Morgunblaðið - 10.06.1998, Side 17

Morgunblaðið - 10.06.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 17 Morgunblaðið/Helgi Garðarsson VÍGSLUATHÖFN við völvuleiðið. VERKLOK, Þórhallur og Friðrik Þorvaldssynir ásamt nemendum í 9. bekk. Völvuleiði endur- bætt á Eskifírði ESKFIRÐINGAR fjölmenntu hinn 29. maí að fornu Völvuleiði til að fagna endurbótum sem nemend- ur grunnskólans höfðu unnið að í kringum leiðið ásamt kennurum sínum. Völvuleiði sem þetta munu vera til víða um land og ýmsar sagnir til um þau. Þama eiga að vera grafnar seiðkonur og sú sem hvílir hjá Esk- firðingum mun, samkvæmt þjóð- sögu, hafa sagt að á meðan eitt- hvert bein væri óbrotið í sér myndi hún halda vemdarhendi yfir byggð- inni. Þórhallur Þorvaldsson, kenn- ari á Eskifirði, segir Eskfirðinga líta á völvuna sem vemdara sinn og þeir hafi viljað gera vel við hana. Við vígsluathöfnina klæddust nemendur í fornlega búninga og þökkuðu völvunni verndina í ald- anna rás. Þórhallur segir allt benda til þess að Völvan hafi verið hin ánægðasta með endurbætum- ar. Til marks um það þá hafi verið kalsaveður og þokumugga þegar byrjað var að hlaða en eftir því sem verkinu miðaði áfram birti til og endaði með sól í heiði við verklok. Vegvísar voru settir að völvu- leiðinu og gönguleiðir að því lag- færðar, einnig var varða, sem þarna er, hlaðin upp. „Eskfirðingar voru ánægðir með endurbæturnar og þóttu þær til sóma,“ segir Þór- hallur. Síðar kom í ljós að sam- kvæmt reglugerð frá 1989 þarf sér- stakt leyfi til að hreyfa við fom- minjum eldri en 100 ára, þær eru friðlýstar og mun þetta svæði falla undir þá reglu. Þórhallur segir það ekki hafa verið ætlunina að brjóta reglur, kappið hafi ef til vill verið fullmikið og þeir ekki hugað að þessu í tíma. Þeir hafi svo rætt við Þór Magnús- son þjóðminjavörð og hann hafi lát- ið athuga hleðsluna og aðrar fram- kvæmdir. Sem betur fer hafi þetta allt saman þótt vel gert og ekki talið að nein spjöll hafi verið unnin heldur þvert á móti og fram- kvæmdimar allar þótt til bóta eins og til stóð. Hins vegar sé rétt að benda fólki á að hafa samband við þjóðminjavörð hafi það hug á að gera einhverjar lagfæringar á eða í kringum fomminjar. Æðarvarp fyrr á ferð- inni við Breiðafjörð Miðhúsum-Þar sem æðarvarp hófst um hálfum mánuði fyrr en venjulega mun varptíminn vara lengur. Sumar kollumar era komnar með unga en aðrar að hefja varp. Meira ber á vargi en oft áður, svo sem minki og tófu, en reynt er að halda þeim í skefjum. Fuglar sem stela eggjum og drepa æðarfuglinn bera sam- heitið „vargfuglar“. Hettumáv- urinn er tiltölulega nýr eggja- þjófur. Reynt er að fara yfir varp- löndin áður en eggtíð byrjar með minkahunda og hefur slíkt gefið góða raun. Taldar era miklar lík- ur á að tófur og minkar komi frá íriðlandinu á Vestfjörðum. Eyði- býlum fjölgar hér á Vestfjörðum og það gerir alla búsetu erfiðari. Hátíðarhöld í tilefni 90 ára afmælis í Garðinum um helgina Forsætisráðherra sækir bæinn heim Garði - Davíð Oddsson forsætisráð- herra verður heiðursgestur á fjöl- skylduhátíð, sem