Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 41 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMTIÐ ÍSLENSKUNNAR ÞAÐ ræðst á allra næstu árum hvort íslensk tunga lifir upplýsingabyltinguna af. Ein af forsendum þess er að íslenska verði eitt af þeim tungumálum sem verði inni í grunnum ráðandi markaðslausna tölvugeirans, að hægt verði að nota íslensku við vinnu á tölvur, að hún verði með öðrum orðum tölvutæk. I Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag birtist viðtal við Heiðar Jón Hannesson, eðlisfræðing, sem síðastliðin tvö ár hefur unnið að verkefni á vegum Evrópusambandsins þar sem könnuð var staða evrópskra tungumála í þessu tilliti. Að sögn Heiðars Jóns voru helstu niðurstöður um stöðu ís- lenskunnar þær að ekkert bendi til að Islendingar ætli að taka tungumál sitt með sér til upplýsingasamfélagsins og að engar líkur séu á því heldur að markaðsöfl sjái til þess að svo verði gert; til þess sé málsvæðið of lítið. Heiðar Jón bendir á að engin stefna hafi verið mörkuð um þetta hér á landi og þar sem hana skorti sé heldur eng- an stuðning að fá. Segir Heiðar Jón að úrbóta sé þörf nú þegar; ef íslenskan verði ekki að fullu gjaldgeng í almenn- um upplýsingakerfum sé málræktarstarf liðinna áratuga unnið fyrir gýg. „Verði íslenskan ekki tölvutæk verða börnin okkar fötluð, þau munu hugsa á tungumáli sem þau geta ekki nýtt sér í upplýsingasamfélaginu. Viljum við ala upp fatlaða þjóð?“ Með tilliti til þess að samskipti fólks og vinna fer í æ rík- ari mæli fram með tölvum gæti hér verið um framtíð ís- lenskrar tungu að tefla. Er því full ástæða til að íslensk stjórnvöld veiti þessu máli allan þann stuðning sem þarf. SAMDRATTUR íJAPAN ÞRÓIJN efnahagsmála í Japan hefur verið ískyggileg að undanförnu. Samdráttur varð í landsframleiðslu á fjár- lagaárinu, sem lauk 31. marz sl., og nam hann 0,7%. Slíkur samdráttur hefur ekki orðið í japönsku efnahagslífi frá því á fjárlagaárinu 1974-1975, en hann nam þá einnig 0,7%. Síðustu þrjá mánuði síðasta árs nam samdrátturinn 1,5% miðað við heilt ár og 5,3% á þremur fyrstu mánuðum þessa árs. Þessar tölur nægja til þess, að efnahagssérfræðingar ræða nú í alvöru um kreppuástand í japönsku efnahagslífi. Stjórnvöld vísa slíkum fullyrðingum á bug og segir efna- hagsáætlunarstofa Japans, að 1,9% hagvöxtur á yfirstand- andi fjárlagaári geti staðist verði gripið til viðeigandi ráð- stafana. Það, sem gerir fréttirnar um efnahagssamdrátt í Japan svo alvarlegar, er efnahagskreppan sem ríkir í Suður- Kóreu og öðrum löndum Suðaustur-Asíu, einmitt þeim löndum, þar sem hagvöxtur hefur verið hvað mestur und- anfarin ár. Ymsir efnahagssérfræðingar hafa treyst á, að voldugt efnahagskerfi Japans myndi vera það mótvægi sem hjálpaði kreppulöndunum til að rífa sig út úr vandan- um. Hvort sem efnahagskreppa er skollin á í Japan eða ekki þá er ljóst, að fréttirnar þaðan munu geta haft óheilla- vænleg áhrif á fjármálamarkaði í Asíu. Nægir að nefna, að kommúnistastjórnin í Kína hefur skorað á ríkisstjórn Japans að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að styrkja gengi jensins, enda óttast hún mjög að þurfa að fella gengi eigin gjaldmiðils að öðrum kosti. Viðskipti Islendinga við Asíuþjóðir hafa farið hraðvax- andi undanfarin ár og sérstaklega er