Morgunblaðið - 12.06.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 12.06.1998, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurstaða Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. um mál fyrrverandi bankastjóra Landsbankans Ekki efni til að krefjast endurgreiðslu á kostnaði Hér er birt í heild greinargerð Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns um réttarstöðu þriggja fyrrverandi banka- stjóra Landsbanka Islands hf., sem hann lagði fyrir bankaráð Landsbankans í gær. Bankaráð Landsbanka íslands hf. Austurstræti 11, Reykjavík. Reykjavík, 27. maí 1998 Á fundi yðar 15. apríl 1998 var lögð fram greinargerð Ríkisendur- skoðunar til bankaráðs Landsbanka íslands hf. um kostnað bankans vegna veiðiferða, risnu o.fl., dags. í apríl 1998. Á fundinum var ákveðið að fela mér að kanna hver væri rétt- arstaða hinna þriggja fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Islands hf., þeirra Björgvins Vilmundarsonar, Halldórs Guðbjai’nasonar og Sverris Hermannssonar, gagnvart bankan- um að því er varðaði hugsanlegar endurkröfur bankans á þeirra hend- ur og starfslokakjör þeirra að öðru leyti. Þá var mér falið að kanna hver kynni að vera ábyrgð bankastjór- anna að lögum á þeim atriðum sem greinargerð Ríkisendurskoðunar fjallaði um. I. Ég hóf athugun mína á að senda hinum þremur fyrrverandi banka- stjórum bréf, þar sem ég gerði þeim grein fyrir verkefni mínu og óskaði eftir að þeir tjáðu sig um þau atriði úr greinargerð Ríkisendurskoðunar sem sérstaklega sneru að þeim hverjum og einum. Taldi ég upp í bréfunum þau atriði sem mér sýnd- ist sérstaklega þörf á að þeir tjáðu sig um en lét þess jafnframt getið, að æskilegt væri að þeir létu koma fram í svörum sínum athugasemdir um önnur málsatriði, sem þeir teldu hafa þýðingu fyrir athugun mína. Mér hafa borist svarbréf frá þeim öllum. Tekið skal fram að ég sendi banka- eftirlitinu afrit bréfa minna til þre- menninganna. I svarbréfi Halldórs Guðbjarna- sonar kemur m.a. fram, að hann hafí óskað eftir því við báða þá banka- ráðsformenn, sem gegnt hafi störf- um á tímabilinu 1991-1997, að við hann yrði gerður skriflegur starfs- samningur. Þetta hafi ekki borið ár- angur. I tilefni af þessu fór ég þess á leit við Kjartan Gunnarsson núver- andi varaformann bankaráðsins, sem gegndi starfi formanns lengst af á þessu tímabili, að hann gerði skrif- lega grein fyrir launa- og kjaramál- um bankastjóranna, svo sem þau hefðu þróast í meðförum bankaráðs- ins þetta tímabil. Skilaði hann mér ítarlegri greinargerð dags. 21. maí 1998 um þessi efni ásamt 28 fylgi- skjölum. í viðbót við þetta hef ég aflað nokkurra annarra gagna, sem ég taldi að kynnu að skipta máli fyrir verkefni mitt. M.a. skrifaði ég nokkrum opinberum stofnunum bréf með ósk um upplýsingar um setn- ingu skráðra reglna á þeirra vegum um kostnað vegna gestamóttöku og risnu. Þá fór ég tvívegis á skrifstofu Ríkisendurskoðunar til þess að fá þar gögn og upplýsingar um atriði sem um er fjallað í greinargerð Rík- isendurskoðunar. Þá skal þess einnig getið, að ég hef aflað skriflegra upplýsinga hinna þriggja fyrrverandi bankastjóra um þau tæki og muni í eigu bankans, sem þeir segjast hafa í vörslu sinni. Ég læt fylgja bréfi þessu þau fylgiskjöl sem ég tel ástæðu til að fyigí- II. Ég lít svo á að verkefni mitt megi greina í sundur á eftirtalinn hátt: 1. A bankinn kröfur á hendur bankastjörunum fyrrverandi um endurgreiðslur á einhverjum kostn- aði, sem að er vikið í greinargerð Ríkisendurskoðunar? 