Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 68
_ 68 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ i Matur og matgerð Ýmiss konar brauð á grillið Brauð eru næringarrík, ódýr og ljúffeng fæða, segir Kristín Gestsdóttir, sem byrjar alltaf á að baka brauð þegar hún grillar. FÆRST hefur í vöxt hin síðari ár að fólk baki sitt brauð heima, það er raunar sáraeinfalt nú þegar hægt er að fá ger sem setja má beint út í mjölið, en geysimargar mjöltegundir fást og jafnvel til- búnar mjölblöndur. Ýmsu má bæta í brauðin til bragðbætis svo sem jurtakryddi, hnetum og fræi. Brauðgerð hefur fylgt mannhyn- inu frá ómunatíð þó upphaflega hafi brauðin að líkindum verið ósýrð og án lyftingar eða einskon- ar flatbrauð bökuð á heitum stein- um og við opinn eld, en ýmislegt uppgötvast fyrir tilviljun í brauð- gerð sem öðru, það eigið þið eftir að reyna þegar þið hefjist handa við grilibrauðið. Mikill og þurr hiti er á grillinu ólíkt bakaraofninum þar sem alltaf er einhver raki. Ef við bökum pítubrauð í bakaraofrii þarf að hita ofninn í minnst 250°C til þess að loftrúm myndist inni í brauðunum en á grillinu er hái þurri hitinn til staðar og brauðið blæs út. Þeir sem fara í sumarbú- staðinn eða tjaldið og hafa grillið með, ættu að blanda saman í plastpoka mjöli, salti og e.t.v. þurrgeri en blanda fingurvolgu vatni út í á staðnum, taka síðan deigið í hendumar og móta flatar þunnar kökur og setja á grillið. Gott getur líka verið að fletja brauðin út en þegar ekkert köku- kefli er á staðnum má notast við flösku eða dós undan gosdrykk. Látið bömin endilega taka þátt í að móta brauðin, þau „fíla það í botn“. Þegar brauðin eru fuÚbök- uð, er þeim vafið í stykld og stung- ið ofan í plastpoka, þannig haldast þau heit og mjúk. Nákvæman baksturstíma er ekki hægt að gefa upp. Hann fer eftir hitastyrk grillsins og fjarlægð frá glóð. Pítubrauð 500 g hveiti 4. Setjið brauðin á grillið og bakið á hvorri hlið í um 1 mín- útu. Vefjið brauðin í hreint stykki og stingið ofan í plast- poka. Ef brauðið blæs ekki út, má þó opna það án mikillar fyr- irhafnar. Brauð handa þeim sem eru með ger- sveppaóþol 150 g haframjöl 200 g heilhveiti 100 g rúgmjöl 50 g hveitiklíð 2 msk. sesamfræ 1 tsk. salt 1 'h tsk. lyftiduft 4 dl sjóðandi vatn 2 msk. matarolía 1. Setjið öll þun-efni í skál og blandið saman. 2. Setjið matarolíu og vatn sam- an við og hnoðið vel. 3. Mótið kúlm- úr deiginu á stærð við mandarínu. Fletjið út með kökukefli tæpl. V2 sm á þykkt. Snúið deigkökunni á með- an þannig að þetta verði kringlótt lítið flatbrauð. Pikkið kökumar með gaffli. Hitið grillið og bakið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Grænagarðs- grillbrauð 300 g hveiti 200 g haframjöl '/2 msk. þurrger 1 tsk. salt 1 msk. kúmen 2 msk. matarolía 2 msk. hunang 1 tsk. salt rúml. 2 dl fingurvolgt vatn úr krananum 2 tsk. sykur 3 tsk. þurrger 4 dl fingurvolgt vatn 1. Setjið öll þurrefni í skál, hrærið vatni út í og hnoðið örh'tið. Gott er að leggja stykld yfir deig- ið og láta það lyfta sér í 30-60 mín- útur. Þó má baka brauðin strax ef henta þykir. 2. Takið bita á stærð við plómu af brauðinu. Fletjið örþunnt út. Leggið í einfalt lag á bakka eða fjöl. 3. Hitið gasgrillið í minnst 10 mínútur en kolagrillið lengur. 