Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 61 FRÉTTIR I I I í l I J l ( ( J J J ( J í J J ( J J 1 J J ( J J í J Kvöldganga í Viðey ÞRIÐJA kvöldganga sumarsins verður um Vestureyna í kvöld. Farið verður með Viðeyjarferjunni kl. 20.30 úr Sundahöfn. Gengið verður frá kirkjunni framhjá Klausturhól um Klifið, Eiðið og yf- ir í Vesturey. Listaverkið Afangar eftir R. SeiTa verður kynnt sér- staklega í þessari ferð með við- komu i Kvennagönguhólunum. Gangan tekur um tvo tíma. Fólk er áminnt um að klæða sig eftir veðri. Sérstaklega skal minnt á að vera vel skæddur. Þetta er þriðja ferðin af fimm í raðgöngu, en þeir sem koma fimm þriðjudagskvöld í röð ■ GLEÐIGJAFAKVÖLD verður á Sir Oliver í kvöld. Þar skemmtir hljómsveitin Gleðigjafarnir, André Bachmann og Kjartan Baldursson. Sérstakt tilboð verður á köldu öli til kl. 23. Eldgleypir sýnir listir sín- ar; brandarakeppni; munnhörpu- leikarinn Sigurvin leikur fyrir gesti. eða laugardagseftirmiðdag kl. 14.15 sjá allt það helsta sem skoð- unarvert er í eynni. Hver einstök ferð er þó sjálfstæð. Gjald er ferju- tollurinn, kr. 400 fyrir fullorðna og 200 fyrir börn. Þegar miðar eru keyptir fær fólk afhentan nýjan Viðeyjarbækling, sem er sérstaklega saminn fyrir göngufólk, ekki síst þá sem koma á eigin vegum, segir í fréttatilkynn- ingu. Vakin skal athygli á því að ferðir til eyjarinnar hefjast nú daglega kl. 13 og grillskálinn er öllum op- inn frá kl. 13.30-16.30 og er þá hugsað til þeirra sem vilja koma með nesti og geta þá einnig haft með sér kol og olíu og grillað á úti- grillinu sem er við skálann. Loks er minnt á reiðhjólaleigu, hesta- leigu og veitingar í Viðeyjarstofu. Þess er ekki síst að geta, að vestan í Sjónarhólnum eru hestar í girð- ingu og þeirra á meðal nýfætt fol- ald, foli sem nefndur hefur verið Viðey. Morgunblaðiá/Agnes Snorradóttir FJOLDI starfsmanna Securitas var við gróðursetningu í Hvammsvík á laugardaginn. Hjálpuðust þar ungir og gamlir að við gróðursetningu. Á minni myndinni njóta þeir Guðmundur Guðmundsson og Árni Guð- mundsson aðstoðar Stellu Andreu Guðmundsdóttur og Arna Árnasonar, sem dregur hvergi af sér með far- símann f annarri hendi og skófiuna í hinni. Á NÝAFSTÖÐNUM aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur var aukið nýjum þætti í lög þess svo nú geta félög, fyrirtæki og starfsmannahópar átt þar félags- aðild með tíföldu árgjaldi. „Félagsaðild fyrirtækja nú tengist einnig nýhöfnu skógrækt- arstarfi í Hvammi og Hvammsvík í Kjós, Hvammsmörk. Þar hefur Hitaveita Reykjavikur látið vinna umhverfisskipulag þar sem ráð- Lögum Skógrækt- arfélags Reykja- víkur breytt gerð er skógrækt á nær 100 hekt- urum. Þar er nú verið að úthluta landnemaspildur til félaga og fyrirtækja og 13. júnf sl. reið á vaðið fyrirtækið Securitas sem hélt fjölskyldudag í Hvamms- mörk. Þar var fjölmenni af börn- um og fúllorðnum og þeir sem ekki komust að við ræktunai-- störfin undu við golf, grill eða fískitjörn. Þúsund mflna ferðin sem hefst á einu skrefi er nú hafin, verið er að leggja fram til kynningar vandað skipulag svæðisins og fyrstu landnemarnir byrjaðir," segir í fréttatilkynningu. sÉ Dagbók lögreglunnar 12. til 15. júní 1998 Innbrotum hefur fækkað töluvert UMFERÐARMÁLEFNI voru fyrirferðarmikil á verkefnalista lögi’eglunnar þessa helgi. Rúmlega eitt hundrað ökumenn voru stöðv- aðir vegna hraðaksturs og 18 vegna ölvunaraksturs. Einnig voru höfð afskipti af próflausum öku- manni á Laugavegi við Kringlu- mýrarbraut að morgni fostudags. Rétt er að taka fram að sekt fyrir að aka bifreið án réttinda er 50 þúsund fyrir fyrsta brot en síðan tvöfaldast upphæðin fyi’h’ ítrekuð brot. Ökuleyfissviptingar Ökumaður var stöðvaður undir hádegi á fóstudag eftir að hafa mælst aka á 96 km hraða á Stekkjabakka við Hamrastekk, en þar er hámarkshraði 50 km/klst. Ókumaðurinn var fluttur á lög- reglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum. Að kvöldi laugardags var öku- maður stöðvaður eftir að hafa mælst aka á 97 km hraða á Stekkjabakkka