Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ENSKI leikarinn Donald Pleasence í Halloween. AUSTIN Stoker og Laurie Zimmer í „Assault On Precinct 13“. JOHN CARPENTER CARPENTER sjálfur með Kurt Russell við tök- ur á „Escape From New York“. EINN þeirra leikstjóra x' yngri kantinum, sem sett liafa svip sinn á síðustu ára- tugina, er Bandaríkjamað- urinn John Carpent.er. Til- valinn samnefnari fyrir alla þá stéttarbræður sína sem hafa valið sér hreinræktað afþreyingarefni til að kljást við og matreiðir það manna best, þegar sá gállinn er á honum. Menn af hans sauðahúsi eru ekki síður mikilvægir kvikmyndaiðn- aðinum en þungaviktar- mennirnir, bestu hrollvekj- ur leikstjórans eru meðal arðsömustu mynda sögunn- ar. Nokkrar mynda Carpenters standa uppúr og eru þess eðlis að maður getur séð þær aftur og aft- ur, þær eru gerðar af stakri kúnst á að sjá þegar það er að drepa tímann öðru fremur. Sjálfur hefur hann sagt: „Eg ber sterkar taugar til átakamynda. Hef ekkert gam- an aí gáfumannamyndum. Elska spennu. Vil vekja tilfinningaleg viðbrögð hjá fólki, sjá það hlæja og gráta“. Því verður heldur ekki neitað að Carpenter er ótrúlega slakur þess á milli. Hann á örfáar A- myndir (gerðar fyrir umtalsverð- ar íjárhæðir af stóru kvikmynda- verunum), flestar eru þó með B- myndaeinkennum (sjálfstæðar, ódýrar), fáeinar ómengað rusl. Carpenter, sem fæddist 1948 í Kentucky, var kornungur forfall- J inn kvikmyndafíkill sem laðaðist einkum að vísindaskáldsögulegum myndum og hrollvekjum. Kemur ekki á óvart. Tvítugur var hann sestur við nám við kvikmynda- deild USC, þar sem hann reyndist frábær námsmaður og hlaut árið 1970 Óskarsverðlaunin fyrir stutt- myndina The Resurrection of Bronco Billy. Á svipaðan htt og annar nemandi við USC, George Lucas, sem lagði frumdrög að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, THX-1138, í samvinnu við skól- ann, hóf Carpenter vinnu við gerð Dark Star, (‘73) á svipaðan hátt. Myndin, sem var að hluta skopút- gáfa af 2001, hlaut fádæma góðar vinsældir. Jafnt hjá gagnrýnend- um sem áhorfendum og farsæll ferill var hafinn. Næsta mynd, Assault on Precinct 13, (‘76), ein besta mynd leiksljórans fyrr og síðar, fór fyr- ir ofan garð og neðan hjá Banda- ríkjamönnum. A næsta ári fóru hjólin að snúast fyrir alvöru. Carpenter seldi handritið Augu Lauru Mars, og myndin naut nokkurra vinsælda. Að auki leik- stýrði hann tveimur, góðum sjón- nvarpsmyndum sem vöktu at- hygli. Einkum EIvis, þar sem Kurt Russell fór á kostum sem rokk- goðið. Hann hefur síðan verið í uppáhaldi hjá leikstjóranum. Síð- an kom að því að Carpenter gerði fyrstu myndina sem sló í gegn. Það var hrollvekjan sígilda, Hall- oween, (’78). Vinsældir hennar urðu slíkar að framhaldsmyndirn- ar urðu 5, Carpenter leikstýrði engri þeirra, en samdi handritin og framleiddi. Þá samdi hann einnig tónlistina við þær flestar og hefur margsannað sig sem lið- tækur kvikmyndatónlistarmaður. I kjölfarið kom önnur lítil en áhrifarík og feikivinsæl hroll- vekja, The Fog, (‘80), með eiginkonu hans, Adrienne Bar- beau í aðalhlutverki. Næst leit dagsins ljós „cult“-myndin góða, Escape