Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 54
. »55 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNB LAÐIÐ Heilbrigðiskerf- ið og góðærið SAMKVÆMT öllum sólarmerkjum að dæma ríkir nú mikið góðæri í landinu og áhyggjur forráðamanna þjóðai'- innar beinast einkum að því að góðærið sé allt of mikið og geti skaðað okkur. Binn er þó sá þáttur þjóðlífsins, sem óðærið hefur ekki eimsótt en það er heil- brigðiskerfíð. Undan- farin ár hefur verið saumað svo að þeirri starfsemi, sem þar fer fram að kerfið er nán- ast í rúst. Þetta eru stór orð og nauðsynlegt að rökstyðja þau. Fjárhagsstaða sjúkrastofnana Samkvæmt upplýsingum heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis er fjárhagsstaða sjúkrastofnana í landinu mjög bágborin. Upps. halli Aætl. halli 31.12.97 millj. 1998 millj. Ríkisspítalar 387 487 Sjúkrahús Rvík 361 414 Fj.sjúkrah. Akurey. 71 62 Aðrar sjúkrast. 281 Samtals 1100 963 Ekki reyndist unnt að fá uppgefíð hver halli annarra sjúkrastofnana í landinu er áætlaður í lok ársins. Samanlagt er því um að ræða tölu- vert yfir 2 milljarða króna að ræða. Alþingi hefur samþykkt á fjárlögum að veittar verði fyrir uppsafnaðan halla 1997 kr 200 millj. kr. og vegna ársins 1998 300 millj. kr. Vandinn sem eftir stendur er samt 1.5 millj- arðar króna. En þetta er ekki allur vandinn. Um margra ára skeið hefur niðurskurður ekki síst bitnað á fjárveitingum til viðhalds og tækjakaupa. Enda þótt viðhaldi sé slegið á frest um tíma er það rétt eins og að pissa í skóinn sinn. Það er óumflýjanlegt og kostn- aður við vanrækt viðhald á húsnæði eykst með hverju ári sem líður. Þetta þekkja allir landsmenn. Uppsafnaður vandi hvað þetta atriði varðar er á Sjúkrahúsi Reykjavíkur einu nálægt 500 millj. króna og vafalítið annað eins hjá öðrum sjúkra- stofnunum þannig að mjög varlega áætlað má gera ráð fyrir allt að 1000 millj. kr. Fjárveit- ingar til tækjakaupa hafa verið mjög af skornum skammti und- anfarinn áratug og öliu slegið á frest sem mögu- legt er. Tækjabúnaður sjúkrastofnana er þó undirstaða þess að mögulegt sé að veita til- hlýðilega þjónustu og jafnframt beita nýjustu tækni sem er undirstaða hagræðingar. Erfitt er að áætla tækjakaupaþörf sjúkrastofn- Uppsafnaður vandi allra s.iúkrastofnana á landinu, segir Ólafur Orn Arnarson, er varlega áætlaður 3,5-4 milljarðar. ana en hún er ekki undir 1000 millj. kr. Uppsafnaður vandi allra sjúkra- stofnana á landinu er því varlega áætlaður 3,5-4 milljarðar. Blikur á lofti Um það bil 65-70% af útgjöldum sjúkrastofnana eru laun starfsfólks. Þetta niðurskurðartímabil sem við höfum upplifað undanfarin ár hefur skapað mikla óánægju meðal ýmissa starfsstétta. Nægir þar að nefna uppsagnir nær allra hjúkrunarfræð- inga á landinu, sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði. Öllum er ljóst að fyrr eða síðar verður Ólafur Örn Arnarson samið við starfsfólkið og þar má bú- ast við auknum útgjöldum sem gætu numið 500-700 milij. króna til viðbót- ar. Og þá er talan farin að nálgast 4,5-5 milljarða króna. Úrskurður Evrópusambandsins Enn bætist við áhyggjurnar. Ný- lega úrskurðaði dómstóll Evrópu- sambandsins að einstaklingar innan