Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 63
FRETTIR
Fitjakirkja
í Skorradal
100 ára
Á SUMARSÓLSTÖÐUM, sunnu-
daginn 21. júní nk. kl. 14, verður
þess minnst með hátíðarmessu í
Fitjakirkju að 100 ár eru liðin frá
vígslu hennar. Kirkjan er önnur
tveggja bændakirkna sem eru í
Borgarfjarðarprófastsdæmi en
skráðar bændakirkjur á landinu
eru 22 en þar af eru 5 í ríkiseign.
Fitjakirkja er með síðustu kirkjum
landsins sem smíðaðar voru í þess-
um gamla turnlausa og fábreytta
stfl og má telja hana ágætt minnis-
merki um 19. aldar kirkjur í sveit á
íslandi, segir í fréttatilkynningu.
Minnstu munaði að hún yrði rifin
fyrir 10 árum en hún lifði af sitt
dauðastríð og hefur á undanförnum
árum hlotið gagngerar endurbætur
sem Stefán Örn Stefánsson arki-
tekt hefur haft yfirumsjón með. I
kirkjugarðinum hefur verið komið
fyrir upplýsingaskilti um kirkju-
staðinn og þar er skrá yfir 52
þekkta grafreiti í garðinum.
I tilefni af vígsluafmæli kirkjunn-
ar var leitað til listakonunnar Æju
um gerð altaristöflu og verður hún
vígð í athöfninni á sunnudaginn.
Sigurður Sigurðarson vígslubiskup
mun predika og sr. Geir Waage
þjónar fyrir altari í forföllum sr.
Sigríðar Guðmundsdóttur sóknar-
prests.
Að lokinni guðsþjónustu verður
boðið upp á kirkjukaffi að gömlum
íslenskum sið. Vonast er til að sem
flest núverandi og fyrrverandi
sóknarbörn, sveitungar, sem og all-
ir velunnarar kirkjunnar sjái sér
fært að koma. Þeir sem ekki korn-
ast fyrir í kirkjunni geta fylgst með
athöfninni í „skemmunni" þar sem
komið verður fyrir sjónvarpsskjá.
? ??
Niðjamót Þór-
hildar á Hrísum
AFKOMENDUR Þórhildar Hans-
dóttur Biering ætla að hittast á
Húsabakka í Svarfaðardal helgina
26.-28. júní í sumar.
Þórhildur var fædd 16.12. 1854.
Hún lést 23.01. 1942. Hún var hús-
freyja á Hrísum og síðar Upsum á
Dalvík. Þórhildur átti elstan sona
Helga Ólafsson en faðir hans var
Ólafur Ólafsson frá Syðra-Dals-
gerði í Saurbæjarhreppi. Seinni
maður Þórhildar var Björn Arn-
þórsson, bóndi á Hrísum og Ups-
um. Börn þeirra sem upp komust
voru: Arnór, Matthildur, Sigríður,
Þórhildur, Júlíana og Mekkinó.
Nánari upplýsingar veita þær
Hlín Daníelsdóttir og Svanfríður
Jónasdóttir.
BRYNDIS Svavarsdóttir frá Lionsklúbbnum Kaldá afhendir fulltrúum
Vitans, þeim Helga P. Einarssyni, Sveini Þórarinssyni og Guðna Sig-
urðssyni myndbandsupptökuvélina.
Lionsklúbburinn Kaldá gefur
Vitanum myndbandsupptökuvél
LIONSKLUBBURINN Kaldá gaf
unglingum sem stunda félagsmið-
stöðina Vitann myndbandsupp-
tökuvél af tilefni 10 ára afmæli
Vitans.
Frá opnun Vitans hefur Lions-
klúbburinn Kaldá stutt starfsemi
Vitans á ýmsa vegu t.d. þrifu
Kaldárkonur félagsmiðstöðina
fyrir opnun hennar fyrir 10 ár-
um. Unglingar í félagsmiðstöð-
inni buðu nýverið Lionsklúbbnum
í morgunkaffi þar sem Lionskon-
ur afhentu fulltrúum ungling-
anna glæsilega S-VHS mynd-
bandsupptökuvél. Slík vél mun
nýtast vel í öllu starfi félagsmið-
stöðvarinnar og auka það mynd-
bandastarf sem unglingarnir
hafa verið að vinna við.
I þakkarávarpi Geirs Bjarna-
sonar forstöðumanns Vitans kom
fram að starf félagsmiðstöðva
snerist aðallega í kringum hópa-
starf og allt sem efldi það starf
s.s. myndbandsupptökuvélar,
hefði mikið og gott forvarnar-
gildi fyrir unglinga. Geir benti á
að tveir þættir hefðu mikil fyrir-
byggjandi áhrif á vímuefna-
neyslu ungs fólks og það væru
samvistir við fjölskyldu og skipu-
lagt íþrótta- og æskulýðsstarf og
taldi hann að þessa þætti þyrfti
að auka. Framlag Lionsklúbbsins
væri gott og þarft innlegg til að
gera starfið í félagsmiðstöðinni
enn áhugaverðara.
& Sláttuorf
lands
^M
Létík störf og
fjölgar frístundum
• Verbfrá 14.900 kr.
• Aft 0,8 til 2,5 hestöfí
Eigum hörkutæki fyrir
erfiðustu aðstæðurnar
VETRARSÓL
Hamraborg 1-3 (norðanmegin)
Kópavogur • Sími 564 1864
UTSÓLUSTAfllR UM LAND ALLT
Eiguleg borðstofuhúsgögn
Sígild og falleg í miklu úrval á frábæru verði. K
húsgögn
Ármúla 44
J sími 553 2035
Jóns-
messuhá-
tíð í Hafn-
arfirði
ÞAÐ eru til óskasteinar sem
glúrnir menn geta krækt sér í
á Jónsmessu, segir í fréttatil-
kynningu. Gefinn er kostur á
að finna slíka náttúrusteina í
Hellisgerði hinn 23. júní í sér-
stökum Jónsmessuleik fyrir
alla fjölskylduna.
Þá koma íþróttaálfurinn og
Solla stirða í heimsókn, Sí-
glaðir söngvarar sjá um
fjöldasöng og Kuran Swing
leikur. Alfar og aðrar vættir
verða á sveimi sem Erla Stef-
ánsdóttir segir nánari deili á.
Það eru menningarmála-
og ferðamálanefndir ásamt
Æskulýðsráði Hafnarfjarðar
sem standa að hátíðarhöldun-
X
JARDVATNSBARKAR
Með og án filters
Stærðir 50-100 mm
K Lengd rúllu 50-200 m
'l aue
Tilvalið þar sem ræsa
þarf fram land. Vara
sem vinnur með þér,
auðveld í meðhöndlun.
VATNSVIRKINN ehf %
Ármúla 21, sími 533 2020
Amm\m>*^m^
MINOLTA FAXTÆKI
3 tegundir faxtækja,
öll tölvutengjanleg.
Allt í senn; prentari, skanni, fax
og Ijósritunarvél.
MINOLTA LASERPRENTARAR
4 tegundir laserprentara, bæði fyrir
svart/hvítt og lit.
MINOLTAUÓSRITUNARVÉLAR.
Hraði fró 15 upp í 80 eintök pr. mín.
Bæði fyrir svart/hvítt og lit.
Líttu við í nýrri verslun
og heilsaðu upp á einstæða
fjölskyldu.
MINOLTA
mmwMnHmm
___KÍARAISL__
TÆKNIBUNAÐUR
SÍÐUMÚL112 108REYKJAVÍK SÍMI510 5500 FAX 510 5509