2. Er líklegt að hinir fyrrverandi bankastjórar hafí bakað sér refsiá- byrgð með háttsemi, sem tengist einhverju þeirra málefna, sem um er fjallað í greinargerð Ríkisendur- skoðunar? 3. Njóta bankastjórarnir fyrrver- andi réttar til launa á 8 mánaða upp- sagnarfresti talið frá 1. maí 1998 í samræmi við 6. gr. ráðningarsamn- inga þeirra? Hér á eftir verður í kafla III. fjall- að um hvert þessara atriða fyrir sig. Áður en að því kemur skal þess að- eins getið, að á því er ekki nokkur vafi að mínu áliti, að hugsanleg mis- tök bankastjóranna fyrrverandi í starfi sínu íyrir Landsbanka íslands fram til áramótanna 1997/98, er bankanum var breytt í hlutafélag, hafa að öllu leyti sömu réttaráhrif fyrir starf þeirra í þágu Landsbanka Islands hf. og verið hefði í stai-fi fyrir bankann með óbreyttu rekstrar- formi. Vísast um þetta til 1. gr. laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Islands og Búnað- arbanka íslands. III. 1. Á bankinn kröfur á hendur bankastjórunum fyrrverandi um endurgreiðslur á einhverjum kostn- aði, sem að er vikið í grcinargerð Ríkisendurskoðunar? 1.1. Almenn atriði Hafa verður ríkt í huga við athug- un á þessu, að spurningin um endur- kröfu bankans á hendur fyrrverandi bankastjóra er allt önnur heldur en spurningin um hvort bankastjóri hafi í starfi sínu brotið gegn starfsskyld- um sínum, þannig að valda eigi slit> um á ráðningarsamningi. Vel má vera að bankastjóri teljist hafa brot- ið af sér í starfi sínu, þannig að valda eigi starfsmissi, þó að ekki verði talið að bankinn geti endurkrafið hann um fé sem hann er talinn hafa sólundað án þeirrar ráðdeildar sem ætlast verður til af honum. Við gá- lausa meðferð á fjármunum kann bankastjóri að rjúfa þann trúnað, sem ráðning hans til hinna æðstu trúnaðarstarfa krefst, þannig að ekki sé við það unandi að hann gegni þeim lengur. í þessu þarf hins vegar alls ekki að felast, að nokkur skilyrði séu til endurkröfu á hendur honum vegna slíkrai- fésýslu. Vinnuveitandi sem vill endur- krefja starfsmann um útgjöld, sem starfsmaður stofnai’ til í starfi sínu, ber að öðru jöfnu sönnunarbyrði um að skilyrði fyrir slíkri kröfugerð séu uppfyllt. Hann þarf því að sanna, að starfsmaðurinn hafi gegn betri vit- und stofnað til útgjalda sem teljist rekstrinum óviðkomandi. Um flesta óbreytta starfsmenn gildir sú starfs- regla, að þeir þurfa samþykki yfir- manna sinna til þess að mega stofna til útgjalda. Það er því oft einfaldara að meta hvort slíkir starfsmenn hafi brotið af sér að þessu leyti heldur en yfirmennimir sjálfir; einfaldlega nægir þá að athuga, hvort samþykki eða ákvörðun yfirmanns hafi legið fyrir eða hvort útgjöld hafí verið venjuleg eða augljóslega nauðsynleg, þó að samþykkis hafi ekki verið afl- að. Hafi starfsmaður verið í stöðu yf- irmanns verður málið flóknara vegna þess að hann gegnir þeirri starfs- skyldu að þurfa að meta hvort stofna beri til þeirra útgjalda sem málið varðar. Þar getur oft verið um ýmis vafaatriði að tefla og menn kann að greina á um hvað nauðsynlegt teljist eða eðlilegt í slíkum efnum. Með því að fela viðkomandi manni stjómun- arstarfið er í reynd búið að ákveða að hans mat á þessu skuli ráða frem- ur en mat annarra manna. Þar við bætist að ákvarðanir yfirmannsins um slík málefni sæta eftirliti við end- urskoðun reikninga viðkomandi reksturs. í dæmi Landsbanka Is- lands hefur skv. lögum verið mjög tryggilega um þetta eftirlitskerfi bú- ið. Hafi yfirmaður tekið útgjaldaá- kvarðanir, sem ekki sæta