Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svar Ríkisendurskoðunar til bankaráðs LI Aðhefst ekki án nýrra upplýsinga Formaður bankaráðs hr. Kjartan Gunnarsson Landsbanka Islands Austurstræti 11 101 Reykjavík 1. nóvember 1996. Vísað er til bréfs yðar dags. 26. september 1996 um málefni eign- arleigufyrirtækisins Lindar hf. í bréfínu er lýst afstöðu banka- ráðsins til flestra efnisþátta sem fjallað var um í bréfi Ríkisendur- skoðunar hinn 29. mars sl. um málefni nefnds fyrirtækis. I fram- haldi af þeim upplýsingum mun Ríkisendurskoðun ekki aðhafast frekar í máli þessu nema til komi nýjai- upplýsingar. I nefndu bréfi óskaði bankaráð Landsbankans eftir því að Ríkis- endurskoðun framkvæmdi athug- un á útlánareglum Landsbankans og með hvaða hætti staðið er að upplýsingagjöf til bankaráðsins er varðar stjómunar- og eftirlits- skyldur ráðsins. Með bréfi þessu staðfestir Ríkisendurskoðun að hún muni taka þetta verkefni að sér í samráði við bankastjórn Landsbankans og löggiltan end- urskoðanda Landsbankans. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi lánastofnana. í tilefni af þeim hug- leiðingum sem þar eru settar fram vill bankaráðið taka fram að það er ekki fyrr en Árni Tómasson löggilt- ur endurskoðandi er fenginn til endurskoðunar á Lind hf. að bankaráðinu, bankastjórn Lands- bankans og stjórn Lindar hf. ber- ast raunhæfar upplýsingar um stöðu félagsins. Því miður var það hlutverk endurskoðandans eftir að hann kom að fyrirtækinu að gera fyrst og fremst grein fyrir nauð- synlegri afskriftaþörf eftir ná- kvæma rannsókn á útlánum fyrir- tækisins svo og að leiðbeina um hvernig herða bæri og þrengja reglur. Bankaráðið hefur ítrekað snúið sér til endurskoðandans varðandi umfjöllun þess á Lind hf. og sótt til hans miklar upplýsingar og fróðleik varðandi fyrirtækið og atburðarásina í því og telur að þær upplýsingar hafi verið ómetanlegar fyrir það til þess að komast að nið- urstöðum varðandi málið. VI. I niðurstöðum Ríkisendurskoð- unar segir að ljóst sé að fjölmargt í ákvarðanatöku, stjórnun, fram- kvæmd og eftirliti hafi brugðist hjá Lind hf. Bankaráðið er sammála þeirri niðurstöðu Ríkisendurskoð- unar að fjölmargt í ákvarðanatöku, stjórnun, framkvæmd og eftirliti hafi brugðist í Lind hf. Það er greinilegt þegar að skoðaðar eru af- skriftatillögur fyrirtækisins og þeim skipt niður á ákvörðunaraðila og þau ái' sem skuldbindingarnar mynduðust á að slappleiki á öllum þessum sviðum hefur verið ríkjandi í fyrirtækinu frá upphafi. Umtals- verð umskipti verða eftir að fulftrú- ar Landsbankans hafa alfarið tekið við stjórn fyrirtækisins, hert og breytt útlánareglum og endurskoð- að eftirlitskerfi og nýr endurskoð- andi tekið til starfa. Fram hjá því verður þó ekki litið að allt frá í mars 1991 eiga fulltrúar Landsbankans sæti í stjóm fyrirtækisins og hafa þar með aðstöðu til þess að hafa áhrif á starfshætti og starfsreglur fyrirtækisins. Erfitt eða ókleift er að meta hvort sjá hafi mátt örlög Lindar hf. fyrir þegar á árinu 1991 þegar Landsbankinn eignaðist hlut í Lind hf. Bankaráðið hallast þó mjög eindregið að því að það hafi verið nánast ókleift og bendir í þvi sambandi á skýrslur eftirlitsaðila, endurskoðenda og framkvæmda- stjóra, en svo seint sem í nóvember 1992 taldi bankaeftirlit Seðlabank- ans afskriftaþörf fyrirtækisins ekki vera meiri en 46-51 milljón króna. Það er öllum hlutaðeigandi ljóst að rekstrai'niðurstaðan varðandi Lind hf., sem í dag bendir til hugsan- legra heildarafskrifta á bilinu 600-790 milljónir króna auk þess að allt eigið fé fyrirtækisins tapast, er eitthvert allra þyngsta áfall sem Landsbankinn hefur orðið fyrir á þessu sviði. Fyrirtækið tapaði um þriðjungi allra útistandandi eigna sinna og hækkar afskriftaþörf Landsbankans á ári á þriggja ára tímabili um 200-250 milljónir króna vegna þessara tapa. Bankaráð Landsbankans telur mikilvægast í þessu máli að fyrirbyggja að at- burðarás af þessu tagi geti nokkru sinni endurtekið sig í fyrirtækjum Landsbankans eða í Landsbankan- um sjálfum. Til þess að tryggja það er nauðsynlegt að eftirlitskerfi þau sem starfað er eftir séu ítarleg og gefi á hverjum tíma réttar upplýs- ingai' og þau séu þannig úr garði gerð