Japan mikilvægur markaður fyrir íslenzkar sjávarafurðir. Við eigum því mik- ið í húfi, hvernig efnahagsþróunin verður þar, svo og hver áhrifin verða almennt á önnur mikilvæg efnahagssvæði eins og t.d. Bandaríkin og Evrópu. Enn sem komið er er of snemmt að spá nokkru fyrir um þessi áhrif, en nauðsynlegt er fyrir íslenzk stjórnvöld og sjávarútveginn að fylgjast náið með framvindu mála. Islendingar eru ekki jafn háðir einstökum mörkuðum og fyrr og geta með tiltölulega auð- veldum hætti fært sig á milli þeirra. Ólíklegt er, að sagan endurtaki sig frá síðari hluta sjöunda áratugarins, þegar verðfall á frystri þorskblokk á Bandaríkjamarkaði og hrun skreiðarmarkaðarins í Nígeríu olli djúpri kreppu í íslenzku efnahagslífi. Samt er allur varinn góður. Þrettánda þing Félags íslenskra lyflækna haldið á Akureyri um helgina S: mgar IGURÐUR Árnason, sérfræð- ingur á krabbameinslækninga- | deild og líknarteymi Landspít- ' alans, kynnti opnun líknarein- krabbameinssjúklinga á svæði endurhæfingardeildar Landspítalans i Kópavogi á hausti komanda, á 13. þingi Félags íslenskra lyflækna, sem haldið vai' á Akureyri um helgina. Þar er áætluð 10-12 rúma sérdeild í einkennameðferð, svo sem verkja- meðferð. Deildinni er ætlað að létta álagi af almennum deildum sjúkra- húsanna, ásamt því að vera stuðnings- deild fyrir þá sjúklinga í heimaþjón- ustu krabbameinssjúkra sem ekki eiga vísan samastað á sjúkrahúsi eða kjósa að vistast ekki á öðrum deild- um. Ennfremur er gert ráð fyrh' að læknar geti vísað þangað sjúklingum í einkennameðferð eingöngu. Gert er ráð fyrir að þarna þróist miðstöð heimaþjónustu við ofangreinda sjúk- linga og dagdeild þar sem sjúklingar utan úr bæ geta komið í dagvist nokki-a tíma á dag og þannig létt álagi af heimili. Flestir vilja deyja heima Sigurður sagðist vilja kalla þá líkn- areiningu sem ætti að opna í Kópa- vogi í haust líknarheimili, vegna þess að andrúmsloft þar eigi að vera brú milli hinna hefðbundnu sjúkrastofnana og heimilis. „Það að stíga út úr spítalanum og yfir á annan stað gerir oft auðveldara að breyta hugarfari fólks. Lang- fiestir vilja deyja heima hjá sér og vera innan um þá sem þeim þykir vænst um. Það er alltaf verið að leggja meiri rétt til sjúk- linganna en það gleymist oft að það hefur einhver skyldur til að framfylgja þeim rétti til sjúk- lingsins.“ Sigurður sagði að líknarmeð- ferð miðaði að því að bæta liðan sjúklings og fjölskyldu hans og hann benti á að fjölskyldan gæti þurft á hjálp að halda löngu eftir að einstaklingurinn er látinn. Sigurður sagði að viðhorf lækna og hjúkrunarfræðinga til líknarmeðferðar hefði verið kann- að á vegum líknarráðgjafateymis Landspítalans. Tuttugu og átta læknar og 54 hjúkrunarfræðingar svöruðu 82 spurningum á spurn- ingalista. Meira en helmingur beggja hópanna taldi andlegum stuðningi ekki sinnt nægilega vel en 70-90% töldu vel séð fyrir lík- amlegum þörfum. Mikill meh’i- hluti aðspurðra taldi aðstöðu ein- staklinga sem njóta líknarmeð- ferðar ekki nægilega. Þá töldu nánast allir sig hafa ónógan tíma til að sinna deyjandi sjúklingum og fjölskyldum þeirra. Á höfuðborgai'svæðinu og á Akureyri hefur þróast fjölbreytt heimaþjónusta við krabbameins- sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Þessi þjónusta hefur gert það