Morgunblaðið - 10.06.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 41
I
í
I
i
I
I
(
I
<
I
I
<
I
<
<
I
<
<
<
<
<
<
<
<
<
Landsmót
hestamanna 1998
Töltpunkt-
um fækkað
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
framkvæmdastjórn Landsmóts
hestamanna 1998:
„Eins og kunnugt er ákvað fram-
kvæmdastjórn Landsmóts hesta-
manna 1998 á sínum tíma að lág-
mörk til þátttöku í tölti yrðu 85
punktar og yrðu þeir að hafa náðst
á viðurkenndu töltmóti 1997 eða
1998. Fram hafa komið ábendingar
um að þessi lágmörk væru heldur í
hærri kantinum og ættu jafnvel úr-
valstöltarar ei-fitt uppdráttar með
að ná þeim punktum sem krafist
væri.
Þar sem það er stefna fram-
kvæmdastjórnar að geta boðið gest-
um mótsins upp á glæsilegar tölt-
sýningar eins og þær gerast bestar
hefur hún ákveðið að taka mið af
þeim ábendingum sem fram hafa
komið varðandi punktafjölda og
lækka mörkin úr 85 punktum í 80
punkta. Með því vonast fram-
kvæmdastjórn til að fjölga úrvals-
tölturum á mótinu verulega og geta
boðið upp á skemmtilega keppni og
glæsilegar töltsýningar. Töltkeppn-
in hefur skipað veglegan sess á und-
anfórnum landsmótum og úrslita-
keppnin hefur verið ein af hápunkt-
um kvöldvökunnar og svo verður
einnig á Melgerðismelum í sumar.“
--------------
Héraðssýning
og opið mot á
Melgerðismelum
DÓMAR kynbótahrossa í Eyjafirði
og Þingeyjarsýslum hófust á Mel-
gerðismelum á þriðjudagsmorgni
og munu standa til fimmtudags-
kvölds. Dæmd verða 95 hross en
fyrr í vor voru 50 hross dæmd og þá
náðu fjögur hross að komast inn á
landsmót. Gera má ráð fyrir að 8-10
hross nái lágmörkum inn á lands-
mót á þessari sýningu þannig að
fulltrúar Eyfirðinga og Þingeyinga
ættu að setja svip á kynbótasýningu
landsmótsins.
Yfirlitssýning verður kl. 16 á
föstudag og mun að líkindum
standa til kl. 19. Á laugardag hefst
opið mót Hrossaræktarsamtakanna
og hestamannafélaganna Funa og
Léttis kl. 10 með forkeppni í tölti.
Kl. 14 verða undanrásir í 300 m.
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
30. maí sl. um launakjör hjúkrun-
arfræðinga og nokkurra annarra
stétta vill Fél. ísl. læknaritara
koma eftirfarandi á framfæri: Fé-
lag íslenskra læknaritara var
stofnað árið 1970 og læknaritarar
eru löggilt heilbrigðisstétt síðan
1985. Það tók félagið 20 ár að
koma á námi fyrir læknaritara hér
á landi en þá var náminu fundinn
staður í Fjölbrautaskólanum við
Ármúla í Reykjavík. Stúdentspróf
eða hliðstæð menntun var gert að
skilyrði fyrir inngöngu. Læknarit-
aranám er nú tveggja ára nám að
loknu stúdentsprófi.
Störf læknaritara hafa tekið
miklum breytingum á síðastliðn-
um árum og sérhæfing aukist og
fyrirsjáanlegt er að sú þróun haldi
áfram. Sífellt meiri kröfur eru
gerðar til læknaritara og störf
þeirra eru mun sjálfstæðari og
ábyrgð meiri en áður var. Þörfin
fyrir skráningu upplýsinga í heil-
brigðisstofnunum eykst sífellt og
læknaritarar hafa umsjón með
umfangsmiklum skýrslum um
læknisfræðileg efni og um læknis-
fræðilega starfsemi heilbrigðis-
stofnana.
Samningar þeir sem Starfs-
mannafélag ríkisstofnana gerði við
Heilsugæsluna í Reykjavík eru
fyrstu samningar sem gerðir eru
FRÉTTIR
KIRKJUSTARF
Verðlaun
veitt á frí-
merkjasýn-
ingu ‘98
SÝNINGU, sem haldin var í Safn-
aðarheimili Bústaðakirkju dag-
ana 4. til 7. júní til að minnast 30
ára afmælis Landssambands ís-
lenskra frímerkjasafnara, lauk
síðastliðinn sunnudag.