1. Setjið öll þurrefni í skál. Mælið matarohu og síðan hunang með sömu skeiðinni og setjið út í. (Matarohan á skeiðinni vamar því að hunangið loði við skeiðina). 2. Setjið vatnið út í og hnoðið deig. Fletjið út um 1 sm á þykkt annaðhvort í ferkantaðan eða kringlóttan bút. Mótið rifur, ekld alveg í gegn, með kleinuhjóh eða hnífsegg. Sjá teikingu. 3. Hitið grilhð, setjið deigbútinn á grillið í heilu lagi. Bakið fyrst í um 2-3 mínútur, snúið þá við og bakið þeim megin. Losið brauðin í sundur og setjið í plastpoka. í DAG VELVAKA^DI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Varst þú í MÍ? Hið árlega 16. júní knall MÍ-inga er á þriðjudaginn. Hefð er komin á að stúd- enfyr frá Menntaskólanum á Isafirði komi saman að kvöldi dags, 16. júní. Sam- komur þessar hafa verið kærkomið tækifæri stúd- enta úr öhum árgöngum frá MI til að koma saman, oftar en ekki með fortíðar- glampa í augum. Líkt og undanfarin ár verður komið saman á Kaffi Reykjavík, í Betri stofunni, og hljóm- sveitin Sixties verður með réttu tónhstina. Það er því full ástæða fyrir unga sem aldna MÍ-inga að láta sjá sig í í miðborginni á þriðju- dagskvöldið og byrja þjóð- hátíð í góðra vina hópi, og það ekki miklu síðar en 21:00, vilji menn hægindi! Jakob Falur Garðarsson. Velferðar- þjóðfélag? HVER skyldi trúa því að í þessu ágæta velferðar- þjóðfélagi þar sem allt er gert fyrir gamla fólkið rangli einn slíkur 76 ára gamall maður í Mosfellsbæ húsnæðislaus, enga leiguí- búð er að fá eftir mikla leit, auglýsingar og fleira. Það er búið að tala við bæjarstjórann, félagsmála- stjóra, húsnæðismálafull- trúa, félagsráðgjafa, sem sagt allan háaðalinn þar í bæ, en svarið er: Því mið- ur. Allt er þetta fólk al- mennilegt í viðræðu en þvi miður. Umsóknir liggja fyrir um elli- og eða leigu- húsnæði. Langir biðlistar, því miður. Fyrir hjálpsemi elskulegs fólks fær hann að geyma dótið sitt í bíl- skúr og þar sefur hann í draslinu. Engin aðstaða er þar til hreinlætis eða eld- unar. Ef einhver í Mos- fehsbæ gæti leigt þessum manni íbúð þá vinsamleg- ast hringið í síma 564 1168. 291130-5189. Ábending til mæðra EG VIL benda mæðrum í Reykjavík á að lesa bók Hallgríms Helgasonar „101 Reykjavík". Þetta er mjög góð bók fyrir uppeld- ið. 109 Reykjavík. Tapað/fundið Týnt hjól AÐFARANÓTT annars í hvítasunnu hvarf frá Rétt- arholtsvegi 53 blátt 31“ reiðhjól af gerðinni TREK. Hjólið er aðeins nokkurra mánaða gamalt og er þess sárt saknað af eigandan- um. Þeir sem geta gefið upplýsingar sem leiða til þess að hjólið finnist vin- samlega hringi í síma 588 1619. Fundarlaun. Blá hjólataska týndist BLÁ hjólataska týndist sl. föstudag frá Suðurlands- braut_ og niður á Lauga- veg. I töskunni var sund- dót. Nafn eiganda er á sundkorti í snyrtibudd- unni. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 0482. Barnabakpoki týndist BARNABAKPOKI merkt- ur Hringjaranum frá Notre Dame týndist sl. fóstudag. í honum var anorakki, nestisbox og derhúfa. Skilvís finnandi haffi samband í síma 565 7979. Húslyklar í óskilum HÚSLYKLAR fundust í Kökubankanum í Garðabæ sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 565 8070. Reiðhjól i óskilum REIÐHJÓL, kvenmanns, er í óskilum í Seláshverfi. Upplýsingar í síma 557 1328. Dýrahald Kettling-ar fást gefíns ÞRÍR kettlingar, 11 vikna, fást gefins. Upplýsingar í síma 554 