að verkum að nú fær um það bil helmingur þeirra sjúklinga sem eru með krabbamein á lokastigi heimaþjónustu lækna og hjúkrun- arfræðinga allan sólarhringinn. Um helmingur þessara sjúklinga deyr heima í faðmi fjölskyldunn- ar, hinn hlutinn á almennum deildum sjúkrahúsanna. Guðmundur Þorgeirsson, lækn- ir á lyflækningadeild Landspítal- ans, kynnti m.a. rannsóknir um reykingar meðal sjúklinga með kransæðasjúkdóm, sem hann og lækn- arir Emil L. Sigurðsson á Heilsu- gæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfírði og Jón Steinar Jónsson á Heilsugæslu- stöðinni í Garðabæ stóðu að. Herða baráttuna gegn reykingum Guðmundur sagði þýðingu reykinga sem áhættuþáttar hjarta- og æðasjúk- dóma vera vel þekkta. Rannsóknir hefðu ennfremur sýnt íram á mikil- vægi tóbaksbindindis sem annars stigs forvarnat' meðal einstaklinga sem þegar hefðu fengið kransæða- sjúkdóm. „Tóbaksbindindi er því eitt af þeim lykilatriðum sem leggja verður áherslu á við eftirlit og meðferð kransæðasjúklinga. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna reykingar meðal sjúklinga sem hafa þekktan kransæðasjúkdóm.“ I rannsókninni voru allir sjúklingar sem greinst hafa með kransæðasjúk- Líknareining krabbameins- sjúkra opnuð í Kópavogi í haust Tveir læknar voru kjörnir heiðursfélagar Félags íslenskra lyflækna er þing þess var haldið á Akureyri um síðustu helgi. Kristján Kristjánsson fylgdist með þinfflnu en auk ís- lenskra fyrirlesara komu þeir frá Bandaríkj- unum, Bretlandi og Svíjjjóð. Morgunblaðið/Kristján RAFN Benediktsson, lektor í Edinborg í Skotlandi, t.v., var einn gestafyrirlesara á þingi Félags íslenskra lyflækna á Akureyri. Með honum á myndinni er Ástráður B. Hi’eiðarsson, forinaður féiagsins. RÚMLEGA 100 fulltrúar sátu þing Félags íslenskra lyflækna, þar sem kynntar voru nýjustu rannsóknarniðurstöður í 92 fyrirlestrum og á níu veggspjöldum. dóm og búsettir eru í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. I spurningalistanum var m.a. spurt um reykinga- venjur. Af 533 einstak- lingum, sem samkvæmt sjúkraskýrslum heilsu- gæslustöðvanna höfðu kransæðasjúkdóm, svör- uðu spurningalistanum 402 eða 75%. Af þeim sem tóku þátt voru 59 eða 15% sem enn reyktu. Um 29% þátttakenda kváðust aldrei hafa reykt, 56% höfðu reykt en voru hætt, 3% reyktu sjaldnar en daglega og 12% reyktu daglega. Meðal þeh'ra sem fengið hafa hjarta- drep reyktu 16% daglega, 7% þeirra sem höfðu farið í kransæðaaðgerð, 17% þeiira sem farið höfðu í kransæðaútvíkkun og meðal þeirra sem hafa hjartaöng reyktu 10% dag- lega. Tæplega 65% þeirra sem höfðu farið í kransæðaaðgerð höfðu reykt en voru hætt og 60% þeirra sem höfðu farið í kransæðaútvíkkun voru hætt reykingum. Mikilvægt að styðja aðstandendur Guðmundur sagði reykingar meðal sjúk- linga með kransæðasjúk- dóm mun fátíðari en al- mennt gerist í þjóðfélag- inu. „Þrátt fyrir þessa staðreynd er ljóst að á Sigurður meðan 15% sjúklinga Árnason með staðfestan krans- æðasjúkdóm reykja er nauðsynlegt að herða enn baráttuna og bjóða sjúklingum sem eru í eftirliti vegna kransæðasjúkdóms upp á að- stoð við að hætta reykingum." Anton Pjetur Þorsteinsson, aðstoð- arprófessor í geðlæknisfræði við Læknaskólann í Rochester í Banda- ríkjunum, flutti fyrirlestur um alzheimer-sjúkdóminn og