Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ ,;52 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR Ljóti andar- unginn SAGA Botswana er ævintýraleg að mörgu leyti og minnir um furðu margt á ísland. Landið hét áður Bechuanaland og var verndarsvæði Breta. Þjóðin var lengi fátæk, landið ekki gjöfult enda illa fallið til rækt- unar. Það var því auð- veld ákvörðun fyrir Breta að veita Bechu- analandi sjálfstæði að fullu árið 1966. Nafni ríkisins var þá breytt í Botswana og fóru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar fram sama ár. Aðeins þremur árum eft- ir stofnun lýðveldisins finnst stærsta demantanáma í heimi og breytti þessi fundur efnahag Botswana til frambúðar. Útflutn- ingsverðmæti demantanna er enn ■’ippistaðan í útflutningi landins eða um 70%. Minnir þetta nokkuð á hlutfall fiskafla í útflutningverð- mæti okkar íslendinga. Fleiri þættir eru hliðstæðir, landið er 582.000 km2 og íbúar um 1500 þús- und. Því er landið nákvæmlega jafndreifbýlt og Island. Þótt elstu mannvistarleifar bendi til búsetu manna í 30.000 ár, fór það svæði sem nú heitir Botswana ekki að byggjast mikið fyrr en á fjórðu öld. Enn má finna afkomendur frummanna sem nú eru um 60.000 talsins. Fyrir um tvö þúsund árum fóru Tswana menn að flytjast til landsins og náðu þessir fólksflutningar há- marki á 16. öld. Landið var snautt af gæðum, utan gullnámur sem Búar ásældust. Botswana menn sem þá nefndust, sóttust eftir vernd Breta gegn yfirgangi Búa. Voru höfðingjar sammála um þessa aðferð sem gekk eftir undir forystu höfðingjans Khama hins mikla. Árið 1885 er landið gert að verndarsvæði Breta og nefnt Bechuanaland. Þrátt fyrir ítrekað- Eyþór Arnalds Botswana 1966. ar tilraunir Suður-Af- ríku til yfirráða, tókst að halda landinu óskiptu og óháðu yfir- ráðum Búa. Þegar kemur fram á miðja tuttugustu öld, vex sj álfstæðishreyfíng- unni fiskur um hrygg og fer svo að ný stjórnarskrá er sam- þykkt 1963 sem veitir svæðinu aukna sjálfs- stjórn. Eins og svo oft þegar frelsi er fengið að hluta styrktist kraf- an um fullt sjáfstæði og fór svo að stofnað var sjálfstætt ríki; hinn 30. september Sjálfstæð þjóð Að fengnu sjálfstæði, varð Botswana fljótt málsvari lýðræðis og jafnréttis í álfunni. Stöðugleiki og jákvæð efnahagsþróun styrkti Sendiherra Botswana er hér í heimsókn ásamt viðskipta- og menningarfulltrúum sem komnir eru til að auka samskipti Botswana og Islands. Eyþór Arnalds rekur sögu Botswana. þessa viðleitni ríkisins, en hagvöxt- ur hefur verið yfir 10% mestallan lýðveldistímann. Arið 1967 finnast einar stærstu demantanámur heimsins í Orapa og verður útflutn- ingur á demöntum fljótt helsta tekjulind þjóðarinnar. Þjóðin sem áður var ein sú fátækasta í Suður- Afríku hefur verið með einna mest- an hagvöxt í heimi eftir lýðveldis- YFIRLITSMYND yfir Kalaliari-eyðimörkina. stofnun. Það sem kannski athyglis- verðast í þessu sambandi fyrir ís- lendinga er hvernig Botswana hef- ur varðveitt auðlindir sínar og gætt þess að ganga skynsamlega á þær frá upphafí. Frá árinu 1969 má segja að Botswana taki frumkvæði meðal þeirra þjóða sem ekki bjuggu við aðskilnaðarstefnu í suðurhluta álf- unnar. Þessi vinna leiddi til stofn- unar Þróunarbandalags Suður-Af- ríku (SADC), en höfundur þess var fyrsti forseti Botswana; Seretse Khama. Hugmyndin