við Grænastekk þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. við bestu aðstæður. Sá ökumaður var einnig fluttur á lög- reglustöð og sviptur ökuréttindum. Á svipuðum tíma var ökumaður stöðvaður eftir að hafa mælst aka á 95 km hraða á Gullinbrú. Hann var einnig sviptur ökuréttindum. Á Bústaðavegi við Flugvallarveg að morgni sunnudags mældist öku- maður aka bifreið sinni á 101 km hraða. Ekki þarf að taka fram að það er helmingi meiri hraði en leyfður er við bestu aðstæður. Hann var fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum. Að kvöldi sunnudags var ökumaður stövaður á Suðurlandsbraut við Vegmúla eftir að hafa mælst aka á 97 km hraða. Hann var einnig fluttui- á lögreglustöð og sviptur ökuréttind- um. Árekstrar - umferðarslys Lögreglu var tilkynnt að kona hefði slasast á höfði er nauðsyn reyndist til að nauðhemla strætis- vagni sem hún var farþegi í. Atvik- ið átti sér stað á fóstudaginn og hafði ökutæki verið ekið skyndi- lega í veg fyrir strætisvagninn. Konan afþakkaði aðstoð og hélt áfram ferð sinni. Rétt fyi’h klukkan sex á fóstu- dag varð árekstur fimm bifreiða á Hringbraut við Snorrabraut. Ein- um ökumanni var ekið á slysadeild. Um klukkan hálf átta að kvöldi föstudags var árekstur tveggja bif- reiða á Vesturlandsvegi við Kolla- fjörð. Fjórir einstaklinga slösuðust í árekstrinum þar af var einn flutt- ur á slysadeild með þyrlu. Slysstað var lokað frá 20 til 23 um kvöldið. Á hádegi á laugardag var árekstur tveggja bifreiða á Bú- staðavegi. Flytja varð ökumann og farþega í öðrum bílum á slysadeild en báðar bifreiðar voru óökufærar. Bifreið var ekið á gangandi vegfar- anda í Skógarseli við Árskóga að morgni sunnudags. Hinn gangandi vai- að fara yfir götuna á gang- braut og talið er að ökumaðurinn hafi blindast af morgunsólinni. Vegfarandinn var fluttur á slysa- deild með áverka á fæti. Unglingar Lögreglu var tilkynnt um að ungmenni væru að ógna fólki með hnífi í austurborginni um hádegi á föstudag. Reyndust þar vera tveir 14 ái’a piltar sem höfðu hnífa á sér. Haft var sambandi við forráða- menn drengjanna og hnífarnir teknir af þeim. Þrennt var handtekið á föstu- dagskvöld vegna sölu og dreifingar á heimalögðuðu áfengi (landa). Tvennt var handtekið eftir að hafa keypt landa og einn eftir að 30 lítr- ar fundust við húsleit á heimili hans. Á fóstudagskvöldið voru 15 unglingar fluttir í Athvarfið þang- að sem þau voru sótt af foreldrum. Bömin höfðu öll verið úti þrátt fyr- ir gildandi reglur um útivist barna og unglinga. Lögreglan hafði afskipti af ung- um pilti þar sem hann ók bifreið foreldra sinna í leyfisleysi þrátt fyi’ir að hafa aldrei öðlast ökurétt- indi. Unglingspiltur var stöðvaður eftir að hafa ekið bifhjóli sínu á göngustígum í Fossvogshverfi með farþega. Pilturinn vai- stöðvaður þrátt fyi’ir að hafa gert tilraun til að stinga lögreglu af. Ekki þarf að taka fram að akstur bifhjóla á göngustígum er óheimill og einnig er óheimilt að aka með farþega á þeim tækjum. Piltsins bíður því nokkur sekt fyrir athæfi sitt. Líkamsmeiðingar Karlmaður var handtekinn eftir að hafa veitt konu áverka í vestur- bænum. Konan hafði áverka á vinstra gagnauga en vildi ekki að svo stöddu þiggja aðstoð vegna þeirra. Ráðist var að karlmanni þar sem hann var við hreinsunar- störf að morgni sunnudags. Að árásinni stóð hópur ungs fólks. Árásarþoli hlaut litla áverka. Innbrot Lögi-eglu var tilkynnt um inn- brot í skjalageymslur við Armúla á föstudag. Ekki var hægt að greina að neinu hafi verið stolið en skemmdir voru unnar til að kom- ast inn í húsnæðið. Athyglisvert er að skoða þróun innbrota bæði undanfarnar vikur og eins samanburð síðustu þriggja ára. I þessum mánuði hefur lög- reglu verið tilkynnt um 34 innbrot en þau voru 47 fyrir sama tímabil árið 1997 og 55 árið 1996. Sé litið á tímabilið frá áramótum til 14. júní kemur í ljós að innbrotum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu árin úr 882 árið 1996 í 772 árið 1997 og í ár hefur lögreglu verið tilkynnt um 650 innbrot. Ohætt