Morgunblaðið - 10.06.1998, Side 48

Morgunblaðið - 10.06.1998, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur aðar ástarmyndir eiga stöðugt meira fylgi að fagna segir í grein Arnaldar Indriða- sonar. Öfár ástarmyndir eru á leiðinni í kvikmyndahúsin og meira að segja verður mesta ástarmynd allra tíma, A hverfanda hveli, sett í endurdreifíngu í Bandaríkjun- um í sumar og hún gæti farið víðar. A NICHOLAS Cage og Meg Ryan í endurgerðinni Engla- borgin. DREW Barrymore og Adani Sandler í Brúðkaupssöngvar- (\ JENNIFER Aniston og Paul Rudd í „The Object of My Af- fection." Q GWYNETH Paltrow og John Hannah í „Sliding Doors“. LÍKLEGA á Titanic einhvern þátt í því en ástarmyndir eru aftur að komast í tísku. Þær njóta tals- verðra vinsælda og hafa skotið venjulegum hasarmyndum ref fyrir rass í miðasölunni í Bandarikjunum og úti um heim það sem af er árs- ins. Fjöldinn allur er væntanlegur í kvikmyndahúsin og annað eins er að fara í framleiðslu. Ástin iiggur í loftinu. Um það er engum blöðum að flétta. Að finna hamingjuna Einhver ólíklegasti leikarinn til þess að hagnast á ástarsveiflunni er grínistinn Adam Sandler, sem fer með aðalhlutverið í rómantísku gamanmyndinni Brúðkaupssöngv- aranum eða Wedding Singer“. „Þegar Adam kom til okkar og tkynnti okkur hugmynd sína,“ er haft eftir Michael De Luca, sem stjórnar kvikmyndaframleiðslunni hjá New Line Cinema, „sagði hann okkur að hann vildi ná til breiðari hóps áhorfenda, en fram til þessa höfðu karlmenn verið I miklum meirihluta þeirra sem sóttu gaman- myndir hans. Sandler hannaði myndina frá grunni með það í huga að ná til kvenfólksins." Honum tókst það. Brúðkaupssöngvarinn hefur rakað inn 75 milljónum doll- ara í Bandaríkjunum. Aðrar ástarsögur hafa einnig blómstrað í miðasölunni vestra. Ein af þeim er bandarísk endurgerð englamyndar Wim Wenders, Englaborgin eða „City of Angels", sem áður hét Himininn yfir Berlín. Meg Ryan og Nicholas Cage fara með aðalhlutverkin en myndin hef- ur grætt um 50 milljónir dollara. Hasar- og geimmyndirnar fá alltaf sína áhorfendur en meira að segja slappar ástarmyndir eins og „Great Expectations" með Gwyneth Pal- trow og Ethan Hawke hafa gengið betur en t.d. hasarmynd eins og „Hard Rain“ með Christian Slater. handrit að ástarmynd er kallast „Manhattan Ghost Story“. Það var ekki mikill áhugi á að kvikmynda hana áður en nú hefur rykið verið dustað af handritinu og það sett í framleiðslu. Svo gæti farið að Julia Roberts tæki að sér aðalhlutverkið í myndinni. Hún lék í síðustu mynd Bass, Brúðkaupi besta vinar míns, sem naut mikillar hylli í kvik- myndahúsum um heim allan í fyrra. Roberts er þessa dagana stödd í London við upptökur á enn einni ástarmyndinni. Hún heitir „Notting Hill“ og er mótleikari hennar Hugh Grant. Stórleikararnir eru ekkert feimn- ir við ástarmyndirnar. Will Smith, Kevin Costner og Robin Williams eru allir að filma ástarsögur þessa dagana. Smith Ieikur í „Love, Jenny“ fyrir Universal og fer eigin- kona hans, Jada Pinkett Smith, með aðalkvenhlutverkið. Tökur standa nú yfir á mynd Costners, Flöskuskeyti eða „Message in a Bottle", sem byggir á skáldsögu eftir Nicholas Sparks um konu sem finnur ástarbréf í fjörunni (Costner veitir ekki af góðri mynd eftir Póst- Ekki má heldur gleyma róman- tísku gamanmyndinni Það gerist ekki betra eða „As Good as it Gets“ með Jack Nicholson, sem notið hefur gríðarlegra vinsælda bæði austan hafs og vestan og um 45 þúsund manns hafa séð hér á landi. Svo virð- ist sem í kjölfar Titanics, en útlit er fyrir að hver einasti jarðarbúi sjái hana á endanum, hafi löngun eftir rómantík á hvíta tjaldinu aukist um allan helming. Kannski leikkonan Drew Bairymore, sem leikur í Brúð- kaupssöngvaranum, hafi rétt fyrir sér þegar hún segir: „Fólk vill finna hamingjuna í kvikmyndunum og ég held að við ættum að kýla á það.