meðferðar- möguleika nú og í næstu framtíð. „Þegar við erum að meðhöndla sjúkling með alzheimer-sjúkdóm meg- um ekki horfa bara á sjúklinginn sjálf- an, við megum alls ekki horfa ein- göngu á lyfjameðferð og við þurfum að gera margt annað. Ekki síst skipth' máli að styðja aðstandendur, því þeir eru númer eitt, tvö og þrjú í sambandi við meðferð þessara sjúklinga utan spítala. Ef aðstandendur brotna niður er næsta öruggt að sjúklingurinn fer beint í langtímavistun," sagði Anton Pjetur. Anton Pjetur sagði að aukin áhersla væri nú lögð á rannsóknir á orsökum, ferli og meðferð þessa sjúkdóms vegna vaxandi algengis. Erfðagallar hafa verið greindir í alzheimer-sjúk- dómi. Aðrir áhættuþættir eru einnig þekktir, svo sem aldur, kyn, heilaskaði, tíðahvörf snemma, fjöl- skyldusaga og fleira. „Þetta er ólæknandi sjúkdómm', við vitum ekki hvað veldur honum og hann greinist seint. Við þurfum að finna leið til að greina sjúkdóminn á fyrstu stigum eða greina þá sem eiga á hættu að fá hann.“ Anton Pjetur sagði að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk hefðu haft mjög neikvæð viðhorf gagnvart þessum sjúkdómi og það gengi ekki lengur. „Hér er komið á markað lyf sem hefur já- kvæða virkni og verður notað í það minnsta á næsta áratug, ann- aðhvort eitt sér eða með öðrum lyfjum, og önnur efni eins og E- og C-vítamín geta einnig hjálpað. Við þurfum líka að breyta við- horfi lækna og annars heilbrigðis- starfsfólks gagnvart því að leita eftir þessum sjúkdómi." Margir frábærir fyrirlestrar Á þinginu voru kynntar nýj- ustu rannsóknarniðurstöður í 92 fyrirlestrum og á níu veggspjöld- um. Ástráður B. Hreiðarsson, formaður Félags íslenskra lyf- lækna, sagðist í þinglok mjög ánægður með hvernig til tókst. „Við höfum hlustað á marga alveg frábæra fyrirlestra og hluth'nh' hafa gengið eins og til var ætl- ast.“ Ástráður sagði tilganginn með svona þingi að gefa læknum tæki- færi á að kynna niðurstöður úr rannsóknum sínum og bera þær undir dóm kolleganna. „Þessi þing eru mjög fræðandi og hafa auk þess heilmikið félagslegt gildi fyrir okkur. Margir læknar á þessu þingi eru starfandi erlendis en eru að koma hingað heim til að hitta kollega sina og skýra frá sínum rannsóknum. Þing sem þessi ýta jafnframt á efth' því að maður ljúki rannsókn- um sem maður er með í gangi og margir miða við það að geta lagt rannsóknir sínar fram á lækna- þingi. Og góðar rannsóknir eru oft kynntar í greinum í Lækna- blaðinu eða jafnvel í alþjóðlegum læknaritum." Flestai' rannsóknirnar sem kynntar voru á þinginu komu frá Landspítalanum eða 34, 22 frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og um 10 frá þessum stofnunum sameigin- lega. Þá komu alls 15 fyrirlestrar frá læknum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Að utan komu fyrirlesarar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Sví- þjóð. Tveir kjörnir heiðursfélagar í fyrsta skipti í sögu Félags ís- lenskra lyflækna voru kjörnir tveir heiðursfélagar á þinginu á Akureyri. Fyrh' valinu urðu Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknh' á lyflækninga- deild FSA, og Sigurður Þ. Guðmunds- son, fyri'verandi formaður Félags ís- lenskra lyflækna, en hann starfar á Landspítalanum. I þinglok voru afhent sérstök verð- laun. Kristján Skúli Ásgeirsson