Morgunblaðið - 12.06.1998, Side 38

Morgunblaðið - 12.06.1998, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ „ 38 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 V „ -------------------- MINNINGAR JON JÚLÍUSSON + Jón Júliusson fæddist í Stykk- ishólmi 11. desem- ber 1926. Hann lést á Reykjalundi að- faranótt 3. júní síð- astliðins. Foreldrar hans voru Rósin- krans Júlíus Rósin- kransson, bókari hjá Kaupfélagi Stykkishólms, síðar fulltrúi hjá Vega- málaskrifstofunni í Reykjavík, f. 5. júlí 1892 í Tröð í Ön- undarfirði, d. 4. mars 1978, og k.h. Sigríður Jónatansdóttir, f. 26. apríl 1904 á Ytri-Veðrará í Önundarfirði, d. 22. sept. 1992. Systir Jóns er Anna Guðrún, ritari hjá Lands- virkjun, f. 27. júlí 1929, gift Bergþóri Smára, lækni í Reykjavík. Jón kvæntist Signýju Sen 23. júlí 1948. Signý er fædd 23. júlí 1928 í Kulangsu í Kína. For- eldrar hennar voru Kwei Ting Sen, f. 2. ágúst 1894 í Shanghai í Kína, d. 5. des. 1949, prófessor og rektor Háskólans í Amoy í Kína, og Oddný Erlendsdóttir Sen, f. 9. júní 1889 á Breiðabóls- stöðum á Álftanesi, d. 9. júlí 1963, enskukennari í Reykjavík. Jón og Signý eignuðust tvö börn: 1) Erlend, Ph.D., prófess- or í heimspeki (f. 26. aprfl 1948). Hann er kvæntur Hönnu Maríu Siggeirsdóttur, lyfsala, og eiga þau tvo syni, Jón Helga (f. 1982) menntaskólanema og Guðberg Geir (f. 1986). 2) Sig- ríði Hrafnhildi, M.A. (f. 12. ágúst 1953). Eiginmaður henn- ar er Sveinn Björnsson, sendi- herra í Strassborg. Dætur Sig- ríðar Hrafnhildar af fyrra hjónabandi eru Signý Vala (f. 1976) læknanemi, og Unnur Edda (f. 1982), menntaskóla- nemi. Jón varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1947 og lauk fil. kand.-prófí í lati'nu og samanburðarmálfræði frá Uppsalaháskóla árið 1952. Hann varð löggilt- ur skjalaþýðandi og dómtúlkur úr og á sænsku 1952. Jón var kennari í latínu við Menntaskólann í Reykjavík 1952- ’72, stundakennari í latínu við Háskóla íslands 1966-’74 og prófdómari við stúdentspróf í lat- ínu við _ Verzlunar- skóla Islands frá 1973 til dauðadags. Hann var frétta- maður hjá Ríkisút- varpinu sumrin 1948, 1949, 1953 og 1955. Jón var auglýs- ingafulltrúi hjá Loftleiðum frá 1955 og starfsmannastjóri þar frá 1957. Þá var hann fram- kvæmdastjóri stjórnunarsviðs Flugleiða 1974-’80. Hann var deildarstjóri í Viðskiptaráðu- neytinu frá 1981, formaður ráðgjafanefndar um olíuvið- skipti 1981-’83, staðgengill samstarfsráðherra Norður- landa 1984-’94 og skrifstofu- stjóri Norðurlandamála. For- maður staðgenglanefndar 1984-’85, 1989-’90 og fyrrihluta ársins 1994. Sendifulltrúi í ut- anríkisþjónustunni frá 1991- ’96. Jón var formaður kvik- myndafélagsins Filmíu 1953- ’66, fulltrúi í Iaunamálaráði BHM 1967-’69, í nefnd um breytta kennsluskipan við MR 1969. Hann sat í sljórn Lífeyris- sjóðs Flugvirkjafélags Islands 1975-’80 og í stjórn íslenska Flugsögufélagsins 1977-’81. Hann sat í ýmsum nefndum og ráðum á vegum hins opinbera. Jón var varaformaður Lands- samtaka hjartasjúklinga 1990- ’95 og í stjórn SIBS og vöru- happdrættis SÍBS frá 1992. Jón var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1992. Utför Jóns verður gerð frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur setti hljóð þegar við feng- um fregnina um að „afi Jón“ hefði kvatt þennan heim. Hann var alltof Afljótt kvaddur burt frá okkur