Morgunblaðið - 10.06.1998, Qupperneq 19
Láttu nú ljósið þitt,
lýsa upp rúmið mitt
Bœnakver fyrir börn og foreldra þeirra
vernig á ég að nesta barnið mitt til lífsgöngunnar?
Má ekki lesa þessa spurningu í augum flestra foreldra
sem fara höndum um hvítvoðung sinn? Börn og
bænir er ómetanleg bók fyrir börn og foreldra þeirra.
Að tala um dauðann er að
tala um lífið
Bók fyrir þá er standa með börnum andspœnis sorg
egar sorgin sækir barnið þeirra heim finnst foreldrum
þeir oft harla varnarlausir og óviðbúnir til að hjálpa
barninu sínu í sorg þess. Bókin Börn og sorg verður
öllum þeim er glíma við missi með börnum traust stoð og
holl leiðsögn á vegi sorgarinnar, hvort sem það eru
foreldrar eða forráðamenn, kennarar
eða aðrir fagaðilar.
pr| i.lv'l * ■« .• ,.s % fev 1 I ! I I M f/ih- |tj V
Skálholtsútgáfan
Útgáfufélag þjóðkirkjunnar
Laugavegi 31 • 101 Reykjavík • Sími: 552 1090 • Bréfsími: 562 1595
MORGUNB LAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 19
VIÐSKIPTI
VÍB sýknað af skaðabóta-
kröfu vegna víxilkaupa
Kunnáttu-
leysi frem-
ur en galli
FRAMKVÆMDASTJÓRI hug-
búnaðarfyrirtækisins Strengs hf.
telur ekki að orsakanna fyrir villu í
bókhaldi Kælismiðjunnar Frosts
hf. sé að leita í bókhaldsforriti fyr-
irtækisins heldur hljóti mistökin að
stafa af kunnáttuleysi í notkun for-
ritsins.
I niðurstöðum dóms Héraðsdóms
Reykjavíkur í deilu Kælismiðjunn-
ar Frosts hf. og fyrrverandi fjár-
málastjóra félagsins kom fram að
mistök í bókhaldi Kælismiðjunnar,
sem leiddu til þess að færslur færð-
ust á milli ára, stöfuðu af galla í
bókhaldsforriti félagsins. Fram
kom að villan í bókhaldskerfinu
væri frumorsk mistakanna sem síð-
an leiddu til þess að ársreikningar
félagsins voru rangir.
Strengur hf. seldi Kælismiðjunni
Frosti hf. umrætt bókhaldskerfi
sem er danskt af gerðinni Navision.
Haukur Garðarsson, framkvæmda-
stjóri Strengs, segir að bókhalds-
kerfið sé mjög gott. Það sé notað af
1.300 fyrirtækjum á Islandi og 40
þúsund fyrirtækjum í heiminum.
Það hafi lengi verið í notkun og
engar slíkar villur komið í ljós.
Haukur telur útilokað að rekja
megi mistökin til galla í bókhalds-
forritinu enda hafi Strengur ekki
fengið neinar óskir um lagfæringar.
Bendir Haukur á að kerfið geri það
sem því er sagt að gera og segir að
svo virðist sem um hafi verið að
ræða kunnáttuleysi í notkun þess.
Þess ber að geta að Kælismiðjan
Frost hefur hætt viðskiptum við
Streng en þar starfar nú fyrrver-
andi fjármálastjóri Kælismiðjunnar.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ís-
landsbanka hefur verið sýknaður í
Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum
einstaklings um skaðabætur vegna
tjóns sem hann varð fyrir vegna
kaupa á vixlum útgefnum af Is-
lenska sjónvarpinu hf. (Stöð 3).
Einstaklingurinn keypti tvo víxla
Islenska sjónvarpsins hf. hjá Verð-
bréfamarkaði Islandsbanka hf.
(VÍB) í apríl 1996, samtals að fjár-
hæð 10 milljónir kr. Víxlarnir voru
ekki greiddir á gjalddaga en síðar á
árinu var greitt inn á þá og loks
fékk Stöð 3 samþykkta nauðasamn-
inga og greiddi 35% krafna. Fyrir-
tækið greiddi alls um 5 milljónir
upp í kostnað, vexti og höfuðstól
víxlanna.
Einstaklingurinn höfðaði mál fyr-
ir Héraðsdómi Reykjavíkur til
greiðslu skaðabóta úr hendi VIB
vegna tjóns sem hann varð fyrir
vegna kaupa á nefndum víxlum.
Byggði hann málsókn sína á því að
hann hafi fengið ófullnægjandi ráð-
gjöf við kaup á víxlunum og hélt því
fram í því sambandi að ráðgjafi
stefnda hefði sagt að fjárfesting-
unni ætti ekki að fylgJa áhætta þar
sem traustir aðilar stæðu að fyrir-
tækinu sem væri greiðandi víxlanna
og að víxlarnir væru til skamms
tíma og ekki hætta á gjaldþroti á
svo skömmum tíma. Þessum um-
mælum var mótmælt af hálfu VIB.
