Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ rt FRETTIR Könnun Stöðvar 2 á lestri greina Sverris Hermannssonar í Morgunblaðinu 19% aðspurðra lásu allar greinarnar RÚMLEGA 41% þeirra sem spurð- ir voru í könnun Markaðssamskipta ehf. fyrir Stöð 2 kváðust hafa lesið einhverjar af greinum Sverris Her- mannssonar í Morgunblaðinu um Landsbankamálið. Rúmlega 19% höfðu lesið þær allar og rúmlega 39% höfðu ekki lesið þær. Úrtakið í könnuninni var 837 manns. 49% þeirra sem lásu allar greinarnar töldu að þær hefðu haft jákvæð áhrif á afstöðu sína til Sverris. Fleiri karlar lásu greinar Sverris en konur. Rúmlega 26% karla lásu flestar eða allar greinarnar, 40% einhverjar ^ og rúmlega 33% lásu þær ekki. A hinn bóginn lásu 13,5% kvenna flestar eða allar greinarnar, 41,8% einhverjar og 44,7% lásu þær ekki. Hærra hlutfall eldra fólks en yngra las greinar Sverris. Greint eftir búsetu var hæst hlutfall þeirra sem lásu greinarnar meðal þeirra sem búsettir eru í nágrenni Reykjavíkur, næst hæst var hlut- fallið í Reykjavík en lægst á lands- byggðinni. Rúmlega 41% töldu að gi-einar- skrif Sverris í Morgunblaðinu um Landsbankamálið hefðu haft nei- kvæð áhrif á afstöðu sína til Sverr- is. Rúmlega 28% eru þeirrar skoð- unar að áhrifín hafí verið frekar Hrútafjörður Tvennt slasað eftir bilveltu TVENNT var flutt á slysadeild eftir bílveltu í Kollafirði við Hrútafjörð á sunnudagskvöld. Þrír voru í bílnum, sem fór tvær til þrjár veltur á veg- inum áður en hann valt út af og ofan í skurð. Að sögn lögreglu á Hólma- vík er einbreitt slitlag á veginum og talið að annaðhvort hafí bílstjórinn misst stjóm á bifreiðinni og lent ut- an við slitlagið eða að sprungið hafi á bílnum. Bílstjórinn og farþegi í framsæt- inu voru fluttir á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur í tveimur sjúkra- bílum. Farþegi í aftursæti slapp með skrámur, en allir voru með bfl- belti. Tækjabfll slökkviliðsins á Hvammstanga var kallaður til en ekki reyndist þörf á að nota hann. neikvæð og tæplega 13% að þau hafi verið mjög neikvæð. Hlutfall þeirra sem sögðu að greinarnar hefðu haft jákvæð áhrif á afstöðu sína var tæplega 25% og rúmlega 34% sögðu að greinarnar hefðu ekki haft nein áhrif á afstöðu sína til Svems. Neikvæð áhrif á þá sem ekki lásu greinarnar Þegar búið er að greina niður- stöðurnar nánar kom í ljós að tæp- lega 49% þeirra sem höfðu lesið greinarnar allar voru þeirrar skoð- unar að þær hefðu haft jákvæð áhrif en tæplega 30% að þau hefðu haft neikvæð áhrif. Af þeim sem lásu aðeins sumar greinarnar voru tæplega 22% þeirrar skoðunar að þær hefðu haft jákvæð áhrif á af- stöðu sína til Sverris en 44% að áhrifin hafi verið neikvæð. Greinarskrif Sverris virðast hafa haft mjög neikvæð áhrif á af- stöðu fólks sem ekki las blaða- greinarnar. Tæplega 12% í þeim hópi sögðu að þær hefðu haft já- kvæð áhrif en tæplega 46% voru þeirrar skoðunar að áhrifín hefðu verið neikvæð á afstöðu þeirra gagnvart Sverri. Þetta er sá hópur sem myndar sér skoðun á greinar- skrifunum út frá fréttaflutningi. Hólmavík Utafakstur og bílvelta í Kollafirði TILKYNNT var um útafakst- ur og bflveltu í Kollafirði sunn- anverðum, við Höfðaskarð, á laugardaginn. Þarna hafði bif- reið farið út af veginum og á hliðina. Tveir voru í bílnum og fór annar til skoðunar á heilsu- gæslustöðina á Hólmavík. Meiðsli reundust minniháttar. Hvorugt var í bílbelti. Ekki urðu miklar skemmdir á bifreiðinni og eftir að henni var komið á hjól á ný var henni ekið áfram. Hugsanlegt er að kerra sem var í eftirdragi hafi orðið þess valdandi að öku- maðurinn missti stjórn á bif- reiðinni í beygju. IíStaKoT LISTA OG LEIKSKÓLI Listagott fyrir börn Listakot býður upp á mismunandi vistun: 4, 6 eða 8 