5321. Páfagaukur í óskilum FYRIR 2 vikum síðan fannst gulur páfagaukur, mjög spakur, við Skútuvog í Reykjavík. Þeir sem kannast við páfagaukinn hafi samband í síma 565 7702. Kanínur óskast ÓSKA eftir þremur eða fleiri kanínum. Upplýsing- ar i síma 566 8004. Morgunblaðið/RAX ISKÁLEYJUM Víkveiji skrifar... VÍKVERJI á dálítið erfitt með að skilja viðskiptastefnu Hag- kaupsfyrirtækjanna um þessar mundir. Verzlunum fyrirtækisins hefur verið skipt í tvennt. Þannig heitir hin nýja verzlun þess við Smáratorg Hagkaup, en gamla vei’zlunin í Kringlunni t.d. heitfr Nýkaup. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem fram komu, þegar breytingin var gerð, eiga Nýkaups- verzlanir að bjóða upp á ferskari vöru en Hagkaupsverzlanir og verð- ið verður þar af leiðandi hærra. Víkverja sýnist hins vegar, að í raun sé verið að selja sömu vörur að verulegu leyti fyrir lægra verð í Hagkaupsbúðinni við Smáratorg en í Nýkaupsverzluninni í Kringlunni. Hvers vegna ættu viðskiptavinir að kaupa sömu vörur á hærra verði? Að vísu er hægt að kaupa fisk úr fiskborði í Nýkaupsbúðinni í Kring- lunni en hann er seldur innpakkað- ur í Hagkaupsbúðinni við Smára- torg. Þetta skiptir viðskiptavininn ekki máli vegna þess að fiskurinn í hinum gömlu hefðbundnu fiskbúð- um er margfalt betri en fiskurinn, sem fæst í Nýkaupsbúðinni í Kring- lunni. Það er að vísu rétt, að það er ekk- ert kjötborð í Hagkaupsbúðinni við Smáratorg, en þá er á það að líta að töluvert af kjötvörum er selt inn- pakkað í Nýkaupsbúðinni í Kringl- unni. Eftir sem áður er ljóst, að það er betra að kaupa kjöt í Kringlunni en við Smáratorg. Það er raunveru- lega eini munurinn. Er hann svo mikill, að það sé vit í því að kaupa allar aðrar vörur á hærra verði, þegar um nákvæmlega sömu vörur er að ræða? Ávextir og grænmeti eru sama varan á báðum stöðum, því að ekki trúir Víkverji því, að það sem ekki selst í Kringlunni sé sent að Smáratorgi. Það væri fróðlegt að fá útskýr- ingar Hagkaupsmanna á þessari viðskiptastefnu vegna þess að hún vefst fyrir mörgum. XXX A UR ÞVI að matvöruverzlanir eru á annað borð til umræðu í dálki Víkverja mætti kannski víkja að öðru atriði. Hvernig stendur á því, að svo virðist sem ekki sé lengur hægt að fá keyptan stangarveiddan lax í matvöruverzlunum hér. Eftir að eldislax ruddi sér til rúms fæst hann allt árið um kring og skulu engar athugasemdir gerðar við það. Ef afgreiðslufólk er hins vegar spurt, hvort um eldislax sé að ræða eða stangarveiddan lax fást engin svör. Svo virðist sem afgreiðslufólk- ið hafi ekki hugmynd um hvaða lax það er, sem er á boðstólum. Margir eru þeirrar skoðunar, að verulegur gæðamunur sé á eldislöx- um og „alvöru“ löxum. Alla vega ætti að vera sjálfsagt, að viðskipta- vinir matvöruverzlana ættu val, jafnvel þótt stangarveiddi laxinn væri dýrari. xxx ANNARS verður fróðlegt að sjá í hvaða farveg samkeppnin í smásöluverzluninni fer. Verzlunar- miðstöðin við Smáratorg hefur tví- mælalaust mikið aðdráttarafl. Að- koman er þægilegri en í Kringlunni. Það þarf ekki að koma á óvart, þótt verulegur samdráttur verði í Kring- lunni a.m.k. fyrst í stað. Verzlanir í Kringlunni gætu kynnzt því, sem kaupmenn við Laugaveginn urðu að þola, þegar Kringlan var opnuð og fyrstu árin á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.