Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 LANDIÐ VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Silli FRÁ undirritun samninga milli Eastport og Húsavíkur. Y inabæj asamstarf Eastport og Húsavíkur Húsavík - í framhaldi af heimsókn hafnarstjóra Eastport og nokkurra frammámanna í Maine í Bandaríkj- unum í marsmánuði sl. kom um síð- ustu helgi 17 manna hópur til Is- lands og dvaldi einn dag á Húsavík þar sem stofnuð var formlega vina- bæjarsamband milli Húsavíkur og Eastport. Upphaf samskiptanna við Maine var stofnun trjávinnslufyrirtækisins Aldins hf. á Húsavík sem flytur inn óunninn trjávið, sagar hann hér og þurrkar við mun ódýrari orku en yf- irleitt fæst. Markmið vinabæjarsamskiptanna er að aðstoða sveitarfélögin til að öðlast betri skilning á menningu ólíkra heima. Með samkomulaginu eru bæjarfélögin að staðfesta vilja sinn til að skapa íbúum, atvinnulíf- inu og stjórnsýslunni gnmdvöll til að kanna þá möguleika sem felast í alþjóðlegri fjölbreytni á sviði menn- ingar, stjórnsýslu og tengslum á sviði viðskipta og félagsmála. Sam- bandið á milli Húsavíkur og East- port á m.a. að beina athygli að eftir- farandi: „Þróun á samstarfi milli mennta- kerfa bæjanna. Með því að koma þessu samskiptaformi á munu bæ- irnir bjóða bömum upp á það tæki- færi að sjá út fyrir landsteinana og þýðingu þess að þekkja mismun á milli menningarsvæða. Með því að læra meira um stjórn- kerfi hvors annars gætu þátttak- endur verið færir um að koma breytilegum aðferðum í þeim til- gangi að straumlínulaga stjórnkerfi bæjanna. Með skiptum á tækni sem gæti verið notuð til þess að örva efna- hagsþróun innan bæjanna. Með því að sterkari bönd milli bæjanna gæti opnað viðskipta- möguleika milli einhverra okkar fyrirtækja." Bæjarstjórar og forsetar bæjar- stjórna viðkomandi bæja undirrit- uðu samninga þessu til staðfesting- ar við hátíðlega athöfn á Hótel Húsavík. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir |Uyp vm ' m +j i2 • t -f a Itú l b 1 4 14 - ► > 1» jjTl fm 8? p 1 , m w & ■ ■ LS > ... s w Lx . sí ÍÆæBEssss fSSSBBmWr Tilboð Nýja Sikileyjarpizzan með 2 áleggjum og 2 gtösum af Pepsi í sal 0 heimsendingu: 2 Iftra Peps0. Gimileg pizza með miklu hvMauksbragði og Oregano. kr. 1400,- Ef þú kaupir og sækir miðstærð af pizzu og brauðstangir, þá fylgir ókeypis Margaríta pizza. Nýiar brauðstangir PiIjfr flut Nú bjóðum við brauðstangir með osti og kryddi. Lfb'U skammtur (6) kr. 290 Stór skammtur (12) kr. 490 533 2000 Hötel Esja KR heimsækir Hveragerði Hveragerði - Körfuknattleiksdeild Hamars í Hveragerði bauð nýlega börnum úr körfuknattleiksdeild KR til sín í æfingabúðir. Dvöldu KR- krakkarnir í Hveragerði yfir helgi og æfðu körfubolta með jafnöldrum sínum frá morgni til kvöíds. Eirnúg fóru krakkamir saman í sund og Hótel Örk bauð þeim í bfó. Þótti heimsóknin takast með miklum ágætum og voru forráða- menn deildanna ánægðir með þau kynni sem þama tókust. Vom þeir sammála um að láta verða framhald á samskiptum þessara félaga. Á myndinni má sjá allan hópinn ásamt forvígismönnum körfuknattleiks- deilda KR og Hamars. Norskur sjóður eykst í 16 millj- arða dala Stokkhóhni. Morgnnblaðið. SÉRSTAKUR hráolíusjóður norsku stjórnarinnar, sem notar tekjuafgang af olíuauðnum úr Norð- ursjó til fjárfestinga, hefur aukizt um 6,3% í 120,5 milljarða norskra króna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs síðan farið var að fjár- festa í alþjóðlegum hlutabréfum í fyrsta skipti, að sögn norska lands- bankans, Norges Bank. Bankinn sagði að markaðsvirði verðbréfanna hefði aukizt um 7,2 milljarða norskra króna og spáði því að verðmæti þeirra gæti aukizt í 670 milljarða norskra króna fyrir árslok 2002. Um leið staðfesti bankinn að norska stjórnin hefði eignazt hlut í um 2.000 alþjóðlegum fyrirtækjum með tilstyrk hráolíusjóðsins, sem hefur breytt 40% verðbréfa sinna úr skuldabréfum í hlutabréf á þessu ári. Bankinn gerði sér grein fyrir því að ef horft væri til 20-30 ára hefði hann ekki efni á að treysta ein- göngu á skuldabréf og að Ijóst væri að hagkvæmasta lausnin væri sam- bland hlutabréfa og skuldabréfa, sagði Knut Kjær, forstöðumaður fjárfestingararms Norges