Á sýningunni voru frímerki og
annað efni þeim tengt eðlilega í
fyrirrúmi. Hins vegar var ýmis-
legt annað þar til sýnis og margt
áhugavert fyrir safnara. Aðsókn
hefði þó mátt vera betri.
Verðlaun voru veitt fyrir all-
mörg frímerkjasöfn. Tvö erlend
söfn hlutu gullverðlaun og eins
heiðursverðlaun. Safn Hjalta Jó-
hannessonar af íslenskum póst-
stimplum hlaut stórt gyllt silfur
og að auki heiðursverðlaun.
Tveir ungir safnarar fengu stór
silfurverðlaun fyrir mótífsöfn
sín, þeir Gísli Geir Harðarson
fyrir tónskáldasafn sitt og Kári
Sigurðsson fyrir safnið „Saga ís-
lands“. Einar I. Sigurðsson fékk
silfurverðlaun fyrir safnið „Af
ferðum páfa um heimsbyggðina"
og Guðm. S. Thorgrimsen silfur-
brons fyrir safn af skildinga- og
auramerkjum.
Að lokum er rétt að geta þess
að mynd sú, sem birtist í Morg-
unblaðinu á sunnudag frá sýning-
unni, var ekki af dómnefnd henn-
ar. Á henni má aftur á móti sjá
góðan vin íslenskra frímerkja-
safnara, Wolfgang Holz frá
Þýskalandi, útskýra safn sitt af
íslenskum númerastimplum fyrir
nokkrum frímerkjasöfnurum.
Þetta leiðréttist hér með og eru
hlutaðeigendur beðnir afsökunar
á mistökunum.
------♦-♦-♦-----
stökki og fyrri sprettur í 150 m.
skeiði og 250 m. skeiði. Þá verða
sýnd fimm efstu hross í hverjum
flokki kynbótahrossa og verðlaun
afhent. Þá verða úrslit í 300 m.
stökki og seinni sprettir í skeiðinu
Mótinu lýkur svo með verðlaunaaf-
hendingu.
Ski-áning í töltkeppni og kapp-
reiðar eru í Hestabúðinni Kjalar-
síðu 1, og stendur til kl. 19 á
fimmtudagskvöld.
Þetta mót er fyrsta mótið á nýja
landsmótssvæðinu sem nú er sem
óðast að taka á sig endanlega mynd.
Aðgangur er ókeypis.
Athuga-
semd frá
Félagi
íslenskra
lækna-
ritara
fyrir læknaritara þar sem segja
má að viðurkenning á námi þeirra
hafi fengist. Það er því ástæða til
að gleðjast yfir því og vonandi taka
hjukrunarfræðingar þátt í því.
Læknaritarar, eins og aðrar heil-
brigðisstéttir, hafa þurft að vinna
undir miklu álagi og þar sem
skortur er á löggiltum læknaritur-
um hefur það aukið enn meira á
vinnuálag hjá stéttinni. Læknarit-
arar hafa eins og aðrar heilbrigðis-
stéttir orðið að þola að niðurskurð-
ur í heilbrigðiskerfinu hefur bitnað
á þeirra launakjöram.
Hjúkrunarritarar/deildarritarar
er önnur heilbrigðisstétt og óskyld
læknariturum, sem ekki hefur
fengið viðurkenningu á námi eða
skilning á þörf íyrir sérstakt nám.
Atvinnuvegasýn-
ing Vestfjarða
ATVINNUVEGASÝNING
Vestfjarða 1998 verður haldin
laugardag og sunnudag nk. í
íþróttahúsinu á Torfnesi, Isa-
firði. Það eru tæplega níutíu fyr-
irtæki og stofnanir sem taka
þátt í atvinnuvegasýningunni og
víst að fjölbreytnin verður í fyr-
irrúmi. Markmið Atvinnuþróun-
arfélags Vestfjarða hf. sem
stendur fyrir sýningunni er að
beina sjónum að vestfirsku at-
vinnulífi, spennandi vaxtar-
möguleikum og uppbyggingu í
fjörðungnum, segir í fréttatil-
kynningu.
í íþróttahúsinu á Torfnesi
verður aðalsýningarsvæðið, en í
næsta húsi, í Framhaldsskóla
Vestfjarða, verður starfandi
verksmiðja, fólk verður þar staf-
andi við iðju s.s. postulínsmálun,
körfugerð, glerskurð, blóma-
skreytingar, tréskurð og sitt-
hvað fleira.
