Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 53

Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 Sumardagskrá að hefjast í Viðey SUMARDAGSKRÁIN í Viðey hefst 1. júní, annan dag hvítasunnu. Þá flytur sr. Þórir Stephensen há- tíðarmessu í Viðeyjarkirkju kl. 14 með aðstoð dómorganista og Dóm- kórs. Sérstök bátsferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Eftir messu verður staðarskoðun sem tekur rúman hálftíma og þá verður veit- ingahúsið einnig opið fyrir þá sem vilja fá sér kaffi. Nokkrar nýjungar verða í starf- inu á þessu ári. Má þar nefna að í næstu viku tekur til starfa reið- hjólaleiga og einnig verður grill- skálinn Viðeyjarnaust opinn án end- urgjalds á tímanum frá kl. 13.30-16.30 alla daga. Þangað geta allir Viðeyjargestir komið á þessum tíma með nesti sitt, snætt það þar inni ef þeir vilja og fengið að grilla á ágætu útigrilli sem þarna er. Við skálann verða, á þessum tíma, fáein leiktæki til að dunda sér við. Þeim, sem gleyma nestinu, verður hægt að sjá fyrir molakaffi eða svala- drykk. Utan þessa tíma verður skál- inn til útleigu og sér afgreiðsla Við- eyjarferjunnar um það. Gönguferðir verða með hefð- bundnum hætti, raðgöngur tvisvar í viku, á þriðjudagskvöldum kl. 20.30 og á laugardagseftirmiðdögum kl. 14.15. Sá sem kemur í fimm göngur í röð sér allt hið helsta er fyrir augu ber í eynni. Fyrsta kvöldgangan verður næsta Jmiðjudag um norð- austureyna. A sunnudögum kl. 14.15 eða strax eftir messu er svo staðarskoðun, gengið um heimahlöð og kirkjan og Stofan sýndar. Slíkt tekur 30-40 mínútur og er öllum auðvelt. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu verður opið alla daga og leggur áherslu á fjölskylduvænar veitingar síðdegis, bæði í verði og gæðum. Ljósmyndasýningin í Viðeyjar- skóla verður opnuð 20. júní. Hesta- leigan verður opnuð þriðjudaginn 2. júní. Bátsferðir verða úr Sundahöfn virka daga kl. 13 og 14 og í land aft- ur kl. 15.30 og 16.30. Um helgar eru ferðir á klukkutíma fresti kl. 13-17 og á hálfa tímanum í land aftur. Þess utan eru kvöldferðir og hægt er að panta aukaferðir eftir þörfum. RÚNAR Antonsson, starfsmaður Morgunblaðsins á Akureyri, afhenti Huldu Pétursdóttur vinninginn. Hlaut GSM-síma í verðlaun HULDA Pétursdóttir var svo heppin að vinna Eriksson GA 628 GSM-síma frá BT tölvum í US Marshais leik Morgunblaðsins og Sambíóanna á Netinu. Skömmu eftir að Hulda tók þátt í leiknum fór hún norður til Akureyrar en þar vinnur hún í sumar. Þrátt fyrir að henni hafi verið sendur tölvupóstur, eins og öðrum vinningshöfum, og ítrekað hringt í hana náðist ekki sam- band við Huldu til að láta hana vita af vinningnum. Það gekk svo ioks fyrir skömmu og var henni þá sendur vinningurinn norður með næstu flugvél. Það má því segja að tölu- verður eltingaleikur hafi verið við aðalvinningshafann í leiknum og er það alveg í anda myndar- innar sem leikurinn er kenndur við. Um leið og aðstandendur ieiksins óska Huldu og öðrum vinningshöfum til hamingju vilja þeir koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem tóku þátt. Rétt mynd af dux scholae MYND af röngum nemanda birtist í frétt Morgunblaðsins um dux scholae við braut- ski'áningu nemenda úr Fjölbrautaskólanum við Ánnúla. