Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR SIÐAN 1972 GÆÐA MURVORUR A GOÐU VERÐI 1 EÐALPÚSSNING MARGIR LITIR 1 ■ KH !i steinprýði STANGARHYL 7, SÍMI 567 2777 ELDHÚSBORÐ OG STÓLAR MIKIÐ ÚRVAL - ÓTRÚLEGT VERÐ 3^ Teg. Petra Borð 120x80 + 4 sfólar, aðeins 39.900 stgr. □aaHDa HÚSGAGNAVERSLUN W Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 36 mon. 36 mán. www.mbl.is Nokkrar athuffasemdir •• ö > við grein Ornólfs Arna- sonar um García Lorca I SIÐUSTU Lesbók Mbl. 6. þ.m. er þess minnst, að 100 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins Federico García Lorca. Hann var eins og kunnugt er myrtur í Granada árið 1936 í byrjun borgarastyrj- aldarinnar. Því hefur löngum verið haldið fram, að þar hafí Fa- langistar verið að verki. Ymsir drógu það þó í efa af ýmsum ástæðum og nú er rætt um „hvort hann hafi verið fómarlamb sam- kynhneigðar eða stjómmálaskoð- ana“. (Jóhann Hjálmarsson í sömu Lesbók.) Lorca var í hópi fjölda merkra manna, sem hlutu sömu örlög, því ekki þurftu þeir að kemba hærurn- ar, sem sýndu stjóminni einhverja andstöðu. Ef einhverjir þeirra fengu þó að halda lífi vom þeir undir ströngu eftirliti stjórnarinn- ar, ófrjálsir menn, eins og sagt var, að hefðu verið örlög leikritaskálds- ins fræga, Jacinto Benavente, sem á sínum tíma hlaut bókmennta- verðlaun Nobels. En borgarastyrjaldir em allra styrjalda hræðilegastar, því þar kemur fram, sem segir í Völuspá að „bræður munu berjast og að bönum verða, munu systmngar sifjum spilla". Sárin, sem þær valda gróa seint og sum aldrei. En það em þó ekki hin hörmu- legu örlög Lorca, sem orsaka það að ég sting niður penna, því um þau hefur verið mikið ritað, heldur hitt, að Örnólfur skrifar „að þögn hafi ríkt um verk hans og tilvist frá borgarastyrjöld og fram að dauða Francos“ og önnur svipuð ummæli eins og að þjóðin hafi ekki mátt heyra nafn hans nefnt í tæp 40 ár. Þetta er ekki allskostar rétt a.m.k. ríkti síður en svo alger þögn um nafn Lorca meðan ég dvaldist á Spáni á sjöunda áratugnum. Árin 1962-1965 dvaldi ég í Barcelona við framhaldsnám í augnlækningum við Háskólaspítalann þar í borg. Spánverjar vom þekktir víða um heim fyrir kunnáttu og fæmi í augnlækningum og svo hafði lengi verið. A þessum tíma vom þar t.d. tveir heimsfrægir augnlæknar, Armga og Barraquer, sem báðir starfræktu sína einkaspítala sem fólk sótti hvaðanæva úr heiminum. Fyrir þennan tíma hafði ég ferð- ast noklótð um Spán, og árið 1960 sótti ég námskeið í spænsku við há- /^r\ STÍÍLAÐ?; Fáðu þór þá brúsa af Fermitox og málið er leyst Fermitex losar stfflur í frárennslíspfpum, salernum og vðskum. Skaðlaust fyrir gler, postulín, plast og flestar tegundir málma. Fljótvirk og sótthreinsandi. Fœst I flestum byggingavðru- verslunum og bensfnstðfjvum ESSO. Ragnheiður Guðmundsdóttir skólann í Barcelona, sem var haldið á veg- um menntamálaráðu- neytisins þar í landi. Eg var býsna vel undir námskeiðið búin, þar sem ég hafði notið til- sagnar í spænsku í nokkur ár m.a. hjá Romero, sem nú er orðinn þekktur fræði- maður á Spáni og er hér vel kunnur af þýð- ingum sínum m.a. á ljóðum íslenskra skálda. A sjötta ára- tugnum stundaði hann íslenskunám við Há- skóla Islands, þá ungur stúdent. A þessu umrædda námskeiði sem var frábærlega vel skipulagt Það ríkti svo sannar- lega engin þögn um Lorca og skáldskap hans, segir Ragnheiður Guðmundsdóttir, á þessu námskeiði við Barcelona háskóla árið 1960. og skemmtilegt að sama skapi voru daglega fyrirlestrar um bókmennt- ir og aðrar listir eins og málaralist og arkitektúr, og var þar af miklu að taka hjá þessari grónu