og eft- ir situr tómarúm, sem erfítt er að fylla. Ég vil minnast tengdaföður míns með nokkrum orðum, þar sem kom- ið er að kveðjustund. Hvítasunnu- hátíðin var nýliðin hjá og lífíð byrj- að að ganga sinn vanagang á nýjan leik. Hann var farinn upp á Reykja- lund að halda áfram í þjálfuninni, sem hann hafði stundað á þriðju viku. En eins og hendi væri veifað var honum kippt burt frá okkur. Fallinn er í valinn mikill gáfumaður og prúðmenni. Hann hafði mikið yndi af því að vera prúðbúinn innan um skemmtilegt fólk. Þannig naut hann sín vel. Hann átti mikið af vin- •%m sem hann spjallaði við tímunum saman. Hann var alltaf tilbúinn til að spjalla um málin og var mjög fróður á öllum sviðum, maður kom hvergi að tómum kofunum hjá Jóni, sérstaklega var hann ættfróður með eindæmum og kom það sér oft vel hve hann var fljótur að tengja fólk saman. Ég kynntist þeim hjónum, Jóni og Signýju, árið 1980. Var mér vel tekið frá fyrstu tíð. Jón reyndist hinn besti vinur og drengjunum okkar hinn besti afí. „ ■Það var alltaf hægt að leita til hans í olíðu og stríðu. Hann var góður gagnrýnandi og gott að leita til hans og fá hann til þess að lesa yfír alls- konar verk, þegar mikið var í húfi. Hann hefur oft reynst mér vel á erf- iðum stundum með frábærri athygli sinni og skarpskyggni. Jón Júlíusson er fæddur og alinn ■frupp í Stykkishólmi og það vill svo skemmtilega til að við hjónin flutt- um vestur í Stykkishólm og bjugg- um þar í níu ár. I Stykkishólmi var okkur Erlendi tekið opnum örmum, sérstaklega af eldri kynslóðinni sem þekkti „Jón Júl“ vel og var alltaf að segja okkur skemmtilegar sögur af honum og Önnu systur hans. Hann hafði mikla unun af að koma vestur og heimsækja okkur í Hólminn, ganga um bæinn, rifja upp gamlar minningar, segja frá gömlu húsunum og íbúum þein-a og hitta gamla kunningja, leikfélaga og fermingarsystkini. Vegna búsetu okkar fjölskyldunnar úti á landi voru símafundimir oft langir og skemmtilegir og ekki síst fróðlegir. Við spjölluðum um bæjarmálin, landsmálin og ekki síst fjölskylduna við þig, tengdapabbi, í gegnum sím- ann. Þú þreyttist aldrei á að tala við okkur í símanum og halda sambandi þótt við værum víðsfjarri. Elsku Jón. Hafðu þakkir fyrir hvað þú varst duglegur að hringja til okkar og hvetja okkur áfram. Þakka þér fyrir hugulsemina við okkur og sérsaklega drengina, sem alltaf höfðu jafn gaman af að fara með þér í göngutúra um bæina okk- ar, hvort sem það var Stykkishólm- ur eða Vestmannaeyjar. Elsku tengdafaðir. Hafðu þakkir fyrir allar góðu stundirnar og síma- spjallið sem við áttum saman í gegnum árin. Megi algóður Guð geyma þig um ókomna tíð. Hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir, Hanna María Siggeirsdóttir. Við erum að renna í hlaðið í Hlyn- gerðinu og útidyrnar standa opnar upp á gátt, og eru sennilega búnar að vera það síðasta klukkutímann. Þú kemur fagnandi á móti okkur með faðminn útbreiddan, kreistir okkur og kyssir, svo ekki fer á milli mála hversu innilega velkomnar við erum. Móttökumar voru alltaf ógleym- anleg athöfn sem einkenndist af eft- irvæntingu og ótrúlegri hlýju með tilheyrandi hætti. Þú lést manni líða eins og drottningu. Alltaf varstu fyrstur til að taka eftir minnstu breytingum á okkur, hvort sem það var ný hárgreiðsla eða nýr kjóll. Sjálfur varstu einstakur smekkmað- ur og mikill fagurkeri