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og birtist hér rétt mynd af írisi Traustadóttur dux scholae úr Fjölbrauta- skólanum í Ánnúla. IRIS Traustadóttir dux scholae frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. FRÁ úthlutun náms- og athafnastyrkja íslandsbanka. Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka afhentu styrkina. Viðurkenningar fyrir nýsköpun og góðan árangur NÁMS- og athafnastyrkir ís- landsbanka voru afhentir mið- vikudaginn 20. maí. Veittir voru sex námsstyrkir, hver að upphæð 150 þúsund krónur og einn at- hafnastyrkur að íjárhæð 200 þús- und krónur. Markmið íslandsbanka með þessum styrkjum er að veita námsmönnum viðurkenningu fyr- ir frábæran árangur í námi og hvatningu til frekari átaka. Jafn- framt er tilgangurinn að örva ný- sköpun og frumkvæði meðal ís- lenskra námsmanna. Styrkirnir eru veittir í tengslum við Menntabraut, námsmannaþjón- ustu lslandsbanka. I úthlutunarnefnd áttu sæti: Ingjaldur Hannibalsson dósent, Lúðvík Bergvinsson alþingismað- ur, Ásmundur Stefánsson fram- kvæmastjóri og Hilmar Gunnars- son markaðsstjóri. Námsstyrki hlutu eftirtaldir: Edda Hrund Harðardóttir, sópransöngkona. Edda hefur stundað nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og Söngskólann í Reykjavík. í haust heldur hún ut- Leiðrétt kosningaúrslit VEGNA mistaka við birtingu kosn- ingaúrslita í þriðjudagsblaðinu eru úrslit í nokki-um sveitarfélögum birt hér að nýju. Lesendum skal bent á að úrslit kosninganna í öllum sveit- arfélögum er að finna á Kosninga- vef Morgunblaðsins, httpT7www.- mbl.is/kosningar/. Nýtt sveitarfélag við Eyjafjörð í nýju sveitarfélagi við utanverð- an Eyjafjörð, þar sem nafnið Ár- dalsvík varð hlutskarpast í skoðana- könnun sem gerð var samhliða kosningunum, hlaut B-listi Fram- sóknarflokks 489 atkvæði eða 42,3%, D-listi Sjálfstæðisflokks 394 atkvæði eða 34,1% og S-listi sam- einingar 272 atkvæði, eða 23,5%. Eftirtaldir náðu kjöri í bæjarstjórn: Katrín Sigurjónsdóttir (B), Svan- hildur Árnadóttir (D), Kristján Hjartarson (S), Kristján Ólafsson (B), Kristján Snorrason (D), Sveinn Elías Jónsson (B), Ingileif Ástvalds- dóttir (S), Jónas M. Pétursson (D) og Gunnhildur Gylfadóttir (B). Hrísey í Hrísey hlaut H-listinn 82 at- kvæði, eða 57,7%, og U-listinn 60 at- kvæði, eða 42,3%. í sveitarstjóm náðu kjöri: Narfi Björgvinsson (H), Kristinn Árnason (U), Þórunn Ai'n- órsdóttir (H), Þorgeir Jónsson (U) og Smári Thorarensen (H). Grímsnes- og Grafningshreppur í Grímsnes- og Grafningshreppi hlaut C-listi lýðræðissinna 99 at- an til frekara söngnáms við Royal Academy of Music í London. Almar Halldórsson, sálfræð- ingur. Almar hefur lokið námi frá Háskóla íslands og er að helja framhaldsnám í haust við háskólann í Exeter í Englandi. Þar ætlar hann að stunda frekari rannsóknir í tengslum við BA- verkefni sitt sem fjallar um and- Iitsskynjun ungbarna. Einar Guðbjartsson, viðskipta- fræðingur. Hann er í doktors- námi í viðskiptafræði við Við- skiptaháskólann í Gautaborg. Rannsóknaverkefni hans er stærsti hlutabréfasjóður í opin- berri eigu í Svíþjóð. Yrsa Björt Löve. Yrsa er nemi í læknisfræði við Háskóla ís- lands. Hún vann rannsóknar- verkefni um meðfædda hjarta- galla hjá tvíburum og stefnir að sérhæfingu í barnalækningum með hjartasjúkdóma barna sem undirsérgrein. Lena Rós Ásmundsdóttir. Hún er á öðru ári í læknisfræði við Háskóla íslands. Lena hefur kvæði eða 52,7%, K-listi