Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Habibie forseti Indónesíu Ljær máls á sérréttind- um handa Austur-Tímor Jakarta. Reuters. JUSUF Habibie, forseti Indónesíu, sagðist í gær íhuga að veita Austur- Tímor sérstök landréttindi, en lagði áherslu á að svæðið yrði áfram óað- skiljanlegur hluti Indónesíu. Hann sagðist ennfrem- ur ekki hafa uppi áform um að sitja áfram í embætt- inu að loknum forsetakosningum sem gert er ráð fyrir að verði í desember á næsta ári. Habibie svaraði í viðtali við Reuters-fréttastofuna einnig gagn- rýnisröddum sem telja umbætur, sem Habibie lofaði er hann tók við embætti forseta í síðasta mánuði, ekM ganga nógu hratt fyrir sig. Sagði Habibie að ekM væri hægt að flýta umbótunum frekar, menn yrðu að gefa sér svigrúm og sýna sann- girni í kröfum sínum. Ný kosningalög væntanleg Habibie sagði að ný kosningalög yrðu samin á næstu tveimur mánuð- um og fengi almenningur síðan mánuð til að kynna sér lögin og gera athugasemdir við þau. Upp- kast að lögum yrði síðan lagt til samþykktar á þingi í árslok og þing- kosningar haMnar með nýju fyrir- komulagi í maí á næsta ári. Loks kæmi stjómarskrárnefnd landsins saman í árslok 1999 til að velja nýj- an forseta og varaforseta. „Ég er ekM eins og andi í flösku sem fram- kallar óskir manna. Ég verð að vera viss um að allir séu ánægðir og að menn séu sammála um að kosning- arnar séu löglegar og í lagi.“ Habibie sagðist tilbúinn til að veita Austur-Tímor sömu sérrétt- indi og Jakarta, Aceh og Yogyakarta, en þessi svæði Indónesíu hafa í orðni kveðnu ákveðin réttindi umfram önnur. Jafnframt er hann tilbúinn til að veita lausn föngum sem setið hafa inni vegna pólitískra skoðana sinna eða baráttu fyrir frelsi Austur- Tímors. Ekki væri þó hægt að láta skæruliðaleiðtogann Xanana Gus- mao lausan að svo stöddu, fyrst yrði að finna allsherjar lausn á deilunni um Austur-Tímor. 150.000 manns flýðu Dagblaðið The Jakarta Post sagði í gær frá því að meira en 150.000 manns hefðu flúið Indónesíu eftir að óeirðir brutust út í höfuðborg lands- ins í maí. Ef marka má tölur mann- réttindastofnunar Indónesíu féllu fleiri en 1.000 manns í óeirðunum sem hófust þegar fjórir námsmenn féllu í átökum við lögregluna í Jakarta. Reuters Fárviðri í Hong Kong MIKIÐ óveður var í Hong Kong í gær, hávaðarok og úrhellisrigning, og var eins manns saknað. Nokkrir slösuðust og skólum, bönkum og ýmsum opinberum stofnunum var lokað vegna veðursins. Víða hlupu skriður úr fjallshlíðum og umferð og önnur starfsemi truflaðist. Þessum manni varð fótaskortur í vatnsflóðinu en varð þó ekki meint af. Reuters STARFSMAÐUR verðbréfafyrirtækis í Tókýó lætur líða úr sér smá- stund undir skilti, sem sýnir gengi jensins. Fyrir dollarann fást nú um 140 jen og hefur gengi þess ekM verið lægra í sjö ár. Áhyggjur vegna gengis- lækkunar jensins Tdkýó, Peking. Reuters. BANKARAÐ japanska seðlabank- ans sagði í gær, að vaxtahækkun væri ekki svarið við stöðugu gengis- falli japanska jensins en það hefur ekM verið lægra gagnvart Banda- ríkjadollara í sjö ár. Þykir þessi þró- un endurspegla alvarlega veikleika í japönsku efnahagslífi og vaxandi ótti er við, að það sé að fara inn í óviðráð- anlegt verðhjöðnunarferli. Yfirmað- ur kínverska seðlabankans sagði í gær, að gengislækkunin á jeninu væri farin að hafa alvarleg áhrif á ut- anríMsverslun Kínverja. Talsmaður bankaráðs japanska seðlabankans sagði, að staðið yrði við fyrri stefnu um að styrkja ýmsa efna- hagslega starfsemi varðandi atvinnu- lífið og vaxtahækkun væri því ekM inni í myndinni. Hún gæti líka ein- faldlega orðið til að draga úr neyslu innanlands og stuðla þannig að enn frekari lækkun á jeninu. Hann viður- kenndi þó, að gengisþróunin að und- anfórnu endurspeglaði ákveðinn veiMeika í japönsku efnahagslífi. Selja verðbréf skráð í jenum Japanskir ráðamenn lýsa hver um annan þveran miklum áhyggjum af ástandinu en ekki er búist við, að þeir