Morgunblaðið - 12.06.1998, Side 28

Morgunblaðið - 12.06.1998, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Umbreyting- arform græn- metisins MYIVPLIST Ingólfsstræti 8 INNSETNING INGA SVALA ÞÓRSDÓTTIR OG WU SHAN ZHUAN Opið 14 til 18, fimmtudag til sunnu- dags. Sýningin stendur til 21. júní. GRÆNMETI hefur lengi verið eitt af helstu viðfangsefnum mynd- listarmanna, svo undarlega sem það annars kann að hljóma. I gegnum aldimar hafa málarar fengist við að mála grænmeti, ýmist eitt sér eða í einhverju sambandi við manninn, störf hans og líf. Því má segja að „Grænmetisleikur" Ingu Svölu Þórsdóttur og Wu Shan Zhuan byggist á langri hefð, þótt í raun verði að viðurkennast að meðferð þeirra á þessu gamla viðfangsefni sé langt frá því að vera hefðbundin. Þau Inga Svala og Wu hafa áður unnið saman og til er þekkt mynd af þeim þar sem þau standa nakin við grænmetisborð í matvöruverslun, eins og Adam og Eva við ávaxta- borð Drottins í Eden. Að þessu sinni taka þau grænmetið til „vís- indalegri“ skoðunar og láta trúar- legar tilvísanir lönd og leið. Sýning- in í Ingólfsstræti samanstendur af gríðarstórri ljósmynd af rotnandi grænmeti, myndbandi, texta, teikn- ingum og rotnandi grænmeti í kassa. Hér er það umbreyting grænmetisins sem er til umfjöllunar og hin ýmsu form sem það tekur á ferli sínu frá lifandi plöntu til rotnaðra leifa. Útfærslan er nákvæm og málið skoðað út frá öll- um hliðum, hver planta skoðuð vandlega meðan hún breytist, útlit hennar skráð og umbreytingin teiknuð upp. Niðurstaðan er eins konar skýrsla en hefur þó ótvíræða listræna höfðun, ekki síður en hefðbundin kyrralífsmynd sem er hinn listsögulegi bakgrunnur sýn- ingarinnar. Greining af þessu tagi verður æ snarari þáttur í nútímamyndlist og einhver gæti slysast til að halda að það lýsi einhvers konar uppgjöf eða úrræðaleysi myndlistarmanna. En þó má miklu frekar benda á að með þessu séu myndlistarmenn að upp- götva aftur það sem áður var einmitt mikilvægur þáttur í starfí myndlistarmannsins, að lýsa veru- leikanum og greina hann, leita eftir kjarnanum í reynsluheimi okkar og setja hann fram á sem skilmerkileg- astan hátt svo að áhorfandinn geti sjálfur öðlast betri skilning. Það væri nefnilega misskilningur að telja að listinni tilheyri aðeins fag- urfræðileg sjónarmið og að hún lúti aðeins sínum eigin innri lögmálum. Þvert á móti sýnir sagan okkur að listinni hefur ekkert verið óviðkom- andi og hún hefur á öllum tímum getað tekið á ýmsum ólíkum hliðum tilverunnar, jafnt hinu sjónræna sem hinu efnislega, tilfinningum, sjálfsskilningi okkar og lífsvenjum. Sýning Ingu Svölu og Wus er sér- staklega vel útfærð og sýnir því vel hvers listin er megnug þegar henni er beitt sem greiningartæki á viðfangsefni sitt. Flest mundum við líklega dags daglega telja að græn- meti sé frekar óverðugt viðfangs- efni, hentugt til matargerðar og lík- lega áhugavert fyrir líffræðinga, en annars lítt inspírerandi. Hér má hins vegar sjá grænmetið vakna til lífsins og verða að öflugri táknmynd þar sem við getum lesið ýmislegt um veröld okkar, þróun hennar, hnignun og hringrás hins lifandi efnis. Þetta er galdur listarinnar. Jón Proppé A sögusloð Hrafnkels Freysgoða Hannover. Morgunblaðið. FERÐASAGA danska rithöfundar- ins Pouls Vads, „Nord for Vatna- jpkel", er nú komin út í þýskri þýðingu Hans Grössel. Á þýsku ber bókin titilinn „Islandreise" en í bókinni lýsir höfundurinn ferð sinm um sagnaslóðir Hrafnkels sögu Freysgoða í fáförnum dal norðan Vatnajökuls. í fréttatilkynningu sem send var út í tilefni útgáfunnar segir að ferðasaga Pouls Vads sé „í senn ferð um landið og bókmenntir Is- lands. í bókinni tekst Vad að sam- eina skáldsöguformið veruleikanum og blandar saman ferðalýsingum og greiningu á bókmenntum þannig að úr verður heillandi frásögn. Hann lífgar við texta frá miðöldum þannig að lesendur fá ekki aðeins innsýn í íslenskar heimsbókmenntir heldur einnig mannlífíð á íslandi dagsins í dag.