Morgunblaðið - 12.06.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 12.06.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 51 FÓLK í FRÉTTUM FÖSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Stöð 2 ► 22.55 Einn athyglisverðasti leikstjóri Bandaríkjanna, John Sayles, stýrir Leyndarmáli Roan Inish (The Secret of Roan Inish, ‘94), sem mun vera komin út fyrir nokkru á mynd- bandi hérlendis. Hér fæst Ameríku- maðurinn við íramandi efnivið (næst á eftir Texasmyndinni góðu, Lone Star), er kominn á vit keltneskra goðsagna um missi og sáluhjálp. Aðalsögupersón- an er litil stúlka sem fær foreldra sína til að flytjast til lítillar eyju undan ír- landsströnd, þai' sem forfeður hennar bjuggu. Það verður horft á hana á þess- um bæ. Rober Ebert gefur Sýn ► 21.00 Keisari Norðurpólsins (Emperor of the Noi-th, ‘73). Sjá um- fjöllun í ramma. Sjónvarpið ► 21.15 Brúðkaup El- inóru (Elinors Bröllup, ‘96), er sænsk gamanmynd um ungan mann sem ger- ir allt til þess að bjarga stúlkunni sinni frá þvi að giftast öðrum manni. Er það ekki undarlegt? Með Ewu Fröling, Jonas Malmsjö og Finny Risberg. Leikstjóri Henry Meyer. Stöð 2 ► 22.50 Svikahrappur John Leguizamo fer í fjölda gerva til að sleppa undan kvölurum sínum, skosk- um í Plágunni (The Pest, ‘97), sem var einn af skellum síðasta árs. Leguizamo er flinkur leikari en hefur ekki enn fengið hlutverk sér sæmandi. Box Offiee gefur ★. Sjónvarpið ► 22.50 Fráskihn síma- stúlka (Sissy Spacek) reynir að hafa í sig og bömin á meðan á heimsstyrjöld- inni síðari stendur í Bjargvættinum - (Raggedy Man, (‘81). Málin taka betri stefnu þegr titilpersónan (Erie Ro- berts) kemur til sögunnar. Falleg og persónuleg mynd um mannlegar til- finningai', með Spacek í einu af sínum betri hlutverkum og undir handleiðslu eiginmannsins, Jack Fisk, sem lítið hef- ur sést til síðan. ★★★ Sýn ► 23.40 Man einhver hvort hann hefur séð mynd sem heitir Handan óttans (Beyond Fear, ‘94)? Bætir úr skák að hún fjallar um meistara í aust- urlenskum barsmíðaíþróttum sem ger- ist leiðsögumaður sem lendir í útistöð- um við óþjóðalýð? Varla. Stöð 2 ► 0.20 Einkaspæjarinn (Devil in Blue Dress, ‘95), er fyrsta myndin sem Carl Franklin gerir fyrir stóru kvikmyndaverin, sú fyrsta sem hann gerir fyrir einhverja peninga og með frægum stjörnum, og fyrsta myndin sem hann gerir eftir spennutrylhnn góða, One Galse Move. Mynd í „film noir“ geiranum, um einkaspæjara í snúnum málum. Fullsnúnum en um- gjörðin og leikararnir flottir. Franklin gerir betur næst. Með Denzel Was- hington. ★★'/> Stöð 2 ► 2.00 Sjaldan er góð visa of oft kveðin; enn gefst fólki kostur á að sjá öndvegismynd meistara Johns Huston, Svipul sæmd (Fat City, ‘72) ★★★1/z Sæbjörn Valdimarsson /r 9{(Zturfla(mn Smiðjuveffi 14, %$pavogi, sími 587 6080 í kvöld og laugardagskvöld leikur Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms Sjáumst hress! J Kreppu- slagur um keisara- dæmi Sýn ► 21.00 Keisari Norður- pólsins (Emperor of the North) fjallar ekki um hefðbundið keis- aradæmi, landvinninga né nokk- uð í þá veru og öll rómantík er eins fjarri og hugsast getur. Þetta er mynd um karlmennsku, heiður og stolt og Norðurpóllinn er ekki þessi efst á landakortinu heldur járnbraut sadistans og brautarvarðarins Ernest Borgnines. Hann beitir öllum brögðum og ómældu ofbeldi til að frýja lestina sína flækingum kreppuáranna, sem eru í al- gleymingi. Borgnine á þó í erfið- leikum með að sjá við gamla klækjarefnum ,A Nr. l.“, (Lee Marvin), sem orðinn er lifandi goðsögn meðal brautarstarfs- manna og flækinga. Ungur kjaftaskur (Keith Carradine) reynir að svipta hann titlinum í skondinni hliðarsögu. Myndin snýst uppí lokaeinvígi milli þess- ara gömlu, ódrepandi harðjaxla, Borgnines og Marvins, sem báð- ir lifa sig inní rullurnar og gæða þær þeirra eftirminnilega, ósveigjanlega persónuleika. Og höfum hugfast að báðir voru þeir afbragðsleikarar og hér eru þeir í essinu sínu. Dæmigerð mynd frá Robert Aldrich, sem aldrei átti daufan dag. Þetta er stórkostleg mynd fyrir alla unn- endur átakamynda með ósvikn- um hörkutólum. PCIlímogfúguefni [Sfp1^::: Stórhöfða 17, við Gullinbrú, simi 567 4844 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.