tíma. Frá september til maí leggjum við áherslu á listgreinar, íslensku og stærðfræði. Bekkir fyrir börn fædd '93 og 94 Utan bekkjatíma taka börnin þátt í leikskólastarfi í umsjá leikskólakennara og leiðbeinanda. Listakot er opið allt árið frá kl. 7:30 - 1 8:30 fyrir 2 - 6 ára börn. Innritun og upplýsingar 15., 16. og 18. júní milli kl. 14:00 og 15:00. UStaKoT LISTA OG LEIKSKÓLI Holtsgötu 7, 101 Reykjavík, Sími: 5513836 Námsgreinar: Stærofræði, íslenska, balletf, leikræn tjáning, mynalist og tónlisf. Kennarar: Grunnskóla-, ballett-, leiklistar-, myndlistar- oq tónlistar- Þokka- leg byrj- un en skilyrði slæm VEIÐI byrjaði bærilega í Langá, Haukadalsá og Laxá í Leirár- sveit miðað við afleitar aðstæður, lax var alls staðar á sveimi og nokkrir vora dregnir á þurrt. Vatnsleysi hrjáir nú árnar sem aldrei fyrr og menn eru að verða sammála um að afskrifa ekki stórlaxinn enn, skilyrðin henti honum svo illa að hann komi vart fyrr en hækkar í ánum eða að skyggja tekur á nóttunni. I Langá var byrjað að veiða á laugardag og veiddist einn lax þann dag. Um kvöldið sást til ferðar stórgöngu sem fór upp Sjávarfoss og á sunnudaginn veiddust átta laxar viða um á. Áin er að magni til og hitastigi eins og á júlídegi og nýtur vatns- miðlunar í Langavatni sem enn lúrir á vatni til að halda jöfnu rennsli. Veiði hófst í Haukadalsá í Döl- um á laugardag og á hádegi í gær höfðu veiðst átta laxar. Einn 12 punda var stærstur, en hinir voru allir 5 til 7 punda. Laxá í Leirársveit var einnig opnuð á laugardaginn og veidd- ust þrír laxar fyrsta daginn. HJÓNIN Jónína Kristjánsdóttir og Magnús E. Kristjánsson ásamt Hafsteini Orra Ingvasyni, staðarleiðsögumanni við Langá, með fyrsta laxinn úr ánni. Laxinn veiddist á Breiðunni á svarta Frances númer 10. ÓLAFUR Johnson með fyrsta laxinn úr Laxá í Leirársveit, 12 punda flugnlax úr Eyrarfossi. Haukur Geir Garðarsson sem var í hópi veiðimanna og veiddi tvo laxa, sagði lax víða í ánni og hánn væri á ferðinni. Hann nefndi Laxfoss, Eyrarfoss, Sunn- evufoss og fleiri staði þar sem laxar sáust. Sá fyrsti úr Laxá á Asum Loksins kom lax á land úr Laxá á Ásum. Þann fisk veiddi Kristján Ríkharðsson í Kóka, 11 punda fisk, á laugardaginn. Sveinn Guðmundsson, félagi Kri- stjáns, sagði tvo til viðbótar hafa sloppið og var annar afar stór. „Eg veit að í morgun voru komn- ir fjórir á land,“ sagði Sveinn í gærdag. Líf í Elliðaánum Það sást til nokkurra laxa í Elliðaánum er þær voru opnaðar í gærmorgun. Laxar voru á Breiðunni og í Fossinum og 13 vora komnir upp fyrir teljara. Helga Jónsson, borgarritari veiddi eina lax morgunsins, 4,5 punda í Holunni. Athugasemd frá Landsvirkjun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Hall- dóri Jónatanssyni, forstjóra Lands- virkjunar, vegna ummæla Kenneths Peterson varðandi „lánsorku": „í Morgunblaðinu hinn 14. þ.m. er birt viðtal við Kenneth Peterson um byggingu álvers Norðuráls á Grundartanga. Er þar einnig vikið að samningaumleitunum Norðuráls og Landsvirkjunar varðandi áhuga Norðuráls á að fá raforku afhenta umfram samningsbundinn rétt gegn því að skila henni aftur lendi Landsvirkjun í vatnsskorti og þá með því að draga úr raforkunotkun álversins og minnka framleiðsluna. Hafa aðilar einkum rætt möguleika á þessum viðskiptum á þessu ári og þá ekki hvað síst á hausti komanda þegar þrengir að í orkubúskap Landsvirkjunar vegna aukins álags á raforkukei'fið, bæði vegna al- mennra þarfa og stóriðju á meðan orka frá nýjum orkuöflunaraðgerð- um hefur ekki skilað sér að fullu þar sem Sultartangavirkjun verður ekki komin í rekstur fyrr en seint á næsta ári. í fyrrnefndu viðtali er haft eftir Kenneth Peterson að niðurstaða viðræðna Landsvirkjunar og Norð- uráls um lánsorkuna