“ Þýskur útgefandi bókarinnar er Hanser Verlag í Munchen. ♦♦♦ Nýjar bækur • BÓKIN Fósturskóli íslands fjallar um sögu skólans frá 1946 til 1996, aðdraganda hans, þróun og mótun í 50 ár. Jafnframt er greint frá grundvallarhug- myndum og uppeldisviðhorf- um sem mennt- un fóstra/leik- skólakennara og störf þeirra hafa byggst á. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda frá þessum árum auk þess sem birtar eru ljós- myndir af hverjum útskriftarár- gangi frá 1948-4)6. Fósturskóli íslands er skrifuð af Valborgu Sigurðardóttur, fyriyer- andi skólastjóra Fósturskóla Is- lands og einum af brautryðjendum í menntun leikskólakennara. Fósturskóli Islands er gefín út af Góðu máli ehf. Bókin er fáanleg í bókabúðum Máls og menningar í Síðumúla 7-9 og á Laugavegi 18, á skiifstofu Félags íslenskra leikskólakennara, Grettisgötu 89, og á skrifstofu Kennaraháskóla Is- lands við Leirulæk. Hún kostar 4.500 kr. Valborg Sigurðardóttir Pólskur meistari skopmynda MYNDLIST Listasafn Kðpavogs, Gerðarsafn SKOPMYNDIR Andrzej Mleczko. Til 21. júní. Opið alla daga kl. 12-18 neina mánudaga, þá er lokað. Á NEÐRI hæð Listasafns Kópa- vogs gefst kostur á að kynnast dáðasta skopmyndateiknara Pól- verja í dag, Andrzej Mleczko, sem er allt að því þjóðsagnapersóna í lif- anda lífí, eftir því sem fregnir herma. Myndir hans eru blek- teikningar, dregnar af skarpri og fímri línu. I flestum tilvikum eru þær myndlýsingar á tils- vörum og skringilegum kring- umstæðum. Mleczko er meistari hinna hnyttnu til- svara og tvíræðu augnablika. Hann er ekki teiknari af þeirri ætt sem tekur þekkt andlit eða atburði líðandi stundar og gerir skopmynd úr þeim. Þótt hann noti ekki nafn- greindar persónur úr samtíman- um leitar hann víða fanga og dreg- ur fram persónur úr þeim sagna- forða sem allir þekkja, úr Biblíunni, þjóðsögum og ævintýrum, auk kúnstugra leikenda úr hversdagslíf- inu. Sýningin sem slík gefur litla inn- sýn í myndlistarmanninn á bak við teikningarnar. Okkur er ekki boðið upp á riss, vinnublöð eða myndir sem eru annars eðlis, sem sýna aðra hlið á teiknaranum. Það er spaugar- inn Mleczko sem er í aðalhlutverki frekar en svartlistamaðurinn. Myndimar eru prentaðar eða ljós- ritaðar, og syrpa af litmyndum lítur út fyrir að vera prentuð í blek- sprautuprentara. Sýningin er að þessu leyti ekki ósvipuð prentaðri bók, sem hefur verið flött út á veggi og borð. Áherslan hefur verið lögð á að koma sem flestu til skila, þannig að áhorfendur fái að njóta sem mests af kímni Mleczkos. Fjöldi mynda er meiri en tölu verður á komið, því veggir salarins eru ekki aðeins fullnýttir heldur eru einnig ein fimm borð þar sem myndir hans liggja þétt saman undir gleri. Það er erfitt að meta hversu vel MYND eftir skopmyndateiknar- ann Andrzej Mleczko. kímni flyst milli landa, og oft er það þannig að skopmyndateiknarar og grínistar mynda sérstakt samband við almenning og tíðarandann á hverjum stað. En kímnigáfa Mlecz- kosar er ekki „lókal", eins og sagt er. Hann beinir spjótum sínum ekki að tilteknum mönnum, atburðum eða hugmyndum. Myndirnar hafa yfirleitt almenna skírskotun í sammannlegan hugarheim. Það er erfitt að lýsa kímni myndanna, en það er hægt að gefa dæmi um spaugileg tilsvör úr myndatextum, sem sýna að hún getur átt jafnt við hér sem í Póllandi. Mleczko hefur t.d. mikið dálæti á að snúa út úr Biblíusögunum. „Eg held að þetta sé eina leiðin til að sleppa héðan út,“ segir Eva við Adam í aldingarðinum Eden, um leið og hún réttir honum eplið. Ein skopmyndin gæti vel hafa verið gerð í tilefni af nýliðnum at- burðum á sviði stjórnmála hér á landi. Fjórir stjórnmálamenn stinga saman nefjum og einn þeirra segir: „Eg kannaði þetta herrar mínir, og því miður, allar lygarnar um okkur eru sannar.