hafi greitt þeim laun fyrir störf þeirra á þyrlunum fram til 31. des- ember á síðasta ári. Um áramótin hafi því hins vegar verið hætt þar sem Hafsteinn Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, hafi lýst því yfir að þessar launagreiðslur heyrðu undir heilbrigðisþjónustuna. „Það getur eitthvað verið til í því en við höfum barist við að fá ein- hvem til að taka okkar mál upp frá því fyrir áramót. Það hefur gengið brösuglega. Við höfum hótað að hætta vegna þess að við lítum á það sem uppsögn að fá ekki greitt fyrir þessa starfsemi. Frá því í byrjun apríl höfum við svo alltaf framlengt frestinn um hálfan mánuð í senn í von um að þessu máh verði kippt í lag. Fyrir um það bil mánuði tók Kristján Erlendsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, mál- ið að sér. Við höfum verið í samráði við hann um hvernig hægt sé að koma þessu fyrir en það þarf ein- hverja fjárveitingu til að reka þetta. Það hefur ekki gengið enn- þá,“ sagði hann. „Martröð líkast" Að sögn Friðriks rennur út frest- ur sem læknarnir gáfu síðast næst- komandi þriðjudag. Hann segir að þeir hafi nú ákveðið að framlengja hann ekki frekar og hætta störfum eftir helgina. „Þolinmæði okkar er þrotin,“ sagði hann. Friðrik tók það fram að málið snerist ekki um kjarabaráttu þeirra heldur það hver ætti að greiða þeim fyrir þessa starfsemi eða hvort það væri yfirleitt einhver vilji fyrir því að hafa lækni á þyrlunni. „Það virð- ist ekki vera htið á þetta sem neitt forgangsverkefni," segir hann. „Þetta hefur verið martröð líkast." Sendinefnd frá Daimler-Benz Viðræður um til- raunir með vetni SENDINEFND háttsettra fulltrúa frá Daimler-Benz er nú stödd á ís- landi og á í samningaviðræðum við viðræðunefnd iðnaðarráðherra um tilraunir með vetni á strætisvagna, bíla og fiskiskip, með skammtíma- markmið og langtímamarkmið í huga, að sögn Hjálmars Árnasonar alþingismanns, formanns íslensku viðræðunefndarinnar. I hópnum er m.a. einn af varafor- setum Daimler-Benz og með í fór er einnig háttsettur fulltrúi frá kanadíska fyrirtækinu Ballard, sem er í fararbroddi í heiminum á sviði efnarafala, að sögn Hjálmars. Er- lenda sendinefndin kom til landsins sl. fimmtudag og í gærmorgun var haldinn kynningarfundur til undir- búnings viðræðunum sem standa fram yfir helgi. Hjálmar vildi ekki tjá sig frekar um viðræðumar en sagði að þær væru mjög þýðingar- miklar. „Við verðum í stífum samn- ingaviðræðum fram yfir helgina," sagði Hjálmar. Sólin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.