Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: 1UTSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Eftirlitsátak Ríkisskattstjóra vegna fjármagnstekjuskatts Neita upplýsingum vegna bankaleyndar RÍKISSKATTSTJÓRI hefur ákveðið að stefna einhverjum banka eða sparisjóði til að láta reyna á rétt sinn til að fá upplýs- ingar hjá bönkunum um bankainn- stæður, vexti og fjármagnstekju- skatt hóps skattgreiðenda sem valdir hafa verið af handahófi. Bankarnir neita að veita þessar upplýsingar með vísan til banka- leyndar. Fjármagnstekjuskattur er í fyrsta skipti lagður á samkvæmt skattframtölum vegna siðasta árs sem nú er verið að vinna úr. Ríkis- skattstjóri valdi handahófskennt úrtak með 1.347 einstaklingum og óskaði eftir upplýsingum um inn- stæður þeirra, vexti og aftekinn fjármagnstekjuskatt hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Upplýs- ingaöflunin átti að vera liður í eftir- liti með framtali fjármagnstekju- skatts hjá einstaklingum og jafn- framt liður í eftirliti með því hvern- ig bankar og sparisjóðir stæðu sig við að innheimta fjármagnstekju- skattinn. Bankar og sparisjóðir neituðu sameiginlega að veita umbeðnar upplýsingar. Byggist afstaða þeirra á því að þeir telja rétt viðskiptavina sinna vegna að standa eins vel og kostur er vörð um bankaleynd. Bankamir hafa hingað til veitt yfir- völdum upplýsingar vegna rann- sóknar á málum tiltekinna einstak- linga og einstakra fyrirtækja en þeir telja að úrtakskönnun Ríkis- skattstjóra sé annars eðlis. ■ Bankarnir neita/23 Morgunblaðið/RAX Sumarstúlkur selja sumarblóm ÞÆR Ólöf Birna Rafnsdóttir og Birna Margrét Bjömsdóttir vom að selja blóm í góða veðrinu í Stykkishólmi í gær. Telpurnar höfðu selt fyrir 40 krónur þegar ljósmyndara bar að garði og voru þær hæstánægðar með af- raksturinn. Tveir menn sluppu ómeiddir þegar bflpallur rakst í raflínu við Búrfellslínu 3 66.000 volta spenna í gegnum bílinn TVO unga menn sakaði ekki þeg- ar straumur úr 66Kv rafmagns- línu hljóp í gegnum vömbíl sem annar þeirra ók um klukkan 10 í gærmorgun. Aður en mennirnir gerðu sér grein fyrir hættunni og því að bíllinn var háspennu- svæði höfðu þeir báðir snert bíl- inn en aðeins komið við plasthluti sem ekki leiða rafmagn. Menn- irair tveir em starfsmenn Ingi- leifs Jónssonar á Svínavatni og vom þeir að vinna við undir- stöðugerð fyrir Búrfellslínu 3 í landi Skarðs í Gnúpverjahreppi, í grennd við byggðalínu. Annar ók nýlegum Scania vörubíl en hinn p,var að vinna við gröfu á svæðinu. Ingileifur Jónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að þegar maðurinn var að sturta hlassi af vömbflnum hafi pallur bflsins rekist upp í byggðalínuna sem er í sjö metra hæð. „Hann var ekkert með línuna í huga og fann högg og sá blossa aftur und- an bflnum. Hinn var á gröfu í grenndinni og tók eftir einhveiju einkennilegu undir bflnum að framan. Þeir stukku báðir út og fóru að kíkja á bflinn; opnuðu grillið framan á honum en sáu ekki neitt. Annar lagðist á mag- ann og kíkti undir bflinn. Síðan standa þeir báðir upp og ganga - fyrir hornið á bflnum og þá springur á honum framdekkið þannig að þeir kastast til eina þijá metra frá bflnum og vankast. Þá átta þeir sig á því hvað er að gerast og þetta heldur áfram og hvert dekkið af öðra springur undir bflnum." Svart far á jörðinni undan bflnum Tvö hjól undir bflnum eru sprangin en Ingileifur sagði að fleiri dekk hefðu skilið eftir sig svart far í jörðina þegar bfllinn •var síðar færður úr stað þannig að greinilegt væri að rafmagnið hefði gengið í gegnum þau. „Fjöðranarpúðar undir bflnum voru líka svartir af sóti,“ sagði Ingileifur. Ingileifur sagði að það mætti kallast mikil heppni að hvoragan annanna hefði sakað. Tilviljun virðist ráða því; annars vegar hafi bflstjórinn greinilega stokk- ið niður úr bflnum en ekki tengst jörð og bflnum samtímis og eins sé greinilegt að mennimir hafi einungis snert plasthluti þegar þeir voru að kanna hvað var að en ekki komið við málmhluti sem leiða rafmagn. Ingileifur sagði að bfllinn hefði verið færður úr stað í gær til þess að hægt væri að gera við skemmdir á linunni og hefði þá mótað fyrir svörtum blettum í mýrinni undir þar sem hjólin voru. Hann