og kompli- mentin þín kitluðu skemmtilega. Við nutum þess að spjalla tímunum saman því þú vildir fá að fylgjast grannt með okkur. Um leið frædd- irðu okkur og upplýstir um alla mögulega hluti, enda varstu alltaf manna best inni í öllu sem var að gerast. Þú hafðir óbilandi trú á því sem við tókum okkur íyrir hendur, fylltir okkur sjálfstrausti með hvatningarorðum og gullhömrum, svo uppfullur af bjartsýni. Þessi brennandi áhugi þinn á aðgerðum okkar með stöðugri umhyggju er svo okkur minnisstæður. Þegar við vorum uppteknar af því að lifa lífínu fékk maður í hita leiksins skyndi- lega símhringingu frá þér, bara svona til að heyra hvað væri að ger- ast nýtt hjá okkur. Þá dugðu nú ekki örfáar mínútur í þá nákvæmu lýsingu sem þú vildir fá enda óskað- ir þú að fá skýr svör um allt. Velferð okkar var þér sífellt í huga, hugsandi út í hvert smáatriði og um leið gefandi, bæði af sjálfum þér og með óvæntum gjöfum. Eins og þegar þú fórst og keyptir ferða- töskuna, sendir sérfræðing til að stilla píanóið, birtist allt í einu með orðabækur eða annað sem þú taldir að gæti nýst okkur og þá helst í námi. Þú þreyttist ekki á að tala um að góð menntun væri lykill að vel- ferð okkar í framtíðinni. Þú varst snillingur í að koma okkur konunum í fjölskyldunni á óvart með ein- hverju skemmtilegu. Með þessu móti sýndirðu einnig hvernig hægt er að gleðja aðra á þinn einstaka hátt. Það sem þér datt í hug að gera framkvæmdir þú strax og alltaf af sérlegri nákvæmni og höfðingsskap. Elsku afi, þú varst alltaf að láta okkur finna hversu vænt þér þótti um okkur, hikaðir ekki við að segja það beinum orðum og hvíslaðir svo: „Erum við ekki bestu vinir?“ Þú fórst allt of snögglega frá okk- ur og þín verður sárlega saknað, reyndar er tilveran nú án þín óbæri- leg. Minning um besta afa sem hægt er að hugsa sér lifir áfram. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína. Hann leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér. sproti þinn og stafur hugga mig.“ (23. Davíðssálmur) Þínar elskandi, Signý Vala og Unnur Edda. Elsku afi. Þegar ég heyrði að þú hefðir kvatt þennan heim varð ég svo hissa. Mér fínnst svo stutt síðan þú varst hjá okkur um jólin, svo hress og kátur. Svo varstu farinn upp á Reykjalund til hressingar og skemmtunar. Þú varst alltaf svo hress og kátur og góður við okkur bræður hvenær sem við hittumst. Ég á eftir að sakna þín mikið, sér- staklega allra tímanna í vetur og heimboðanna á föstudagskvöldum hjá ykkur ömmu þegai' við sátum saman og horfðum á „Gettu betur“. Það var alltaf gaman að hitta þig og spjalla við þig um heima og geima. Þakka þér fyrir ferðirnar í Sædýra- safnið þegar ég var lítill og allar sirkusferðimar með okkur bræð- urna. Ég gleymi aldrei öllum gönguferðunum í Stykkishólmi, fæðingarbæ þínum, spjallinu við gömlu kallana á bryggjunni. Þér þótti alltaf vænt um Stykkishólm. í dag kveðjum við þig í síðasta sinn og ég vona að þú eigir eftir að hafa það gott hjá Guði en við eigum öll eftir að sakna þín. Ég bið Guð um að geyma þig og að þú lifir með okkur þangað til við hittum þig aft- ur. Elsku afí, þakka þér íyrir allt. Ó, hve heitt ég unni þér! Allt þitt bezta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Tómas Guðm.) Þinn sonarsonur, Jón Helgi. Jón Júlíusson, mágur minn, er látinn, en hann var í endurhæfingu á Reykjalundi eftir