Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 24

Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Aukaallsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavandaiin lokið Samcinuðu þjóðunum. Reuters. ÞINGIÐ stóð í þrjá daga og lauk í fyrrinótt að íslenskum tíma. Inn- anríkisráðherra Singapores, Wong Kan Sen, réttlætti þá stefnu að handtaka fíkla og lífláta smyglara, en Ruth Dreifuss, vara- forseti Sviss, útskýrði hvemig Svisslendingar hefðu komið á fót áætlun um að veita ákveðnum hópum fíkniefnaneytenda lyfseðla til þess að þeir gætu orðið sér úti um lyf. Ýmis viðhorf í Rússlandi er heimilt að hand- taka fíkla og flytja þá nauðuga til meðferðar sem sjaldan gefst kost- ur á. I Hollandi er það venjan að fíklar fái meðferð en undantekn- ing ef þeir hljóta refsingu. Pino Arlacchi, yfírmaður forvarnar- stofnunar SÞ í Vín, sagði við lok þingsins að enginn „hefði einka- rétt á sannleikanum". Arlacchi sagði ennfrem- ur að lok þingsins mörkuðu upphaf nýs tíma- bils í fíkniefnavömum í heiminum. Þingfulltrúar gerðu árið 2003 að viðmiðun fyrir byrjun á nýjum eða bættum áætl- unum um hvernig dregið skuli úr eftirspurn eftir fíkniefnum. A þetta að verða í samstarfi við yfir- völd opinberrar heilsu- gæslu, félagslegrar aðstoð- ar og löggæslu. 190 milljónir fíkla Sameinuðu þjóðimar áætla að fíkniefnaneytend- ur í heiminum séu nú alls um 190 milljónir. Arlacchi sagði að aukaallsherj- arþingið hefði fleytt fíkni- efnaumræðunni „í efsta sætið á lista SÞ“, ásamt ráðstefnum um umhveifis- mál, hlutskipti kvenna, mannfjölda- og sam- félagsþróun. Ólíkt því sem gerst hefur á öðmm aukaþingum SÞ var sjálf- stætt starfandi stofnunum ekki heimil þátttaka nú, og sögðu sldpuleggjendur ástæðuna vera plássleysi. Arlacchi krefst sameiginlegs átaks Rúmlega 150 ríki hafa heitið því að hefta framleiðslu á heróíni og kókaíni um allan heim innan tíu ára, draga úr eftirspurn, beita sér í sameiningu gegn smygli og peningaþvætti og að meðferð fíkla, skrifar fréttaskýrandi Reuters. Maraþonræður sem fulltrúar á aukaallsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna héldu leiddu þó í ljós djúpan ágreining ríkra og fátækra þjóða um hvernig staðið skuli að refsingum og forvörnum. Skammtur í Dhaka EITURFÍKILL í Dhaka í Bangladesh fær sprautu- skammt. Lögreglumenn í borginni segja að fíklum þar fari fjölgandi. Flestir eru fátækir og oft eru margir um sömu sprautunálina. Arlacchi hefur lagt leið sína til Afganistans, þar sem mest er framleitt af ópíumi, í því skyni að reyna að telja stjórn Talibana- hreyfingarinnar á að hindra áætl- anir um frekari ræktun ópíumval- múa, og veita í staðinn bændum aðstoð við löglega ræktun eða að finna aðra vinnu. Talibanar hafa látið brenna tvö tonn af ópíumi. Skortur á peningum Leiðtogar Kólumbíu og fleiri ríkja voru hlynntir hugmyndum um að finna eitthvað sem hægt væri að rækta í stað ópíumvalmúa eða kókaíns. Hafa tilraunir með slíkt verið gerðar í ræktunar- héruðum í Perú og Bólivíu með misjöfnum árangri. Nokkur rík lönd lýstu sig fylgjandi þessum hugmyndum en fá gáfu fyrirheit um fjárhagslegan stuðning. Eink- um voru menn tregir til að veita peninga til ríkja sem stýrt er af vafasömum ráðamönnum eins og Afganistan og Búrma. Undirtektir Bandaríkja- manna voru dræmar og sagði Barry McCaffrey, yfirmaður fíkniefnavarna þar í landi, að þennan „vanda yrði að leysa á vettvangi ríkja á viðkom- andi svæði, ekki bara með fjármagni til breyttrar efnahagsþróunar“. „Hefjumst nú handa“ I ávarpi sínu við lok þingsins á miðvikudag sagði Arlacchi ennfremur: „Við erum ekki að hefja nýtt „stríð gegn fíkniefn- um“, slíkt stríð hefur reyndar aldrei verið háð. Það er betra að líkja að- gerðunum við þær sem læknir grípur til þegar hann sinnir sjúklingi með banvænan sjúkdóm. Fíkni- efni hreinlega drepa fólk. Og það er á okkar ábyrgð að fínna leiðir til úrbóta. Þeir áratugir er ríkin ásökuðu hvert annað eru liðnir. Hefjumst nú handa.