menning- arþjóð. Um sum skáld og skáld- verk var stundum farið nokkuð fljótt yfir sögu. Öðru máli gegndi um Federico García Lorca. Um hann var fjallað í löngum fyrirlestri og oftar á hann minnst, ef efni stóðu til. Eins og sönnum fræði- manni í bókmenntum sæmdi, talaði prófessorinn eingöngu um verk skáldsins og gerði það af mikilli kunnáttu. Hann minntist ekki á einkalíf hans eða hvert hneigðir hans stefndu í ástamálum. Sam- kynhneigð var hvergi mikið rædd á þessum tíma, og friðhelgi einkalífs- ins naut meiri virðingar þá en nú. Og heldur finnst manni það lág- kúrulegt og óskemmtileg tilhugs- un, ef umræðan um skáldskap Lorca á nú að einhverju að víkja fyrir umræðunni um meinta sam- kynhneigð hans, eins og sumt virð- ist benda til sbr. umræddar Lsb. greinar. En það ríkti svo sannarlega eng- in þögn um Lorca og skáldskap hans á þessu námskeiði við Barcelona háskóla árið 1960. Síðan átti ég eftir að kynnast Lorca nokkuð betur þar í landi, því að á fyrrnefndum námsárum mín- um var eitt þekktasta leikverk hans, Boda de sangre (Blóð- brullaup), sett á svið í leikhúsi í Barcelona. Eg sótti þessa leiksýn- ingu og naut þess að sjá leikritið flutt af samlöndum Lorca, því eðli- lega hafa þeir meiri innsýn í tilfinn- ingar þjóðar sinnar en útlendingar, þó góðir séu. Hvort þessi dæmi, sem ég hef nefnt úr eigin reynslu, af kynningu og flutningi á verkum Lorca voru einsdæmi á þessum tíma veit ég ekki, en hafi svo verið hef ég aldeil- is verið heppin að verða þessa að- njótandi. Mér hefur fundist ómaksins vert að skýra frá þessu öðrum til fróð- leiks og er þess fullviss, að enn vilj- um við heldur hafa „það, sem sann- ara reynist“. Höfundur er læknir. Kvennahlaup á hverjum degi 'VVATNSVIRKINN chf Ár múla 21, sími 533 2020 KVENNAHLAUP ISI er viðburður sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi. Slíkur er samtakamáttur ís- lenskra kvenna. Á Kvennahlaupsdaginn 21. júní, reima rúmlega 20 þúsund konur á sig hlaupaskóna og ganga eða skokka af stað, hver á sínum hraða, þá vegalengd sem viðráð- anleg er. Hvað gerist að loknu Kvennahlaupi? Slæmt væri ef allar þessar konur settu hlaupa- skóna upp í hillu og geymdu þá þar til næsta árs. En sem betur fer er ekki svo. Mark- mið Kvennahlaupsins er að hvetja Sífellt fleiri konur, seg- ir Helga Guðmunds- dóttir, hafa áttað sig á mikilvægi reglubund- innar hreyfíngar. konur til aukinnar hreyfingar og þessi vaxandi fjöldi sem tekur þátt í Kvennahlaupinu á ári hverju und- irstrikar að sífellt fleiri konur hafa áttað sig á mikilvægi reglubund- Helga Guðmundsdóttir innar hreyfingar og hollra lífshátta. Hreyfing kvenna er sem betur fer ekki bundin við einn dag á ári. Á mörgum stöðum um landið allt hittast konur reglulega, yfir- leitt þrisvar sinnum í viku, margar vikur fyr- ir Kvennahlaupið til þess að æfa sig saman og koma sér í gott form fyrir hlaupið. Þessar konur hætta ekki að hreyfa sig þegar sólin lækkar á lofti. Þær halda áfram því þær finna hvað reglubundin hreyfíng gerir fyrir þær. Þeim líð- ur einfaldlega miklu betur, verða jákvæðari, atorkusamari, ham- ingjusamari og sjálfsvirðing þeirra eykst. Aðrar byrja á Kvenna- hlaupsdaginn og láta það verða sín fyrstu skref til betra lífs. Það er m.a. þetta sem gefur Kvennahlaupinu gildi. Vitneskjan um að þessi árlegi viðburður hefur á jákvæðan hátt breytt viðhorfum og lífi þúsunda kvenna sem vegna Kvennahlaupsins hreyfa sig mark- visst og reglulega, allt árið um kring. I hugum þeirra eru allir dagar Kvennahlaupsdagar. Höfundur er friunk væni dus Ijóri Kvennahlaups ÍSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.