hafi orðið sú að Landsvirkjun hafi kosið að reyna þetta ekki, vegna þess að þetta hefur ekki verið gert hér áð- ur. Þetta hafa þó önnur orkufyrir- tæki gert í áratugi," eins og haft er orðrétt eftir Kenneth Peterson. Þar sem þetta er ekki rétt hvað afstöðu Landsvirkjunar snertir leyfi ég mér að taka fram eftirfarandi: 1. Samkvæmt rafmagnssamningi Landsvirkjunar og Norðuráls bar Landsvirkjun að geta hafið afhend- ingu á samningsbundinni raforku til Norðuráls frá og með 1. júní 1998 að telja vegna fyrri helmings af- kastagetu hins 60.000 tonna álvers Norðuráls á Grandartanga. Jafn- framt bar Landsvirkjun skylda til að tryggja Norðuráli næga raforku til að geta hægt og sígandi náð full- um afköstum þessa iyrri helmings í afkastagetu álversins hinn 1. júní sl. með því að geta farið að taka orku fyrir fyrstu ker álversins þegar í byrjun aprfl sl. og síðan í vaxandi mæli eftir því sem kerunum fjölgaði jafnt og þétt þar til fyrrnefndí'i helmings afkastagetu álversins væri náð hinn 1. júní í ár. 2. Norðurál stefndi framan af að því að ná fyrri helmingi afkastagetu álversins hinn 1. júní sl. og var aldrei neitt því til fýúirstöðu af hálfu Landsvirkjunar að svo mætti verða. Áætlanir Norðuráls hér að lútandi stóðust hins vegar ekki og það var fyrst mánudaginn 8. júní sl. sem Norðurál sá sér fært að taka við straumi á fyrsta kerið af 60 í fyrr- nefndri afkastagetu álversins og verður álverið fyrirsjáanlega ekki farið að taka straum á öll kerin 60 fyiT en í lok júlímánaðar í stað hins 1. júní sl. eins og að var stefnt en frá og með 1. september nk. verður Norðurál að fara að greiða fyrir 85% hlutaðeigandi samningsbund- innar raforku frá Landsvirkjun hvort sem Norðurál tekur rafork- una eða ekki. Framangreindar tafir hjá Norð- uráli hafa orðið til að auka áhuga ráðamanna Norðuráls á hinni svo- nefndu lánsorku á haustmánuðum í ár og fram eftir vetri til viðbótar samningsbundinni raforku frá Landsvirkjun í þágu bæði fyrri helmings afkastagetu álversins að fullu sem og uppkeyrslu vegna seinni helmingsins sem á ekki rétt á fullri orku fyrr en frá og með 1. jan- úar nk. þegar hið 60.000 tonna álver á að hafa náð fullri afkastagetu. Fulltrúar Landsvirkjunar og Norðuráls hafa á undanförnum mánuðum skipst á skoðunum varð- andi möguleika Norðuráls á að „lána“ orku með því móti sem hér hefur verið rakið. Enn sem komið er hefur ekki náðst samkomulag þar að lútandi. Er ástæðan einkum sú að Norðurál hefur ekki viljað fallast á það skilyrði af hálfu Lands- virkjunar að Landsvirkjun hafi það í hendi sér að ákveða upp á sitt eins- dæmi hvenær til skila Norðuráls á lánsorkunni þurfi að koma við viss- ar aðstæður í vatnsbúskapnum, en slíkt skilyrði er nauðsynlegt til að lánsorkusamningurinn verði Lands- virkjun ekki fjötur um fót i að gegna lögbundnum og samnings- bundnum skyldum sínum í vatns- skorti gagnvart öðrum viðskiptavin- um sínum, auk þess sem ágreining- ur er um skilaverð lánsorkunnar. Það er því ekki rétt að Landsvirkj- un hafi hafnað lánsorkumöguleikan- um vegna þess að hér sé um að ræða viðskiptahætti sem ekki hafí tíðkast hér á landi áður eins og full- yrt er í viðtalinu við Kenneth Peter- son. Þvert á móti hefur Landsvii-kj- un lagt sig fram um að koma til móts við Norðurál í þessum sam- skiptum sem öðrum og nú síðast á fundi aðila föstudaginn 12. þ.m. þar sem tekin voru til umræðu drög þau að lánsorkusamningi sem Lands- virkjun hafði gert og látið Norðuráli í té 29. maí sl. Vora drögin rædd ít- arlega án þess þó að samkomulag næðist. Lauk fundinum með því að Kenneth Peterson hét því að kanna betur það sem á milli bæri og er nú beðið eftir niðurstöðum hans í því efni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.