Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 63 FRETTIR Fitjakirkja í Skorradal 100 ára Á SUMARSÓLSTÖÐUM, sunnu- daginn 21. júní nk. kl. 14, verður þess minnst með hátíðarmessu í Fitjakirkju að 100 ár eru liðin frá vígslu hennar. Kirkjan er önnur tveggja bændakirkna sem eru í Borgarfjarðarprófastsdæmi en skráðar bændakirkjur á landinu eru 22 en þar af eru 5 í ríkiseign. Fitjakirkja er með síðustu kirkjum landsins sem smíðaðar voru í þess- um gamla turnlausa og fábreytta stfl og má telja hana ágætt minnis- merki um 19. aldar kirkjur í sveit á íslandi, segir í fréttatilkynningu. Minnstu munaði að hún yrði rifin fyrir 10 árum en hún lifði af sitt dauðastríð og hefur á undanförnum árum hlotið gagngerar endurbætur sem Stefán Örn Stefánsson arki- tekt hefur haft yfirumsjón með. I kirkjugarðinum hefur verið komið fyrir upplýsingaskilti um kirkju- staðinn og þar er skrá yfir 52 þekkta grafreiti í garðinum. I tilefni af vígsluafmæli kirkjunn- ar var leitað til listakonunnar Æju um gerð altaristöflu og verður hún vígð í athöfninni á sunnudaginn. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup mun predika og sr. Geir Waage þjónar fyrir altari í forföllum sr. Sigríðar Guðmundsdóttur sóknar- prests. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kirkjukaffi að gömlum íslenskum sið. Vonast er til að sem flest núverandi og fyrrverandi sóknarbörn, sveitungar, sem og all- ir velunnarar kirkjunnar sjái sér fært að koma. Þeir sem ekki korn- ast fyrir í kirkjunni geta fylgst með athöfninni í „skemmunni" þar sem komið verður fyrir sjónvarpsskjá. ? ?? Niðjamót Þór- hildar á Hrísum AFKOMENDUR Þórhildar Hans- dóttur Biering ætla að hittast á Húsabakka í Svarfaðardal helgina 26.-28. júní í sumar. Þórhildur var fædd 16.12. 1854. Hún lést 23.01. 1942. Hún var hús- freyja á Hrísum og síðar Upsum á Dalvík. Þórhildur átti elstan sona Helga Ólafsson en faðir hans var Ólafur Ólafsson frá Syðra-Dals- gerði í Saurbæjarhreppi. Seinni maður Þórhildar var Björn Arn- þórsson, bóndi á Hrísum og Ups- um. Börn þeirra sem upp komust voru: Arnór, Matthildur, Sigríður, Þórhildur, Júlíana og Mekkinó. Nánari upplýsingar veita þær Hlín Daníelsdóttir og Svanfríður Jónasdóttir. BRYNDIS Svavarsdóttir frá Lionsklúbbnum Kaldá afhendir fulltrúum Vitans, þeim Helga P. Einarssyni, Sveini Þórarinssyni og Guðna Sig- urðssyni myndbandsupptökuvélina. Lionsklúbburinn Kaldá gefur Vitanum myndbandsupptökuvél LIONSKLUBBURINN Kaldá gaf unglingum sem stunda félagsmið- stöðina Vitann myndbandsupp- tökuvél af tilefni 10 ára afmæli Vitans. Frá opnun Vitans hefur Lions- klúbburinn Kaldá stutt starfsemi Vitans á ýmsa vegu t.d. þrifu Kaldárkonur félagsmiðstöðina fyrir opnun hennar fyrir 10 ár- um. Unglingar í félagsmiðstöð- inni buðu nýverið Lionsklúbbnum í morgunkaffi þar sem Lionskon- ur afhentu fulltrúum ungling- anna glæsilega S-VHS mynd- bandsupptökuvél. Slík vél mun nýtast vel í öllu starfi félagsmið- stöðvarinnar og auka það mynd- bandastarf sem unglingarnir hafa verið að vinna við. I þakkarávarpi Geirs Bjarna- sonar forstöðumanns Vitans kom fram að starf félagsmiðstöðva snerist aðallega í kringum hópa- starf og allt sem efldi það starf s.s. myndbandsupptökuvélar, hefði mikið og gott forvarnar- gildi fyrir unglinga. Geir benti á að tveir þættir hefðu mikil fyrir- byggjandi áhrif á vímuefna- neyslu ungs fólks og það væru samvistir við fjölskyldu og skipu- lagt íþrótta- og æskulýðsstarf og taldi hann að þessa þætti þyrfti að auka. Framlag Lionsklúbbsins væri gott og þarft innlegg til að gera starfið í félagsmiðstöðinni enn áhugaverðara. & Sláttuorf lands ^M Létík störf og fjölgar frístundum • Verbfrá 14.900 kr. • Aft 0,8 til 2,5 hestöfí Eigum hörkutæki fyrir erfiðustu aðstæðurnar VETRARSÓL Hamraborg 1-3 (norðanmegin) Kópavogur • Sími 564 1864 UTSÓLUSTAfllR UM LAND ALLT Eiguleg borðstofuhúsgögn Sígild og falleg í miklu úrval á frábæru verði. K húsgögn Ármúla 44 J sími 553 2035 Jóns- messuhá- tíð í Hafn- arfirði ÞAÐ eru til óskasteinar sem glúrnir menn geta krækt sér í á Jónsmessu, segir í fréttatil- kynningu. Gefinn er kostur á að finna slíka náttúrusteina í Hellisgerði hinn 23. júní í sér- stökum Jónsmessuleik fyrir alla fjölskylduna. Þá koma íþróttaálfurinn og Solla stirða í heimsókn, Sí- glaðir söngvarar sjá um fjöldasöng og Kuran Swing leikur. Alfar og aðrar vættir verða á sveimi sem Erla Stef- ánsdóttir segir nánari deili á. Það eru menningarmála- og ferðamálanefndir ásamt Æskulýðsráði Hafnarfjarðar sem standa að hátíðarhöldun- X JARDVATNSBARKAR Með og án filters Stærðir 50-100 mm K Lengd rúllu 50-200 m 'l aue Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. VATNSVIRKINN ehf % Ármúla 21, sími 533 2020 Amm\m>*^m^ MINOLTA FAXTÆKI 3 tegundir faxtækja, öll tölvutengjanleg. Allt í senn; prentari, skanni, fax og Ijósritunarvél. MINOLTA LASERPRENTARAR 4 tegundir laserprentara, bæði fyrir svart/hvítt og lit. MINOLTAUÓSRITUNARVÉLAR. Hraði fró 15 upp í 80 eintök pr. mín. Bæði fyrir svart/hvítt og lit. Líttu við í nýrri verslun og heilsaðu upp á einstæða fjölskyldu. MINOLTA mmwMnHmm ___KÍARAISL__ TÆKNIBUNAÐUR SÍÐUMÚL112 108REYKJAVÍK SÍMI510 5500 FAX 510 5509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.