Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áskorun Félags umferðarlöggæslumanna til dómsmálaráðherra Merkingar um hámarks- hraða verði bættar Morgunblaðið/Jón Svavarson ÓMAR Ragnarsson og Steinunn Harðardóttir með viðurkenn- ingu umhverfisráðuneytisins. Verðlaun fyrir umfjöllun um umhverfismál Hvatning til fjöl- miðlafólks VEGNA gífurlegrar fjölgunar banaslysa í umferðinni það sem af er þessu ári skorar Félag umferðarlög- gæslumanna á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að merkingar á vegum verði bættar. Félagið bendir á að fyrir nokkru hafi öll bannmerki verið fjarlægð af þjóðvegum landsins, sem og merki um leyfilegan hámarkshraða í dreif- býli. í stað þessara merkja sé nú notast við merkin þéttbýli / þéttbýli lokið og þá vísað til sérákvæða umferðar- laganna sem gilda í þéttbýli og utan þess. Vísað er til reglugerðar um um- ferðarmerki og notkun þeirra, þar sem segir um merki nr. B26 um sér- staka takmörkun hámarkshraða: „Merki þetta ber að nota til að sýna leyfðan hámarkshraða í km á klst.“ í fréttatilkynningu frá Félagi umferð- arlöggæslumanna segir að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá umferðar- deild lögreglunnar í Reykjavík til dómsmálaráðuneytis og Umferðar- ráðs þess efnis að utan þéttbýlis komi oft upp sú staða að þekkingu ökumanna hvað varðar leyfilegan há- markshraða sé ábótavant hafi engar úrbætur verið gerðar. Við slíkar aðstæðm’ skapist óneitan- lega hættuástand og því sé úrbóta þörf. Slysum fækkaði um 30% á einu ári í Astralíu „Það veldm’ Félagi umferðarlög- gæslumanna vonbrigðum að Um- ferðarráð skuli ekki hafa beitt sér sem skyldi í þessu ákveðna máli,“ segh’ ennfremur í fréttatilkynning- unni. Þá er bent á að í fyrirlestri ástralska yfirlögregluþjónsins Bod- inar, sem kom hingað til lands á vegum Umferðarráðs fyrir nokkru, hafi komið fram að eitt fyrsta verk áströlsku lögreglunnar til þess að stemma stigu við ógnvænlegri slysaþróun þar í landi hafi verið að setja upp umferðarmerki, öku- mönnum til leiðbeiningar, um leyfi- legan hámarkshraða. Við þessa við- leitni lögreglu hafi slysum fækkað um 30% á einu ári. Franklín Steiner og annarmaður sýknaðir Refsilaust að játa á sig refsiverðan verknað VERÐLAUN fyrir umfjöllun um umhverfismál í fjölmiðlum voru veitt í fyrsta skipti í gær. Verðlaunin komu í hlut Steinunnar Harðardótt- ur á Rás 1 fyrir þættina Út um græna grundu og Omars Ragnars- sonar fyrir umfjöllun í Ríkissjón- varpinu um náttúruverndarmál. Guðmundur Bjarnason umhverfis- ráðherra afhenti verðlaunin en þau eru veitt af umhverfisráðuneytinu. I máli hans kom fram að hann vonaði að verðlaunin yrðu hvatning til fjöl- miðlafólks að standa sig vel í umfjöll- un um þessi mál. I sama streng tók Þorvarður Árnason starfsmaður Sið- fræðistofnunar HÍ sem sat í dóm- nefnd ásamt þeim Huga Olafssyni sem tilnefndur var af umhverfisráðu- neyti og Fríðu Björnsdóttur blaða- manni, tilnefndri af Blaðamannafé- lagi Islands. Þorvarður sagði í ávarpi sínu að þar sem þetta væri í fyrsta skipti sem þessi verðlaun væru veitt hefði dómnefnd þurft að setja sér vinnu- reglur til að fara eftir. Einungis efni sem birtist á árinu 1997 hefði komið til greina og dómnefnd hefði farið yf- ir umfjöllun í prent- og ljósvakamiðl- um um umhverfismál. Að þeirri yfirferð lokinni hefðu sex aðilar komið til greina. Þeir voru, auk þeirra sem verðlaunin hlutu, þættir Ara Trausta Guðmundssonar á Stöð 2, I