Morgunblaðið - 10.06.1998, Síða 1
104 SÍÐUR B/C/D/E
STOFNAU 1913
128. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR10. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Hart barist við landamæri Eþíópíu og Erítreu
Eþíópíustjórn hafnar
tilboði um viðræður
Adigrat, Asmara. Reuters.
HARÐIR bardagar geisuðu í gær
við landamæri Eþíópíu og Erítreu
og Isayas Afewerki, forseti Erítreu,
spáði því að átökin myndu magnast
á næstu dögum. Hann kvaðst þó
vilja ræða við Meles Zenawi, for-
sætisráðherra Eþíópíu, en Eþíópíu-
menn sögðu að viðræður kæmu ekki
til greina fyrr en her Erítreu færi af
eþíópískum landsvæðum.
Fréttaritarar Reuters urðu vitni
að hörðum bardögum nálægt
eþíópíska landamærabænum Zal-
ambessa, 550 km norðan við Addis
Ababa og 100 km sunnan við As-
mara, höfuðborg Erítreu. Helsti
þjóðvegurinn milli borganna liggur
um bæinn. Eþíópíumenn sökuðu
Erítreuher um að hafa hafið mikla
sókn í gærmorgun, en Erítreumenn
sögðust ekki hafa átt upptökin.
Erítreuher fari frá Eþíópíu
Forseti Erítx-eu kvaðst vilja ræða
við forsætisráðherra Eþíópíu en
spáði því að bardagamir myndu
færast í aukana áður en viðræður
gætu hafist. Eþíópíumenn sögðu að
ekki kæmi til greina að efna til frið-
arviðræðna meðan Erítreumenn
„legðu eþíópísk landsvæði undir sig
með hervaldi".
Talsmaður eþíópísku stjórnarinn-
ar sagði að til að viðræðurnar gætu
hafist þyrftu Erítreumenn að sam-
þykkja tillögur stjómvalda í Banda-
ríkjunum og Rúanda, sem hafa lagt
til að Erítreuher fari af svæðum
sem hann hefur lagt undir sig frá 6.
mai, að 400 ferkm svæði sem ríkin
deila um verði herlaust og að hafin
verði rannsókn á undirrót átakanna.
Reuters
Albanar
á flótta
SERBNESKAR hersveitir
gerðu í gær sprengjuárásir á
þorp í vesturhluta Kosovo og
óttast er að hernaðaraðgerðirn-
ar valdi mikium fólksflótta úr
héraðinu. Flóttamannahjálp
Sameinuðu þjóðanna sagði að
65.000 Albanar hefðu fliiið
heimkynni sín síðustu tíu daga,
þar af um 18.000 til nágranna-
ríkjanna. Þá skýrði Mary
Robinson, mannréttindafulltrúi
Sameinuðu þjóðanna, frá því í
gær að a.m.k. 130 manns hefðu
beðið bana í árásum Serba á tvo
bæi í liðnum mánuði. Flóttafólk
gengur hér yfir landamærin til
Albaníu.
■ Jeltsín lofar/22
Þjóðarat-
kvæði um
Vestur-
bakkann?
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra Israels, hefur gefið til
kynna að hann sé tilbúinn að efna
til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort
Israelar eigi að
flytja hersveitir
sínar frá 13%
Vesturbakkans.
Netanyahu
sagði í viðtali við
ísraelska ríkisút-
varpið að álit al-
mennings skipti
miklu máli í svo
mikilvægri deilu.
Netanyahu „Það er fyrst og
fremst skylda
okkar að ná víðtækri sátt þannig að
endi verði bundinn á klofninginn
meðal þjóðarinnar og friður ríki
heima fyrir, ekki aðeins milli Isra-
ela og araba.“
Gæti styrkt stöðu Netanyahus
Forsætisráðherrann bætti þó við
að hann hefði ekki enn ákveðið að
bera deiluna undir þjóðaratkvæði.
Verði brottflutningurinn samþykkt-
ur í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti
það auðveldað Netanyahu að standa
af sér þá pólitísku storma sem slík
tiislökun myndi óhjákvæmilega
valda. Hægrisinnaðir stjórnarþing-
menn haí'a hótað að fella stjórnina
samþykki hún að láta landsvæðin af
hendi.
Knatt-
spyrnuhátíð
í París
HUNDRUÐ þúsunda manna
voru í miðborg Parísar í gær-
kvöldi til að fylgjast með
skrúðgöngu í tilefni þess að
heimsmeistaramótið í knatt-
spyrnu hefst í Frakklandi í
dag. Fjögur 20 metra há
teiknimyndavélmenni, sem áttu
að tákna kynþætti heimsins,
gengu um göturnar í fylgd
þúsunda sjálfboðaliða, klæddra
sem skordýr, tré, rækjur og
geimskip.
■ 37 núltjarðar manna/28
■ Heimsmeistaramótið/Bl-B4
Reuters
Nígeríuher
lofar valda-
afsali
Abiy'a. Reuters.
TALSMAÐUR herforingjastjórnar-
innar í Nigeríu sagði í gær að staðið
yrði við loforð Sanis Abacha einræð-
isherra, sem lést á mánudag, um að
borgaraleg stjórn tæki við völdunum
1. október.
Talsmaðurinn sagði að þetta hefði
verið ákveðið á fundi ráðherra her-
foringjastjórnarinnar og Abdu-
salams Abubakars, nýs forseta henn-
ar. Hann bætti þó við að ekki væri
öruggt að forsetakosningar yrðu 1.
ágúst eins og ákveðið hafði verið.
„Það hefur þó ekki áhrif á valdaaf-
salið 1. október."
■ Abubakar sver eið/21
84 stiga hiti
í Kúveit
Kúveit. Reuters.
MIKILL hiti hefur verið í Kú-
veit síðustu daga og orðið 51
stig í forsælu og 84 stig í sól-
skini.
Kúveiska dagblaðið Al-Qab-
as sagði að embættismenn
hefðu ráðlagt landsmönnum
að halda sig í skugga í mestu
hitamollunni til að fá ekki sól-
sting.
Hléi á flugmanna-
verkfalli hafnað
París. Reuters.
STÉTTARFÉLAG flugmanna
franska ríkisflugfélagsins Air France
ákvað í gær að verða ekki við áskor-
un annars stéttarfélags franski’a
flugmanna um að gera hlé á verkfalli
sínu til að raska ekki skipulagi
heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.
„Ekki kemur til greina að binda
enda á verkfallið, þannig að tillagan
um verkfallshlé er tilgangslaus,"
sagði talsmaður stéttarfélags verk-
fallsmannanna. Félagið kvaðst þó
tilbúið að hefja viðræður við flugfé-
Iagið að nýju, en þeim var slitið á
laugardag.
Verkfallið hefur staðið í níu daga
og flugmennirnir krefjast þess að
flugféiagið hætti við áform um nýtt
launakerfi sem sparar því 500 millj-
ónir franka, andvirði 6 milljarða
króna, á þrem árum. Franska
stjórnin segist styðja stjórnendur
flugfélagsins og ekki ætla að hafa af-
skipti af deilunni.
Ottast er að skipulag heimsmeist-
aramótsins fari úr skorðum þar sem
Air France hafði tekið að sér að
flytja öll Iandsliðin 32 og áhorfendur
milli borga. Glundroði var á Charles
de Gaulle-flugvellinum í París í gær
og reiðir ferðamenn og knattspyrnu-
áhugamenn kvörtuðu yfir týndum
farangri, aflýstum flugferðum og
töfum.