Bank. Þessi þróun hófst þegar norska stjómin ákvað í fyrra að breyta allt að helmingi sjóðsins úr erlendum ríkisskuldabréfum í alþjóðleg hluta- bréf. Þessi stefna hefur borið þann árangur að sjóðurinn er í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Varzla hlutabréfanna var falin Chase Manhattan í Bandaríkjunum. Einnig hefur verið notið aðstoðar Stata Street Global Advisors í Bandaríkjunum og Barclays Global Advisors auk Bankers Trust í New York og Barclays Gartmore Invest- ment Management í London. Um 140 sjóðstjórar hafa sótt um hlut í nýjum umboðum sjóðsins á 21 hlutabréfamarkaði, 14 í Evrópu og í New York, Tókýó, Hong Kong, Singapore, Toronto, Sydney og Auckland, Nýja-Sjálandi. Starf sjóðstjóranna verður að auka sem mest hagnað norska sjóðsins, sem upphaflega var komið á fót til að tryggja fjárráð norsku stjórnarinnar þegar olíutekjur Norðmanna þrytu. Sjóðstjórarnir hafa svigrúm til að velja hlutabréf til þess að fjárfesta í, en verða að hlíta ströngum reglum sem norska stjórnin setur. Sjóðstjórunum verður ekki leyft að fjárfesta í þróunarlöndum og þeir mega ekki eiga meira en 1% í hverju fyrirtæki. „Þeir verða að vera viðbúnir því að þeir þurfi að hafa meira samband við okkur en venjulega viðskiptavini," sagði Kjær. Atvinniivegasýning á fsafírði Saga rafeinda- vogarinnar kynnt GESTUM á Tindi, atvinnuvega- sýningu Vestfjarða sem haldin verður á Isafirði um helgina, gefst kostur á að sjá í bási Póls hf. sögu- og þróunarferli íslensku rafeinda- vogarinnar frá upphafi til dagsins í dag. Fyrsta íslenska rafeindavogin leit dagsins ljós í júní 1978 eða fyr- ir 20 árum. Þessi íyrsta vog Póls var innviktunarvog sem sett var upp í Hraðfrystihúsinu Norður- tanganum hf. „Þar með fór boltinn að rúlla og markviss þróun og hönnun á rafeindavogum með þarf- ir fiskvinnslunnar sérstaklega í huga var kmnin á fulla ferð. Fisk- vinnslan á Islandi sem hefur verið sókndjörf í innleiðingu á tækninýj- ungum og gerir miklar kröfur til búnaðar hefur verið ákjósanlegt þróunarumhverfi,“ segir í fréttatil- kynningu frá Póls hf. Fljótlega í kjölfarið kom Póls með fyrstu íslensku pökkunarvog- ina íyrir frystihús. Umhverfið krafðist stöðugt nýjunga sem leiddu til nýrra þróunarverkefna. Sem dæmi er nefnt í fréttatilkynningu að Póls var fyrst með flokkara, tíma- skráningarkerfí tengd við tölvu- stimpilklukku og skipavogir. Seldar hafa verið 3.000 skipavogir, um 90% til útlanda. „Þetta frumherjastarf Póls hefur lagt grunninn að öflug- um íslenskum hátækniiðnaði sem skapað hefur milljarða króna í út- flutningsverðmætum. Póls getur því litið stolt um öxl á þá þróun sem það hefur leitt í tvo áratugi.“ Fyrirlestur um árang- ur smáfyrirtækja DR. Hermann Simon, fram- kvæmdastjóri Simon-Kucher & Partners ráðgjafarfyrirtækisins í Bonn og Cambridge, heldur erindi á hádegisverðarfundi Þýska-ís- lenska verslunarráðsins í dag. Fundurinn verður í Víkingasal Hótels Loftleiða og stendur frá 12 til 13.30. Hermann Simon er þekktur ráð- gjafi í Þýskalandi og hefur raunar verði ráðgjafi fyrirtækja í yfir 27 löndum, meðal annars margra þekktra fyrirtækja auk þess sem hann hefur skrifað bækur og grein- ar um fyrirtækjarekstur. Fyrirlestur Simon hér byggir á bók hans Hidden Champions sem fjallar um 500 lítt þekkt þýsk fyrir- tæki og rannsókn hans á velgengni þeirra. Þau vöktu athygli hans eftir að honum varð ljóst að smærri fyr- irtæki, aðallega fjölskyldufyrir- tæki, standa undir stærstum hluta þeirrar söluaukningar sem orðið hefur á þýskum vörum erlendis undangengin ár. Til að fyrirtækin kæmust í úttekt Simons þurftu þau að vera númer eitt eða tvö á heims- markaði í sinni grein, númer eitt í Evrópu og nógu lítil til að vera al- menningi óþekkt. I fréttatilkynningu frá Þýsk-ís- lenska verslunaráðinu segir að nið- urstöður Simon séu í senn mikil- vægar og að þær nýtist öllum þeim sem áhuga hafa á rekstri fyrir- tækja. Spurt er: Hvað geta stjórn- endur íslenskra fyrirtækja lært af reynslu Þjoðverja? Hver er lykill- inn að velgengni þeirra? Fyrirlesturinn fer fra á ensku. Aðgangseyrir er 3.000 kr. og er há- degisverður innifalinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.