þess gætu fengið heilbrigðisþjónustu hvar sem er í aðildarlöndunum og kerfi heimalandsins væri skylt að greiða kostnaðarverð fyrir. Þessi úr- skurður mun einnig gilda hér á landi vegna aðildar okkar að EES. Sjúk- lingar hér á landi þurfa þá ekki að sætta sig við bið eftir þjónustu og geta sótt hana þangað sem hún fæst og okkar tryggingakerfi verður að greiða fyrir. Þetta þýðir einfaldlega það að íslenska heilbrigðiskerfið er komið í beina samkeppni við önnur heilbrigðiskerfi. Staða okkar gagn- vart hinum kerfunum er hinsvegar mjög veik. Breyttar rekstrarforsendur íslenska heilbrigðiskerfið hefur á að skipa fagfólki sem getur borið sig saman við fagfólk hvaða lands sem er. Því hefur hins vegar verið boðið upp á rekstrarforsendur, sem eru nú orðið óþekktar annars staðar. Þá á ég við að hér er rekið heilbrigðis- kerfi eftir forsendum miðstýringar á grundvelli fastra fjárlaga. Föst fjár- lög mæla breytingar og þróun í starfsemi sjúkrahúsa mjög illa. Flestar nágrannaþjóðir okkar hafa farið þá leið að greina kostnað í starfsemi sjúkrahúsanna og semja síðan við tryggingakerfi um verð á þjónustunni. Með því móti verða verulegar breytingar á rekstrarum- hvei-fi þannig að sjúkrahúsin verða seljendur þjónustu og verða að haga rekstri sínum í líkingu við venjuleg fyrirtæki. Með þvi skapast forsendur fyrir hagræðingu og sérhæfingu. A sama hátt þyrftu stofnanirnar ekki að sækja um fjárveitingar til ný- bygginga, viðhalds og tækjakaupa heldur yrðu allar slíkar ákvarðanir teknar á forsendum venjulegs arð- semismats. Ríkisstjórnin verður að breyta um stefnu í rekstri heilbrigðiskerfisins. Almenningur mun ekki sætta sig við annað en að það fái að þróast í takt við tímann og verða þátttakandi í góðærinu. Höfundur er læknir. Agengir íþrótta- dagskrármenn MANNKYNIÐ getur nú séð fyrir sól- og tunglmyrkva aldir fram í tímann, komu áður óþekktra halastjama í nokkra mánuði og veðrið með þokkalegum líkind- um nokkra daga. Ymis- legt ráða menn samt ekki enn við. Má þar nefna jarðskjálfta og eld- gos - og íþróttaviðburði á slqá sjónvarpsstöðv- anna. A Eg hef nokkra reynslu ai dagskrárgerð í sjón- varpi, bæði sem umsjón- armaður fræðsluþáttar og þýðandi. Þess vegna veit ég að þess er krafist af ábyrgum deildarstjórum, þeim sem ég hef haft samskipti við, að þeir leggi fram áætl- un um dagskrána nokkrar vikur fram í tímann, og aldrei hef ég orðið þess var að þeir hafi ætlað - hvað þá að nokkrum hefði þá dottið í hug að ansa þeim - að ryðjast fyrirvaralaust inn í þann tíma sem auglýstur hefur verið handa öðrum deildum. 1 Þetta leyfist íþrótta- dagskrármönnum einum Ég hef margoft orðið vitni að því að íslenskum boltaleikjum er fleygað inn í dagskrá ríkissjónvarpsins án fyrir- vara. Ég hoifði til dæmis fyrir all- mörgum þriðjudögum án nokkurs áhuga á óboðaðan knattspyrnuleik ^eða kannski var það handbolti) til að W/erða ekki af náttúrulífsmynd sem boðuð var þetta kvöld en var svo felld niður. Sjálf- sagt hefur þulur ein- hvemtíma kvöldsins get> ið þessa fráviks frá prentaðri dagskrá, en jafnvel einlægustu unn- endur ríkissjónvarpsins styðja stundum á aðra takka, ekki síst á milli dagskráratriða. Þegar fréttum