Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 2

Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skaðabótaskylda Lífeyrissjóðs sjómanna staðfest í Hæstarétti Skerðing lífeyris ólögmæt HÆSTIRÉTTUR hefur í prófmáli staðfest þann úrskurð héraðsdóms að ákvörðun Lífeyrissjóðs sjómanna frá árinu 1994 að skerða lífeyri þeirra sem hófu töku hans yngri en 65 ára hafi verið ólögmæt. Niðurstaða Hæstaréttar var að því leyti ólík dómi héraðsdóms að ríkið var sýknað af bótakröfu og ber Lífeyrissjóður sjómanna því all- an kostnað af henni. Málavextir eru þeir að Svavar Benediktsson sjómaður hóf töku lífeyris á árinu 1991 þegar hann varð sextugur, eins og hann hafði rétt til samkvæmt þágildandi lögum. Árið 1994 voru sett ný lög um Lífeyrissjóð sjómanna sem áttu að taka á fjárhagsvanda hans, en samkvæmt trygg- ingafræðilegri úttekt á sjóðnum átti hann ekki fyrir skuldbindingum. í nýju lögunum var ekki tiltekið hvemig fara skyldi með réttindi sem áunnin voru samkvæmt eldri ákvæðum, en þar sagði að um nánara skipu- lag sjóðsins og starfsemi hans skyldi fjalla í reglugerð sem samin væri af sjóðsstjóminni. Reglugerðin skyldi einnig hljóta staðfestingu fjármálaráðherra, Alþýðusambands íslands, Far- manna- og fiskimannasambandsins og fleiri hags- munasamtaka. Lífeyrislækkun staðfest af ráðherra Sjóðsstjómin ákvað að mæta fjárhagsvandan- um með því að lækka lífeyri þeirra sem hófu líf- eyristöku yngri en 65 ára, enda var talið að vand- ann mætti rekja til þessa hóps. Reglugerð þessa efnis var samin af stjóminni og hlaut staðfest- ingu eins og tiltekið var í lögunum, meðal annars af ráðherra. Svavar Benediktsson leitaði réttar síns vegna þeirrar eigna- og réttindaskerðingar sem hann taldi sig hafa orðið fyrir við breytinguna, íyrst til umboðsmanns Alþingis en síðan til dómstóla. í dómi héraðsdóms frá miðju síðasta ári segir að skerðing lífeyris Svavars hafi verið brot gegn eignarréttarákvæði og jafnræðisreglu stjómar- skrárinnar. Héraðsdómur taldi bæði Lífeyrissjóð sjómanna og ríkissjóð bótaskylda, því að með því að krefjast staðfestingar ráðherra á reglugerð sjóðsins hafi löggjafinn ætlað að tryggja að í henni væm ekki ákvæði sem gengju á svig við lög. Með staðfestingu ólögmætrar reglugerðar hafi ráðherra bakað sér bótaábyrgð. Lífeyrissjóður sjómanna ákvað þegar að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur taldi að bótakröfu væri ekki réttilega beint gegn ríkinu, því það væri ekld í fyrirsvari fyrir Lífeyrissjóð sjómanna. Að öðra leyti var dómur héraðsdóms staðfestur. Leiðangurinn á Mount McKinley Urðu að snúa aft- ur vegna óveðurs og veikinda FIMM íslendingar, sem ætluðu að klífa fjallið Mount McKinley í Alaska, komust ekki á inn þess og urðu að snúa við vegna veðurs og veikinda. Þeir Styrmir Steingrímsson, Atli Þór Þorgeirsson og Hörður Sig- urðsson úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Haukur Grpnli og Matthías Sigurðsson frá Björgun- arsveit Ingólfs, komust tvisvar upp í 5.200 metra hæð en urðu frá að hverfa í bæði skiptin. Að sögn Harðar hefur veðrið á þessum slóð- um verið mjög slæmt og enginn, sem hefur reynt að klífa fjallið, komist á tind þess á tímabilinu. Hörður og Atli fengu maga- kveisu og komu niður af fjallinu í gær. Að sögn Harðar veiktust þeir vegna mengunar í snjónum. Styrm- ir, Matthías og Atli voru væntan- legir niður í morgun, en veður hef- ur hamlað för þeirra. Tveir menn fórust á meðan fimmmenningarnir voru á leið upp fjallið. Öðram manninum kynntust Islendingarnir vel og urðu Haukur og Hörður samferða félaga hans niður fjallið í gær. Þrátt fyrir að íslendingarnir kæmust ekki á tindinn segir Hörð- ur að ferðin hafi verið skemmtileg og lærdómsrík. Fjallið Mount McKinley er 6.194 m