Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 48

Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Digraneskirkja. Aðalsafnaðarfund- ur eftir messu sunnudaginn 14. júní. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: A laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Steinunn Theodórsdóttir. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðs- þjónustu. Ræðumaður Hulda Jens- dóttir. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Hvíldardags- skóli kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eyrún Ingibjartsdótt- ir. Aðventkirkjan, Brekastfg 17, Vest- mannaeyjum: Hvíldardagsskóli kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Harpa Theodórsdóttir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Guðný Kristjánsdóttir. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarssnn Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 2. júní spiluðu 22 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Sæmundur Bjömss. - Magnús Halldórss. 274 Garðar Sigurðsson - Baldur Asgeirsson 244 Hannes Ingibergsson - Olafur Lárusson 242 Lokastaða efstu para í A/V: Jón Andrésson- Valdimar Þórðarson 279 Eysteinn Einarss. - Lárus Hermannss. 245 Einar Einarsson - Hörður Davíðsson 243 A föstudaginn var spiluðu 20 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Pétur Antonss. - Jóhann Benediktss. 236 Olafur Ingvarsson - Þórarinn Amason 259 Halla Ólafsdóttir - Sigurður Pálsson 235 Lokastaðan í A/V: Eysteinn Einarss. - Láras Hermannss. 288 Alfreð Kristjánss. - Fróði Pálsson 280 Magnús Halldórss. - Sæmundur Bjömss. 274 Meðalskor 216 báða dagana. Gylfi Baldursson vann sitt íjórða kvöld í röð í sumarbrids Mánudagskvöldið 8. júní var spil- aður Mitehell. Spilaðar voru 9 um- ferðir, 3 spil á milli para. Af þeim 23 pörum sem tóku þátt, urðu þessi efst: (Meðalskor 216) NS Gylfi Baldursson - Sigurdur B. Þorsteinsson 252 Aron Þorfinnsson - Snorri Karlsson 240 Dúa Olafsdóttir - Þórir Leifsson 230 AV Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 300 ÞórðurSigurðsson-GuðmundurGunnarsson 280 Guðrún Jóhannesd. - Bryndís Þorsteinsdóttir 236 Gylfi Baldursson vann sitt fjórða kvöld í röð og leiðir því Hornafjarð- arleikinn ‘98. Hann hlaut samtals 109 bronsstig fyrir þessi fjögur kvöld og verður það að teljast mjög góður árangur. I öðru sæti Homa- fjarðarleiksins er nú Anton R. Gunnarsson með 92 stig fyrir fjóra daga. Eins og áður hefur komið fram munu tveir efstu spilarar Hornafjarðarleiksins fá glæsileg verðlaun, keppnisgjöld á Horna- fjarðarmótið í haust, gistingu á Hótel Höfn, auk flugfars fram og til baka á þetta skemmtilega tvímenn- ingsmót. Þriðjudagskvöldið 9. júní var þátttakan 19 pör og spilaformið eins og kvöldið áður. Þá urðu þessir spil- arar efstir: (Meðalskor 216) NS Ormarr Snæbjömsson - Tómas Sigurjónsson 255 Erla Siguijónsdóttir - Guðni Ingvarsson 232 Guðrún Jóhannesdóttir - Jón Ingþórsson 232 AV Snorri Karlsson - Aron Þoríinnsson 263 Þorsteinn Joensen - Steinberg Ríkarðsson 250 Dúa Olafsdóttir - Þórir Leifsson 244 Spilað er öll kvöld nema laugar- dagskvöld, alltaf byrjað klukkan 19:00. Spilastaðurinn er Þönglabakki 1 í Mjódd, húsnæði Bridssambands íslands. Keppnisstjórinn, Matthías Þorvaldsson, aðstoðar við myndun para þegar menn mæta stakir. A fóstudögum er alltaf spiluð miðnæt- ursveitakeppni að lokinni tvímenn- ingsspilamennsku. Hún hefst venju- lega um kl. 23.00. Að lokum er rétt að minna á að það er opið hús hjá Bridgesamband- inu þegar beinar útsendingar RÚV eru í gangi frá HM í knattspymu. Getraunadeildin er opin og tippur- um býðst því öll aðstaða. DekvTopp EPÖXY MALNING Hágæðamálning fyrir gólf og veggi 