Morgunblaðið - 10.06.1998, Page 26

Morgunblaðið - 10.06.1998, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfs ÓLAVÍA Oddný Sævarsdóttir lék einleik á fiðlu en hún tók próf í 5. stigi á fiðlu. HULDA Víðisddttir og Ásta B. Schram fluttu kattadúettinn fyrir gesti Tdnlistarskdlans. Helmingur á hljóðfæri og helmingur í söng Egilsstaðir. Morgunblaðið. SKÓLASLIT Tónlistarskdla Fljdtsdalshéraðs voru haldin í Egilsstaðakirkju. 42 nemendur luku stigsprdfum við skdlann nú í vor. Helmingur nemendanna tdk próf á hljóðfæri og 21 í söng. Var það allt frá fyrsta stigi upp í sjötta. Skdlinn lauk sinu 27. starfsári og voru nemendur 120 talsins en sífellt fleiri hafa sdtt um nám við skdlann. Er svo kom- ið að húsnæði skdlans er sprung- ið og hafa nemendur, kennarar og aðrir velunnarar safnað und- irskriftum til þess að koma á framfæri við nýja bæjarstjórn að fá stærra og hentugra húsnæði fyrir skólann. Söngstarf hefur verið sérstaklega öflugt í vetur en um 30 nemendur stunduðu söngnám við skölann. Söngkenn- ari er Keith Reed en hann hefur staðið fyrir stdrum söngverkefn- um í vetur. Nýjungar í starfi skdians eru m.a. samvinna við leikskdlann og grunnskölann á Egilsstöðum en nemendur í 1. og 2. bekk grunnskdla hafa allir notið tdnlistarkennslu í vetur. Árið 1999 munu tdnlistarskdlar á Egilsstöðum, Eiðum og í Hall- ormsstað verða sameinaðir með tilkomu sameiningar sveitarfé- laga. Skólastjóri Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs er Magnús Magnússon. Sumartón- leikaröð Kaffileik- hússins Á HVERJU fimmtudagskvöldi í sumar stendur Kaffileikhúsið fyrir léttum tónleikum með mörgum af bestu söngkonum landsins. Má þar nefna Mörtu G. Halldórsdóttur, Önnu Pálínu Árnadóttur, Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Signý Sæ- mundsdóttur, Margréti Pálmadótt- ur, djasssöngkonuna Tenu Palmer og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. í Kaffileikhúsinu munu þær sýna á sér nýja hlið. Summertime - lög úr söngleikjum Tónleikaröðin hefst fimmtudag- inn 11. júní með tónleikum söng- kvennanna Hörpu Harðardóttur og Ágústu Sigrúnar Ágústsdóttur sem syngja lög úr þekktum söngleikjum við píanóundirleik Kristins Arnar Kristinssonar. Á efnisskrá Ágústu og Hörpu eru meðal annars lög eins og „Puttin’ on the Ritz“, „Can’t help loving that man“, „My heart belongs to daddý’, „Someone to watch over me“, „Summertime" og „Neverland“ eft- ir meistara söngleikjanna Irving Berlin, Jerome Kem, Cole Porter, George Gershwin og Leonard Bern- stein. Ágústa lauk burtfararprófí frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1992 og söngkennaraprófí frá sama skóla um leið og Harpa, árið 1994. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. ---------------- * „A Pallinum“ NÚ STENDUR yfir samsýning listamanna í ,Álafosskvos“. Par sýna meðal annars; Ásdís Sigur- þórsdóttir, Björg Örvar, Björn Roth, Hildur Margrétardóttir, Inga Elín, Magnús Kjartansson, Óli Már, Ólöf Oddgeirsdóttir, Tolli og Þóra Sigurþórsdóttir. Sambandið við Guð BÆKUR Ljj óðabók ANDARDRÁTTUR UMHYGGJUNNAR eftir Caroline Krook. íslensk þýðing: Jón Bjarman. Skálholtsútgáfan, 1998, 63 bls. HÖFUNDUR þessa litla kvers er sænskur prestur, kvenkyns, sem nýverið var kjörin biskup í Stokk- hólmi. Séra Caroline Krook hefur gefið út nokkrar bækur, m.a. um sálgæslustörf. Séra Jón Bjarman sem þýðir þessa bók flokkar hana með slíkum ritum en undirritaðri sýnist þó öllu heldur um ljóðabók að ræða. Vissulega má færa rök að því að mörg ljóða þessarar bókar séu sprottin upp úr reynslu höfundar af sálgæslu, af