að því er virtist minni háttar heilablæðingu, er hann fékk í mars sl. Andlát hans bar brátt að, og ég verð að segja óvænt, þegar allt virt- ist vera á batavegi. En svona er dauðinn. Hann kemur óboðinn, þeg- ar minnst varir. Jón ólst upp á góðu heimili ágætra foreldra, sem ég má best vita, hve óvenjulega heilsteyptar og góðar manneskjur voru, þar eð ég var tengdasonur þeirra og mjög ná- inn vinur í áratugi. Eina systur átti Jón, Önnu Guðrúnu, cand. phil. og kennara, sem gift er undirrituðum og hefur lengi starfað sem ritari hjá Landsvirkjun. Milli þeirra systkina var óvenju náin og einlæg vinátta alla tíð. Jón var ágætur námsmaður, málamaður með afbrigðum og óvenju frjór í hugsun. Þegar hann hafði aldur til fór hann til náms í Reykjavík, fyrst í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, en síðar í Menntaskól- ann í Reykjavík. Sóttist honum námið vel og að loknu stúdentsprófí 1947 fékk hann svokallaðan fjög- urra ára styrk til náms erlendis. Fór hann til Svíþjóðar til náms í lat- ínu og sanskrít og lauk fíl. kand,- prófí í Uppsölum 1952. Við heimkomuna var í upphafi fátt um störf við hans hæfi, svo að hann fór að kenna í Samvinnuskólanum og gegna fleiri störfum. Nokkru síð- ar varð hann latínukennari við Menntaskólann í Reykjavík og kenndi þar í nokkur ár með sóma og við miklar vinsældir. Sennilega voru það ánægjuríkustu ár ævi hans. Jóni bauðst síðan staða sem starfs- mannastjóri Loftleiða, sem var þá félag í vexti og góðum viðgangi. Þáði hann það starf, í fyrstu að hluta til, en síðar sem fullt starf. Vann hann síðan að flugmálum allt til miðs árs 1980, fyrst eins og áður sagði sem starfsmannastjóri hjá Loftleiðum, en síðar sem einn af framkvæmda- stjórum Flugleiða. Eftir það var hann starfandi í Stjórnarráðinu sem skrifstofustjóri og annaðist aðallega samskipti Islands við Norðurlönd, uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í lok árs 1996. Ungur að árum kynnntist Jón stórbrotinni hæfileikakonu, Signýju Sen, sem um árabil hefur starfað sem lögfræðingur hjá Lögreglu- stjóraembættinu í Reykjavík. Hún hefur staðið sem bjarg við hlið Jóns á ögurstundum í lífi hans. Þau hjón eignuðust tvö börn. Menntun barna sinna bar Jón mjög fyrir brjósti og var hann svo lánsamur að uppskera eftir því sem til var sáð í þeim efnum. Á yngri árum var Jón Júlíusson glæsilegur maður, fríður sýnum, vel á sig kominn og manna best klædd- ur. Hann var mannblendinn og virt- ist lítt kunnugum hann vera opin- skár, en ekki er allt sem sýnist, því að mér fannst hann með dulari mönnum þeirra sem ég hef kynnst og eru kynni okkar þó orðin æði- löng, eða á fimmta tug ára. Jón var áhugasamur um mjög marga hluti, m.a. ættfræði, svo og um það sem var að gerast í veröld- inni, en venjuleg íslensk pólitík held ég að hafi ekki verið honum mikið áhugamál. Hann hafði á lífsleiðinni öðlast víðari heimssýn en svo. Allmörg síðari árin átti Jón við vanheilsu að stríða, sem að vonum höfðu mikil áhrif á lífsgleði hans, þótt hann kvartaði lítt, en sagði þó skömmu fyrir andlátið, að örlögin hefðu verið fullsparsöm við sig þeg- ar þau úthlutuðu honum heilsu. Satt var það, en þau voru samt örlát við hann á margan annan hátt. Nú er jarðvist hans því miður lok- ið. Hans verður sárt saknað á heim- ili okkar í Hvassaleitinu. Vonandi hittumst við aftur handan storms og strauma. Guð