seinkar, venju- lega vegna þess að íþróttakeppni dregst á langinn, sem ég hef full- an skilning á að getur gerst, rennur jafnan texti yfir skjáinn, og það oftar en einu sinni, sem boðar seinkunina. Er til of mikils mælst að sami háttur sé á hafður þeg- ar dagskrárliðir eru felldir niður með öllu til að koma íþróttum að? Þetta tillitsleysi er því miður ekld takmarkað við ríkissjónvarpið. Á hvítasunnudag hugðumst við hjónin horfa á dagskrá Stöðvar 2 meginhluta kvölds. Að lokinni ágætri mynd, „Leyndarmál og lygar“, áttum við samkvæmt dagskrá í dagblöðum að fá að horfa á spennumynd, síðan á fréttaþáttinn „60 mínútur“ og síðast á endursýnda mynd. En viti menn! Allt í einu birtist á skjánum úrslitaleikur í ameríska körfuboltanum sem stóð frá því um hálftólf fram á þriðja tímann og kom bæði í stað fyrri myndarinnar og Sex- tíu mínútna. Ég þráaðist við að hafa kveikt á dagskránni í þeirri von að ég fengi að minnsta kosti að sjá fréttaþáttinn, sem ég hef talsverðan áhuga á, að körfuboltanum loknum. Dagskrár- stjómendum Stöðvar tvö hefði að sjálfsögðu verið í lófa lagið að lauma því inn á skjátexta, hve mikið félli nið- ur af áður auglýstri dagskrá, svo aðr- ir en íþróttafíklar hefðu getað slökkt á tækjunum. Enginn þaif að segja mér að íþróttahreyfingin hér á landi ákveði stórleiki með nokkurra daga fyrir- vara, þó ekki væri nema af því að Islenskum boltaleikjum er iðulega fleygað inn í dagskrá ríkissjón- varpsins án fyrirvara. Ornólfur Thorlacius segir að þetta leyfíst íþróttadagskrármönn- um einum. íþróttavellir og íþróttahús væru þá ekki á lausu. Ekki trúi ég heldur öðru en Bandaríkjamenn skipuleggi og tímasetji NBA-leiki í körfubolta marga mánuði fram í tímann. Og jafnvel þótt úrslitaleikir kunni að fær- ast til í rúmi og tíma vegna óvissu í fyrri leikjum hjjóta umboðsmenn íþrótta í sjónvarpi að geta birt dag- skrá sína með fyrirvara um þessar breytingar rétt eins og ábyrgir dag- skrárstjórar. Tímamælar mæla mislöng skeið. Ég fer hér með fram á að stjórnendur íslenskra sjónvarpsstöðva veki at- hygli oddvita íþróttadeilda sinna á að til eru fleiri tímamælar en stoppúr, til dæmis dagatöl. Höfundur er Ifffrædingur. Hraðskák í Menntaskól- anum við Hamrahlíð SKAK Meniitaskólinn við Hamrahlfð, MINNINGARMÓT UM GUÐMUND ARNLAUGSSON 16. JÚNÍ KL. 17 Á mótinu verða 16 keppendur, þar af eru flestallir sterkustu skákmenn íslands. Kasparov marði sigur Eins og sagt var frá hér í skákþættinum á sunnudaginn tefldu þeir Gary Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, og Búlgarinn Veselin Topalov nýstárlegt einvígi í Leon á Spáni. Þeir höfðu klukkustund- ar umhugsunartíma og máttu ráðfæra sig við tölvur sínar. Síðasta keppnisdaginn náði Topalov að jafna metin, 3-3. Þá var umhugsunartíminn styttur niður í fimm mínútur og vann hvor sína skákina. Þá var gripið til bráðabanahraðskáka og í annarri þeirra tókst Kasparov loks að knýja fram sigur. Loka- tölurnar urðu 5V4-4I4 honum í vil. Ólíklegt er að tölvurnar hafi mikið verið notaðar í hraðskák- unum. Júdit vann Karpov 1.-2. Bergsteinn Einarsson og Arnar E. Gunnarsson 4 v. 3.-7. Sigurbjöm Björnsson, Arngrímur Gunnhallsson, Stef- án Kristjánsson, Sævar Bjarna- son og Hjörtur Daðason 3 v. 8.