Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 23 Ríkisskattstjóri krefst upplýsinga um innstæður og vexti 1.347 einstaklinga vegna eftirlits með álagningu fjármagnstekjuskatts Bankarnir neita að veita upp- lýsingar vegna bankaleyndar BANKAR og sparisjóðir hafa með vísan til bankaleyndar neitað kröfu Ríkisskattstjóra um upplýsingar um innistæður, vexti og afdreginn fjármagnstekjuskatt hjá 1.347 einstaklingum. Úpplýsingaöflunin átti að vera liður í eftirliti skattayfírvalda með skilum fjármagnstekju- skatts. Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að láta reyna á rétt sinn til upplýsinganna með því að stefna einhverjum bankanna fyrir héraðsdóm. Fjármagnstekjuskatturinn tók gildi í byrjun síðasta árs og er í fyrsta skipti lagður á skattgreið- endur við þá álagningu skatta sem nú er í undir- búningi. RQdsskattstjóri valdi handahófskennt úr- tak með 1.347 einstaklingum og óskaði eftir upp- lýsingum um þá hjá öllum bönkum og sparisjóð- um landsins. Spurt var um allar innistæður þeirra í árslok 1997, vexti af reikningum þeirra og af- tekna staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts. Telja bankaleynd óbreytta Garðar Valdimarsson ríldsskattstjóri segir að þessi upplýsingaleit sé liður í eftirliti með framtali fjármagnstekjuskatts hjá einstaklingum og jafii- framt liður í eftirliti með því hvemig bankar og sparisjóðir stæðu sig við að innheimta fjármagns- tekjuskattinn og skila honum. Ríkisskattstjóri sendi beiðni sína í apríl. Bankar og sparisjóðir fólu Sambandi íslenskra viðskiptabanka að láta vinna álitsgerð um málið og svara fyrir sína hönd. í lok síðasta mánaðar fékk Ríkisskattstjóri svarið og þar var neitað að láta upplýsingarnar í té. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra við- skiptabanka vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið í gær en eftir því sem næst verður komist byggist afstaða bankanna á því að þeir telji rétt viðskiptavina sinna vegna að standa eins vel og kostur er vörð um bankaleynd. í bréfi þeirra vitnar Baldur Guðlaugsson hæsta- réttarlögmaður meðal annars til greinargerðar laga um fjármagnstekjuskatt þar sem fram kemur að þrátt fyrir ákvæði laganna um skyldu bankanna til að veita skattyfírvöldum upplýs- ingar verði ekki breytingar á framkvæmd bankaleyndar. Bankarnir hafa hingað til veitt yfirvöldum upplýsingar vegna rannsóknar á málum tiltekinna einstaklinga og einstakra fyr- irtækja en þeir telja að úrtakskönnun Ríkis- skattstjóra^sé annars eðlis. Stefna einum banka Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri segir að möguleikar skattyfírvalda til að tryggja rétta álagningu fjármagnstekjuskatts skerðist mjög fáist ekki sundurliðaðar upplýsingar frá bönk- um og sparisjóðum. Hann segir að embættið hafi ákveðið að láta reyna á rétt sinn til um- ræddra upplýsinga með því að stefna einni inn- lánsstofnun fyrir héraðsdóm. Spurður um aðrar leiðir til eftirlits segir Garðar að skattyfirvöld hafi heimildir til að skoða bókhald bankanna og að fá það til sín, en það séu mun tafsamari aðferðir en að fá upplýs- ingamar í tölvutæku formi eins og gert væri ráð fyrir í úrtakskönnuninni. Ógnir og tækifæri ársins 2000 TÆKNIVAL stendur fyrir röð morgunverðarfunda til að fræða stjórnendur fyrirtækja um aldamóta- vanda tölva og tölvukerfa. Fyrsti fundurinn hefur verið haldinn í Reykjavík og í kjölfarið verða haldnir nokkrir fundir á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Á fundunum er gerð grein fyrir þeim vanda sem blasir við fyrirtækj- um. Fjallað er um áhrif hans á ein- stök fyrirtæki og atvinnu- og við- skiptalífið í heild. Einnig er mönnum ráðlagt hvemig á að greina vandann og bregðast við honum. „Ekki er ofsögum sagt að fyrir- tækjum og viðskiptalífinu stafar mik- il ógn af því um næstu aldamót ef tölvukerfi hrynja unnvörpum verði ekkert að gert. Einnig er ljóst að sum fyrirtæki hafa ekki burði til að mæta þessum