er að segja að þessi þróun sé mjög jákvæð en halda þarf áfram á sömu braut. Lögreglan getur greint að það hefur haft mikil áhrif á brotaþróun þegar tekst að stöðva síbrotamenn við iðju sína. Hún hefur síðasta ár byggt upp vinnu sína með meira og virkara eftirliti með síbrotamönn- um sem talið er skila árangri. Séu innbrot þessa mánaðar skoðuð sér- staklega vekur athygli fjöldi inn- brota í bíla þar sem verðmæti hafa verið skilin eftir. Lögreglan vill ít- reka tilmæli sín til borgara að læsa bifreiðum sínum og skilja ekki eftir verðmæti í þeim. Fjögur innbrot hafa verið á heimili. Hafa þau einkum verið í kjallaraíbúðir þar sem skildir hafa verið efth opnir gluggar án þess að tryggilega sé gengið frá læsingum. Önnur innbrot þennan mánuð eru í geymslur þar sem ýmsum verð- mætum var stolið, nýbyggingar þar sem verkfærum var stolið og innbrot í fyrirtæki. Annað Þá hafði lögreglan afskipti af nokkrum einstaklingum þai’ sem þeir köstuðu af sér þvagi á al- mannafæri. Mál þeirra var afgreitt með sekt. Ölvaður einstaklingur í miðbæn- um veitti ekki athygli ljósastaur sem var á vegi hans og gekk beint á hann. Maðurinn hlaut nokkurt höfuðhögg og vai’ fluttur á slysa- deild. Talið er að sökum ölvunará- stands hafi maðurinn ekki alveg gert sér grein fyi’ir umhverfinu. Rúmlega tvítugur piltur slasað- ist nokkuð er hann féll um 6 metra fram af stigapalli í húsnæði við Eg- gertsgötu. Pilturinn hlaut áverka á höfði, hálsi og baki. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson BRYNJA Guðjónsdóttir og Brandur Guðjónsson planta framtíðarplöntunni. Plantað Fagradal - Þetta er sá tími ársins sem skógræktarfélög víðsvegar um landið eru að planta út trjám. I Mýrdalnum er það Skógræktarfé- lag Mýrdælinga sem stendur að út- plöntun þetta árið eins og mörg síð- ast liðin ár. Hreppsnefnd Mýrdalshrepps af- henti skógræktarfélaginu nýlega 200 hektara svæði til skógræktar í út í Vík landi Víkur og var það síðasta verk gömlu hreppsnefndarinnar. Brand- ur Jón Guðjónsson formaður félags- inns fékk hreppsnefndina af því til- efni til að planta þremur birkiplönt- um, einni fyrir kvenfólkið, annarri fyrir karlmenn og þeirri þriðju íyrir framtíðina. Áður er búið er að skipu- leggja svæðið og planta á þessu svæði u.þ.b. 20 þúsund plöntum. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn í VIKULOKUM í blaðinu á laugar- dag, í upptalingu nemenda sjöttu bekkinga, miðröð frá vinstri nr. 10, var fóðurnafn Helga ekki rétt. Hann er Ásgeirsson. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Rangt nafn í formála minningargreina um Fjólu Guðmundsdóttur á blaðsíðu 33 í Morgunblaðinu sunnudaginn 14. júní var rangt farið með nafn elstu dóttur hennar, Kristínar Kol- brúnar, f. 14.10.1948, sem búsett er á Hellu, maki Samúel J. Guðmunds- son. Hlutaðeigendur eru beðnir af- sökunar á þessum mistökum. Stúdentspróf í Verzló 1967 Magnús Gunnarsson hafði sam- band við blaðið og bað um eftirfar- andi leiðréttingu: „I viðtali við mig, sem birtist í Morgunblaðinu síðast- liðinn laugardag, fer ég rangt með ákveðnar staðreyndir varðandi námsárangur samstúdenta minna í Verzló 1967. Það var vissulega rétt að Erla Sveinbjörnsdóttir varð dúx með 7.29 í meðaleinkunn (eftir Ör- sted-kerfi, hæst gefið 8.0), en næst- ur henni var Ólafur Gústafsson með 7.14. Þriðji var Hafþór I. Jónsson og fjórða hæst var Guðrún Erla Bjarnadóttir. Vorið 1967 veitti Verslunarráð íslands í fyrsta sinn verðlaun fyi’ir bestan árangur í við- skiptagreinum og hlaut Ólafur Gústafsson þau verðlaun. Hlutað- eigendur eru beðnir velvirðingar á þeim staðreyndavillum sem fram koma í viðtalinu, sem stafa af því að minnið hefur hér brugðist mér.“ Norræna ekki með Orlofsnefnd stéttarfélaganna vill koma á framfæri, vegna fréttar á sunnudag af ferðatilboðum til fé- lagsmanna, að ekki verða seldir af- sláttarmiðar í sumar í ferjuna Nor- rænu. Samningar við ferjuna féllu niður eftir að orlofsnefndin kynnti Morgunblaðinu sumartilboðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.