From New York, (81). All- ar nutu þessar litlu, sjálfstæðu myndir inikillar aðsóknar og engu síðri viðtökur gagn- rýnenda. Sígild myndbönd Nú bönkuðu risarnir uppá hjá hinum unga hroll- vekjusmið. Universal reið á vaðið, hann endurgerði þar ágætan vísindahroll, The Thing, (‘82). Engu var lík- ara en aukið fjármagn og alvöiu aðstaða slægi Carpenter útaf laginu. Alla- vega gekk myndin ekki sem skyldi, þó er hún spenn- andi, hlaðin fínum og dýr- um brellum og ágætasta af- þreying. Næst í röðinni var kvikmyndagerð Christine, metsölubókarinnar eftir Stephen King. Henni farn- aðist betur á öllum sviðum. Carpenter sneri við blað- inu, næsta mynd var hin hlýja og notalega Starman, (84), þar sem Jeff Bridges fer á kostum sem geimvera í heimsókn á jörðinni, þar sem hann kynnist stúlku en verður að snúa aftur. Á þá von á erfingja. Myndinni var mjög vel tekið og leikstjórinn hafði sannað að hann var fær um að gera aðrar myndir en hrollvekjur og vísinda- skáldsögur. Þá var komið að Big Trouble in Little China, (‘86), fok- dýrri gamanmynd hjá Fox, sem átti að treysta Carpenter í sessi sem fjölhæfan A-myndamann. Hún stóð undir nafni, varð stór- vandræði sem áhorfendur snið- gengu. Síðan leikstýrði Carpenter fimm, mismunandi slöppum hroll- vekjum, síðan kom röðin að fram- haldi einnar hans bestu myndar, Escape From New York. Áð þessu sinni var það Los Angeles sem var flúin. Myndin var þokkaleg skemmtun, en er nánast eftirlík- ing af forvera sínum. Fékk þó prýðilega aðsókn en varð ekki sú endurreisn leikstjórans sem menn höfðu vonað. Um þessar mundir er Carpenter að ljúka við Vamp- ires, með James Woods í aðalhlut- verkinu, og hefur það kvisast út að hún sé það skásta sem hefur komið frá þessum heillum horfna leikstjóra. Oskandi að rétt væri og einhvernveginn hefur maður á tilfínningunni að John Carpenter eigi eftir að rísa upp á nýjan leik. HREKKJAVAKA -HALLOWEEN (1978) ★★★# Geðsjúkur morðingi gengur laus í amerískum smábæ á Hrekkjavökunni. Virkilega ógnvekjandi mynd með fjölda atriða sem fá hárin til að rísa. Lítil og ódýr mynd, en hef- ur haft ótrúlega sterk áhrif sem ein fyrsta „unglinga- hrollvekjan". Á hverju ári hafa menn verið að stæla hana undir ymsum nöfnum; Friday the 13th, Nightmare on Elm Street, Scream, I Know What You Did Last Summ- er, o.s.frv., og beinar framhaldsmyndir orðnar 5. Spor- göngumönnum Carpenters hefur ekki enn tekist að gera betur. ESCAPE FROM NEW YORK (1981) 4rk-k'h Fræg og fíi’na skemmtileg „cult“-mynd, sem jafnan er gott að grípa til í leiðindum. Myndin gerist árið 1997. Forseti Bandaríkjanna hefur nauðlent á Manhattaneyju, sem orðin er allsherjarfangageymsla fyrir hættulegustu glæpamenn landsins. Ævintýramaðurinn óttalausi, Snake Plissen (Kurt Russell), er sendur inní vítið til að bjarga málunum. Ekki djúpur skáldskapur en hasarinn er ósvikinn og spennandi með grodda ofbeldi og eltinga- leikjum. Mannvalið í aukahlutverkum aldeilis frábært. Þeir eru ekki árennilegir, Lee Van Cleef, Ernest Borgni- ne, Donald Pleasence, Isaac Hayes og Harry Dean St- anton. Hasarblaðamynd einsog þær gerast bestar. ASSAULT ON PRECINCT 13 (1971) ★★★ V2 Magnþrungin spenna ræður ríkjum ásamt innilokunar- kennd og furðu mikilli gamansemi í einni kröftugustu mynd leikstjórans. Lögreglustöð sem er sambandslaus við umheiminn er umkringd af óárennilegu gengi óþjóða- lýðs sem telur sig eiga vörðum laganna grátt að gjalda. Margir þættir í seinni myndum leikstjórans birtast hér. Hann semur tónlistina, spennan friðlaus og andrúmsloft- ið hlaðið ógn og skelfingu með gamansömu ívafi. Leik- hópurinn, sem er jafn óþekktur nú sem þá, er býsna góð- ur og myndin í alla staði hin áhugaverðasta. Sæbjörn Valdimarsson Nína tekur sér ársfrí frá vaxtarrækt Morgunblaðið/Helena SYSTKININ Nína, Már og Skúli eru öll með kraftadellu. Systkin- in lyftu hálfu tonni „VIÐ ÁKVÁÐUM að athuga hvort við gætum ekki lyft hálfu tonni,“ segir Nína Oskarsdóttir hressilega að vanda. Hún kom frani á sýningu með bræðrum sínum Skúla og Má á sjó- mannadaginn á Fáskrúðsfirði og gáfu þau Fáskrúðsfirðing- um innsýn í heim kraftajötna af báðum kynjum. Einnig kom fram lyftingamaðurinn Sindri Harðarson. „Það var hringt í okkur og við beðin um að þreyta þessa þolraun til þess að lífga upp á daginn," heldur hún áfram. „Skúli er svo gott sem dottinn út úr þessum kraftagreinum þannig að það var að verða síð- asti möguleiki fyrir svona nokkuð.“ 011 hafa þau systkinin náð langt í kraftlyftingum, Skúli setti sem frægt er orðið heims- met á sinum tíma, Már hefur átt fjölmörg Islandsmet og Nína einnig ásamt því að vera margfaldur íslandsmeistari í vaxtarrækt. „Þetta er ekki stór bær og það er óneitanlega dá- lítið merkilegt að þrír úr sömu fjölskyldunni fái svona mikla HÁLFT tonn á stönginni reynist ekki mikil fyrirstaða. kraftadellu," segir Nína og hlær. „Við tókum ekki meira af lóð- um með okkur austur og ákváð- um að reyna að lyfta því bara. Auk þess tók ég drumbalyftuna og fékk nokkra karlmenn úr salnum til að etja kappi við mig. Þá komst ég að því að karlmenn eru ekki svo sterkir." Nína segist alltaf verða Fá- skrúðsfirðingur. „Maður er stoltur af því að koma austur. Pabbi var þarna á svæðinu og við höfðum enn meira gaman af þessu fyrir vikið.“ En hvað tekur svo við? „Góð spurning," svarar Nína hugsi. „Eg ætla að taka mér frí frá vaxtarrækt í eitt ár. Eg ætla að leyfa Möggu [Margréti Sigurðardóttur] að taka titilinn einu sinni í viðbót svo ég hafi eitthvað að keppa að á næsta ári.“ ANNE Heche og Harrison Ford stilltu sér upp á forsýningu myndarinnar „Six Days, seven Nights“ sem þau leika í. DAVID Schwimmer úr Vinum, sem leikur unnusta Anne Heche í myndinni, ásamt kærustu sinni ísraelsku leikkonunni Mili Avital. Fjörug rómantík hjá Ford og Heche RÓMANTÍSKA ævintýramyndin „Six Days, seven Nights" var for- sýnd í Los Angeles á dögunum en myndin fjallar um ritstjóra tísku- blaðs sem fær gamalreyndan flugmann til að fljúga með sig til Tahiti á lítilli vél sinni. Skötu- hjúin lenda í hremmingum þegar vélin nauðlendir í slæmu veðri á lítilli eyju og lijálp virðist fjarri. Það er gamla brýnið Harrison Ford sem leikur fiugmanninn en Anne Heche, unnusta Ellen DeGeneres, leikur ritstjórann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.