Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 65 FRÉTTIR Dagskrá 17. júní hátíðahaldanna Akstur SVR á þjóðhátíðardaginn AÐ venju verður dagskrá í miðborg Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hátíðarhöldin hafa áhrif á stað- setningu biðstöðva SVR í miðborg- inni, þar sem götum verður lokað ásamt því að íjöldi fólks leggur leið sína til miðborgar þennan dag. Leiðir 7, 110, 111, 112 og 115 munu verða með biðstöð á Tryggvagötu á móts við Tollhúsið. Leiðir 2, 3, 4, 5 og 6 munu verða með biðstöðvar í Póst- hússtræti og Geirsgötu. Gerðar verða breytingar á leið 1 þannig að vagninn ekur í Nauthólsvík og fer ekki um Þingholt frá hádegi til miðnættis. Aukaferðir verða á leiðum 2, 3, 4, 5, 6, 7, 110, 111, 112 og 115 kl. 01:15. Þar sem von er á fjölda fólks í mið- borgina á þjóðhátíðardaginn og tak- markað pláss fyrir bfla eru Reykvík- ingar, sem og aðrir sem ætla að leggja leið sína til miðborgar Reykja- vikur, hvettir til að nýta sér þjónustu SVR. Reynslan sýnir að það er oft á tíðum fljótlegra og áhyggjuminna en að fara á eigin bfl, segir í fréttatil- kynningu. ÝMISLEGT verður á dagskrá 17. júní. Farnar verða skrúðgöngur og boðið upp á margvíslegar skemmtanir. I Ráðhúsinu í Reykjavík verður haldin móttaka til heiðurs Bjarna Tryggvasyni, fyrsta íslenska geim- faranum, og Davíð Oddsson forsætisráð- heira flytur að venju ávarp á Austurvelli. Dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík Dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík hefst með samhljómi kirkjuklukkna í borginni klukkan 9.55. Klukkan tíu leggur forseti borgarstjómar blómsveig frá Reykvíking- um á leiði Jóns Sigurðssonar og munu skát- ar standa heiðursvörð. Hátíðin verður sett klukkan 10.40 með ávarpi Steinunnar V. Óskarsdóttur, for- manns þjóðhátíðarnefndar. Því næst leggur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnis- varða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Er Kvennakór Reykjavíkur hefur sungið þjóð- sönginn flytur Davíð Oddsson forsætisráð- herra ávarp. Fjallkonan flytur ávarp en kynnir verður Broddi Broddason. Klukkan 11.15 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Séra Sigurður Amarson prédikar og dómkórinn syngur. Skrúðgöngur verða farnar frá Hallgríms- kirkju og Hagatorgi. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju að Ingólfstorgi klukkan 13.40 og Hagatorgi í Hljómskálagarð klukk- an 13.45. í Hallargarðinum verður minigolf, fim- leikasýning, leiktæki, listförðun, skylmingar og fleira frá klukkan 13.00 til 18.00. í Hljómskálagarðinum verða skátar með tjaldbúðir og þrautabraut frá 14.00 til 18.00. Þar verða leiktæki fyrir börn og stórt grill. Þá verður Brúðubíllinn með leiksýningar við Tjarnarborg klukkan 14.00 og 14.30. Hátíðardagskrá verður í Ráðhúsinu, þar sem móttaka verður haldin frá klukkan 12.15 til 12.30 til heiðurs Bjarna Tryggva- syni, fyrsta Islendingnum, sem farið hefur í geimferð. Tjarnarsalurinn - Hátíðardag- skrá í Ráðhúsinu KJ. 12.15-12.30 Móttaka til heiðurs Bjarna Tryggvasyni, fyrsta Islend- ingnum sem farið hefur í geimferð. Klukkan 14.30 syngur þar Kvennakór Reykjavíkur og koma síðan fram strengjakvartett, sænski kórinn Equinox, Félag harmonikku- unnenda í Reykjavík og Borgarkórinn. Fjöldi listamanna mun skemmta víða um hátíðasvæðið og á sviðum við Iðnó og á Austurvelli frá klukkan 13.30 til 18.30. Einnig verða svið á Arnarhóli og við Ing- ólfstorg þar sem skemmt verður frá klukk- an 14.00 til 1.00 á fyrri staðnum og miðnætt- is á þeim síðari. Þá verða sýndar gamlar bifreiðir. Forn- bílaklúbbur íslands ekur frá Kjarvalsstöð- um klukkan 13.10. Fimm mínútum síðar verður