athuga- semdum eftirlitsaðila við ársuppgjör, hefur hann efth’ það ríkari ástæður en fyiT til að ætla að sambærileg út- gjöld séu honum heimil síðar. I til- viki bankastjóra Landsbanka ís- lands er ljóst að um var að ræða æðstu yfirmenn bankans, sem höfðu það beinlínis á verksviði sínu að taka ákvarðanir um hin ýmsu rekstrarút- gjöld bankans. Greiðslur úr sjóðum bankans áttu sér allar stað á grund- velli fylgiskjala, þó að sum þeirra kunni að hafa verið ófullnægjandi. Allt að einu er ljóst að ekki var um neina sviksamlega leynd að ræða og þeir aðilar sem endurskoðuðu reikn- inga bankans höfðu tilefni til að bregðast við hafi þeim þótt útgjöld tortryggileg, og þá m.a. vegna ófull- nægjandi frágangs fylgiskjala. Þess- ai- almennu kringumstæður er nauð- synlegt að hafa ríkt í huga við athug- un þá sem hér fer á eftir. Jafnvel þó að hin almenna sönnun- araðstaða sé með þeim hætti sem að framan greinir, er engu að síður ljóst að sönnunarbyrðin getur færst á við- komandi yfirmann, sé um að ræða kostnað, sem ólíklegt virðist að geti hafa verið tilheyrandi þeim rekstri sem honum var ætlað að stýra. Hafi hann með nafnritun sinni á viðkom- andi fylgiskjöl heimilað greiðslu á slíkum kostnaði, án þess að þar sé getið tilefnis með þeim hætti að meta megi síðar réttmæti þess að láta reksturinn bera kostnaðinn, getur verið rétt að gera þá kröfu til hans að hann a.m.k. skýri tilefnið, þegar um það er spurt eftirá. Þetta myndi þá hafa þau áhrif, að slíkur kostnað- ur, sem yfirmaðurinn færist undan að skýra, teldist vera rekstrinum óviðkomandi og þar með bæri yfir- manninum skylda til að endurgreiða hann. Við þessa hugleiðingu verður þó að gera fyrirvara. í fyrsta lagi kann að vera óhæfilegt að krefjast slíkra skýringa langt aftur í tímann. Rekstm; fyrirtækis á borð við Lands- banka Islands er stærri en svo að sanngjarnt sé að ætlast til að yfir- menn hans muni eftir tilefnum út- gjalda þegar langt er um liðið. Eink- um á þetta við ef um er að ræða út- gjöld sem teljast mega smávægileg í rekstri bankans. Verða raunar ákveðnar lyktir í bókfærslu kostnað- ar og mati á réttmæti útgjalda við endurskoðun og samþykkt ársreikn- inga hverju sinni. í öðru lagi verður að hafa í huga að bankastjórar Landsbanka íslands eru bundnir þagnarskyldu um ýmiss konar sam- skipti sín við viðskiptamenn bank- ans. Bankastarfsemi er viðkvæm at- vinnugrein að þessu leyti og er eng- inn vafi á að þar ber að taka kröfur um þagnarvemd viðskiptavina alvar- lega. Vikið verður nánar að þessum aðstæðum síðar í samantekt þessari, þegar látið verður í Ijós álit á því, hvort efni séu til kröfugerðar á hendur bankastjórunum fyrrver- andi. Hafa verður í huga, að samantekt þessi er byggð á þeim sönnunar- gögnum um atvik hinna ýmsu þátta málsins sem þegar liggja fyrir. Út af fyrir sig mætti ráðast í öflun ítar- legra sönnunargagna um ýmsa þætti þess, þ.m.t. yfirheyrslna yfir mönn- um sem gætu gefið upplýsingar um einstök málsatvik. Það heyrir ekki til míns verkefnis að gangast fyrir slíkri gagnaöflun, enda yrði vart séð fyrir endann á henni ef í hana yi’ði ráðist. Tel ég raunar að bankaráðið geti tekið ákvarðanh’ um þau málefni sem mér var falið að skoða, án þess að frekari öflun sönnunargagna eigi sér stað. Koma fram hér á eftir hug- leiðingar um þetta eftir því sem þörf er á við hvert það efnisatriði málsins, sem um verður fjallað. 