á hæð og er hluti af Denali þjóð- garðinum í Alaska. Það var fyrst klifið árið 1913. Það er verulega kalt í hlíðum þess, en frostið getur farið niður í 40 gráður. Morgunblaðið/Golli Vorfagnaðarpylsur í Grandaskóla NEMENDUR Grandaskóla og foreldrar þeirra sporðrenndu 1.500 pylsum á vorfagnaði for- eldrafélagsins og foreldraráðs- ins sem haldinn var í gær. Lúðrasveit vesturbæjar spilaði fyrir gesti og á flóamarkaði var hægt að gera reyfarakaup á óskilamunum liðins vetrar. Utanríkisráðherrar ræða málefni Sophiu G. Hansen Samstarf við tyrk- neska ráðamenn HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra hefur ákveðið að senda Stefán H. Jóhannesson, skrif- stofustjóra almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, til Tyrk- lands til samstarfs við starfsmenn tyrkneska utanríkisráðuneytisins og aðra fulltrúa tyrkneskra stjómvalda. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðherra hafi fundað með Ismail Cem, utanríkisráðherra Tyrklands, í Lúxemborg en þar sitja þeir fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins. Fjallaði Halldór um málefni Sophiu G. Hansen og dætra hennar og óvið- unandi fullnustu á dómi hæsta- réttar Tyrklands varðandi um- gengnisrétt Sophiu við dætur sínar. Samkvæmt dómi hæsta- réttar snemma árs 1997 eiga dæturnar að dvelja hjá móður sinni á tímabilinu júlí-ágúst og óskaði utanríkisráðherra eftir því að viðkomandi tyrkneskir ráðherrar sæju til þess að eftir þessu yrði farið. Skattadag- urinn snemma á ferðinni í ár SKATTADAGURINN, sem er dagurinn þegar vinnu skattgreiðenda fyrir skyldu- greiðslum til hins opinbera og lífeyrissjóða lýkur, er í dag og heíur ekki verið fyrr á ferð- inni í áratug. Dagurinn hefur færst fram um fimm daga frá síðasta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heim- dalli en félagið minnir lands- menn árlega á þennan dag. Skattbyrði 40,4% Utgjöld rílds og sveitarfé- laga og iðgjöld lífeyrissjóða á síðasta ári voru 212,9 milljarð- ar króna segir í tilkynning- unni og verg landsframleiðsla 527,2 milljarðar. Skattbyrði landsmanna er 40,4% sé þetta hlutfall notað til útreikninga. í dag hafa landsmenn sem sagt lokið við að borga þetta hlutfall árslauna sinna til hins opinbera og unnið í alls 148 daga fyrir því. „Helsta ástæðan fyrir því að miðað hefur í rétta átt und- anfarin þrjú ár er að hægt hefur á vexti í útgjöldum hins opinbera en á sama tíma hef- ur hagvöxtur verið meiri en áður og landsframleiðsla auk- ist,“ segir í tilkynningunni. Jarðalög endurskoðuð Landbúnaðarráðherra hefur skipað nefnd til að endur- skoða lagaákvæði sem snerta jarðir. Hlutverk nefndarinnar er að athuga sérstaklega eft- irfarandi atriði: Kaupskyldu jarðeiganda á framkvæmdum fráfarandi ábúanda; ákvæði ábúðarlaga um erfðaábúð; skipan og hlutverk jarða- nefiida í sýslum landsins; stofnun lögbýla; lagaákvæði um óðalsjarðir og lög um jarðasjóð ríkisins. Óskað eftir tillögum Telji nefhdin ástæðu til að taka tíl umfjöllunar fleiri atriði en að ofan eru nefnd, er jafn- framt óskað eftir tillögum nefndarinnar að lagabreyting- um um það atriði, þyki ástæða til. Formaður nefndarinnar er Jón Höskuldsson, skrifstofu- stjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu. Aðrir nefndarmenn eru Jón Kristjánsson alþingis- maður, Sturla Böðvarsson al- þingismaður, Gunnar Sæ- mundsson, bóndi í Hrúta- tungu, og Sigurgeir Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands. Kjarni málsins Sérblöð í dag .[OrigiimMaíbi^ 8SÍDUR Þórey Edda Elísdóttir bættu Norðurlandamet Völu / C1 Þjálfarar lýsa furðu sinni á ummælum Guðjóns / C3 Konur í köst- ulum og karlar í sokkabuxum Appelsínur geta verið ruslfæði líka Á FÖSTUDÖGUM dadmtXá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.