Morgunblaðið - 29.05.1998, Síða 15

Morgunblaðið - 29.05.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 15 FRÉTTIR hann hefur svo og almennri ábyrgðarkennd hans og stjórnun- arhæfileikum. Ríkisendurskoðun telur í niður- lagi þessa kafla bréfs síns fyllstu ástæðu fyrir bankaráð Landsbank- ans að láta kanna með einum eða öðrum hætti starfshætti fyrrum framkvæmdastjóra Lindar hf. og grípa síðan til viðeigandi ráðstaf- ana á grundvelli þeiiTa upplýsinga sem þá liggja íýrir. Af þessu tilefni vill bankaráð taka fram að gríðar- legt magn upplýsinga liggur nú þegar fyrir um allt sem gerðist í fyrirtækinu Lind hf. a.m.k. síðustu 4-5 starfsár þess. I raun er sú ákvörðun sem taka þarf hvað þetta snertir fyrst og fremst sú hvort óska eigi opinberrar rannsóknar á starfi og starfsháttum fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Bankaráðið ákvað að snúa sér til viðskiptaráðherra með tilvísun til sameiginlegrar stjórnar viðskipta- ráðherra og bankaráðs á málefnum ríkisviðskiptabanka. Petta var gert með bréfi dagsettu 19. apríl 1996 þar sem gerð var grein fýrir mál- efnum Lindar hf. og lokum fyrir- tækisins. Jafnframt var viðskipta- ráðhen-a send skýrsla og niður- staða Ríkisendurskoðunar sem hér er fjallað um, þ.e.a.s. bréf Ríkis: endurskoðunar frá 29. mars sl. í bréfi bankaráðs var greint frá því að það hefði enga ákvörðun tekið að svo komnu máli um frekari að- gerðir í málinu en óskaði eftir sam- ráði við viðskiptaráðherra um framhald málsins samanber ákvæði bankalaga um yfirstjórn málefna ríkisviðskiptabanka. Hinn 14. júní sl. barst bankaráðinu svofellt bréf viðskiptaráðherra: „Vísað er til bréfs yðar, dags. 19. apríl sl., þar sem óskað er eftir samráði við viðskiptaráðherra um málefni eignarleigufyrirtækisins Lindar hf. Með bréfinu fylgdi skýrsla Ríkisendurskoðunar um at- hugun hennar á málefnum fyrir- tækisins. Samkvæmt 39. gr. laga nr. 43/1993 um viðskiptabanka og sparisjóði hefur bankaráð yfirum- sjón með starfsemi viðskiptabanka, eftirlit með rekstri þeirra og tekur ákvarðanir um veigamikil atriði í stjórn og rekstri stofnunarinnar. Það er því hlutverk bankaráðs að taka ákvörðun um aðgerðir í til- vitnuðu máli. Telji bankai'áð ástæðu til sérstakra aðgerða í mál- inu, er því rétt að leita til þeirra að- ila sem fara með opinbert vald í hverju tilviki. I því sambandi er rétt að benda á að mat á þeim skuldbindingum sem bankinn tók á sig vegna Lindar hf. og áhrifum þeirra á fjárhagsstöðu hans, heyrir undir eftirlit bankaeftiriits Seðla- banka íslands skv. XIV. kafla laga nr. 43/1993, sbr. og IV. kafla laga nr. 36/1986 um Seðlabanka íslands. Finnur Ingólfsson (sign.) Þorkell Helgason (sign.)“ Eins og fram kemur í bréfi við- skiptaráðherra tekur hann enga af- stöðu til frekari rannsóknar máls- ins. Bankaráðið telur ekki að svo komnu máli ástæðu til að efna til opinberrar sakamálarannsóknar á störfum og starfsháttum Þórðar Ingva Guðmundssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Lindar hf. ...en mjögstutt Nýtt simanúmer BiVI Flutninga 569 80Ö0 BM Flutningar er alhliða flutningsmiðlun fýrir inn- og útflytjendur. Til aó geta þjónað viðskiptavinum okkar betur höfum við flutt í nýtt og stærra húsnæði í Holtagörðum og um leió verður aðgengi fyrir viðskiptavini okkarenn betra. Við önnumst vöruflutninga fyrir viðskiptavini okkar um þveran og endilangan heiminn en sjálf fluttum við rétt fýrir hornið. IBM TRANSPORT LTD./^N BM FLUTNINGAR EHR^SSJj Holtabakka v/Holtaveg 104 Reykjavík, sfmi 569 8000 - Alhlióa flutningsmiðlun v. í bréfi Ríkisendurskoðunar er vakin athygli á verkefnum og starfsskyldum endurskoðenda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.