1.2. Einstök athugiinarefni I greinargerð Ríkisendurskoðunar koma fram eftirtalin efnisatriði, sem þurfa skoðunar við, þegar hugað er að hugsanlegum endurkröfum bank- ans á hendur hinum þremur fyrrver- andi bankastjórum. Þar er þess í fyrsta lagi getið, að a.m.k. þriðjung- ur veiðiferða á kostnað bankans þau ár sem athugun stofnunarinnar tók til, verði vart rökstuddur með vísan til sjónarmiða um viðskiptahags- muni. Tekið er fram að þessi athuga- semd eigi ekki við um veiðiferðir á vegum Halldórs Guðbjarnasonar. Um þetta verður fjallað undir lið 1.2.1. að neðan. Þá er í öðru Iagi talið, að á það skorti að bankastjór- ai-nir Björgvin Vilmundai-son og Sverrir Hermannsson hafi gert full- nægjandi grein fyrir öðrum útgjöld- um til risnu þetta tímabil. Nemur fjárhæðin sem stofnunin tengir Sverri kr. 2.813.012,-, af henni hafi hann endurgreitt bankanum kr. 853.950,- og standi þá eftir kr. 1.959.062,-. Að því er Björgvin varð- ar telur stofnunin óskýrða fjárhæð nema kr. 2.051.808,-. Tenging þess- ara fjárhæða við nöfn bankastjór- anna tveggja helgast af því, að þeh’ hafi samþykkt greiðslu þeirra reikn- inga sem standa fjárhæðunum að baki með uppáskrift sinni. Óútskýrð risna sem stofnunin tengir öðrum starfsmönnum bankans er talin nema kr. 499.740,-. Loks hafi risnu- útgjöld að fjárhæð kr. 2.109.253,- ekki verið samþykkt af neinum starfsmanna bankans. Að þessu verður vikið í lið 1.2.2. að neðan. Þá eru loks gerðar athugasemdir um ferðakostnað vegna nokkurra utan- landsferða bankastjóranna á árinu 1997. Þessar athugasemdir vh’ðast beinast að öllum þremur hinum fyrr- verandi bankastjórum. Verður fjall- að um þetta í lið 1.2.3. Fréttatilkynning frá bankaráði Á FUNDI bankaráðs Landsbanka íslands hf. í dag, fimmtudaginn 11. júní 1998, var tekið til afgreiðslu bréf Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hrl., til banka- ráðsins, dags. 27. maí 1998, þar sem hann gefur álit á réttarstöðu hinna þriggja fyrrverandi bankastjóra Landsbanka íslands hf., þeirra Björgvins Vilmundar- sonar, Halldórs Guðbjarnasonar og Sverris Her- mannssonar við starfslok þeirra. Hafði bankaráðið samþykkt á fundi sínum 15. apríl 1998, þar sem grein- argerð Ríkisendurskoðunar um kostnað vegna veiði- ferða, risnu o.fl. var lögð fram, að leita álits lögmanns- ins um þessi efni. Meginniðurstöður í bréfi lögmannsins eru eftirfar- andi: 1. Landsbanki íslands hf. á ekki kröfur á hendur bankastjórunum fyi-rverandi um endurgreiðslur á þeim kostnaði sem að er vikið í greinargerð Ríkisend- urskoðunar umfram það sem einn þeirra þegar hefur endurgreitt og annar boðist til að endurgreiða. 2. Ólíklegt er að til refsiábyrgðar bankastjóranna þriggja geti komið vegna háttsemi sem tengist ein- hverju þeirra málefna sem um er fjallað í greinargerð Ríkisendurskoðunar. 3. Bankastjórarnir njóta réttar til launa á 8 mánaða uppsagnarfresti talið frá 1. maí sl. í samræmi við ráðn- ingarsamninga þeirra. Á fundi sínum féllst bankaráðið á niðurstöður lög- mannsins þ.m.t. um endurgreiðslur tveggja af banka- stjórunum á hluta risnukostnaðar sem að er vikið í bréfinu. Mun bankaráðið því hvorki endurki’efja bankastjórana um kostnað umfram fyrrgreindar end- urgreiðslur né óska eftir opinberri rannsókn í tilefni þeirra málefna sem gi’einargerð Ríkisendurskoðunar fjallar um. Þá munu þeim greidd laun út uppsagnar- frestinn í samræmi við ráðningarsamninga þeirra. Um rök fyrir þessum ákvörðunum er vísað til bréfs Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hrl., sem er afhent fjöl- miðlum með fréttatilkynningu þessari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.