Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 55
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 5^ J | J J 1 1 J I I I J J I 1 I ;j J I I I í J JÓN FINNBOGASON + Jón Finnboga- son fæddist í Byggðarholti, Fá- skrúðsfirði, 21. des- ember 1915. Hann lést í Sjúkrahúsi Neskaupstaðar 2. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fáskrúðsfjarðar- kirkju 9. júní. Elsku afi, nú ert þú horfinn á braut. Eg sem hafði aldrei hugs- að útí það að að þeirri stundu mundi koma, af því að þú varst alltaf svo hress og kátur. Þegar mamma hringdi í mig til að láta mig vita að þú hefðir ver- ið fluttur á sjúkrahús mikið veikur hrönnuðust upp minningamar um öll góðu árin sem þú bjóst hjá okk- ur á Hlíðargötunni. Þú áttir þína trillu og rérir til sjós og þú varst alltaf svo duglegur . Ég man svo vel eftir því að þegar við systurnar sáum þig koma inn fjörðinn, lá leið okkar oftar en ekki niðrá bryggju til að taka á móti þér. Oft þegar þú hafðir fengið kola, fengum við syst- urnar að fara og selja kolann, fór- um við þá með hann í hús og seld- um hann og alltaf fengum við pen- ing fyrir. Afi þú varst svo góður maður. Þér fannst þú aldrei vera gamall og talaðir alltaf um gamla fólldð, en eftir að þú fluttir á Dval- arheimilið Uppsali þá sást þú hvað þú hafðir mikinn félagsskap af fólkinu sem þar var. Þegar ég kom fyrst með Helga manninn minn í heimsókn tókst þú honum svo vel og spjallaðir við hann eins og þú hefðir þekkt hann alla ævi. Elsku afi, minning mína um þig geymi ég í hjarta mínu, sem duglegan og góðan mann sem hafði þjón- að sínum tilgangi í líf- inu og dáið í sátt við lífið og tilveruna. Elsku afi nú færð þú loksins að hitta ömmu, eftir 36 ára aðskilnað. Hvfldu í friði. Innileg- ustu samúðarkveðjur sendi ég bömum þínum og öðrum aðstand- endum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. FarþúíMði Mður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. MINNINGAR Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Svava Þórey Einarsdóttir. Tekinn varstu frá okkur og það allt of fljótt. Fátt er hægt að gera þegar kallið kemur, aðeins að hörfa í nýjan heim þar sem Guð hefur fundið okkm- ný hlutverk. Elsku langafi, ég minnist þín með trega og á mjög svo erfitt með að meðtaka það að þú ert horfinn frá mér. Minningar á ég margar með þér og um þig, alltaf svo elskulegur og hress og vildir allt fyrir mann gera. Sem krakka fannst mér það ævintýri líkast þegar ég fékk að koma með þér á sjóinn, fékk að stýra Yngvari SU og þú sagðir mér sögur um þig og fleiri á sjónum. Alltaf var maður að sniglast niðri á bryggju, sem maður kallaði og kallar enn þann dag í dag afabryggju og vonaðist alltaf til að hitta þig og það brást sjaldan. Eftir að ég flutti upp á Egilsstaði hitti ég þig ekki eins oft og ég hefði viljað en sá dagur kem- ur að ég hitti þig aftur. Ég gleymi þér aldrei og minn- ingu þína geymi ég í hjarta mínu, minningu um þig sem varst öllum svo góður og hjálpfús. Ég vil þakka þér fyrir öll árin sem ég hafði þig nærri, öll hefðum við viljað hafa þig lengur hjá okkur. Þetta er víst gangur lífsins og er hann ansi erf- iður eins og ég hef kynnst núna og á víst eftir að gera. Guð geymi þig og hjálpi okkur á þessari erfiðu stundu. Guðbjörg Halla. UNNUR JONA GEIRSDÓTTIR + Unnur Jóna Geirsdóttir fæddist á Akranesi 15. maí 1923. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 9. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ás- kirkju 15. júní. Síminn hringir einn fallegan sól- skinsdag. Það er hún Hrefna vin- kona mín að flytja mér þá harma- fregn að móðir hennar sé látin. Upp í hugann koma ýmsar minn- ingar frá æsku minni þegar fjöl- + Hrafnhildur Brynja Flosa- dóttir fæddist á ísafirði 21. febrúar 1974. Hún lést af slys- förum 1. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 9. júní. Elsku skólasystir mín, mig lang- ar til að kveðja þig, því miður í hinsta sinn. Það sem mér er minn- isstæðast er þegar ég gisti hjá þér í herberginu á heimavistinni, og við töluðum saman alla nóttina og stál- umst til að reykja út um gluggann. Svo mætum við úrillar og þreyttar í tíma. Og svo eftir skólann þá hitt- umst við, ég, þú og Helga vinkona þín, og djömmuðum saman og svo skildu okkar leiðir og ég frétti að þú ættir strák og liði bara vel. En ég sé eftir að leiðir okkar skyldu skilja, því þú varst svo ljúf, kát og góður vinur. En ég vil að þú vitir að ég naut þeirra stunda sem ég átti með þér þó ég hefði viljað að þær væni fleiri. Og ég óska þess að englarnir flytji þig þangað sem þér líður vel. Axel Óli Alfreðsson og foreldrar og allir þeir sem eiga um sárt að skylda mín og Jónu bjuggu í sömu blokk í Vogunum. Jóna var með stórt heimili sem hún annaðist af mikilli natni. Ég kynntist þá Hr- efnu, dóttur hennar, sem varð vin- kona mín og hefur vinskapurinn haldist síðan. Ég minnist daganna fyrir einn þjóðhátíðardaginn. Hún Jóna Geirs var að sauma upphluti á stelpurnar sínar og sat við saumavélina fram á nótt, svo verkinu yrði lokið fyrir 17. júní. Síðan rann hann upp, binda. Ég vil senda ykkur allan þann styrk og hlýju sem ég á. Þín skólasystir, Ragnheiður Arnarsdóttir. bjartur og fagur. Jóna fór með stelpumar sínar í skrúðgöngu í þessum líka fallegu rauðu upphlut- um, sem hún hafði náð að klára á tilsettum tíma. Jóna var svo handlagin að hún gat gert allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún virtist vera höfuð fjöl- skyldunnar og hélt henni þétt sam- an og stjómaði líkt og herforingi. Af minnsta tilefni var slegið upp veislu og gerður dagamunur. Elsku Jóna Geirs, nú hefur þú fengið hvfldina. Friðarins Guð sveipi þig helgri ró. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur, Kalli og Hrefna, og fjöl- skyldunni allri, dýpstu samúð okk- ar. Kallið er kotnið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í Mði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigríður Gunnarsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi, langafi og mágur, GUÐMUNDUR STEFÁN EÐVARÐSSON frá ísafirði, Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 14. júní sl. Jarðarförin auglýst síðar. Hinrika Ásgerður Kristjánsdóttir, Stefanía Guðmundsdóttir, Pétur Valdimarsson, Gyða Guðmundsdóttir, Birna Guðmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Kristján Guðmundsson, Guðjóna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Leó Svanur Ágústsson, Rikharð Jónsson, Guðni Þorkelsson, Guðbjörg Bragadóttir, HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR S. MALMBERG, lést á heimili sínu laugardaginn 13. júní 1998. Helga Ragnarsdóttir, Baldur Malmberg, Tómas Ó. Malmberg, Arndís B. Bjargmundsdóttir, Alexander Arndísarson. t Faðir minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR ELÍASSON myndhöggvari, Njálsgötu 94, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 12. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 19. júní kl. 15.00. Ólöf Helga Guðmundsdóttir, Katrín Elíasdóttir, Margrét Elíasdóttir, Baldur Elíasson. t Elskuleg móðir okkar, JENNÝ ÁSMUNDSDÓTTIR, Akurgerði 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum 13. júní. Anna Lára Axelsdóttir, Ómar Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn. 4. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, TRYGGVI ÓLAFSSON fyrrverandi skrifstofustjóri, lést á heimili sínu sunnudaginn 14. júní. Útförin verður auglýst síðar. Aðalheiður Sigríður Svavarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Vogaseli 5, lést á Landakoti laugardaginn 13. júní. Sigrún Guðmundsdóttir, Gunnar Pétursson. Böðvar Magnússon, t Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, sonur og bróðir, JÓNAS ÞÓR JÓNASSON, sem lést 7. júní síðastliðinn, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. júni kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarsamtökin Karítas eða líknarfélögin. Katrín Hreinsdóttir, Guðbjörg H. Beck, Hreinn Rúnar, Páll Þórir Beck, Jónas Þór, Hreinn Benediktsson, Sandra Björk, Páll Þórir Beck og systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.