“ Hollywood virðist einmitt ætla að kýla á það. Ástarmyndirnar sem frumsýndar verða á næstunni eru ófáar og munu eflaust flestar lenda í kvikmyndahúsunum hér á landi með tíð og tíma. Ein af þeim er nýjasta mynd Gwyneth Paltrow, sem heitir „Sliding Doors“. Mót- leikari hennar er breski leikarinn John Hannah, sem var í Fjórum brúðkaupum og jarðarför. Þá mun 20th Century Fox fljótlega senda frá sér ástarmyndina „Hope Floats" með Söndru Bullock og Harry Connick yngri og í ágúst verður Drew Barrymore í nýrri rómantískri mynd sem er nk. Öskubuskusaga úr nútímanum og heitir Að eilífu eða „Ever After“. Meira að segja mesta ástarmynd allra tíma verður enduivakin í sum- ar þegar Á hverfanda hveli eða „Gone With the Wind“ verður sett í svokallaða endurdreifingu bæði í Bandaríkjunum og ef vel gengur víðar. Hún er orðin sextug en hefur ekki misst ögn af glæsileik sínum. Roberts og Grant „Lengi vel var það stefnan innan kvikmyndaveranna að framleiða ekki tilfinningaþrungin handrit," er haft eftir handritshöfundinum Ron Bass, sem vinnur við að semja manninn). Robin Williams leikur í myndinni „What Dreams May Come“, er fjallar um mann sem má þola marga raunina fyrir eiginkon- una sína. Þeir sem fara í bíó hafa alltaf verið opnir gagnvart góðri róman- tík. Það sanna myndir eins og „Ghost“ með Demi Moore og Pat- rick Swayze. Stundum dofnar yfír áhuganum og stundum lifnar hann við aftur. Áhorfendahópurinn brejrtist. Táningsstúlkur virðast sérlega áhugasamar um allt er snýr að Leonardo DiCaprio þessa dag- ana og einnig Matt Damon. Sagt er að netið spili nokkra rullu í endur- nýjuðum áhuga á ástarmyndum. Ástarsambönd verða til á netinu og svo er farið í bíó til þess að hlaða inn tilfínningum í samböndin. Sagt er frá fólki sem fer á Titanic bara til þess að geta grátið. Mjúku gildin virðast allsráðandi. Meira að segja þeir sem gera hryllingsmyndir ætla að spreyta sig á ástarsögum á næstunni. Svo er um handritshöfundinn Kevin Williamsson, sem sagður er ábyrg- ur fyrir því að gera unglingahroll- vekjuna eftirsótta á ný. Hann er höfundur „Scream". Hann vinnur nú sem framleiðandi við gerð myndarinnar“Her Leading Man“ en handritshöfundur er Greg Berlanti. „Allar rómantískar gam- anmyndir ganga útá það saman" er haft eftir Berlanti. „Samt föllum við alltaf fyrir þeim.“ Öðruvísi ástarmyndir Reyndar er sagt það sé aðeins eitt sem kemur í veg fyrir að róm- antískar gamanmyndir eða hrein- ræktaðar ástarmyndir taki völdin í Hollywood og það eru vond handrit. Það er meiri galdur að skrifa góða ástarsögu en ætla mætti í fyrstu. „Ennþá er miklu mun erfiðara að kvikmynda ástarmynd en hasar- mynd,“ er haft eftir leikstjóranum og handritshöfundinum Noru Ep- hron. Hún vinnur við gerð róman- tísku gamanmyndarinnar „You’ve Got Mail“ með Meg Ryan og Tom Hanks, sem áður léku fyrir hana í annarri og vel heppnaðari ástar- mynd, Svefnvana í Seattle“. Ástarsögurnar eru orðnar tals- vert flóknari í dag en þær voru í gamla daga þegar strákur hitti stelpu og þau lifðu hamingjusöm það sem eftir var. Dæmi um hinar flóknari aðstæður er t.d. að finna í ágætri mynd sem sýnd var í Regnboganum í vetur og hét Leitin að Amy eða „Chasing Amy“; kærasta aðalkarlleikar- ans var Iesbísk. Nokkuð svipað er uppi á teningunum í mynd- inni „The Object of My Affectiorí*. Sjónvarpsleikkonan Jennifer Ani- ston fer með aðalhlutverkið og fell- ur fyrir homma, sem er herbergis- félagi hennar og besti vinur. Mynd- in er gerð af Nicholas Hytner (Geggjun Georgs konungs) og byggir á handriti eftir leikritahöfi undinn Wendy Wasserstein. í myndinni „The Opposite of Sex“ leikur hin bráðunga leikkona Christina Ricci stúlku sem tekst að stela til sín elskhuga hálfbróður síns - a.m.k. tímabundið. En hvernig svosem þær eru ást- armyndirnar þá er nóg til af þeim og þær njóta vinsælda í bil. Ástin ligg- ur í loftinu Rómantískar gamanmyndir og hreinrækt- Forsalan hefst föstudaginn 1Z. júni LEIKFELAG REYKJAVÍKUR 1897-1997

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.