-16. Ríkharður Sveinsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Ólafur í. Hannesson, Sveinn Þ. Wilhelms- son, Ólafur Kjartansson, Ómar Þ. Ómarsson, Bjarni Magnús- son, Andri H. Kristinsson og Kristján Ö. Elíasson 2Vs v. Við skulum líta á líflega skák frá Boðsmótinu: Hvítt: Bergsteinn Einarsson Svart: Sigurbjörn Björnsson Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. f3 - 0-0 6. Be3 - e5 7. d5 - Rh5 8. Dd2 - Dh4+ 9. g3 - Rxg3I? Þannig tefldi fyrstur Davíð Bron- stein gegn Spasskí í Amsterdam 1956. Svartur verður í framhaldinu að láta drottninguna af hendi fyrir tvo menn og tvö peð. Bergsteinn tekur hraustlega á móti: 10. Df2 - Rxfl 11. Dxh4 - Rxe3 12. Ke2 - Rxc4 13. Hcl - Ra6 14. Rdl - Rb6 15. Rh3 - f6 16. Hgl - Bd7 17. Re3 - Hf7 18. Rf2 - c6 19. Rfg4 - cxd5? 20. Rf5! - Bxf5 21. exf5 - Rc8? 22. fxg6 - hxg6 23. Rh6+ !- Bxh6 24. Hxg6+ Bg7 25. Hcgl - Rc7 26. Hh6 - Kf8 27. Hxg7! - Hxg7 28. Dxf6+ - Ke8 29. Dxg7 og svartur gafst upp. Júnfatkvöld Hellis ÞETTA er í annað skipti sem minningarmót um Arnlaugsson er haldið. Guðmundur var rektor Mennta- skólans við Hamra- hlíð, dómari í heims- meistaraeinvígjum í skák, auk þess sem hann skrifaði mikið um skák og tefldi. Guðmundur lést 9. nóvember 1996, 83 ára að aldri. Fyrsta mótið, sem haldið var í fyrra, var afar vel heppn- að, þar sigraði Helgi Ólafsson eftir harða Guðmundur keppni við þá Jó- Arnlaugsson hann Hjartarson og Þröst Þórhallsson. Það má búast við harðri baráttu í Hamrahlíð- arskólanum i kvöld frá kl. 17-20, því umhugsunartíminn er aðeins fimm mínútur á skákina. Áhorf- endur eru velkomnir og aðgang- ur er ókeypis. Guðmund Ungverska stúlkan Júdit Polgar sigraði Anatólí Karpov FIDE-heimsmeistara með fimm vinningum gegn þremur í at- skákeinvígi í Búdapest í síðustu viku. Júdit vann tvær skákir, en sex urðu jafntefli. Karpov stóð vel að vígi og til vinnings í flest- um skákanna, en notaði tímann afar illa og klúðraði hverjum vinningnum á fætur öðram. í einni skák féll hann t.d. á tíma er hann var að máta Júdit með drottningu yfir. Sú skák var dæmd jafntefli. Boðsmót TR Hið árlega Boðsmót Taflfé- lags Reykjavíkur stendur nú yf- ir í félagsheimilinu Faxafeni 12. Þrátt fyrir mikla veðurblíðu taka 34 skákmenn þátt á mótinu. Skákstjóri er Ólafur H. Ólafs- son, alþjóðlegur skákdómari. Staða efstu manna að loknum fjórum umferðum er þessi: Sjötta atkvöld Hellis var haldið mánudaginn 8. júní sl. Mótið var vel sótt og öflugt og voru keppendur 29 talsins. Ef- stir og jafnir með 5 vinninga urðu þeir Gunnar Björnsson (18,5 stig), Andri Áss Grétars- son (18 stig) og Helgi Áss Grét- arsson (17 stig) og var Gunnar Björnsson úrskurðaður sigur- vegari með stigaútreikningi. Röð efstu manna var eftirfar- andi: 1.-3. Gunnar Björnsson, Andri Áss Grétarsson og Helgi Áss Grétarsson 5 v. af 7 mögu- legum 4. Stefán Kristjánsson \'h v. 5. -9. Matthías Kristinsson, Þor- varður F. Ólafsson, Helgi Egils- son, Árni Thoroddsen og Garðar Sigurgeirsson 4 v. 10.-12. Þröstur Heiðar Þráins- son, Lárus Knútsson og Vigfús Ó. Vigfússon 3'A v. o.s.frv. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.