sýnt á Skólavörðustíg og ekið niður Bankastræti og síðan haldin sýning á Mið- bakka. í Nauthólsvík hefst sýning á bílum frá stríðsárunum klukkan 12.00. Hátíðadagskrá verður á Kjai-valsstöðum frá klukkan 10.00 til 18.00. Klukkan 14.00 verður útnefndur borgarlistamaður. A barnaspítala Hringsins og barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur koma skemmti- kraftar í heimsókn og færa börnunum gjaf- ir. Hátíðadagskrár verða f Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal frá klukkan 10.00 til 18.00, í Árbæjarsafni frá 9.00 til 17.00 og er fólk hvatt til að mæta þangað í eigin þjóðbúningum og á Þjóðminjasafni Is- lands klukkan 11.00 til 17.00. I Nauthólsvík stendur siglingaklúbbur ITR fyrir fjallahjólakeppni um Oskjuhlíð klukkan 11.00. Klukkan 13.00 verður skemmtidagskrá og strandhögg víkinga. Hundafimisýning á vegum Hundaræktarfé- lags Islands verður klukkan 13.30. Dag- ski-áin í Nauthólsvík stendur til klukkan 18.00. Þá verður útivistar- og hjólaleikur á veg- um íslenska fjallahjólaklúbbsins og Hjól- reiðafélags Reykjavíkur á fjórum stöðum, í Nauthólsvík, Fjölskyldugarðinum í Laugar- dal, Hljómskálagarði og við Arnarhól. Hjó- landi og gangandi fólk getur fengið sérstakt kort og stimpil og tekið þátt í keppni. Veitt verða verðlaun. Upplýsingar um týnd börn verða í síma 5106600. Hátíðahöldin í Hafnarfirði Dagskrá í Hafnarfirði 17. júní hefst kl. 8 með fánahyllingu og fánar verða dregnir að húni. Kl. 10 verður frjálsíþróttamót leikja- námskeiða í Kaplakrika; knattspyrna yngi-i flokka á Víðistaðatúni. Kl. 13.45 verður helgistund í Hellisgerði. Prestur er sr. Þór- hallur Heimisson; Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur og Kai'kakórinn Þrestir syngja. Skrúðganga frá Hellisgerði að Víðistaða- túni þar sem fjölskylduskemmtun hefst kl. 15. Þar setur formaður þjóðhátíðarnefndar, Guðmundur Á. Tryggvason, hátíðina; ávarp bæjarstjóra, Magnúsar Gunnarssonar; ávarp fjallkonu; söngur leikskólabarna; Kó- medíuleikhúsið sýnir Trúðleik; Alda Ingi- bergsdóttir söngkona og Kór Flensborgar- skóla undir stjórn Hrafnhildar Blomster- berg syngja; leikþáttur Furðufjölskyldunn- ar og atriði úr söngleiknum Grease. Á Víðistöðum verða ýmis leiktæki á tún- inu. Rafbflar á tennisvellinum, minigolf, bátar á tjöminni og hestar í umsjá Sörlafé- laga. Andlitsmálun fyrir yngri bömin og Víkingagarðurinn verður opinn, þá verður kaffisala Skátafélagsins Hraunbúa í nýja skátaheimilinu við Víðistaðatún. Kl. 17 í Iþróttahúsinu við Strandgötu leika FH og Haukar og fimleikasýning frá Björk í leik- hléi. Fjölskylduskemmtun á Thorsplani hefst kl. 20.30. Þar flytur nýstúdent ávarp, Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur, flutt verða söngatriði úr Bugsy Malone og hafn- firska hljómsveitin í mestu makindum leik- ur. Þá dansa félagar úr danshópnum Onix. Siggi Sigurjóns, Örn Árnason og Karl Ágúst skemmta. Þá verður sýndir „break- dansar". Magga Stína, Risaeðla, og hljóm- sveit leika. Kl. 22 halda Jakobsson og Möll- er kvintett djasstónleika í Hafnarborg. Hljómsveitin Capri leikur gömlu dansana í Vitanum kl. 21 og dagskránni lýkur svo kl. 24. Kynnir hátíðahaldanna er Laufey Brá Jónsdóttir. Söngkonan Sigrún Eva Armannsdóttir og gítarleikarinn Þröstur Þorbjömsson heim- sækja sjúkrastofnanir bæjarins og halda tónleika. I þjóðhátíðarnefnd eru Guðmundur Á. Tryggvason, formaður, Ingvar Sigurðsson, Unnur Berg, Hörður Þorsteinsson og Krist- ín L. Malmberg. Framkvæmdastjóri er Árni Guðmundsson. Hátíðadagskrá í Reykjanesbæ Dagskrá þjóðhátíðarinnar í Reykjanesbæ hefst kl. 10 á Njarðvíkurvelli. Þar verður knattspyrnuleikur 7. flokks drengja UMFN