sátt við náttúruna, um- fjöllun Jóns Guðna Kristjánssonar á Ríkisútvarpinu um „gróðurhúsa- mál“, myndin Hinn helgi örn eftir Magnús Magnússon sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu og greinaflokkur Morgunblaðsins um Kyoto-ráðstefn- una og stöðu íslands eftir Ólaf Stephensen. MAÐUR á fertugsaldri, Ari Þor- steinsson, var í gær í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af kröfum ákæruvaldsins um refsingu íýrir rangan framburð fyrir rétti. Frank- lín Steiner var einnig sýknaður af kröfu um refsingu íyrir hlutdeild í því broti. Viðurkenndi eign fyrir dómi Við húsleit hjá Franklín Steiner 13. apríl 1996 fundust fíkniefni og tók Franklín á sig að eiga þau, eins og hann orðaði það. Gefin var út ákæra gegn Frankh'n og málið tekið til aðal- meðferðar fyrír dómi. Þar kom hinn maðurinn fyrir dóminn sem vitni og sagðist þá eiga umrædd efni. Fram- burður beggja var rannsakaður og varð niðurstaða málsins sú að fram- burður Ara Þorsteinssonar þótti ótrúverðugur og Franklín var dæmd- ur eigandi efnanna. Hann hlaut 20 mánaða fangelsisvist í Hæstarétti 4. desember sl. I kjölfarið höfðaði ákæruvaldið mál gegn Ara fyrir rangan fram- burð fyrir rétti og gegn Franklín fyrir hlutdeild í broti Ara með for- tölum og hvatningu. Krafist var refsingar yfir þeim báðum. í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í gær segir um þátt Ara: „Dómurinn telur að háttsemi manns, sem gefin er réttarstaða vitnis fyrir dómi í opinberu máli, að játa eða gefa vísbendingu um að hann hafi sjálfur framið refsivert athæfi, geti eigi talist refsinæm [... ].“ Fyrir því eru síðan færð margvísleg rök og m.a. vitnað í þá meginreglu að sakborningi sé á öll- um stigum rétt að skorast undan því að svara spurningum er varða refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök, enda hvíli sönnunar- byrði um sekt sakbomings á ákæruvaldinu. Einnig segir að þessa reglu megi leiða af 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu. „[...] verður þannig að telja að ákærði Ari hafi, með vísan til efnis framburðar hans fyrir dóminum og lagalegri stöðu hans við skýrslu- gjöfina, að refsilausu mátt bera rangt um atvik, sem lutu að meintri refsiverðri hegðun hans sjálf. Þá þykir styrkja þessa niðurstöðu, að um það tilvik, sem hér er til úr- lausnar, hefur löggjafinn eigi kveðið skýrlega á um í almennum lögum. Þann vafa sem við lýði er í þessu efni ber að mati dómsins að túlka ákærða í hag, [...]“ segir. Refsilaust að taka þátt í refsi- lausum verknaði Um þátt Franklíns segir: „Dóm- urinn hefur komist að þeirri niður- stöðu að háttsemi meðákærða Ara Þorsteinssonar hafi eigi verið refsi- næm samkvæmt gildandi refsiheim- ildum og því refsilaus. Þrátt fyrir að löggjafinn hafi með setningu hlut- deildarákævæðis 1. mgr. 22. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940, gert ráð fyrir í athugasemdum greinargerðar með lögunum að leggja ætti sérstætt mat á þátttöku hlutdeildarmanns óháð aðalverkn- aðinum hefur verið lagt til grund- vallar í íslenskum rétti að hlutdeild sakbornings í röngum en refsilaus- um framburði samsökunautar sé refsilaus [... ].