Morgunblaðið - 12.06.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 12.06.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 23 Tólf fórust í Alsír AÐ MINNSTA kosti tólf fór- ust þegar sprengja sprakk um borð í lest suðvestur af Al- geirsborg, höfuðborg Alsír, í gær. Dagblöð í Alsír sögðu fyrr um morguninn að íslamskir uppreisnarmenn hefðu skotið sjö meðlimi alsírska stjórnar- hersins í umsátrum víðs vegar um landið. Vargöld ríkir í Alsír og er talið að 60.000 manns hafi fallið í átökum síðan 1992. Baktería gegn svörtum STJÓRNVÖLD í S-Afríku höfðu uppi hugmyndir um það á tímum aðskilnaðarstefnunn- ar að þróa og dreifa bakteríu sem aðeins myndi gera út af við svarta menn, eða gera þá ófrjóa. Petta kom fram í vitnis- burði vísindamanns sem stýrði eiturverksmiðju stjórnvalda fyrir sannleiks- og sáttanefnd- inni sem sett var upp til að takast á við drauga fortíðarinn- ar. Videla ákærður DÓMARI á Spáni sagðist í gær vera með í undirbúningi ákæru á hendur Jorge Videla, fyrrverandi forsætisráðherra Argentínu, sem handtekinn var í fyrradag í heimalandi sínu og ákærður fyrir mannrán á tímum „óhreina stríðsins" sem ríkti í landinu á tímum herforingjastjórnarinnar 1976- 1983. Spánski dómarinn vill með sinni ákæru kanna hversu mikla ábyrgð Videla bar á dauðsföllum spánskra ríkis- borgara í Argentínu á þessum tíma. f ImáL Á ", ^ l ■—ilTf ' ' 550 fórust á Indlandi TALA látinna vegna hvirfil- bylsins á Indlandi er nú komin upp í 550 en Haren Pandya, innanríkisráðherra, sagði í gær að hið versta væri yfirstaðið þótt reiknað sé með því að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Herþyrlur dreifðu í gær mat- vælum til íbúa á einangruðum svæðum ríkisins Gujarat, þar sem hvirfílbylurinn gerði mest- an usla. Bretar vilja svínum vel JOHN Reid, ráðherra hermála í bresku ríkisstjórninni, til- kynnti í gær að Bretar væra hættir þátttöku í æfíngum NATO sem kallaðar hafa verið „danskt beikon“ en þær fela í sér að svín eru aflífuð og hjúkrunaríólk fær síðan tæki- færi til að æfa skyndiskurðað- gerðir líkt og á vígvellinum væri. Mótmæli prófsteinn á Abubakar Lagos. Reuters. ABDUSALAM Abubakar, sem tók við embætti forseta Nígeríu fyrr í vikunni, fór í gær fram á það við stjórnarandstæðinga að þeir aflýstu mótmælum sem fyrirhuguð eru í höfuðborginni Lagos í dag. Óvissa ríkir í stjórnmálum landsins eftir að ljóst varð að Abubakar hygðist fylgja lýðræðisáætlun Sanis Abacha, fyrrum forseta, sem lést á mánudag, en hún hefur hlotið for- dæmingu bæði stjórnarandstæð- inga í Nígeríu og erlendra ríkja. I gær voru skólabörn í Lagos send í langt helgarleyfi vegna mót- mælanna. „Við viljum ekki að sak- lausir námsmenn lendi í eldlínu átaka þannig að við báðum þá um að fara heim til sín,“ sagði fulltrúi menntamála í gær. Yfirvöld lög- gæslumála hafa krafist þess að mót- mælunum verði aflýst þannig að ekki sverfi til stáls. Segjast þau ella ætla að koma í veg fyrir mótmælin, „fólk á ekki að komast upp með ólögleg mótmæli," sagði talsmaður lögreglunnar. Farið fram á lausn Abiolas Mótmælin í dag eru haldin í til- efni þess að fímm ár eru liðin frá forsetakosningum sem Moshood Abiola er talinn hafa sigrað. Abacha ógilti hins vegar kosningarnar og lokaði Abiola inni í fangelsi þar sem hann er enn. Þessir atburðir eru undirrót spennunnar sem ríkir í stjórnmálum landsins í dag. Stjórn- arandstæðingar segja Abubakar sams konar leiðtoga og Abacha og var tekið fram í yfirlýsingu samtak- anna Sameinað átak fyrir lýðræði að mótmælin „marki algera and- stöðu fólks við áframhaldandi her- foringjastjórn". Þau fara fram á lausn Abiolas og að hann taki við stjórn landsins. Vestræn ríki voru ósátt við hversu illa Abacha hélt loforð sín um lýðræðisþróun í landinu en þau hafa hins vegar enn sem komið er látið Abubakar njóta vafans í þessu efni. Hefur Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðist til þess að aðstoða Abubakar við að koma á lýðræði í landinu. Varfærni einkenndi fjármála- markaði í Nígeríu í gær en gjald- miðill landsins, naíran, styrktist þó um 2% og virtust aðilar á fjármála- mörkuðum því ætla að taka orð Abubakars trúanleg en hann hefur sagst ætla að hverfa frá völdum eft- ir kosningar í október. Barist í Afríkuríkinu Guinea-Bissau Brottflutn- ingur er- lendra borg- ara hafinn Lissabon. Reuters. ERLENDIR borgarar yfirgáfu Af- ríkuríkið Guinea-Bissau í hundraða- tali í gær en barist er um völdin í landinu og er óttast að átök upp- reisnarmanna og stjórnarhers nái brátt hámarki en þau hafa staðið síðan á sunnudag. Um eitt þúsund manns söfnuðust saman í höfuð- borginni Bissau og áttu framundan 20 klukkustunda siglingu til Dakar í Senegal. Rólegt var í Bissau í gær en á miðvikudag fóru fram skotbardagar nærri höfn borgarinnar og tafði það flótta fólksins en flestir útlending- anna í Guinea-Bissau eru portú- galskir að uppruna, enda landið fyiTum portúgölsk nýlenda. Flótti loftleiðis var ekki mögulegur þar sem bækistöð uppreisnarmanna er í húsaþyrpingu nærri flugvellinum. Ekki er vitað hversu margir hafa fallið í átökunum. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Samtök Afríkuríkja hafa fordæmt uppreisnina sem á rætur sínar að rekja til þess að Ansumane Mane, leiðtogi uppreisnarmanna, var rek- inn úr starfi yfirmanns hermála í síðustu viku eftir að hafa lýst því yfir að hann hygðist fella ríkis- stjórn Joao Bernardo Vieiras. Vi- eira rændi sjálfur völdum árið 1980 en fékk sig kjörinn forseta árið 1994. FÉLAO GARÐPLÖNTU- FHAMLEIÐENDA í beð og á svalir 4 o í heimagarða og sumarbústaðalönd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.