1191 Gólflalnir I Ð N A Ð A R GÓ IF Smiðjuvegi Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 Nú er líf f töppunum! VELVAKAJ\PI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kaffihús í Hellisgerði VIÐ fórum 3 konur í Hafn- arfírði í kvöldgöngu. Ætl- unin var að ganga í gegn- um Hellisgerði, perlu okk- ar Hafnfirðinga. Sjáum við þá skilti við blómasöluna þar sem kaffihúsið er aug- lýst. Loksins, loksins opn- að aftur. Við þangað og keyptum kaffi og sörur. Er ekki að orðlengja það, við fengum ekki aðeins gott kaffi og frábærar sörur, heldur líka einstaklega hlýlega og góða þjónustu. Það eru tvær konur sem reka þetta kaffihús og eiga þær heiður skilið. Vonandi taka Hafnfirðingar þessu framtaki þeirra vel og veita sér notalega stund hvort sem er að degi eða kvöldi í þessari perlu okk- ar Hafnfirðinga, Hellis- gerði. Þrjár konur. Hver gerir upp gamlan rokk? HELGA hafði samband við Velvakanda og er hún að leita að einhverjum sem gæti gert upp gamlan rokk. Helga er í síma 581 3727. Þekkir einhver til? DÖNSK kona leitar upp- lýsinga um ömmu sína, Ingveldi Kristjánsdóttur, sem fædd er 8. október 1891 á íslandi. Ingveldur giftist Kaspar Ejner Han- sen um 1930, átti þrjú börn og dó ung í Dan- mörku. Þeir sem hafa ein- hverjar upplýsingar um Ingveldi eða eru skyldir henni vinsamlega skrifið, helst á dönsku eða ensku, til: Anne-Marie Namer, Lodsensvej 5, 3390 Hundested, Danmark. Tapað/fundið Kvenúr fannst í Nauthólsvíkinni KVENÚR fannst sl. laug- ardag í Nauthólsvíkinni. Upplýsingar í síma 553 2540. Perlufesti týndist í byrjun júní STUTT smágerð perlu- festi með mismunandi perlum týndist 4. júni. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 560 9788 f.h. eða 568 5990. Fundarlaun. Dýrahald Þrjá kettlinga vantar heimili ÞRJA yndislega kassa- vana kettlinga bráðvantar framtíðarheimili. Upplýs- ingar í síma 568 7234. Kettlingur óskar eftir heimili GRAR kettlingur óskar eftir rólegu og góðu heim- ili. 9 vikna, grábröndóttur högni. Hann er kassavan- ur og mjög blíðlyndur. Upplýsingar í síma 555 0125 eða Merkurgötu 3. SKÁK Uni.sjðn Margcir Pétursson og vinnur ÞETTA endatafl kom upp á opnu móti í smáríkinu Li- echtenstein í vor í viðureign tveggja rússneskra stór- meistara. Igor Khenkin (2.565) hafði hvítt og átti leik gegn Igor Glek (2.565). Mislitu biskuparnir auka á jafnteflislíkur svarts, en hvítur á vinningsleið: 61. c6! _ bxc6 62. Bc5! og svartur gafst upp því hann er í leikþröng, getur ekki bæði valdað peð sín á f7 og g6 og haldið hvíta a-peðinu í skefjum. Khenkin sigraði á mótinu með 7M> vinning af 9 mögu- legum. Finninn Heikki Westerinen varð óvænt í öðru sæti með 7 v., en næst- ir komu Schmittdiel, Espig og Naiditsch, Þýskalandi, Czebe, Ungverjalandi, Bosch og Van der Weide, Hollandi, Mantovani, Italíu og Kelecevic, Bosníu, sem allir hlutu 6V2 v. 119 skákmenn kepptu á mótinu. COSPER ÞETTA er því miður allt frátekið frú mín góð. Víkverji skrifar... FRAKKAR eru annálaðir fyrir hugvitssemi og smekk. Þeir hafa stíl en í þeim blundar hins veg- ar einhver hvöt, sem of langt gengið væri að kalla sjálfstortímingarhvöt, en oft og tíðum stendur þeim fyrir þrifum. A forsíðu bandaríska tíma- ritsins Newsweek í þessari viku stendur stórum stöfum fyrir neðan yfirskriftina Heimsmeistarakeppn- in ‘98 að Frakkland bjóði heiminn velkominn. Undir mynd af fólki í kröfugöngu stendur síðan: „Leiðið bara hjá ykkur verkföllin og óeirða- lögregluna“. Inni í blaðinu er síðan mynd eftir franska teiknarann Plantu þar sem hann hæðist að gestrisni landsmanna sinna. Á með- an brúnaþungur knattspyrnuaðdá- andi reiðir fram miða sinn merktan Air France engjast flugmenn flug- félagsins