“ Maður gæti búist við að Mleczko beitti háði sínu á stjórnmálakúgun í Póllandi og víðar í austrinu, en hann gerir það sjaldnast beint. Öryggis- verðir sjá til manns sem krot- ar laumulega slagorð á múr- vegg, „Hér ríkja fábjánar“. Annar öryggisvörðurinn segir við hinn: „Eigum við að hand- taka hann fyrir móðgun við yfir- völd, eða landráð, eða fyrir upp- ljóstrun ríkisleyndarmála?" Flestir ættu að geta skemmt sér vel á sýningunni og það er gaman að kynnast kímnigáfu sem er bæði beitt og hugmyndarík. I einni skop- myndinni má vel ímynda sér að Mlezcko hafi leitt hugann að hlut- skipti skopmyndateiknarans, og er við hæfi að gera myndatextann úr þeirri skopmynd að lokaorðum hér. Kóngurinn segir við hirðfífl sitt, þar sem þeir sitja þungbúnir hlið við hlið í höllinni: „Við verðum að skera úr einu. Ert þú ekki neitt fyndinn eða hef ég ekkert skopskyn?" Gunnar J. Árnason Samkeppni um listaverk AKRANESKAUPSTAÐUR veitti á dögunum verðlaun í samkeppni um listaverk við nýjan leikskóla sem verið er að byggja við Laug- arbraut á Aki-anesi. Fyrstu verð- laun hlaut Philippe Ricart fyrir tillögu sína sem nefnist Hnöttur. Er verkið að sögn listamannsins tákn hins óendanlega. Önnur verðlaun hlaut Helena Guttorms- dóttir og þriðju verðlaun Bjarni Þór Bjarnason. Listaverkið verður aflijúpað við vígslu leikskólans 1. septem- VERÐLAUNAAFHENDING: Gísli Gíslason, bæjarstjóri, Philippe Ric- ber. art og Guðbjartur Hannesson, forseti bæjarstjórnar Akraness. Vestur í Slunka- ríki SÝNING á verkum Aðalheið- ar Valgeirsdóttur, Guðbjargar Ringsted, Hafdísar Ólafsdótt- ur og Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur verður opnuð í Slunkaríki, laugardaginn 13. júní. Listamennimir hafa allir lokið námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands og hafa haldið fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Vestur Sýningin ber yfirskriftina Vestur og er fleirtala af orðinu vesta sem er rómversk gyðja heimilis og fjölskyldu og einnig ein af höfuðáttunum fjórum. Á sýningunni eru ný verk, þrykk, málverk og teikningar. Imyndir, ísmyndir, ísfletir, haf, land, umbreytingar, ljós, litir, fjöll og fiskar. Sýningin stendur til 28. júní. Slunkaríki er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 16-18. Tríó Björns Thoroddsen á Jómfrúnni SUMARJAZZ á vegum veit- ingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu heldur áfram göngu sinni, en leikið er alla laugardaga í júní, júlí og ágúst frá kl. 16-18. Tónleikarnir fara fram á Jómfrúartorginu á milli Lækjargötu, Pósthússtrætis og Áusturstrætis, ef veðm- leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Laugardaginn 13. júní leika Björn Thoroddsen gítarleik- ari, Gunnar Hrafnsson bassa- leikari og Einar Scheving trommuleikari. Fimm norrænir listamenn SJÁLFSMYNDIR nefnist sýning sem haldin verður í Listasafni Gautaborgar dag- ana 13. júní til 27. september. Þetta eru myndir í eigu safns- ins, sjálfsmyndir frá sextándu öld til dagsins í dag. Að auki verður sýningin „Fimm norrænir listamenn" og „Mínir" sem samanstendur af verkum eftir listamenn sem numið hafa við Valand-lista- skólann í Gautaborg. Meðal hinna fimm norrænu lista- manna er Helgi Þorgils Friðjónsson. „Islend- ingaspjall“ í 20 fm BIRGIR Andrésson opnar sýningu er hann nefnir „ís- lendingaspjall", laugardaginn 13. júní kl. 16 í sýningarsaln- um 20 fm. Birgir hefur sýnt verk sín víða um heim og er þetta fimmta sýningin á þessu ári er hann tekur þátt í. Aðrar sýningar á þessu ári hafa ver- ið eða verða í Svíþjóð, Þýska- landi, Póllandi og í London. Sýningin er opin frá og með miðvikudegi til sunnudags frá kl. 15-18 út sýningartímann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.