I sama húsnæði verða fyrir-
lestrar báða dagana (stofu 9)
m.a. um gróðurfar á Vestfjörð-
um, markaðsmál, vegamál,
ferðaþjónustu og þjóðmenningu,
hafið, galdra á Ströndum og
fleira.
Útimarkaður verður á reit
milli húsanna, skóla- og íþrótta-
húss og fyrir framan íþróttahús-
ið verða bílar og tæki. Á sviði
innanhúss verða skemmtiatriði,
m.a. tónlist og tískusýning og
ungt fjöllistafólk mun setja svip
á sýninguna með ýmsum hætti.
Yfirskrift Atvinnuvegasýning-
ar Vestfjarða 1998 er: Tindur -
sækjum á brattann. Uppbygg-
ing, kraftur og bjartsýni er leið-
arljósið í vestfirsku atvinnu- og
mannlífi sem mun endurspeglast
í Atvinnuvegasýningu Vest-
fjarða 1998, segir í tilkynning-
unni.
Sýningin er opin báða dagana
13. og 14. júní kl. 12-18 og að-
gangur er ókeypis.
Safnaðarstarf
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á kirkjuloftinu á eftir.
Hallgrímskirkja. Opið hús iyrir for-
eldra ungra barna kl. 10-12.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyi--
irbænir kl. 18.
Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05.
Sr. Halldór Reynisson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu.
Breiðholtskirkja. Kyi’rðarstund í
dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur málsverður í
safnaðarheimilinu eftir stundina.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun í
dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir
hjartanlega velkomnir. Tekið á móti
fyrirbænaefnum í kirkjunni. Sími
567 0110.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Orgelleikur, fyrirbænir og
altarisganga. Léttur hádegisverður
á eftir.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Kl.
18.30 er fjölskyldusamvera sem
hefst með léttu borðhaldi á vægu
verði. Kl. 19.30 er fræðsla og bæn.
Allir hjartanlega velkomnir.
Ályktun Stórstúkuþings 1998
Harma óheilla-
spor stjórnvalda
í áfengismálum
LEIÐRETT
Sinfónían á Hvammstanga
ekki Blönduósi
MYND með frétt um tónleika Sin-
fóníuhljómsveitar íslands á
Blönduósi í blaðinu á miðvikudag
er frá tónleikum sveitarinnar á
Hvammstanga, en ekki Blönduósi.
Er beðist velvirðingar á þessum
mistökum.
Jana Friðflnnsdóttir lilaut
Stúdentspenna Kvennaskólans
ÞAU mistök urðu í frétt um út-
skrift Kvennaskólans í Reykjavík
að nafn Jönu Friðfinnsdóttur, sem
hlaut Stúdentspennann fyrir bestu
stúdentsprófsritgerðina, féll niður.
Einnig misritaðist nafn Bergrúnar
Örnu Óladóttur sem var dúx
Kvennaskólans. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
http://2000.stjr.is
í BLADINU í gær birtist frétt um
opnun upplýsingavefjar Ríkis-
kaupa um vandamál sem tengjast
ártalinu 2000. Rangt neftfang birt-
ist og leiðréttist það hér með. Net-
fangið er: http://2000.stjr.is Beðist
er velvirðingar á mistökunum.
Dagana 26.-29. maí sl. var haldin
norræn ráðstefna læknaritara í
Þórshöfn í Færeyjum. Var sú ráð-
stefna fjölmennasta ráðstefna sem
haldin hefur verið í Færeyjum til
þessa. Yfirskrift ráðstefnunnar var
„Lægesekretæren som koor-
dinator og administrator". Meðal
framsögumanna á ráðstefnunni
var Linda Vinje, varaformaður
Norsk helsesekretærforbund.
Hennar erindi fjallaði um störf
læknaritara á heilsugæslustöð í
Osló. I hennar erindi kom fram að
í Noregi sinna læknaritarar mörg-
um þeim störfum sem einungis
hjúkranarfræðingar og/eða meina-
tæknar sinna hér á landi. Þessu
munu íslenskir hjúkrunarfræðing-
ar vafalaust kynnast nú þegar þeir
hópast til starfa í Noregi. Norð-
menn hafa alltaf verið séðari í fjár-
málum en við íslendingar og get-
um við margt lært af þeim. Hvort
útgjöld til heilbrigðismála þar eru í
sama hlutfalli og hjá okkur skal
ósagt látið en gæðin eru ekki
minni.