“ Gunnar Aðalsteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Morgunblaðið/Sigríður Óskarsdóttir NADDODDUR er 36 fet, smfðaður af Jóhann Olsen skipasmið í Færeyjum og ber 13 manna áhöfn. RÁÐGERT er að skipið komi til Reyðarfjarðar 17. júnf. 100 ijómílur 6214 6’ V 200 km N addoddur rúm lega hálfnaður FÆREYSKA víkingaskipið Naddoddur lagði af stað frá Tvoroyri til Reyðarfjarðar seinni hluta föstudags. Síðdegis í gær, þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Don Petersen talsmann leiðangursins í Færeyjum, var skipið komið rúmlega hálfa leið. Sagði hann fjórmenningana vel á sig komna og að ekkert amaði að þeim þó svo að þeir væru búnir að róa í þrjá sólarhringa. „Það var lítill sem enginn vind- ur þegar þeir lögðu af stað. Það var ekki fyrr en síðdegis á laug- ardag sem fór að blása. Vindur hefur þó ekki enn verið nægileg- ur svo þeir skiptast á um að róa tvo tima f senn milli þess sem þeir sofa. Annars líður þeim mjög vel enda eru þetta mjög hraustir strákar.“ Víkingaskipið Naddoddur er nefnt eftir norskum víkingi sem ýmist hefur verið kallaður Naddoddur eða Naddoður en hann settist að í Færeyjum. Eru fjórmenningarnir að sigla í kjöl- far hans en hann dvaldi sumar- langt á íslandi í kringum árið 870. Allt er gert til að líkja eftir aðstæðum víkinga og má nefna að allt matarkyns um borð er miðað við þann tíma, svo sem þurrkað hvalkjöt og hvalspik. Þá eru aðeins nauðsynlegustu fjar- skiptatæki meðferðis og ekkert skip til fylgdar. Skipstjóri í ferðinni til íslands er Ernst Emilson Petersen en auk hans eru 3 menn í áhöfninni. Ráðgert er að Naddoddur komi til Reyðarljarðar síðdegis 17. júní. Hjólað til styrktar krabbameinssjúkum börnum Slökkviliðs- mennirnir til Reykja- víkur í dag HRINGFERÐ slökkviliðs- mannanna sex sem hjólað hafa í kringum landið til styrktar ki’abbameinssjúkum bömum er senn á enda. Ef allt gengur að óskum koma þeir til Reykjavík- ur i dag, degi á undan áætlun. Þeir fara frá Hveragerði um klukkan 10 árdegis og gert er ráð fyrir að þeir verði við Rauðavatn um klukkan hálf tvö. I fréttatilkynningu er fólk hvatt til að taka á móti þeim og jafn- vel hjóla með þeim síðasta spöl- inn. „Samhugur og stuðningur slökkviliðsmannanna og þjóð- arinnar eru mikils virði,“ segir Þorsteinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Styrktarsjóðs krabbameinssjúkra barna. Hann segir sjóðinn byggja á framlögum og stuðningi þjóð- arinnar, stjómvöld virðist ekki hafa skilning á þeim erfiðleik- um sem foreldrar langveikra barna mæti. Styrktarsjóðurinn fái t.d. aðeins 300 þúsund krón- ur á fjárlögum. Styrkja fjölskylduna Þorsteinn segir heilbrigðis- þjónustuna, einkum hina tæknilegu hlið, mjög góða, miklar framfarir hafi orðið í meðferð krabbameinssjúklinga og starfsfólk sjúkrastofnana sé mjög fært. Félagslega hliðin vilji hins vegar gleymast, þ.e. hlutir eins og að búa alla fjöl- skyldumeðlimi undir þá 61410- leika sem veikindi af þessu tagi hafi í för með sér. Oft þurfi for- eldrar að minnka við sig vinnu og jafnvel hætta alveg til að sinna veiku barni, það þýði tekjutap og algeran tekjumissi þegar einstæðir foreldrar eigi í hlut. Fjárhagslegir erfiðleikar skapi svo allskyns erfiðleika og vanlíðan. Fólk þurfi því bæði fjárhagslega aðstoð og andleg- an stuðning. Þessu reyni styrktarsjóðurinn að sinna. Hann er í samvinnu við barna- deildir sjúkrahúsa og þegar böm eru lögð inn með krabba- mein sé starfsfólk Styi’ktar- sjóðsins fljótlega komið í sam- band við foreldrana. A hverju ári eru að meðaltali 10-12 börn með krabbamein lögð inn á sjúkrastofnun. Styrktarsjóður krabbameins- sjúkra barna hefur frá árinu 1991 verið til staðar til að veita stuðning og fræðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.