hlaut verðlaun úr Vísindasjóði lyflækninga- deildar Landspítalans fyrh' framúr- skarandi rannsókn og erindi ungs læknis og Sigurður Yngvi Kristinsson hlaut verðlaun frá Félagi íslenskra lyflækna fyrir besta framlag stúdents til þingsins. Ingvar Bjarnason læknir hlaut æðstu vísindagráðu sem veitt er af breskum háskóla Islenska heilbrigðisþj ónustan stöðugt undrunarefni UM 300 íslenskir læknar starfa erlendis og bendir ýmsilegt til þess að stór hluti þeirra muni ekki snúa heim á ný. Þessir læknar sinna bæði hefðbundnum læknisstörf- um og sumir hafa lagt fyrir sig rann- sókna- og vísindastörf með góðum ár- angri. Einn þeirra er Ingvar Bjarna- son, á King’s College Hospital í London, en á síðasta ári hlaut hann doktorsgráðu við Lundúnaháskóla, Doctor of Science, sem er æðsta vís- indagráða sem veitt er af breskum háskóla. Ingvar var á ferð á íslandi fyrir nokkru og náði Morgunblaðið tali af honum til að heyra þá sögu sem væri að baki þessari viðurkenningu. Var hann fyrst spurður hvað fælist því að vera Doctor of Science. „Venjuleg doktorsgráða felst yfir- leitt í þriggja til fjögurra ára vinnu sem lýkur með fjórum til sjö greinum og doktorsvörn. Þó nokkrir íslending- ar hafa lokið þessari hefðbundnu doktorsgráðu. Til að fá viðurkenning- una Doctor ofScience þarf hins vegar að leggja fram 50-100 vísindagreinar, sem hafa leitt til markverðra upp- götvana eða framfara í læknisfræði og oft er um ævistarf að ræða. I mínu til- viki lagði ég fram 100 greinar við Há- skólann í London og síðan voru þrír prófessorar utan háskólans fengnir til að yfirfara þær. Doktorsgráðan er ágæt viðurkenning á framlagi mínu til læknavísinda og hvatning til að halda áfram á þessu sviði. Þessi viðurkenn- ing bætir stöðu mína í hinum harða samkeppnisheimi læknavisindanna." Gott að búa á Blönduósi Hvenær laukst þú læknaprófi og hver voru þá framtíðaráformin? „Ég útskrifaðist frá Háskóla ís- lands 1977 og hafði á þeim tíma engan sérstakan metnað til að helga mig læknavísindum. Það skyggði töluvert á útskriftargleðina, sem flestir njóta í ríkum mæli eftir strangt sex ára nám, að þrem mánuðum áður fæddist mér og konu minni, Catherine Maclean, sem er af skosku bergi brotin, fjölfatl- aður sonur sem hefur þurft mikillar umönnunar við. Stuttu eftir útskrift fór ég til Blönduóss til að ljúka héraðsskyldu. Mér líkaði ágætlega við læknisstörfin í héraði og það var svo sérstaklega gott að búa á Blönduósi að ég dvaldi þar í 12 mánuði fremur en þá sex sem skyldan sagði til um. Ég hefði allt eins getað ílenst þar. Sigursteinn Gud- mundsson, héraðslæknir a Blönduósi, var og er einstakur karakter. Hann er mér minnisstæður fyiár að sameina þá hlið læknisfræðinnar sem numin verður af bókum við miklu víðari skilning á heilsufarslegum og félags- legum þörfum sveitunga sinna. Efth' héraðslæknisstörf á Blönduósi var ég aðstoðarlæknir á lyflækninga- deild Borgarspítalans og tók þar þátt í rannsókn á arfbundnum hjartasjúk- dómi undir umsjón pró- fessors Jónasar Hall- grímssonar og Þórðar _______________ Harðarsonar, sem þá var yfirlæknir á Borgarspítala. Þessi vinna gekk mjög vel og útúr henni komu nokkrar greinar í góðum er- lendum tímaritum og áhugi minn á rannsóknarstarfi var vakinn. Það sem skipti sköpum fyrir val mitt á sérgrein var hins vegar samstarf við Sigurð Björnsson meltingarsérfræðing, sem kenndi mér mest af því sem ég nú kann í klínískum fræðum meltingar- fræðinnar. Hann kenndi mér einnig að spegla meltingarfæri, en á þeim tíma var sú tækni að ryðja sér til rúms.