í verkfalli af hlátri og gera grín að honum. Franskir flugmenn sömdu á mið- vikudagsmorgun og næstu vikurnar munu því jafnt knattspymubullur sem aðrir ferðaiangar komast leiðar sinnar. Það læðist hins vegar að manni sá grunur að það þjóðarein- kenni, sem kom fram í verkfallinu, muni gera vart við sig þegar franska landsliðið stígur fram á völlinn. Frakkar eru á pappírnum með sterkt landslið og ættu að geta boðið upp á veislu fyrir augað. Franska landsliðið hefur stfl, en til þess að ná alla leið þarf það að upp- ræta áðurnefnt þjóðareinkenni. xxx KNATTSPYRNUVEISLAN er hafin. Nú má búast við að dragi úr framleiðni á vinnustöðum og oft verði þráðurinn stuttur í heimahús- um. Sjaldan virðist áhuginn hafa verið meiri á keppninni en nú og fyrstu leikirnir sýna að engin úrslit eru gefin. xxx ALÞJÓÐLEG ráðstefna um Norðurlöndin og kalda stríðið verður haldin í Reykjavík 24. til 27. júní. Það er mikill fengur að þessari ráðstefnu hér á landi. Á henni munu sagnfræðingar í fremstu röð fjalla um tímabil, sem bæði hefur verið kallað hálfrar aldar stríð og friður- inn langi. Hlut íslands í valdatafli kalda stríðsins ber síst að vanmeta og það er því við hæfi að ráðstefnan verði haldin hér á landi. Nú er mikil gerj- un í rannsóknum á síðari hluta þess- arar aldar. Jafnt og þétt koma fram ný sannindi um atburði, sem settu svip á söguna. Nokkrir þeirra sagn- fræðinga, sem hafa lagt sitt af mörkum í þeirri umræðu, verða hér á landi í lok mánaðarins, þar á með- al menn á borð við John Lewis Gaddis, sem ekki hefur aðeins beint sjónum sínum að einstökum þáttum kalda stríðsins heldur uppgjöri við tímabilið í heild sinni. Ráðstefna af þessu tagi er ekki aðeins fengur fyrir þá, sem hafa áhuga á þessu tímabili í sögunni. Hún er einnig tækifæri fyrir unga og upprennandi sagnfræðinga og stjórnmálafræðinga til að kynnast fræðimönnum, sem starfa við virtar stofnanir og fræðasetur erlendis. Ráðstefna af þessu tagi er ekki að- eins endurflutningur á því, sem ráð- stefnugestir hafa þegar skrifað. Þama munu þeir þurfa að svara fyrir sig og má búast við iíflegum og lærdómsríkum umræðum. Ráð- stefnudagana er því full ástæða til að gefa setja knattspyrnuveisluna í annað sætið. xxx YÍKVERJI dagsins reyndist ekki eiga kollgátuna þegar hann var að fjargviðrast vegna sum- arhækkunar á sundstöðum borgar- innar á dögunum. í pistlinum var leitt getum að því að hækkunin úr 165 krónum í 200 krónur fyrir full- orðna væri jafnvel í tilefni af kosn- ingasigri, en raunin er sú að ákvörð- un um sérstakt sumargjald var tek- in við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarsjóðs fyrir árið 1997. „Gjald þetta var því einnig í gildi síðasta sumar og gildir á tímabilinu 1. maí - 1. september ár hvert í Reykjavík líkt og á öðrum sundstöð- um á landinu,“ segir í bréfi, sem íþrótta- og tómstundaráð sendi Vík- verja. ,Á þessum tíma hefur þjón- usta sundstaðanna í borginni verið bætt, t.d. hefur opnunartíminn verið lengdur og nú er hægt að fara í sund frá kl. 06:30 - 22:30 virka daga og 08:00 - 22:00 um helgar en sundstað- irnir eru nú opnir alla vh’ka daga og vel flesta frídaga ársins.“ í bréflnu er einnig bent á að einnig bjóðist fjölbreytt afsláttar- kjör og megi fá aðgang að sundstöð- um fyi-ir allt niður í 100 og 120 krónur og jafnvel minna séu keypt árskort. „Gjald að sundstöðum borgarinn- ar nú kemur því ekkert við sumar- komu síðustu daga né kosningasigri R-listans. En það kemur skemmti- lega á óvart að þetta skyldi hafa komið Víkverja í opna skjöldu nú, einu og hálfu ári eftir að breytingin átti sér stað,“ segir að endingu í bréfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.