blessi minningu hans og veg- ferð á nýjum slóðum. Bergþór Smári. Heill þér, Maria! hreina mær! Hvem lofts og hauðurs heiftar anda burt hrekur augnageislinn skær: hér enginn þeirra oss má granda. Þú ein vort líf í stormi styður og stillir hann þín guðleg náð: heyr meyju, sem hér bljúg þig biður, og blessa hennar fóður ráð! Heill þér, María! (Þýð. Daníel Á Daníelsson.) Heiðursmaðurinn Jón Júlíusson er látinn á 72. aldursári. Fyrstu kynni mín af honum voru haustið 1966 er hann varð kennari minn í latínu í máladeild 5. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík. Frómt frá sagt var okkur bekkjarfélögum margt betur til lista lagt en kunn- átta í latínu, með örfáum undan- tekningum, og flest létum við þessa fáfræði okkur í léttu rúmi liggja. Á þessum árum var margt skemmti- legra en að glíma við hina flóknu málfræði latínunnar og mörgum okkar fannst úrelt að vera að stagl- ast á löngu „dauðu“ tungumáli, fannst nær að fást við lifandi tungu- mál sem töluð eru manna í milli. Fljótlega kom í ljós að Jón ætlaði ekki að láta okkur skussana komast upp með þetta viðhorf. Á undra- verðan hátt tókst honum að vekja með okkur áhuga og jafnvel eftir- læti á þessu forna máli. Hann kom inn í kennslustundirnar, hnarreist- ur, þráðbeinn í baki og brosti þessu tvíræða, sjarmerandi brosi, sem einkenndi hann alla tíð. Honum var einkar Iagið að krydda kennsluna með lifandi frásögnum fortíðarinn- ar, hvort sem þær sneru að sögu Forn-Rómverja eða ljóðum. Skipu- lag námsefnis, festa hans og fram- koma var slík að hann vakti með okkur löngun og áhuga á að skyggnast inn í heim þess tíma er latínan var í hávegum höfð. Sú und- irstaða sem hann kenndi okkur nýttist okkur vel er við tók nýr kennari í 6. bekk, Þórður Örn Sig- urðsson, en hann reyndist okkur eins og Jón frábær latínukennari. Þá reyndist latínan afar góður grunnur fyrir þjálfun rökhugsunar og nám í öðrum tungumálum. Er ég hóf nám í lögfræði var mér oft hugsað til þess hve heppin ég var að fá slíka lærifeður í latínunni, enda kom það sér vel, því eins og mörgum er kunnugt tíðkast í þeim fræðum að vitna til latneskra fræði- heita og hugtaka. Tengslin við Jón rofnuðu ekki eftir menntaskólaárin því eiginkona Jóns, Signý Sen, sett- ist á skólabekk um leið og ég í laga- deild Háskóla Islands. Varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að verða góður vinur hennar strax á 1. ári í náminu. Við Signý hittumst iðulega fyrir próf og bárum saman bækur okkar og fljótlega varð ég heima- gangur á heimili þeirra Jóns í Hvassaleiti og síðar Hlyngerði. Fyrst í stað var ekki laust við að ég væri hálffeimin að valsa inn og út af heimili míns gamla læriföður, enda fann maður til vanmáttar síns og fá- kunnáttu við hlið þessa andans manns. Oftar en ekki settist ég upp í mat og drykk og tók Jón því eins og sjálfsögðum hlut, sem það auð- vitað ekki var. Hann var þeirrar gerðar að ræða við mann sem jafn- ingja, þótt hann hefði yfirburði ald- urs, reynslu og þekkingar og miðl- aði óspart af viskubrunni sínum. Það voru því mikil forréttindi að fá að koma á heimili þeirra hjóna, ekki einvörðungu til að njóta samvista við þau heldur einnig til að njóta þess sem þar bar fyrir augu, en heimili þeirra bar gott vitni um mik- inn áhuga þeirra á allri menningu og listum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.