“ Hvatning til rannsókna Ingvar segir að það hafi verið sér mikii hvatning að taka þátt í rann- sóknarvinnu Sigurðar: „Hann hefur á sinn hægláta hátt unnið stórvirki í rannsóknum á faraldsfræði meltingar- sjúkdóma á Islandi, sérstaklega á sviði bólgusjúkdóma í þörmum. Gunn- Ingvar Bjarnason læknir hefur um árabil starfað í Bretlandi við rannsóknir í læknisfræði. Aðalviðfangsefni hans síðustu árin hefur verið að þróa aðferðir til að greina ástand og sjúkdóma í mjógirni nánar en áður hefur verið gerlegt. Níðst á íslensku heilbrigðis- starfsfólki með vinnuálagi ar Sigurðsson yfirlæknir hjálpaði mér síðan að komast inn á Medical Research Center í London, sem var þá stærsta rannsóknastofn- un í Evrópu á sviði læknavísinda. Þetta var ekki auðveld leið, þar sem engar launaðar stöð- ur voru til á svona eftir- sóttum stað og íyrstu 18 mánuðina þurfti ég að vinna kauplaust. Þetta var erfíður tími, ekki síst vegna þess að rannsókn- arferillinn byrjaði ekki alltof vel, en hvatning og Ingvar stuðningur frá foreldium Bjarnason mínum, Ingunni Ingvars- dóttir deildarstjóra í Tollinum og Guð- laugi Hannessyni gerlafræðingi, gerði okkur mögulegt að lifa þennan tíma af. Eftir þessa 18 mánuði fékk ég laun. Þetta tímabil var ekki síst erfitt vegna þess að sonur okkar þurfti stöðugt mikillar umönnunar við. Átján mán- aða launalaust starf með óvissa fram- tíð við þessar kringumstæðm- verður að teljast óábyrg ævintýramennska." Ingvar segir að The Medical Rese- arch Center hafi verið frábær staður, en þar unnu um 1.500 vísindamenn, hver og einn sérfræðingur á sínu sviði með alþjóðlega viðurkenningu og hver og einn helgaði sig algjörlega vísindunum. „Ég kunni strax vel við mig í þessu vísindasamfélagi og örlög mín voru ráðin. Rannsóknarferill minn réðist bæði af fyrri áhuga, sem ég kom með frá Islandi, svo og af tilviljun. Þar var einn maður örlagavaldur. Við hitt- umst íyrst í biðröð í banka þar sem hvorugur þekkti hinn og við vissum ekki einu sinni að við ynnum á sama stað. Einu samskipti okkar þar voru þau að hann ávítaði mig fyrir að hafa svindlað mér framhjá biðröðinni, en slík hegðun i Bretlandi líðst ekki und- ir nokkrum kringumstæðum! Fáum dögum síðar hittumst við af tilviljun í lyftu í Medical Research Center og tókum tal saman. Þá kom í ljós að þessi maður, Normal Veal, hafði fundið upp og þróað flest þau próf sem notuðu geislavirka ísótópa til rannsókna í læknisfræði. Hann gaf mér hugmyndir um hvernig mætti ---------- nota þessa tækni til að rannsaka meltingarfærin og sérstaklega mjógirnið og var þetta upphafið að margra ára samvinnu okkar. Hún bar mjög fljótt góðan árangur girni. Þessi hluti líkam- ans hefur verið sérlega erfiður til rannsókna. Ekki er hægt að nota speglanatækni, röntgen- rannsóknir eru óná- kvæmar og það er erfitt að meta lífeðlisfræðilega starfsemi. Aðferðirnar sem ég hef þróað hafa gert mögulegt að rann- saka mjógirnið nánar en áður var hægt og þær hafa leitt til þess að greinst hafa nýir sjúk- dómar og m.a. hefur einn þeirra verið að kenndur við mig, „Bjarnasons disease". Rannsóknir þannig að árið 1986 varði ég doktors- ritgerð við Háskóla íslands sem fjall- aði um þessar rannsóknir. Þá var ég meðal yngstu lækna til að hljóta dokt- orsgráðu við læknadeild HI, en nú á seinni árum er algengara að yngri menn taki doktorsrpróf.