vanda. Erlend ráðgjaf- arfyrirtæki spá því til dæmis að 10% fyrirtækja þurfi að hætta starfsemi um næstu aldamót af þessum sökum. Vandinn er þó síður en svo óleysan- legur og á fundunum er lögð áhersla á að í hverri ógnun felast tækifæri og það á ekki síst við í þessu tilviki," segir í fréttatilkynningu. Reglur um millibanka- viðskipti taka gildi REGLUR Seðlabanka íslands um millibankaviðskipti hafa tekið gOdi. í þeim er gert ráð fyrir að þær lána- stofnanir, það er að segja viðskipta- bankar, sparisjóðir og fjárfestinga- bankar, sem gerast vakar markað- arins þurfi að uppfylla ýmis skilyrði, meðal annars um tilboð til að við- halda markaðnum og upplýsinga- gjöf. Þeir þurfa að vera með bindandi tilboð um inn- og útlán til eins dags, viku og mánaðar. Vakarnir eiga að uppfæra leiðbeinandi vexti að minnsta kosti á fimm mínútna fresti á Reuters-síðu. Hugmyndin er að með: þessu móti myndist opinberir vextir, eins og á erlendum fjármála- mörkuðum. Mun Seðlabankinn síðan skrá millibankavexti með hliðsjón af leiðbeinandi vöxtum bankanna og birta einu sinni á dag. ---------------- Athugasemd VEGNA sameiginlegrar fréttatil- kynningar Pennans og Axis sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum, hafa GKS húsgögn óskað eftir því að koma á framfæri eftirfarandi at- hugasemd. I fréttatilkynningunni segir orð- rétt: „Veltan í tveimur trésmiðjum Pennans og Axis er um 200 milljónir og samtals eru starfsmenn þeirra 60 talsins". Hér er beinlínis um ranga fullyrðingu að ræða, sem okkur finnst ástæða til þess að verði leið- rétt. Önnur trésmiðjan sem vísað er til í umræddri fréttatilkynningu er Tréiðjan, sem er í eigu GKS og Axis, þar sem Penninn á enga aðild að. í Tréiðjunni starfa samtals 30 starfsmenn og mikill meirihluti um- svifa þar undanfarin ár hefur verið fyrir GKS. í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að forsvarsmenn Pennans vonast til þess að ímynd Pennans, sem hingað tQ hefur verið þekktastur sem innflutningsfyrir- tæki, breytist með raunverulegri þátttöku í því að koma íslenskri hönnun og framleiðslu á framfæri. Það hefur aldrei þótt góður siður að skreyta sig með verkum annarra til þess að upphefja sjálfan sig eða til þess að bæta ímynd sína og er það réttur viðskiptavina að ekki sé verið að halda að þeim röngum eða villandi upplýsingum. Rafn B. Rafnsson, framkvæmda- stjóri GKS. Þriðjudaginn 16. júní kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. I þessu útboði heldur áfram uppbygging markflokka ríkisvíxla eins og kynnt var aðilum á fjármagnsmarkaði 12. maí, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í þessu útboði verða gefiiir út 3ja, 6 og 12 mánaða ríkisvíxlar. í útboði 16. júní verða eftirfarandi flokkar ríkisvíxla í markflokkum boðnir út: Wimim S f ■ • ■* Flokkur: Gjalddagi Núverandi Lánstími staða* * Aætlað hárnark tekinna tilboða* RV98-0917 17. september 1998 3 mánuðir 0 2.000 RV98-1217 17. septemberiggS 0 mánuðir 300 1.000 RV99-0616 i6.júml999 mánudir 0 1.000 ; ; ■ * Milljónir króna. WÉIM Uppbyggiiig markflokka ríkisvíxla Staða ríldsvíxla 12. júní, 14.684 milljónir króna. Aætluð hámarksstaerð og sala í útboði 16. júní 1998. Sölufyrirkomulag: Rfldsvixlamir verða seldir með dboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimflt að bjóða í rfldsvixla að því tflskyldu að lágmarksfjárhæð tflboðsins sé ekki lægri en 20 mflljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestinga- lánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimflt að gera tflboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tflboð í ríkisvixla þurfk að hafa borist Lánasýslu rflosins fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 16. júní. Útboðsskflmálar, önnur tflboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rfldsins, Hverfisgötu 6, i síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð- Simi: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.