Morgunblaðið - 12.06.1998, Side 37

Morgunblaðið - 12.06.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 37.V 1 J J I 3 3 3 ') I I' » $ J , » HARALDUR ÞOR VARÐARSON + Haraldur Þor- varðarson fædd- ist á Staðarbakka í Helgafellssveit 2. fe- brúar 1918. Hann lést á Landspítalan- um hinn 5. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þorvarð- ur Einarsson, frá Dunk í Hörðudal, fæddur 21. apríl 1885, og Signý Bjarnadóttir, úr Staðarsveit, fædd 8. mars 1893. Alsystkini Harald- ar eru Laufey Þorvarðardóttir sem er látin og Kristín Þorvarð- ardóttir. Hálfsystkini Haraldar samfeðra eru Viggó Þorvarðar- son, búsettur í Stykkishólmi, Anna Þorvarðardóttir, búsett í Belgsholti í Melasveit, Einar Þorvarðarson, búsettur í Reykja vík, Björg Þorvarðardóttir sem er látin og Hrefna Þorvarðar- dóttir, búsett í Stykkishólmi. Hálfsystir Haraldar sammæðra er Marta Böðvarsdóttir, búsett í Grundarfirði. Börn Haraldar eru: l)Þorvarður Gunnar Har- aldsson, f. 24. mars 1943, móðir hans er Sigurbjörg Kristín Valdimarsdóttir, frá Akureyri. Kona Þorvarðar er Svanhildur Árnadóttir, f. 22. júní 1949. Börn þeirra eru: Arnar Smári Þorvarðar- son, kona hans er Kristín Hildur Thor- arensen. Börn þeirra eru Andri Freyr og Egill Þorri. Sævar Freyr Þorvarðarson, kona hans er Guðríður Ingunn Kristjáns- dóttir. Börn þeirra eru Fannar, Arnór Freyr og Svanhild- ur. Elínbjörg Katrín Þorvarðardóttir. Sigurbjörg Kristín Þorvarðardóttir. Harald- ur Árni Þorvarðarson. 2) Elísa- bet María Haraldsdóttir, f. 8. febrúar 1949, móðir hennar er Jóhanna Pétursdóttir, frá Ár- skógssandi í Eyjafírði. Börn Elísabetar eru: Asdís Richards- dóttir, maður hennar er Björn Steindórsson. Börn þeirra eru Svandís Birna og Benedikt Svaf- ar. Eggert B. Richardsson. Ás- geir Bergmann Magnússon. Son- ur hans er Guðjón Máni. Ómar Sigurbjörn Ómarsson. Einar Auðólfur Ómarsson. Útför Haraldar fer fram í dag frá Fossvogskapellu og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku Halli minn, með þessum orðum vil ég kveðja þig í hinsta sinn. Það er erfitt að trúa því að ég eigi ekki eftir að koma aftur í heimsókn á Óðinsgötuna, þær eru svo ótrúlega margar minningamar sem við eig- um þaðan. Þegar ég hugsa til baka þá get ég ekki annað en brosað yfir yndislegum tíma sem ég fékk að eyða með þér. Vorið 1978 flutti ég með foreldrum mínum á Óðinsgöt- una, þá aðeins tveggja ára gömul. Ekki leið á löngu þar til ég eyddi öll- um mínum frístundum uppi á efri hæðinni hjá þér. Enda hafði ég alltaf nóg fyrir stafni bæði í leik og síðan bara að hlusta á sögurnar þínar. Þú gast alltaf frætt mig meira og meira um allt milli himins og jarðar. Öll þín hvatning var mér mikils virði. Ég fékk sko að heyra oft á dag hvað ég væri mikill listamaður þó það værií ekki nema eitt pennastrik á blaði sem þú dæmdir út frá. Enda voru þær nú ófáar myndirnar sem ég færði þér heim af leikskólanum. Það kunnir þú svo sannarlega að meta og hengdir hveija einustu upp þó að lítið væri plássið. Þær voru margar ferðirnar okkar niður á tjöm. Og höfðum við bæði jafnmikla ánægju af því að gefa fuglunum. Elsku Halli, alltaf tókstu náung- ann fram yfir sjálfan þig. Þú vildir öllum svo vel og þá sérstaklega börnum sem þú elskaðir svo heitt og þau löðuðust að þér. Ég gleymi ekki þegar ég kom með hann Aron Mána son minn í heimsókn til þín í fyrsta skipti. Hann sem er mjög feiminn við ókunnuga tók þér strax eins og besta vini sínum og það vai’ ekki hægt að sjá að þið væruð að hittast í fyrsta sinn. Elsku Halli, ég gæti haldið áfram að rifja upp minningar í heila bók. Ég vil þakka þér fyrir yndisleg- ar stundir og tímann sem ég fékk þann heiður að þekkja þig. Þú varst sá maður sem lést þarfir annarra ganga fyrir þínum eigin. Ég vona að þér líði nú loks vel og þú sért kominn á stað þar sem engin þjáning finnst. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir alla þá hvatningu, ást og hlýju sem þú gafst mér. Þú munt ávallt lifa í hjarta mínu. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Þín vinkona að eilífu, Elín Sigríður. Haraldur ólst upp á Staðarbakka í Helgafellssveit til 6-7 ára aldurs þar til foreldrar hans slitu samvistum. Flutti hann suður til Reykjavíkur með móður sinni, Signýju. Faðir hans Þorvarður flutti til Stykkis- hólms. Haraldur var í miklu uppá- haldi bæði hjá föður og móður því hann var einkasonur þeirra hjóna. Síðar eignaðist faðir hans Rifgirð- ingar á Breiðafirði, þangað sótti Halli mjög oft á sumrin og hafði mikla ánægju af eyjalífinu. Hann hafði gaman af að svamla í sjónum og synda á milli eyjanna. Hann sótti mikið í fóður sinn og naut þess að dvelja í ósnortinni náttúru eyjanna. Hann hugsaði alltaf hlýtt til Breiða- fjarðareyja og hafði mikla ánægju af dýrum, t.d. bjargaði hann eitt sinn fálka úr klóm dauðans og tamdi að hluta sem hann síðar gaf svo frelsi og minntist þeirra tíma með mikilli gleði. Móðir hans fór í kaupa- mennsku austur í sveit og þá fór hann í skóla í Reykholti í einn vetur. Síðan lá leið Haraldar til Reykjavík- ur þar sem hann bjó með móður sinni á Óðinsgötu. Ungur að árum kynntist hann ungri stúlku árin 1941^3, Sigur- björgu Kristínu Valdimarsdóttur ættaðri frá Akureyri. Felldu þau hugi saman og eignuðust þau soninn Þorvarð Gunnar Haraldsson árið 1943. Þau slitu samvistum og varð úr að sonur þeirra, Þorvarður, var sendur í fóstur til föðurafa síns í Stykkishólmi og seinni konu hans Elínbjargar Jónasdóttur. Hann var þar í góðum höndum þeirra hjóna til 15 ára aldurs. Haraldur kom oft vestur til að hitta son sinn og einnig Sigurbjörg Kristín móðir hans. Har- aldur hafði sterkar taugar þarna vestur og fór oft þangað til að hjálpa föður sínum, honum fannst hann skulda fyrir uppeldi á syni sínum. Árin liðu og Haraldur var í góðri vinnu hér í Reykjavík. Árið 1948-49 kynntist hann ungri stúlku, Jóhönnu Pétursdóttur ættaðri frá Árskógs- sandi í Eyjafirði og felldu þau hugi saman og eignuðust dótturina Elísa- bet Maríu Haraldsdóttur árið 1949. Þau slitu samvistum og Elísabet fór með móður sinni til Sauðárkróks og var þar til sex ára aldurs, þaðan til Reykjavíkur og loks vestur á Bol- ungai-vík og ólst þar upp í stórum systkinahópi og fylgdi móður sinni til fullorðinsára. Haraldur fékkst við ýmis störf um ævina, hann stundaði m.a. sjó- mennsku, keyrði vörubíl á stríðsár- unum og vann við gerð Reykjavík- urflugvallar, síðar vann hann á Keflavíkurflugvelli um tíma, einnig vann hann við byggingavinnu t.d. við Norræna húsið ásamt fleiri byggingum hér í borg. Síðustu starfsárin tók hann að sér að slá garða í Reykjavík með orfi og ljá þar sem sláttuvél varð ekki komið við. Haraldur var mikill einstæð- ingur og hafði ekki mikið samband við fólk síðari árin en þannig vildi hann hafa það. Hann hafði gaman að bílum og geymdi alla varahluti fram á þennan dag, hann var af- skaplega laghentur maður og voru allir hlutir nýttir. Landskika átti hann í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann hafði hjólhýsi. Þang- að fór hann oft og setti niður kart- öflur og rófur og hafði gaman af. Haraldur las mikið, bæði bók- menntir og ljóð, ljóðin las hann gjarnan upphátt. Hann klippti út greinar úr dagblöðum sem honum þótti merkilegar og geymdi þær. Haraldur var mjög barngóður og fann alltaf eitthvað sniðugt sem börnin gætu leikið sér að, sem þau kynntust ekki annars staðar. Haraldur leigði út eitt herbergi og hefur sami leigjandi, Bragi, verið þar í 16 ár. Hann skildi Halla mjög vel og áttu þeir mjög góðar stundir saman og þökkum við honum fyrir það. Einnig átti Haraldur trúnaðar- vin og frænku, Rósu Aðalheiði, sem hefur stutt hann alla tíð, kærar þakkir fyrir allt. Samband bama hans varð meira þegar þau voru orðin fullorðin og farin að stofna eigin heimili. Síðari ár hafa barnabömin kynnst afa sín- um og hafa þau litið inn til hans ann- að slagið og gladdi það hann mjög mikið og þá sérstaklega að hitta barnabarnabörnin. í haust og vetur veiktist Haraldur og þá kynntust