Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 27 ERLENT Reuters Pauline Hanson, leiðtogi Einnar þjóðar. 49% í áströlskum fyi'irtækjum. Eru stefnumál Hansons talin hafa höfð- að til þeirra sem telja asíska inn- flytjendur valda glæpum og hafa störf af Aströlum. Hanson hélt því fram í kosninga- baráttunni að Astralía gæti aukið velsæld sína með verndartollum og jafnframt að opnir markaðir væru alls ekki efnahagsnauðsyn heldur alþjóðasamsæri Asíuríkja til að koma höndum yfir náttúruauðlindir Astralíu. Er talið næsta víst að „skyndilausnir" Hansons hafi höfð- að til margra óánægðra kjósenda. Seldi áður fisk og franskar Hanson rak áður skyndi- bitastað en var kjörin á sambandsþing Astralíu árið 1996 sem óháður þingmað- ur eftir að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar frábáðu sér róttækar skoðanir hennar. Hún stofnaði síðan flokkinn Eina þjóð og er gert ráð fyrir að hún reyni nú að nota sigur flokksins í Queensland tO frekari af- reka í komandi sambands- kosningum. Því hafði verið spáð að Howard forsætisráðherra boðaði tO kosninga í ágúst næstkom- andi en lfldegt þykir nú að hann fresti þeim fyiTrætlunum. Howard lét hafa eftir sér á sunnudag að skyndilausnir Han- sons virkuðu e.t.v. í kosningabar- áttu en annað væri upp á teningn- um þegar á þing væri komið. Hann sagði hins vegar mikflvægt fyiir stjórn sína að læra af þessum úr- slitum, augljóst væri að margir Astralir hefðu áhyggjur af efna- hagsástandinu og framtíð sinni og við því yi’ði að bregðast. Læknar deila um nýja frjóvg’- unaraðferð BANDARÍSKUM læknum hef- ur tekist að búa til fóstur með nýrri frjóvgunaraðferð sem felst í því að eggfrumum úr tveimur konum er blandað saman og egg- ið er síðan frjóvgað með sæði úr maka annarrar þeirra. Úr þessu verður barn „þriggja foreldra" og þessi aðferð skapar því ný sið- ferðileg álitamál. Nokkrir bresk- ir sérfræðingar hafa varað við því að aðferðin kunni að reynast hættuleg og hvatt til þess að hún verði rannsökuð betur á dýrum áður en hún verður reynd á kon- um. Bandarísku læknamir lýsa þessari aðferð sem mikilvægu framfaraskrefi í rannsóknum á sviði glasafrjóvgana og segja að hún geti gert þúsundum kvenna á fimmtugsaldri kleift að ala böm. Fósturfræðingar og stjóm- málamenn hafa þó látið í ljós efa- semdir um aðferðina og segja að rannsaka þurfi betur líffræðileg og siðferðileg álitamál vegna þessarar tækni þar sem börnin erfa gen úr tveimur konum. Ann Widdecombe, talsmaður breska Ihaldsflokksins í heil- brigðismálum, segir að þessi að- ferð kunni að reynast hættuleg og bresk heilbrigðisyfirvöld verði að rannsaka hana betur áð- ur en hún verði heimiluð í Bret- landi. Aðferðin hefur þegar verið notuð á sex konum í Bandaríkj- unum og tvær þeirra eiga von á sér í september. Aðferðin felst í því að umfrymi úr eggfrumu ungrar konu er sett í egg eldri konu. Blandaða eggið er síðan frjóvgað með sæði úr maka eldri konunnar og egginu er komið fyrir í líkama hennar. Vísindamenn, sem hafa þróað þessa tækni, segja að með því að nota umfrymi úr yngri konu auk- ist líkurnar á því