Það er leitt til þess að vita að í
kjarabaráttu þurfi lágt launaðar
kvennastéttir að vega hver að
annarri til þess að sanna eigið
ágæti í stað þess að snúa bökum
saman.
Guðfhma Ólafsdóttir,
formaður.
STÓRSTÚKUÞING 1998 hefur '
sent frá sér nokkrar áskoranir til
stjórnvalda og lýsir þingið vanþókn-
un sinni á stefnu stjórnvalda í
áfengismálum.
I ályktun sem Stórstúkuþing
1998, sem haldið var í Reykjavík 5.
og 6. júní sk, hefur sent frá sér seg-
ir að þingið lýsi „vanþóknun sinni á
ítrekuðum atlögum stjórnvalda að
þeirri áfengismálastefnu sem mótuð
var af fremstu löggjöfum þjóðarinn-
ar, gilt hefur í megindráttum fram á
síðasta áratug og drýgstan þáttinn
átti í því að áfengisneysla íslend-
inga var minni en annarra Evrópu-
jóða lungann úr þessari öld.“
Þingið minnir því til stuðnings á
nokkur óheillaspor eins og til
dæmis, afnám einkaréttar Áfengis-
og tóbakseinkasölu ríkisins til
framleiðslu áfengis, afnám banns
við framleiðslu og sölu áfengs öls,
breytingar á heimildum til að gefa
út áfengisveitingaleyfi, sem áður
voru í höndum dóms- og kirkju-
málaráðherra en eru nú í höndum
lögreglustjóra. Afnám einkaréttar
ÁTVR til innflutnings og heild-
söludreifingar áfengis og afnám
sérstakra merkinga á áfengisum-
búðir sem seldar eru veitingastöð-
um.
I ályktuninni kemur fram að tjón-
ið sem hliótist af sölu vímuefna og
annarra efna sem í kjölfarið fylgja,
aukist með hverri nýrri lagabreyt-
ingu af þessum toga. Það gagnrýnir
að enn sé stefnt að „svokölluðu
„frelsi“ í nafni blindrar trúar á
einkavæðingu sem þeir einir hagn-
ast á er framleiða og selja þetta
vímuefni". Fram kemur að smygl
og bruggun hafi aldrei verið jafn
mikið og nú.
Aukin löggæsla
nauðsynleg á útihátíðum
Stórstúkuþingið skorar á stjórn-
völd að efla almenna löggæslu og
vekur sérstaka athygli á nauðsyn
aukinnar löggæslu á útihátíðum,
þar sem sýnileg löggæsla gæti virk-
að sem forvörn.
Þingið skorar einnig á sveitar-
stjórnir að takmarka fjölda vínveit-
ingastaða og að forsendur fyrir út-
gáfu vínveitingaleyfis verði bundnar
við það að meginhluti starfsemi
staðarins sé tengdur veitingasölu og
að staðurinn hafi veitingaleyfi.
Að lokum krefst Stórstúkuþingið
þess að fram komi af hálfu opin-
berra aðila, skýr skilgreining á hvað
séu fíkniefni og hvað felist í mark-
miðinu „Vímuefnalaust ísland árið
2002“, auk þess sem sett verði fram
raunhæft markmið og skilgreindar
þær leiðir sem fara eigi til að ná því
marki.
któWtWÍ*
'WpW
Umboðsmenn:
^ fékk viðurkenningu
í hinu virta breska tímariti
WHAT VIDEO sem bestu
sjónvarpskaupin.
Myndlampi Black Matrix
100 stöðva minni
Allar aðgerðir á skjá
Skart tengi • Fjarstýring
Aukatengi f. hátalara
(slenskt textavarp
Ð U R N I R
KMSSON
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Reykjavík: Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi.Kf.Borgfirðinga, f
Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestflrfllr: Geirseyrarbúðin.Patreksfirði.Rafverk.Bolungarvik. 5>
Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri, ?
Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri.KEA.Dalvík. Kf. Þlngeyinga, Húsavík. Austurland: KHB, Egilsstööum. 5
Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðlnga, Fáskrúðsfiröi. Kf. Stööfiröimga. Stöövarfiröi. °
Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum.
Reykjanea: Stapafell, Keflavfk. Rafborg.Grlndavík. ^ |