að baki bandalaginu var að auka samvinnu lýðfrjálsra þjóða og mótvægi við aðskilnaðarstefnuna. Botswana hefur undanfarið sótt markvisst inn á nýjar brautir í einhæfu at- vinnulífinu og laða að alþjóðleg fyr- irtæki. Þetta hefur verið gert með athyglisverðum skattaívilnunum og verulegum skattafslætti vegna þjálfunar starfsfólks. Ymis teikn eru á lofti um nútímavæðingu al- mennings og má nefna verulega út- breiðslu GSM farsímakerfa á þessu ári, rekstur sjónvarpsstöðva og mikils áhuga á Netinu. Fflar og hvalir Það sem er einna athyglisverð- ast í samanburði á Islandi og Botswana er sameiginleg hags- munamál í nýtingu stórra spen- dýra. Hér er að sjálfsögðu átt við skynsamlega nýtingu hvalastofna við Islandsstrendur. Þar hafa nátt- úruvemdarsinnar beitt sér mikið og fengið samstöðu á alþjóðavett- vangi um að banna með öllu veiðar á hvölum. Stofnun og aðild alþjóða Hvalveiðiráðsins er dæmi um hve undarlega málin geta þróast, en meirihluti aðildarríkja hefur aldrei veitt hval. Afar hliðstætt mál hefur verið uppi í Botswana, en þar er of- fjölgun fíla orðin vandamál. Ekki bara gagnvart íbúum, heldur og gagnvart lífríki þeirra svæða sem um ræðir. Ætla má að fjöldi fíla í Botswana sé um tvöfalt meiri en gróðurlendið getur borið. Skilning- ur þessara Afríkuþjóða er því mik- ill á aðstæðum Islendinga og hafa þessar þjóðir stutt Islendinga á al- þjóðavettvangi. Kalahari eyðimörkin setur mik- inn svip á Botswana, en hún þekur mestan hluta Botswana. Það var landkönnuðurinn David Livingsto- ne sem fýrstur evrópskra manna fór yfir eyðimörkina og kom til Okavango ósa, árið 1849. Okavan- goáin rennur úr Namibíu á sam- nefnt svæði í Botswana sem ekki á sinn líka í veröldinni. Þarna fellur áin í flatlendi og myndar 16.800 km2 samfellt svæði, sem hefur lit- skrúðugt dýi’alíf svo ekki sé meira sagt. Þarna er um að ræða stærsta landlukta delta svæði í heimi. Fen og mýrar svæðisins eru mjög ógreiðfær en við bakkana eru ljón, antilópur og bufflar. Á verndar- svæðum hefur síðan fjöldi gíraffa og fíla orðið afar mikill. Þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti heim- sótti Afríku, þótti honum tveggja daga dvöl í Chobe þjóðgarði Botswana eftirminnilegust. Sagði hann veruna þar vera „betri en í villtustu draumum", sem hlýtur að vera nokkuð. Sekgoma Khama er sendiherra Botswana fýrir ísland, Norður- löndin og Rússland og hefur aðset- ur í Stokkhólmi. Hann er skyld- menni þjóðhetjunnar Seretse Khama og sömu ættar og Khama mikli sem greint er frá hér að ofan. Að vissu leyti má bera saman Gandhi ættina og Khama ættina, þó sú síðarnefnda sé ekki eins þekkt. I raun er Khama ættin kon- ungsætt sem hefur aðlagast lýð- ræðislegum stjómarháttum og nú- tímalegum vinnubrögðum. Báðar hafa ættimar verið viðloðandi stjórnun ríkisins um langan aldur og báðar börðust fyrir sjálfstjórn ríkja sinna. Stjórnarfar Botswana hefur þó verið friðsælt og framfarir því óhindraðar og skjótar. Sendi- herrann er nú í heimsókn á Islandi ásamt viðskipta- og menningarfull- trúum sem komnir era til að auka samskipti Botswana og Islands. Eitt er víst að báðar þjóðir geta mikið lært hvor af annarri og sam- an geta þær beitt sér á alþjóðavett- vangi þar sem leiðir liggja saman. Höfundur er kjórræðismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.