haldin verður nk. laugardag í íþróttamiðstöðinni en í ár fagnar Gerðahreppur 90 ára af- mæli sínu og verða aðalhátíðarhöldin af því tilefni um helgina. Föstudaginn 12. júní og laugar- daginn 13. júní verður fjölbreytt dagskrá, þar sem ungir sem eldri ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á fóstudeginum verður komið fyr- ir fjölbreyttum leiktækjum fyrir yngstu kynslóðina á túninu við skrif- stofu Gerðahrepps. Kl. 16 mætir á svæðið Trúðurinn Tumi og heldur uppi góða skapinu í öllum. Leiktækin verða svo einnig opin laugardaginn 13. júní. Ej ölsky lduskemmtun og dansleikir Á fóstudagskvöldinu 12. júní verð- ur svo unglingadansleikur í Sam- komuhúsinu frá kl. 21 til 1, þar sem hljómsveitin „Á móti sól heldur" heldur uppi fjörinu. Laugardaginn 13. júní verður efnt til fjölskylduskemmtunar í Iþrótta- miðstöðinni kl. 15. Þar verður fjöl- breytt dagskrá, tónlistaratriði, söng- ur, flutt söguágrip o.fl. Heiðursgest- ur verður Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og mun hann flytja ávarp á samkomunni. í íþróttamiðstöðinni mun risastór afmælisterta verða í boði fyrir gestina. Laugardagskvöldið kl. 23 hefst stórdansleikur í Iþróttamiðstöðinni þar sem hljómsveit Geirmundar Val- týssonar leikur fyrir dansi. Sýningar í Gerðaskóla verður opnuð sýning föstudaginn 12. júní kl. 17. Opið til SPEEDO' Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson GARÐURINN skartar sínu fegursta í kvöldsólinni enda einmuna blíða dag eftir dag. Glæsibæ - Álfheimum 74 Sími 581 2922 kl. 22. Á sýningunni verður sýnd vinna nemenda um ýmsa þætti úr sögu Gerðahrepps. Einnig er í skól- anum sýning bama úr Leikskólanum Gefnarborg. Þá sýna safnarar í Garði hin ótrúlegustu söfn sín. Myndasýning, skyggnur, verður í skólanum, þar sem fjallað er um samfélagið í Garðinum og sagt frá í máli og myndum. Sýningin í skólan- um verður svo opin á laugardag frá kl. 12-15 og á sunnudaginn frá kl. 12-17. Athygli er einnig vakin á því að Byggðasafnið verður opið á sama tíma og sýningarnar í skólanum. Einnig er minnt á nýopnað Sögu- og minjasafn Slysavarnafélagsins. Listamaðurinn Gunnar Örn sýnir verk sín í Sæborgu. Nokkrir heima- menn sýna verk sín í íþróttamiðstöð- inni. I tilefni 90 ára afinælisins var ákveðið að gefa út Sögu Gerða- hrepps. Doktor Jón Þ. Þór hefúr rit- stýrt verkinu og kemur bókin út nú um afmælishelgina. UV Til sölu BMW 850ÍA árgerö 1991, ekinn 55 þús. km. 12 cyl., sjálfsk., ABS, leðurinnrétting, sóllúga, 16" álfelgur, þjófavörn, raf- stýrð spólvörn, hiti í sætum, skriðstillir, rafmagn í rúðum og sæt- um, air condition, aksturstölva og margt fleira. Upplýsingar gefur Karl Óskarsson s. 575 1211 GÓÐU MÁLEFNI LIÐ 1998 m INK. 1 Suzukí Grand Vitara 5 dyra, 4x4, árgerð 1999 Verðmæti 2.300.000 kr. Bifreið eða greiðsla uppffbúð Verðmæti 1.000.000 kr. uttektir hjá ferðaskrifstofu eða vcrslun Hver að verðmæti 100.000 kr. A v/v/VA.Vnibb.íi miiljónir króna I skattírjálsir Fjöfsfc ISt-OGÖ- ^DregBiy.júnfTSSB ~JzjO áf*.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.