gegn Keflavík. Kl. 10 verður púttmót fyrir alla aldurshópa á púttvellinum í Njarðvík. Kl. 11 verður víðavangshlaup fyrir alla fjöl- skylduna við Njarðvíkurvöll. Hátíðamessa verður kl. 12.30 í Keflavík- urkirkju og í Ytri-Njarðvíkurkirkju og verð- ur skrúðganga frá kirkjunum eftir messu. í Skrúðgarðinum hefst dagskráin kl. 14 með því að þjóðfáninn verður dreginn að húni. Karlakór Keflavíkur syngur þjóðsöng- inn og Skúli Skúlason forseti bæjarstjórnar setur hátíðina. Ávarp fjallkonunnar flytur Hrafnhildur Atladóttir og ræðu dagsins flytur Drífa Sigfúsdóttir. Karlakór Kefla- víkur og Kvennakór Suðurnesja syngja. Hallveig Thorlacius, Sögusvuntan, bregður á leik með börnum; danssýning og Halli og Laddi skemmta. Kl. 16.10 lýkur dagskránni í garðinum. Fígúrur frá leikfélagi Keflavík- ur verða á sveimi víðsvegar um Skrúðgarð- inn og margvísleg leiktæki verða börnum til afnota yfir daginn. Kl. 13-17 verður Safnhúsin í Innri-Njarð- víkurkirku og Vatnsnesi og Stekkjarkot op- ið. Kl. 15 verður kaffisala, myndlistarsýning hjá Félagi Myndlistarmanna í Reykjanesbæ og yfirlitssýning Baðstofunnar á þessum vetri verða á Hafnargötu 2. Á Tjarnargötutorgi hefst kvöldskemmt- unin kl. 20. Þar verða hljómsveitimar Sveitó og unglingahljómsveitin Oblivion, hljóm- sveitin Fálkar ásamt gestum og hljómsveitin Skítamórall; Unglingadeild Leikfélags Keflavfkur leika; Pétur Pókus skemmtir; at- riði úr söngleiknum Grease verður sýnd í Borgarleikhúsinu kl. 22. fjölskyldudansleik- ur með hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar hefst kl. 20. I Selinu við Vallarbraut verður kvöldskemmtun fyrir eldri borgara: Har- monikkuball, fjöldasöngur og léttar veiting- ar. Dagskrárlok eru kl. 24. Hátíðahöld í Garðabæ Hátíðahöldin í Garðabæ hefjast kl. 10 en þá fer fram við Hofsstaðaskóla víðavangs- hlaup fyrir börn 6-13 ára, keppni á línu- skautum og hjólabrettum og fjöltefli við al- þjóðlega skákmeistara. Ókeypis veiði verð- ur fyrir alla Garðbæinga í Vífilsstaðavatni um morguninn. Hátíðarstund hefst í Vídalínskirkju kl. 13 en þar verður einnig afhending listamanna- launa og nýstúdent flytur ávarp. Skrúð- ganga leggur af stað frá Vídalínskirkju kl. 13.45. Fánaborg skáta og Blásarasveit tón- listarskóla Garðabæjar leiða gönguna. Fjölbreytt dagsskrá verður á hátíðar- svæðinu við Garðaskóla frá kl. 14-16. Meðal atriða er ávarp fjallkonu, Skólakór Garða- bæjar, atriði úr „Grease“ frá Leikfélagi Reykjayíkm- og heimsókn Furðufjölskyld- unnar. Á hátíðasvæðinu verða ýmis leiktæki eins og skátaþrautabraut, loftkastali, risa- rennibraut, hoppurólui-, go-kart bflar, trampoli og tívolítæki. Teymt verður undir bömum á hestum og góðgæti dreift úr flug- vél. Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar verður að venju í Garðaskóla frá kl. 14.30 en klukkan 16.00 verður dagskránni framhald- ið í Ásgarði. Loftkastalinn sýnir valin atriði úr Bugsy Malone, sýndh' verða rokkdansar, samkvæmisdansar og línudansar og einnig fimleikasýning frá fimleikadeild Stjömunn- ar. Um kvöldið spilar Diskótekið Dísa íyrir yngri kynslóðina Garðalundi frá kl. 20.30-22 og Pétur Pókus sýnir töfra og galdra. Það er skátafélagið Vífill sem sér um hátíðahöld- in á 17. júní í Garðabæ. Kaffisala Hjálpræðishersins Árleg kaffisala Hjálpræðishersins á Þjóð- hátíðardaginn í Herkastalanum, Kirkju- stræti 2. Kaffisalan verður frá kl. 14-18. Stutt söng- og hugvekjustund verður kl. 17. Húsinu verður lokað kl. 19 en opnað aftur kl. 20.30 og klukkan 21 hefst Gospel- og lof- gjörðardagskrá. Gospelkórinn af Keflavík- urflugvelli ásamt fleirum mun taka þátt. Að- gangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.