“ Reuters Vilja gera móðurina ábyrga fyrir ástarlífi 16 ára sonarins FORELDRAR 17 ára bandarískr- ar stúlku hafa brotið blað í sögn lögfræðinnar með því að höfða mál á hendur móður 16 ára pilts, sem barnaði dóttur þeirra. Viija þau gera móðurina ábyrga fyrir þunguninni; segja hana seka um vanrækslu með því að leiðbeina pilti ekki um kynlíf. Doug og Sharon Detmer í Lincoln í Nebraskaríki kreijast 11.371 dollara bóta, sem nemur um 800.000 kr. ísl., vegna læknis- kostnaðar dótturinnar, en hún gekkst m.a. undir fóst- ureyðingu. Auk þess krefjast þau ótilgreindra skaða- bóta vegna málsins. Segja þau dótturina, Leanne Detmer, hafa m.a. orðið fyrir tilfínningalegum og sálrænum skaða vegna máls- ins. Hún var 16 ára er hún varð ófrísk. Héraðsdómur Lancastersýslu hefur fallist á að málið verði tekið fyrir en réttarhöld hafa ekki verið dagsett. Hins vegar hafnaði dómari því ákvæði í stefnunni, að sonurinn 16 ára yrði dreginn fyrir réttinn sem sakaraðili þar sem hann hefði út af fyrir sig ekki brotið nein lög með því að hafa samfarir við unnustu sína. Detmer-hjónin halda því fram í stefnu sinni, að Dawn Bixler hafi verið kunnugt um að sonur henn- ar, Dallas Mills, og Leanne stund- uðu kynlíf en látið hjá líða að brýna fyrir pilti að nota getnað- arvarnir. Neitar Dawn því, að sögn lögmanns hennar, að hún liafí vitað um ástarlíf táninganna tveggja og mótmælir kærunni. Mál þetta hefur vakið mikla at- hygli bandarískra íjölmiðla og þótt víðar væri leitað. Samkvæmt frásögn blaðsins Lincoln Joumal Star hafa a.m.k. 40 band- arískar útvarpsstöðvar og Qöldi sjónarpsstöðva boðað komu sína til bæjarins til að ljalla um málið og falast eftir viðtali við foreldrana. Sömuleiðis hafa evrópskir fjölmiðlar boðað komu sína til Lincoln af sama til- efni. Þá hefur Warner Brothers fyr- irtækið óskað eftir samningi við foreldra telpunnar um gerð sjón- varpsþátta og kvikmyndar er byggðist á málinu. Warner Brothers vilja gera kvikmynd um málið Framkvæmd Evrópulögg;jafar í rrkjum ESB Kvörtunum vegna brota aðildarríkja fjölgar FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur birt árlega skýrslu sína um framkvæmd Evr- ópulöggjafar í aðildarríkjunum. Fram kemur að lögfesting tilskip- ana Evrópusambandsins fari hægt og hægt batnandi. Um leið hefur hins vegar kvörtunum frá fyrir- tækjum og einstaklingum vegna meintra brota aðildarríkja á löggjöf sambandsins fjölgað. Skil- virkari vinnubrögð framkvæmda- stjórnarinnar hafa leitt til þess að gripið er til aðgerða vegna brota aðildarríkjanna á Ewópulöggjöf í mun fleiri tilvikum en áður. Kvörtunum til framkvæmda- stjórnarinnar vegna meintra brota aðildarríkja ESB á löggjöf sam- bandsins fjölgaði úr 819 árið 1996 í 957 í fyrra, eða um 17%. Fram- kvæmdastjórnin tók upp 261 mál að eigin frumkvæði, sem er svipað- ur fjöldi og árið áður. Framkvæmdastjómin leitast nú við að bregðast betur við kvörtun- um almennings og fyrirtækja og hóf á síðasta ári aðgerðir vegna meintra brota aðildamkja í 1.426 málum, sem er 23% fjölgun frá ár- inu áður. Afskipti framkvæmda- stjórnarinnar hefjast með því að viðkomandi ríki er sent formlegt erindi. Berist ekki fullnægjandi skýringar á þeirri löggjöf eða laga- framkvæmd, sem um ræðir, er rík- inu sent rökstutt álit framkvæmda- stjómarinnar um þær breytingar, sem gera skal. Bregðist aðildar- ríkið enn ekki við, er því stefnt fyr- ir Evrópudómstólinn. Dagsektum beitt í fyrsta sinn Þótt málum, sem vísað var til Evrópudómstólsins, fjölgaði úr 92 árið 1996 í 121 í fyrra fjölgaði einnig mjög þeim málum, þar sem sátt náðist án þess að til þess kæmi að framkvæmdastjómin kærði til dómsins, eða úr 624 árið 1996 í 1.468 í fyrra. Þá beitti framkvæmdastjórnin í fyrsta sinn ákvæðum Maastricht- sáttmálans um að gera megi aðild- arríkjum, sem ekki fara eftir dóm- um Evrópudómstólsins, dagsekt- um. I níu málum var tekin ákvörðun um dagsektir og í sex þeirra brást viðkomandi aðildarríki . við áður en þær tóku gildi. Um há- ar fjárhæðir er að ræða, allt að tuttugu milljónir íslenzkra króna á dag. Ríkin, sem urðu fyrir því að framkvæmdastjórnin hótaði þeim dagsektum, em Frakkland, Þýzka- land, Italía, Belgía og Grikkland. Lögfesting tilskipana ESB hefur farið batnandi í aðildarríkjunum. Að meðaltali höfðu þau innleitt 94% af löggjöf ESB í landsrétt í lok síðasta árs, samanborið við 93% árið áður. Norrænu aðildarríkin þrjú og Holland standa sig bezt; þar hafa 96-97% allra tilskipana verið lögfest. Ríkin, sem standa sig verst, era Belgía, Grikkland og Ítalía, sem hafa sett 92-93% tilskip- ana í lög.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.