sagði að eftir væri að meta tjón á bflnum en fulltrúar tryggingafélags bflsins era vænt- anlegir austur til að skoða að- stæður. Ingileifur sagði að þótt menn- irnir hefðu ekki slasast hefðu þeir verið eftir sig eftir atburð- Morgunblaðið/Sigurður Fannar VINSTRA framhjól bflsins sprakk með hvelli þegar ökumaðurinn og félagi hans stóðu rétt við bflinn. Plöntur í hættu vegna þurrka VEGNA þurrksins og sólskinsins að undanförnu hafa starfsmenn garð- yrkjudeildar Reykjavíkurborgar nú vart undan að vökva sumarblómin sem plantað hefur verið út um alla borg og eiga að skarta sínu fegursta á þjóðhátíðardaginn. Blómabeðin hafa verið vökvuð á hverjum morgni í rúma viku og voru starfsmenn í aukavinnu um helgina að vökva, að sögn Ólafs Lárussonar, sem hefur umsjón með miðbæjarsvæðinu á vegum garð- yrkjustjóra borgarinnar. Hann bendir á að ekki skuli vökva um há- daginn þegar sól er sterk, heldur snemma á morgnana eða síðdegis. Verslunin Blómaval vill að gefnu tilefni vara garðeigendur við þurrkinum. Segir í frétt frá fyrir- tækinu að sérstaklega þurfi að huga að vökvun á sumarblómum og þeim garðplöntum, trjám og runnum sem nýlega hefur verið plantað út eða færð til í garðinum. Forstjórar sjúkrahúsanna í Reykjavík um afleiðingar uppsagna hjúkrunarfræðinga Þjónusta getur orðið undir öryggismörkum GANGI uppsagnir hjúkrunarfræð- inga í gildi um næstu mánaðamót mun starf sjúkrahúsanna raskast meira en dæmi eru til frá stofnun þeirra en um 61% hjúkrunarfræð- inganna hefur sagt upp störfum. „Eftir 1. júlí verður aðeins hægt að vista 3 sjúklinga í stað 9 áður á gjörgæslu Sjúkrahúss Reykjavíkur. Sjúklingur í lífshættu getur átt von á því að þjónusta verði undir örygg- ismörkum. Sjúklingar sem þurfa skurðaðgerð vegna bráðra veikinda, krabbameins, beinbrota og áverka geta lent í bið sem hefði alvarlegar afleiðingar." Þetta kemur m.a. fram í sameig- inlegri greinargerð sem Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri Ríkisspít- ala, og Jóhannes Pálmason, for- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, hafa sent frá sér. Þar segir einnig að að- eins 46% þeirra hjúkrunarfræðinga sem sinna eiga neyðarþjónustu í verkfóllum verði til staðar eftir 1. júlí. „Engin kjaradeila undanfarinna ára hefur haft jafn víðtæk áhrif á starfsemi sjúkrahúsanna og yfirvof- andi uppsagnir hjúkrunarfræðinga gætu haft og engin aðgerð í kjara- málum hefur ógnað öryggi sjúk- linga jafn mikið,“ segir í frétt frá forstjórum sjúkrahúsanna. Þá segir einnig að ljóst sé að launakröfur þeirra séu á bilinu 50-60% sam- kvæmt óformlegum viðræðum við þá hjúkrunarfræðinga sem sagt hafi upp störfum. I greinargerð forstjóranna segir að í kjai-asamningi við Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga sem gerður var í júní í fyrra hafi tiltekn- um þætti samningsins verið vísað til viðkomandi stofnana. Skuli stofnun og stéttarfélag koma sér saman um hvaða þættir geti ráðið röðun starfsmanna í taxtatöflur. Sam- komulag um þessi atriði samnings- ins hefur ekki tekist og er mál hjúkrunarfræðinganna nú til með- ferðar hjá úrskurðarnefnd. Viðræð- ur hafa legið niðri meðan beðið er úrskurðar Félagsdóms í máli Fé- lags íslenski-a náttúrufræðinga um það hvort þessi síðari hluti samn- inganna skuli teljast kjarasamning- ur. Er jafnvel búist við þeim úr- skurði í vikunni. Ásta Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, segir að hafi forsendur breyst fyrir frest- un viðræðna séu fulltrúar félagsins fúsir til áframhaldandi viðræðna um stofnanasamninga. Hún segir að sú hugmynd sem sé uppi vegna neyð- aráætlunar að færa hjúkrunarfræð- inga milli deilda orki tvímælis. Vísar hún í samkomulag fjár- málaráðherra og heildarsamtaka ríkisstarfsmanna um form ráðning- arsamninga og skyldu til að upplýsa starfsmenn um ráðningarkjör. Þar segir að vinnuveitanda beri að geta þess sérstaklega ef starfsmaður sé ráðinn á fleiri en eina vinnustöð og séu þær fleiri en ein skuli tilgreina þær sérstaklega. Segir Asta að því sé Ijóst að ekki sé til dæmis hægt að ætlast til að hjúkrunarfræðingar af öldrunardeildum verði færðir á gjörgæsludeildir. ■ Uppsagnirnar gætu/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.