óháðra kjósenda 53 atkvæði eða 28,2% og S-listi Samstöðu og framfara 36 at- kvæði eða 19,1%. Kjörnir í sveitar- stjórn voru því Gunnar Þorgeirsson (C), Böðvar Pálsson (K), Guðmund- ur Þorvaldsson (C), Þórunn Drífa Oddsdóttir (S) og Guðrún Þórðar- dóttir (C). Eyja- og Miklaholtshreppur í Eyja- og Miklaholtshreppi náðu eftirtaldir kjöri í óbundinni kosn- ingu: Jón Oddsson, Halla Guð- mundsdóttir, Guðbjartur Gunnars- son, Helgi Guðjónsson og Eggert Kjartansson. Þingvallahreppur í Þingvallahreppi var óbundin kosning og náðu þessir kjöri: Ragn- ar Lundborg Jónsson (24 atkv.), Ingibjörg Steindórsdóttir (19) og Halldór Ki'istjánsson (15). Þá féll út nafn efsta manns í Broddaneshreppi. Það er Sigríður Guðbrandsdóttir, sem hlaut 32 at- kvæði. ------------------- ■ „PLAYSTATION" mót verður haldið á Egilsstöðum laugardaginn 30. maí kl. 14 í Bíó Valaskjálf. Þátt- tökugjald er 500 kr. Skráning fer fram í Skóvinnustofu Konráðs. Fyr- irkomulag keppninnar er sem hér segir: Keppt verður í Need For Speed III, tvær umferður á kepp- anda, tveir keppa í einu upp á tíma, sextán bestu tímarnir komast áfram og keppa í undanúrslitum án tíma- töku. ávallt sýnt afburða námsárangur. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanuin í Reykjavík með einkunnina 9,26 og í inn- tökuprófum læknadeildar varð hún efst með einkunnina 9,03. Hermann Þór Snorrason. Her- mann er í BA-námi í prenttækni og stjórnun við London College of Printing í Englandi. Þetta nám hentar vel til undirbúnings stjórnunarstarfa á sviði prentun- ar, auglýsinga, útgáfu, umbúða- iðnaðar, markaðsmála og tækni- þróunar í prent- og útgáfuiðnaði. Athafnastyrkinn hlaut að þessu sinni Gísli Reynisson. Styrkurinn er veittur vegna hjálpartækis við ákvarðanatöku fyrir stjórnendur í loðnu-, rækju- og síldarvinnslu. Gísli er ásamt öðrum að þróa og hanna bestun- arlíkan sem framleiðslustjórar geta stuðst við þegar ákveða á hvaða afurðaflokka skuli fram- leiða. Tækið reiknar út hvaða af- urðasamsetningu gefur hæsta af- urðaverðmætið miðað við gefnar forsendur í hveijum afurða- flokki. LEIÐRÉTT Fundur í Melaskóla í gær Fundur foreldra í Melaskóla um byggingarmál var í gær, fimmtu- dag, en verður ekki í kvöld eins og misskrifaðist í fimmtudagsblaðinu á bls. 40. Beðist er afsökunar á þessu. Röng auglýsing frá Nýheija Á BAKSÍÐU blaðsins í gær birtist röng auglýsing frá Nýherja. Aug- lýst var IBM notenda ráðstefna dagana 23. og 24. mars. Ekki er um rangar dagsetningar því ráðstefnan var haldin þessa daga. Morgunblað- ið biðst velvirðingar á mistökunum. Karrí og karríréttir í ÞÆTTI Kristínar Gestsdóttur, Matur og matgerð, í blaðinu í gær límdist myndin yfir byrjun textans sem varð óskiljanlegur en upphaf textans var svona: EN hvað er karrí? Því er vandsvar- að þar sem karrí er blanda af mörg- um kryddtegundum - allt upp í 20. Vissar tegundir krydds eru þó alltaf í karrí svo sem kardimommur, kanill, negull, koriander, kúmen, múskat, pipar og turmerik sem gef- ur karríinu gula litinn en annað krydd svo sem anís, fennel, fenu- greek, lárviðarlauf, masi, valmúa- fræ, sesamfræ, cayennepipar og saffron er líka oft með en það eins og turmerik gefur líka sterkgulan lit. Notkun karrís í Asíu við trúarat- hafnir og til matargerðar er ævaforn... Kristín og lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.