Dómurinn taldi ósannað gegn and-
mælum VÍB að starfsmaður þess
hefði viðhaft framangreind ummæli
við sölu víxlanna og væri rétt að
stefnandi bæri hallann af þeim
sönnunarskorti.
Einnig var á því byggt af hálfu
stefnanda að starfsmaður VIB hefði
ekki gert honum gi'ein fyrir því að
kaup á víxlum Stöðvar 3 hefðu verið
sérstaklega áhættusöm verðbréfa-
kaup. Víxlar þessir báni 13% ávöxt-
um sem var tvöfalt hærra en á
banka- og ríkisvíxlum og mun
hærra en almennt var á fyrirtækja-
víxlum. í niðurstöðum dómsins er á
það bent að almennt sé viðurkennt
og þekkt í verðbréfaviðskiptum að
því hærri sem ávöxtunin er þeim
mun meiri sé áhættan af viðskiptun-
um. Jafnframt kemur fram það álit
að ekki hafi verið sýnt fram á að
VIB hafi á einhvem annan hátt haft
aðstöðu' til að meta fjárhagslega
stöðu íslenska sjónvarpsins hf. Er
því ekki talið að VÍB hafi mátt vera
það ljóst að kaupandi víxlanna yrði
óhjákvæmilega fyrir tjóni með
kaupunum.
Fékk allar upplýsingar
Akvæði í logum um verðbréfavið-
skipti skylda starfsmenn verðbréfa-
fyrirtækja til að veita viðskiptavin-
inum, að teknu tilliti til þekkingar
hans, greinargóðar upplýsingar um
þá kosti sem honum standa til boða.
I 1‘ökstuðningi skaðabótakröfunnar
var því haldið fram að umræddur
maður hefði litla sem enga reynslu
haft af fjármálaumsýslu og hefði
treyst á ráðgjöf starfsmanns verð-
bréfafyrirtækisins þegar hann festi
allt sitt sparifé í umræddum víxlum.
Þessu mótmælti VÍB, benti meðal
annars á að maðurinn væri lang-
skólagenginn, gegndi stjórnunar-
stöðu í stóru fyrirtæki, hefði keypt
töluvert af hlutabréfum á undan-
förnum árum og víxlarnir væru alls
ekki allt hans sparifé.
I dómi Héraðsdóms kemur fram
það álit að þegar stefnandi leitaði
upplýsinga hjá VÍB vegna víxil-
kaupanna hafi hann sjálfur haft
ákveðnar skoðanir á því hvaða kost-
ir hentuðu og þar virðist stuttur
binditími og há ávöxtun hafa skipt
mestu máli. Ekki hafi komið fram í
málinu að stefnandi hafi gefið
starfsmanni VÍB tilefni til að ætla
að hann væri óvanur verðbréfavið-
skiptum eða að hann hefði ekki haft
neina þekkingu á þeim eins og hann
héldi fram í málatilbúnaði sínum.
„Ekkert annað hvað varðaði stefn-
anda virðist hafa gefið starfsmanni
stefnda tilefni til að ætla að haga
þyrfti ráðgjöf við hann með öðrum
hætti en gert var og ætla verður að
almennt hafi tíðkast við svipaðar að-
stæður, bæði hjá stefnda og öðrum
sambærilegum verðbréfafyrirtækj-
um... Verður hér að líta svo á að
stefnandi hafi fengið allar þær upp-
lýsingar sem stefnda bar að veita
honum, annað hvort samkvæmt lög-
um eða að beiðni stefnda sjálfs.
Einnig verður að leggja til grund-
vallar við úrlausn málsins að stefn-
andi hafi sjálfur tekið ákvörðun um
að kaupa umrædda víxla eftir að
hann hafði fengið upplýsingar um
þá kosti sem í boði voru og metið
þá,“ segir m.a. í niðurstöðum dóms-
ins.
Þá fellst dómurinn heldur ekki á
þá kröfu mannsins að VÍB hafi vald-
ið honum tjóni með röngum og
ófullnægjandi vinnubrögðum við
innheimtu víxlanna.
Var VÍB því sýknað af skaðabóta-
kröfum eiganda vLxlanna. Hins veg-
ar var málskostnaður felldur niður.
Dóminn kvað upp Sigríður Ingv-
arsdóttir héraðsdómari ásamt með-
dómsmönnunum Emil Theodóri
Guðjónssyni löggiltum endurskoð-
anda og Kristjáni Jóhannssyni lekt-
or.
tyá.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30,
Engjateigi 5, sími 581 2141.
laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
www.mbl.is