að eggið festi sig í legi eldri konunnar og frjóvgunin takist. Þótt megnið af erfðaefnum eldri konunnar hald- ist í kjarna uppranalegu egg- frumunnar berast önnur erfða- efni úr umfrymi yngri „móður- innar“ í fóstrið. Skapar ný álitamál Ekki er enn vitað hvaða áhrif þessi tækni hefur á bömin en læknarnir segja að yngri kon- umar hafi gengist undir um- fangsmiklar rannsóknir til að tryggja að þær séu lausar við erfðagalla. „Ég legg áherslu á að þessi tækni er á tilraunastigi og ekki hefur enn verið sannað vísinda- lega að hún virki,“ sagði Michael Feinman, sem stjórnar verkefn- inu í Huntington-frjóvgunarmið- stöðinni í Los Angeles. Læknarnir segja að aðferðin geri konum, sem hafa verið ófrjóar, kleift að eignast börn án hjálpar leigumæðra. Með nýju aðferðinni geti læknar „lagað" egg eldri kvennanna og það geti gert þeim kleift að halda áfram að ala börn fram að tíðahvörfum. Jacques Cohen, vísindamaður við St Barnabas-læknamiðstöð- ina sem ruddi brautina fyrir þessa tækni, lét þó í ljós efa- semdir um að rétt væri að beita henni. „Þeir gætu verið að skapa erfðafræðilegan afbrigðileika," sagði hann um tilraun læknanna. Sérfræðingar í siðferðilegum álitaefnum í læknisfræði segjast einnig hafa efasemdir um aðferð- ina. „Slíkar tilraunir hafa verið taldar algjörlega ótækar til þessa og þær skapa ný álitamál," sagði Richard Nicholson, rit- stjóri tímaritsins Bulletin of Medical Ethics. Talsmaður breskrar stofnun- ar, sem hefur eftirlit með bresk- um glasafrjóvgunarstofum, sagði að þótt ólöglegt væri að eiga við gen frjóvgaðra fósturvísa, væri ekki ólöglegt að gera það við ófrjóvguð egg. Hann bætti þó við að engir breskir læknar væra famir að beita þessari aðferð. Hvatt til frekari rannsókna Robert Winston, breskur sér- fræðingur í glasafrjóvgunum, hefur varað við því að þessi tækni geti haft ýmsar hættur í för með sér og hvatt til frekari rannsókna á dýram áður en að- ferðin verður notuð á konum. Su Barlow, annar breskur sér- fræðingur á þessu sviði, sagði hugsanlegt að börnin myndu erfa sjúkdóma eins og vöðva- rýmun, sem vitað er að geta borist með erfðaefni í umfrymi. Simon Selwood, breskur sér- fræðingur í erfðarannsóknum, telur þó ekki hættu á slíku. „Það er nokkuð auðvelt að finna slíka erfðagalla," sagði hann. Kjörvari 20 Þekjandi viðarvörn, 4 Itr. SLA T 1 BYGGINGAVÖRUTILBOÐ MÁNAÐARINS Júní Aburður trjákorn (5 kg. Veíðihjól allar gerðir. Gólfflísar 30x30, 2 litir. Fiandre 2. flokkur. 1.290 Slöngurúlla Gardena 30 m 980 Aöur: 2.409 | Smíðavesti 4 stæröir. i Sólhúsgögn 4 stólar og borö. 11 Pallaefni (27x95 mm) Gagnvariö b-flokkur. AFGREIÐSLUTÍMI I BYKO Nq er komin bet*£ lóm #ó, rt§| Komdu i Sumarland BYKO! Virklr dagar Laugard. Sunnud. Breiddin-Verslun Slml: 515 4001 8-18 10-16 12-16 Breiddin-Timbursala 8-18 Sími: 515 4030 (Lokaö 12-13) 10-14 Breiddin-Hólf & Gólf Sími: 515 4030 8-18 10-16 12-16 Hringbraut Sími: 562 9400 8-18 10-16 11-15 Hafnarfjörður Slmi: 555 4411 8-18 9-13 Suðurnes Stmi: 421 7000 8-18 9-13 Akureyri Slmi: 461 2780 8-18 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.