muni grípa til neinna ráða til að vinna gegn því. Raunar vilja sumir lækka vexti, sem era þó mjög lágir fyrir, í von um, að það geti orðið til að slá á samdráttareinkennin í efna- hagslífinu. Hagfræðingar segja, að meginá- stæðan fyrir gengislækkun jensins að undanfórnu sé almennur áhugi fjárfesta á að losa sig við verðbréf, sem eru skráð í jenum, og festa féð í öðram og arðmeiri. Ógnar stöðugleika í fjármálum Dai Xianglong, seðlabankastjóri í Kína, sagði í gær, að lækkunin á jap- anska jeninu hefði skaðað kínverska utanríkisverslun og væri farin að ógna fjármálalegum stöðugleika í Austur-Asíu. Kvaðst hann vona, að japönsk stjórnvöld gripu til þeirra aðgerða, sem nauðsynlegar væru. Kínverjar lýstu yfir er fjár- málakreppan reið yfir í ýmsum Asíu- löndum, að þeir myndu ekki lækka gengi síns gjaldmiðils, júans, en í ræðu sinni í gær útilokaði Dai ekki beint, að til gengislækkunar gæti komið. Hann ítrekaði þó, að hagvöxt- ur í Kína væri góður og gengi júans- ins stöðugt. Alþjóðadómstóllinn „Gráluðustríð- ið“ vakið upp Haag. Reuters. KÆRA Spánverja vegna töku tog- arans Estai undan Kanada fyrir þremur árum hefur verið tekin til umfjöllunar hjá Alþjóðadómstóln- um í Haag. Halda Spánverjar þvi fram, að kanadiska strandgæslan hafi ekki haft heimild til að taka skipið, sem var á alþjóðlegu haf- svæði. Jose Antonio Pastor Ridruejo, sérfræðingur spænska utanríkis- ráðuneytisins í alþjóðarétti, sagði í Haag í gær, að með kærunni væra Spánverjar ekki aðeins að gæta eigin hagsmuna, heldur annarra ríkja einnig. Sagði hann, að kanadíska strandgæslan hefði tek- ið Estai þegar skipið var 245 mílur undan strönd Austur-Kanada eða langt utan efnahagslögsögunnar. Upp úr skipstökunni reis hið svo- kallaða „grálúðustríð“ en Spán- verjar vora sakaðir um að stunda mikla rányrkju á þessum slóðum og nota ólögleg veiðarfæri. Spánverjar krefjast bóta fyrir tökuna og einnig, að Kanadastjórn breyti lögum, sem heimila henni að framfylgja fiskveiðistjórn utan 200 mílna lögsögunnar. Kanadastjóm heldur því fram, að Alþjóðadómstóllinn hafi ekki lögsögu í þessu máli og vitnar til lagabreytinga á Kanadaþingi 1994 en þá var ákveðið, að umboð dóm- stólsins frá Kanadastjórn næði ekM til fiskveiðimála. ESB bannar rekneta- veiðar frá 2002 Lúxemborg. The Daily Telegraph. REKNET, sem drepa þúsundir smáhvala og sjófugla á ári hverju, verða bönnuð víðast hvar innan efnahagslögsögu Evrópusam- bandsins, ESB, frá og með árinu 2002. Var það samþykkt á fundi sjávarútvegsráðherra ESB-ríkj- anna í Lúxemborg í fyrrinótt. Jack Cunningham, landbúnaðar- ráðherra Bretlands, kvaðst vera mjög ánægður með, að ESB skyldi loksins hafa gert þessar „dauða- girðingar" útlægar. Frakkar, sem eiga næststærsta reknetaflotann í ESB, og Irar voru andvígir bann- inu en Italir, sem gera mest út á reknet, sátu hjá. Önnur ríM sam- þykktu bannið. Reknet eru aðallega notuð við túnfisk- og sverðfiskveiðar og E wMjyjga mega vera 2,5 km löng. Algengt er þó, að þau séu allt að 20 km löng. Áfram reknet í Eystrasalti Emma Bonino, sjávarútvegsstjóri framkvæmdastjórnar ESB, sagði, að bannið sýndi, að ESB ætlaði að taka upp umhverfisvænar fiskveið- ar enda væri þetta í fyrsta sinn, sem ákveðin veiðarfæragerð væri bönnuð. Bannið mun gilda alls staðar nema í Eystrasalti þar sem enga höfrunga eða aðra smáhvali er að finna. Þótti þessi undanþága nauð- synleg til að tryggja atbeina Dana, Finna og Svía en í Eystrasalti eru reknet notuð við lax- og silungs- veiðar. Embættismenn ESB sögðu, að bannið myndi ekki skipta neinu fyrir veiðar á grunnslóð, aðeins á úthafinu en nefna má, að í Bret- landi era aðeins gerðir út sex rek- netabátar. Andstaða íra við bannið byggðist aðallega á því, að þeim þóttu þeir ekki fá nógu miklar bæt- ur fyrir. Með þessari ákvörðun á að ljúka langvarandi útistöðum við ýmis umhverfisverndarfélög, til dæmis grænfriðunga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.