sorg og þjáningu þess sem missir ástvin eða þarf að takast á við aðra erfiðleika daglegs lífs. Bókin skiptist í þrjá hluta sem nefnast: „Úr samræðu", „I einrúmi" og „Leyf mér að vera þú“. Fyrsti hlutinn gæti þá vel lýst sambandi syrgjanda og sálusorgara og leiðar- stef þess hluta er: „Þjáningin þarfn- ast orða“. Segja má að í þessum ljóðabálki í formi samræðu sé sárs- aukinn holdgerður, honum er líkt við sár í holdi syrgjandans: Sagt er að sraám saman skæni yfir sár mitt. Satt má það vera, en það var illt í því, það varð að rífa það upp til að þrífa það, hreinsa það. Síðari hluti bálksins lýsir sam- ræðu sálusorgarans/ljóðmælandans við Drottin, þar sem sálusorgarinn biður Drottin um styrk til að hjálpa syrgjandanum að takast á við þján- inguna. Annar og þriðji hluti, „í einrúmi" og „Leyf mér að vera þú“ eru n.k. eintöl ljóðmælanda þar sem hann lýsir sambandi sínu við Guð sinn og trúna. Sambandinu er lýst sem ást- arsambandi út frá kvenlegu sjónar- horni og hér nýtur höfundur kyns síns, því vafasamt er að karlskáld gæti lýst sambandi sínu við Guð á þennan hátt. Þótt trúarlegt mynd- mál sé ráðandi í textanum notar skáldkonan víða sterkar, líkamlegar myndir til að tjá ást sína á Guði: Þráin syngur í líkama mínum sem skjálfandi óslitinn tónn. Líkt og í takti við voiduga hljómkviðu titra limir mínir í þrá eftir að sameinast þér, Drottinn minn og Drottnari. Þetta ljóðakver kom út á frum- málinu 1981 og er því orðið 17 ára gamalt. Það mun að öllum líkindum höfða mest til trúaðra lesanda því myndmálið og orðfarið ber sterkan keim af kristinni trú og er ljóðin fleyguð Biblíutilvitnunum. Einnig gætu þeir sem áhuga hafa á kvennaguðfræði haft áhuga á að skoða þessa bók því í henni er ríkj- andi kvenlegt sjónarhorn - sem ekki er svo algengt þegar til trú- mála er litið. Aftan á bókarkápu segir að bókin sé ætluð þeim sem takast á við vandamál daglegs lífs. Eg er ekki sannfærð um að það sé endilega rétt, þvi meira fer hér fyrir per- sónulegri tjáningu á sambandinu við Guð heldur en orðum ætluðum þeim sem sorgum og áhyggjum eru hlaðnir. Þýðing Jóns Bjarman er vönduð, orðfærið eðlilegt og hrynj- andi ljóðanna góð. Soffía Auður Birgisdóttir Aukasýning á Grandavegi 7 AUKASYNING verður á Granda- vegi 7, leikgerð Kjartans Ragnars- sonar og Sigríðar Margrétar Guð- mundsdóttur, í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 11. júní. Grandaveg- ur 7 er byggður á samnefndri skáld- sögu Vigdísar Grímsdóttur. Síðasta sýning á verkinu var í maflok. Leikendur eru Margrét Vil- hjálmsdóttir, Bergur Þór Ingólfs- son, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Jó- hann Sigurðarson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Valdimar Örn Flygenr- ing, Magnús Ragnarsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Elva Ósk Ólafsdótt- ir, Þröstur Leó Gunnarsson, Hjálm- ar Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir og Gunnar Hansson. Pétur Grétarsson samdi tónlist við sýninguna sem gefin hefur verið út á geisladiski. Höfundur leikmyndar og búninga er Axel Hallkell, lýsingu hannaði Bjöm B. Guðmundsson. Kjartan Ragnarsson leikstýrir. BOKASALA í maí R8ð Var Titill/Höfundur/Utgefandi 1 HEIMSATLAS/ / Ritstj. Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson/Mál og menning. 2 LÍTILL LEIÐARVÍSIR UM LÍFIÐ/ H. Jackson Brown/Forlagið. 3 SJÁLFSTÆTT FÓLK/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell. 4 VEL MÆLT - TILVITNANIR/ Sigurbjörn Einarsson tók saman/Setberg. 5 LJÓÐ TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR/ Kristján Karlsson sá um útgáfuna/Mál og menning. 