Morgunblaðið - 10.06.1998, Page 27

Morgunblaðið - 10.06.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 2 7 AÐSENDAR GREINAR Skipulag miðhálendisins Ferillinn við gerð þess var ekki réttur í UMRÆÐUNNI á Alþingi og í þjóðfélag- inu á síðustu vikum kom sú tillaga um skipulag á miðhálend- inu, sem bráðlega verð- ur skilað inn á borð umhverfisráðherra, lít- ið til umfjöllunar. Tildrög skipulags- vinnunnar Tildrög þessarar skipulagsvinnu voru þau að Alþingi sam- þykkti illu heilli 1993, með bráðabirgðaá- kvæði við þáverandi skipulagslög nr. 19/1964, að umhverfisráðherra gæti ákveðið að skipa skipulagsnefnd að- eins með fulltrúum þeirra héraðs- nefnda sem liggja að miðhálendinu, - en hann skipi sjálfur aðeins for- manninn. í meðferð þingsins var því bætt við lagagreinina að aug- lýsa mætti tillöguna en: „Að öðru leyti skal fresta frekari afgreiðslu tillögunnar uns ný skipulags- og byggingarlög hafa verið samþykkt á Alþingi." I frumvarpið til þessara laga 1996/1997,var heimildin fyrir skipulagsnefndinni síðan tekin upp, eins og skýringar með bráðabirgða- greininni höfðu gert ráð fyrir. Þessari heimild fyrir skipulags- nefndinni var við meðferð Alþingis hins vegar kippt út úr frumvarpinu stuttu áður en það var gert að lög- um. Það hlýtur að tákna að þingið vildi ekki að svæðisskipulagsnefnd- in starfaði áfram, og í ljósi þess að í bráðabirgðagreininni segir að fresta skuli frekar afgreiðslu tillög- unar (þ.e. eftir auglýsingaferlið), þar til gengið hafi verið frá heim- ildum fyrir nefndinni í nýju lögun- um, - heimildum sem ekki voru gefnar, - þá verði að telja það lögbrot ef yf- irvöld taka tillöguna til frekari umfjöllunar eft- ir að auglýsingaferlinu sem leyft var, er lokið. Vinnsla skipulags- tillögunnar Vinnan við gerð skipulagstillögunnar var boðin út 1994. Sá stóri galli var á því út- boði af hálfu skipulags- yfirvalda og skipulags- nefndarinnar, að mjög óljóst er í útboðinu hvers konar starf ætti hérna að vinna, og fylgdi sú furðulega skýring að bjóðendur ættu sjálfir að móta verkefnið að allverulegu leyti. Hversu óljóst þetta var, endur- speglast í því að tilboðin sem komu í verkið lágu á bilinu 20 til 150 milljónir. Tilboði eins af lægstu bjóðendunum, Landmótunar ehf. var tekið og vann sú skrifstofa að verkinu í u.þ.b. íjögur ár með skipulagsnefndinni. Haldnir voru lokaðh' fundir um mótun skipulags- ins heima í héraði en aðrir lands- menn vissu lítið af þessu skipulags- starfi og höfðu nánast engin tæki- færi til að hafa áhrif á það. Stefnumótunin fyrir skipulagsstarfið Þann stórkostlega galla á útboð- inu, að stefnumótunarferli það sem átti að hafa farið fram áður en að mótun og útboði verksins kom, vantaði að mestu, - hefði verið hægt að leiðrétta eftir að skipu- lagsferlið var hafið, ef nefndin og skipulagsyfirvöld hefðu borið nægilega virðingu fyrh' því að rétt- kjörin stjórnvöld á landsvísu, ættu Mjög óljóst var í útboð- inu, segir Trausti Valsson í fyrri grein sinni, hvers konar starf ætti að vinna. að móta þjóðmálastefnu, t.d í orku- ferða- og uppgræðslumálum, sem óhjákvæmilega er grandvallarþátt- ur í mótun forsendna fyrir skipulag svo mikils svæðis. Þetta var ekki gert nema að mjög litlu leyti, heldur bjó þessi litla nefnd þessa þjóðmálastefnu