“ Árið 1991 fékk Ingvar heiðursverð- laun sem kennd eru við Sir Avery Jo- nes og veitt eru af breska meltingar- fræðafélaginu. Segir hann sérlega ánægjulegt við þá viðurkenningu að hann sé eini útlendingurinn sem hefur fengið hana sem búið er að veita ár- lega í 23 ár. En hver eru helstu við- fangsefnin um þessar mundir? Sjúkdómur kenndur við Bjarnason „Rannsóknirnar eru margþættar, en meginþemað er að þróa aðferðir til að greina ástand og sjúkdóma í mjó- mmar hafa ennfremur leitt til aukins skiln- ings á aukaverkunum lyfja á mjógirni, sérstakleg gigtarlyfja og í þriðja lagi hafa þær aukið skilning á þrálátum þarmabólgusjúkdómum eins og Crohns-sjúkdómi og Ulcerative Colit- is, sem hefur verið þýtt á íslensku sem svæðisgamabólga og sáraristil- bólga. Síðast en ekki síst hefur skiln- ingur á áhrifum alnæmis á mjógirnið aukist og ég hef nú undanfarið unnið mjög mikið á þessu sviði. Þessir sjúk- lingar hafa snert mig djúpt og það er skelfilegt að sjá þá veslast upp úr vannæringu. Það er rétt að taka fram að rann- sóknaraðferðirnar byggjast ekki leng- ur á geislavirkum efnum heldur er notuð blanda af sykrungum sem þarf að drekka og síðan er tekið þvagsýni og syknmgarnir mældir þar og gefa þær mælingar upplýsingar um ástand mjógirnis. Þessar aðferðir eru enn í þróun og nýjast er að mæla sérstakt efni í hægðasýni sem gefur upplýsing- ar um bólgu i þörmum. Hvortveggja er lítið mál og óþægindalaust fyrir sjúklinginn." Ingvar segir að starfið í dag felist einkum í því að skrifa vísindagreinar og verji hann til þess þremur til fjór- um vinnudögum í viku hverri. Hafa komið út eftir hann 8-10 greinar ár- lega, en þær eru alls orðnar 180. Þess má geta að á þingi Félags íslenskra lyflækna, sem fram fór um helgina, á Ingvar aðild að fjórum greinum sem verða kynntar þar. „Rannsóknarstofa mín er fyrst og fremst fjármögnuð með ------------ styrkjum og styrkum- sóknir eru tímafrekar. Nú eru sjö læknar og líffræð- ingar í doktorsverkefnum undir minni umsjón og það fer mikill tími í að """....... leiðbeina þeim. Einn þeirra er ís- lenskur, Guðmundur Sigþórsson, og iíkt og landinn þá hefur hann þrisvar sinnum meiri starfsorku en Bretinn!“ Fékk áfall þegar hann heyrði um launakjörin Hvað með að koma heim aftur? „Þegar við fórum tii Bretlands ætl- aði ég mér að verða sérfræðingur í meltingarsjúkdómum og koma heim til að vinna í þeirri sérgrein. Rann- sóknarvinnan gekk hins vegar fljótt það vel að ég missti sjónar á þessu markmiði. Áhuginn á heimferð vakn- aði hins vegar aftm- fyrir fjórum ár- um, þegar prófessorsstaða í lífefna- og meinefnafræði við læknadeild Há- skólans var auglýst, þegar Davíð Da- víðsson prófessor lét af störfum. Mér fannst þessi staða mjög áhugaverð og bjóða uppá mörg ný rannsóknarverk- Sjúklingar hér svo samvinnu- fúsir að óþekkt er í heiminum efni á mínu sviði sem einungis er hægt að framkvæma á íslandi. Ég sótti um þessa stöðu og eftir nokkrar sviptingar í læknadeild var mér boðin staðan. Ég fékk hins vegar