6-7 ISLANDSBÖK/ Helga Tatjana Zharov og Alevtina Drusina/Fjölvi. 6-7 ÍSLENSK ORÐSNILLD/ Ingibjörg Haraldsdóttir/Mál og menning. 8 EINAR BENEDIKTSSON/ Guðjón Friðriksson/lðunn. 9 FJALLKIRKJAN/ Gunnar Gunnarsson/AB. 10 ELDAÐ UNDIR JÖKLI/ Guðrún G. Bergmann og Guðriður Hannesdóttir/Leiðarljós ehf. Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 SJÁLFSTÆTT FÓLK/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell. 2 FJALLKIRKJAN/ Gunnar Gunnarsson/AB. 3 HÍBÝLIVINDANNA/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning. 4 STÓRBÓK EINARS BENEDIKTSSONAR/ Sigurður Nordal/Mál og menning. 5 LIFSINS TRE/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning. 6 INFERNO/ August Strindberg/Mál og menning. 7 SALKA VALKA/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell. 8 HEIMSLJÓS l-ll/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell. 9 LESARINN/ Bernhard Schlink/Mál og menning. 10 FAÐIR OG MÓÐIR OG DULMAGN BERNSKUNNAR/ Guðbergur Bergsson/Forlagið. ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ 1 LJOÐ TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR/ Kristján Karlsson sá um útgáfuna/Mál og menning. 2 SPÁMAÐURINN/ KahlilGibran/lslendingasagnaútgáfan. 3 3HÁVAMÁL/ /Vaka-Helgafell. 4 EDDUKVÆÐI/ Ólafur Briem/lðunn. 5 STÚLKA - LJÓÐ EFTIR ÍSLENSKAR KONUR/ Helga Kress valdi efni/Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands. 6 ÚNGLINGURINN í SKÓGINUM/ Halldór Laxness/Vaka-Helgafell. 7 LJÓÐASAFN STEINS STEINARS/ Steinn Steinarr/Vaka Helgafell. 8 GULLREGN ÚR ÁSTARLJÓÐUM ÍSLENSKRA KVENNA/ Gylfi Gröndal tók saman/ Forlagið. 9 ÍSLENSK KVÆÐI/ Frú Vigdís Finnbogadóttir valdi efni/Mál og menning. 10 GIMSTEINAR -LJÓÐ 16 HÖFUNDA/ÓlafurHaukurÁrnasonvaldiefni/Hörpuútgáfan. ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 HALASTJARNA/ Þórarinn Eldjárn. Sigrún Eldjárn myndskreytti/Forlagið. 2 STAFAKARLARNIR/ Bergljót Arnalds/Skjaldborg. 3 BRÉF TIL TÍGRISDÝRSINS/ Horst Eckert/Bjartur. 4 GÓÐA NÓTT, EINAR ÁSKELL/ Gunnilla Bergström/Mál og menning. 5 VERÖLD SOFFÍU/ Jostein Gaardner/Mál og menning. 6 LATA STELPAN/ Emil Ludvik/Mál og menning. 7-10 ÍSLENSKU DÝRIN/ Halldór Pétursson/Setberg. 7-10 LITLI PRINSINN/Antoine de Saint-Exupéry/Mál og menning. 7-10 MÝSLA LEIKUR SÉR/ Lucy Cousins/Setberg. 7-10 TINNABÆKUR/Hergé/Fjölvi. ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 HEIMSATLAS/ Ritstj. Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson/Mál og menning. 2 LÍTILL LEIÐARVÍSIR UM LÍFIÐ/ Ritstj. H. Jackson Brown/Forlagið. 3 VEL MÆLT - TILVITNANIR/ Sigurbjörn Einarsson tók saman/Setberg. 4 ÍSLANDSBÓK/ Helga Tatjana Zharov og Alevtina Drusina/Fjölvi. 5 ÍSLENSK ORÐSNILLD/ Ingibjörg Haraldsdóttir/Mál og menning. 6 EINAR BENEDIKTSSON/Guðjón Friðriksson/lðunn. 7 ELDAÐ UNDIR JÖKLI/ Guðrún G. Bergmann og Guðríður Hannesdóttir/Leiðarljós ehf. 8 ÍSLENSK ORÐABÓK/ Árni Böðvarsson/Mál og menning. 9 PANORAMA: ÍSLAND/ Páll Stefánsson/lceland Review. 10 LEITIN AÐ TILGANGI LÍFSINS/ Viktor E. Franklin/Siðfræðistofnun. Bókabúðir sem tóku þátt i könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bóksala stúdenta v/Hringbraut Penninn-Eymundsson, Austurstræti Eymundsson, Kringlunni Penninn, Hallarmúla Penninn, Kringlunni Penninn, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókval, Akureyri Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum KÁ, Selfossi Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka á sölu bóka í maí 1998 Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.