til að mestu sjálf. Undran hinna ýmsu stofnana og ráðuneyta kemur mjög skýrt fram í geysiharðorðum at- hugasemdum sem þau gerðu þegar þeim loks, eftir fjögur ár, barst fullbúin tillagan með 600 bls. grein- argerð, inn á borð sumarið 1997. I athugasemdum iðnaðarráðu- neytis við skipulagstillöguna segir t.d.: „Ráðuneytið telur að stefna ríkisstjórnarinnar og raunar flestra ríkisstjórna undanfarinna áratuga varðandi nýtingu orkulind- anna sem er að finna á miðhálend- inu, endurspeglist ekki í tillög- unni“. I athugasemdum Ferðamálaráðs Islands segir t.d.: „Ferðamálaráð telur að tillaga(n)... taki ekki tillit til stefnumótunar í ferðamálum sem unnið hefur verið að.“ Því leggur ráðið þunga áherslu á að af- greiðslu tillögunnar verði frestað uns hægt sé að taka á málinu með tilliti til hagsmuna ferðaþjónust- unnar“. Hin réttu vinnubrögð við gerð skipulags A ráðstefnu sem haldin var um Trausti Valsson miðhálendisskipulagið 20. sept. 1997 í kjölfar útkomu bókar undir- ritaðs og Birgis Jónssonar „ísland hið nýja“, fór gagmýnin á vinnu- brögðunum við skipulagið harðn- andi. Stefán Thors skipulagsstjóri, sem ber mesta ábyrgð á því hvern- ig að verki var staðið, viðurkenndi í erindi sínu á ráðstefnunni, að ekki hefði verið farið eftir réttu ferli við gerð skipulagsins. Hann nefnir réttilega hin réttu skref; gagnaöfl- un (í fimm ár), síðan stefnumótun ríkisstjórnarinnar í hinum ýmsu málaflokkum, í kjölfar þess gerð landsskipulags og síðan ákvörðun um skiptingu landsins (miðhálend- isins) í sveitarfélög og loks laga- setning um eignarhald á landi. Því næst segir Stefán: „Að þessu loknu hefði ríkisstjórnin getað skipað nefnd að fengnum tilnefningum frá forsætisráðuneytinu, iðnaðarráðu- neytinu, samgönguráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að gera tillögu að svæðisskipu- lagi miðhálendisins." Athygli vekur að þetta er allt annars konar nefnd en sú nefnd sem skipuð var 1994 úr þröngum hagsmunahópi sveitarfé- laga, og var nýbúin að skila fyrir- liggjandi skipulagstillögu sumarið 1997. Undin-itaður er hjartanlega sammála skipulagsstjóra að svona nefnd, skipuð fulltráum heildar- hagsmuna, - hefði átt að vinna verkið. I lok þessarar lýsingar um hvernig skipulagsyfirvöld og stjórnvöld hefðu átt að skipuleggja verkið, segir skipulagsstjóri nokk- uð sem hann á eftir að útskýra bet- ur: „Svona hefði ef til vill átt að gera þetta, en svona var þetta ekki gert vegna þess að svona gerast hlutimir ekki. Eg er ekki þar með að segja að þetta þurfi ekki að gera...“ Höfundur er skipulagsfræðingur. Hágæða sánaklefar Finnolme sánaklefarnir koma í 27 stöðluðum stærðum eða smíðaðir eftir þínum óskum. Minna mál umboöið, s. 5574244 IÐNAÐARHURÐIR ÍSVA\L-SOr<GA\ EHF. HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK SIMI 587 8750 - FAX 587 8751 Gormabindivélar. Vírgormar. Plastgormar. ‘ Kápuglærur og karton Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 Gerðu yóð kaup á léttum oy þceqileyum sumarfatnaði frá Þýskatandi uxur Bolir Vesti Drooi \ 3\a hlula * 1 ferðatöskuself 1*7490 l Fínf í sumarfríið Beauty-box Kvenföskur í úrvali Bæjartaska 1*409 ktA\l FATAM ARKAÐU R Verslunarhús ®uelle Dalvegi 2 - Kópavogi - S: 564 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.