algjört áfall þegar mér varð ljóst hver launakjörin voru. Ég hefði lækkað þrefalt í laun- um við að taka þessa stöðu sam- kvæmt fastlaunasamningi. Mér var hins vegar sagt að hægt væri að fá töluverða launauppbót með auka- vinnu, yfirvinnu, nefndarvinnu og öðru slíku. Það er hins vegar einmitt þetta sem verið hefur dauðadómur yf- ir rannsóknarferli margra vel mennt- aðra og gáfaðra íslenskra lækna sem koma heim og ætla að halda áfram rannsóknarvinnu við þessi skilyrði. Vísindasamfélagið er mjög kröfuhart og grimmt og ef þú slakar á í eitt til tvö ár þá ertu ekki lengur í farar- broddi á þínu sviði. Hugmyndir og rannsóknarstyrkir þorna upp á svip- stundu og þú færð ekki annað tæki- færi. Enn annað sem hafði áhrif á ákvörðun mína um að taka ekki þessa stöðu var það, að The Kings College Medical School, sem ég starfa hjá núna, bauð mér launahækkun þegar þeir komust að því að ég væri að hug- leiða flutning og sú launahækkun var meira en tvöföld þau laun sem mér buðust sem prófessor við Háskóla ís- lands. Það er mér stöðugt undrunarefni að sjá hvernig íslenskir stjórnmála- menn hafa getað rekið bestu heil- brigðisþjónustu sem veitt er í heimin- um í dag með læknum og hjúkrunar- liði sem er eitthvert verst launaða heilbrigðisstarfsfólk í Evrópu og stöðugt er níðst á með miklu vinnuá- lagi og erfiðum vinnuskilyrðum." Rannsóknir sem aðeins verða unnar á íslandi Er samskiptum þínum við íslenska læknisfræði þar með alveg lokið? „Nei alls ekki. Þegar ég sótti um stöðu prófessors í lífefnafræði þá skrifaði ég 30 síðna greinargerð um rannsóknir sem ég hafði áhuga á að framkvæma á íslandi. Ég kynnti þessa áætlun nokkrum hugsanlegum samstarfsmönnum og upp úr þessu kviknaði samvinna þótt ég tæki ekki stöðuna. Ég er í samvinnu við Bjama Þjóðleifsson, yfirlækni á Landspítala, og fleiri góða menn þar og nú nýlega bættist í þennan hóp minn gamli lærifaðir, Sigurður Björnsson, á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Við erum að vinna saman að mjög spennandi verk- efni, sem ég tel að hvergi sé hægt að vinna annars staðar en á íslandi. Verkefnið snýst um að finna orsakh' þarmabólgusjúkdóma og það sem ger- ir Island svo sérstakt til þessara rann- sókna er í fyrsta lagi það, að Sigurður Bjömsson og félagar hafa rannsakað __________ mjög vel faraldsfræði þessara sjúkdóma. I öðru lagi eru íslenskir sjúkling- ar og aðstandendur þeirra svo einstaklega samvinnu- fúsir til slíkra rannsókna að það er óþekkt í heimin- um. Við höfum nú starfað saman á þessu sviði í 18 mánuði og beitt nýrri tækni tii að greina leynda bólgu í görn. Fyrstu niðurstöður liggja nú fyrir og er ljóst að við höfum fundið nýjan erfðarþátt í sjúkdómnum með þessari tækni okkar. Margir hafa leitað með annarri tækni og mistekist og ég tel þetta verkefni vera mest spennandi af öll- um rannsóknai'verkefnum mínum í dag. Nú er líka að opnast möguleiki á erfðarannsóknum í samvinnu við Is- lenska erfðagreiningu sem býður uppá aðstöðu sem er betri en það sem best þekkist í heiminum í dag. Við gerum okkur vonir um að með því að sameina sérstöðu íslands, styrkleika Islenskrar erfðagreiningar og sér- fræðiþekkingu okkar þá muni takast að stuðla að því að finna lækningu á þessum erfiðu sjúkdómum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.