að útilokað sé að óviljandi eða vísvitandi séu gefnar með þeim rangar upplýsingar. Jafnframt er nauðsynlegt að útlánaákvarðanir séu á hverjum tíma eins vandaðar og nokkur kostur er. Það verður þó að hafa í huga að útiánaákvarðanir á hveijum tíma hljóta ávallt að vera að nokkru leyti byggðar á mati við- komandi lánastofnunar á lántaka og endurgreiðslumöguleikum hans, því reynslan sýnir að jafnvel hinar ör- uggustu og bestu tryggingar eru ekld einhlít vöm fyrir lánastofnanir þar sem verðmæti þeirra getur á skömmum tíma hrapað eða jafnvel orðið að engu. Bankaráð og banka- stjóm Landsbankans hafa leitast við að ti'yggja að allar útlánareglur séu mjög nákvæmar og ítarlegar og að eftirlitskei-fin gefi ávallt réttar upplýsingar. Samkvæmt bankalög- um setur bankaráðið útlánareglur þar sem dregnar em meginlínur um útlán bankans og um þær upp- lýsingar sem bankaráðinu em veitt- ar til þess að fylgjast með því að reglunum sé fylgt, en bankastjóm setur síðan íýllri og nákvæmari reglur. Bankaráð bera samkvæmt bankalögum mjög þunga ábyrgð á rekstri og starfsháttum viðkomandi banka. Þau era eins og stjórnir annarra fyrirtækja mjög háð þeim upplýsingum sem þau fá á hveijum tíma frá daglegum stjórnendum fyrirtækisins. Bankaráð Lands- bankans telur að þær upplýsingar sem því berast, bæði samkvæmt settum reglum og að frumkvæði bankastjómar eða samkvæmt sér- stökum óskum bankaráðsins í heild eða einstakra bankaráðsmanna séu ávallt réttar, nákvæmar og veittar eftir bestu vitund og án undan- dráttar. Bankaráðið hefur því enga ástæðu til að draga í efa nokkra þætti í upplýsingamiðlun banka- stjórnar og annarra starfsmanna til sín. Með tilvísun til afdrifa Lindar hf. og að höfðu samráði við banka- stjórn Landsbankans hefur banka- ráðið hins vegar ákveðið að óska eftir því við Ríkisendurskoðun að hún framkvæmi fyrir bankaráðið athugun á útlánareglum Lands- bankans, bæði þeim sem bankaráð bankans setur og þeim reglum sem bankastjórn bankans setur á gmndvelli þeirra. Athugunin bein- ist að því hvort reglurnar séu að mati Ríkisendurskoðunar fullnægj- andi til þess að tryggja sem vand- aðastar ákvarðanir um útlán bank- ans. Telji Ríkisendurskoðun nauð- syn á breytingum á reglunum ósk- ar bankaráðið eftir að hún geri til- lögur um það til sín. Jafnframt ósk- ar bankaráðið eftir að Ríkisendur- skoðun kanni með hvaða hætti staðið er að því í Landsbankanum að veita bankaráði bankans upplýs- ingar annars vegar samkvæmt þeim ákvæðum sem koma fram í útlánareglum bankaráðsins og lúta að upplýsingagjöf um helstu við- skiptamenn fyrirtækisins og hins vegar um aðra þætti varðandi rekstur og stjórnun bankans sem bankaráðinu er nauðsynlegt að fá upplýsingar um til þess að geta rækt stjórnunar- og eftirlitsskyldu sína. Athugun þessi nái einnig til dótturfyrii'tækja bankans, Lands- bréfa hf. og Hamla hf. Bankaráðið leggur áherslu á að hér væri um að ræða starf sem unnið væri í sam- ráði við bankastjóm bankans og endurskoðanda hans Arna Tómas- son, löggiltan endurskoðanda, og að skýrslugerð í málinu yrði ein- vörðungu beint til bankaráðsins. Bankaráð leggur mikla áherslu á nauðsyn þess að ótvírætt trúnaðar- traust rfld milli Landsbanka ís- lands og Ríkisendurskoðunar og óskar eftir því að Ríkisendurskoð- un taki málaleitanina til jákvæðrar athugunar. Þá vill bankaráðið að lokum leggja áherslu á, að verði Ríkisendurskoðun við þessari beiðni þá verði athuguninni hraðað svo sem kostur er, einkum með til- liti til fyi-irhugaðrar breytingar á Landsbanka Islands í hlutafélag. Virðingarfyllst, Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbanka Islands. Skrifstofa Norðurskautsráðsins um verndun lífríkis á norðurslóðum (CAFF) óskar eftir húsnæði á Akureyri eða í nágrenni fyrir finnskan starfsmann skrifstofunnar og fjöl- skyldu hennar (2+2) frá og með byrjun júlí, má vera eitthvað síðar, og til loka júlí 1998. Upplýsingar veittarísíma 4623350 á skrífstofutíma annars ísíma 4613292. Á Fótboitavef Morgunblaðsins finnur þú alla réttu takkana www.mbl.is/boltinn Nýjustu fréttir, innlendar og erlendar Beinar útsendingar Hverjir skora Staðan og næstu leikir Tölfræði Fótboltavefur mbl Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.