bömin hans betur, Þorvarður og Elísabet, hvort öðru. Þá styrktust böndin betur á milli hans og þeirra. Haraldur hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var oft mjög harðorður við þau. En hann sá alltaf að sér og leysti málið. Haraldur var mjög harður af sér í veikindum sínum, sem dæmi um það má nefna kosningadaginn 23. maí sl. þegar hann var keyrður sárþjáður í hjólastól til þess að kjósa rétt fólk í borgarstjóm. Eins og í öllu öðm hafði hann mjög ákveðnar skoðanir í þessum málum. Haraldur átti heima á Oðinsgötunni til dauðadags. Okkur langar að nota þetta fal- lega ljóð sem var uppáhalds ljóðið þitt, og sem þú last upphátt fyrir okkur, til þess að kveðja þig. Ég átti þig sem aldrei brást, á öllu hafðir gætur. Með hjartað þrungið heitri ást þig harma daga og nætur. Ylríkt slqól í örmum þér var auður daga minna. Ljósið bjart sem lýsti mér var ljómi augna þinna. Þú vaktir meðan sæl ég svaf, ei sviku kenndir þínar. Allt sem ljúfast lífið gaf var lagt í hendur mínar. Nú slökknað hefúr lífs míns ljós, lokið draumi mínum. Ég vildi mega verða rós og visna á barmi þínum. (Brynhildur.) Svana, Þorvarður og Elísabet. Elsku afi minn. Það er erfitt að trúa því að afi komi aldrei aftur. Afi var alltaf að færa okkur gamla muni sem verða dýrmætir í minningunni. Afi gaf pabba mótor í bátinn sinn sem hann á í sumarhúsinu okkar og það var okkar heitasta ósk að við gætum farið með afa út á vatn til að pnifa mótorinn og veiða fisk og njóta nátt- úrunnar eins og afa fannst gaman. Ég vil þakka Guði fyrir návist þína. Afi tók veikindum sínum með jafn- aðargeði og fann djúpt til, var sár- þjáður síðasta mánuðinn. Nú veit ég að þér líður betur, nafni minn. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Því eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótL (Vilþjálmur Vilhjálmsson.) Haraldur Á. Þorvarðarson. t Elskuleg móðir okkar, dóttir, stjúpdóttir, systir og barnabarn, SIGRÍÐUR JÓNA ALBERTSDÓTTIR, Vallarási 3, Reykjavík, lést þriðjudaginn 9. júní sl. Daníel Freyr Stefánsson, Nína Dögg Salvarsdóttir, Albert Stefánsson, Hannes Sigurðsson, Guðmundur Svanbergsson Svala Albertsdóttir Björn Albertsson, Ragnar Albertsson, Alda Albertsdóttir. Vigdís Björnsdóttir, og fjölskylda, og fjölskylda, t Elskuleg fyrrverandi konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT HÓLMFRÍDUR MAGNÚSDÓTTIR, Malmö, Svíþjóð, lést á heimili sínu 7. júní. Gunnbjörn Valdimarsson, Gunnar B. Gunnbjörnsson, Sigríður Guðjónsdóttir, María I. Gunnbjörnsdóttir, Magnús M. Gunnbjörnsson, Linda H. Loftsdóttir, Loftur H. Loftsson, Gunnar H. Ársælsson, Valgerður Bjarney Skúladóttir, Bjarni Valsson, Robina Doxi og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, dóttir, systir, amma, langamma og kær vinkona, BJARGEY GUÐJÓNSDÓTTIR, lést á heimili sínu í Gautaborg, mánudaginn 8. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðjón Hilmarsson, Hafdís Hilmarsdóttir, Brynjúlfur Hilmarsson, Sigurbjörg Bjarnadóttir, Hilmar Sigurðsson, systkini, ömmubörn og langömmubarn. + Móðir okkar, SIGRÍÐUR GÍSLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólmgarði 14, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 10. júní. Börn hinnar látnu. + Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, ÞÓRA JÓNSDÓTTIR, Hafnargötu 8 (Félagsgarði), Fáskrúðsfirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur 8. júní. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju þriðjudaginn 16. júní kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlega láti líknarfélög njóta þess. Jóna Björg Margeirsdóttir, Jón Grétar Margeirsson, Stefanía Þóra Margeirsdóttir, Indriði Margeirsson, Arnar Margeirsson, Margeir Margeirsson, Pálína Margeirsdóttir, Guðbjörn Margeirsson, Ágúst Þór Margeirsson, Jens Pétur Jensen, Ari Guðmundsson, Ásta Árnadóttir, Herborg Þórðardóttir, Ásdís Björnsdóttir, Borghildur Jóna Árnadóttir, Kristmann Larsson, Kristjana Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.