Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 59 I I I I I I I ( I ; i ( ( ( ( 1 ( < i ( ( i i í í i i i i + Sigurveig Magnúsdóttir var fædd í Höfnum 13. júlí 1928. Hún lést á heimili sínu hinn 7. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Gunn- fríður G. Friðriks- dóttir, f. 5. janúar 1902, sem dvelur á Hrafnistu í Hafnar- firði, og Magnús Ólafsson, stýrimað- ur, f. 7. maí 1896, d. 23. maí 1946. Systk- ini hennar eru Frið- rik, f. 25. júní 1933 í Reykjavík, kvæntur Kolbrúnu Þorsteins- dóttur, f. 22. janúar 1937, og eiga þau fjögur börn. Guðrún Arnóra, f. 3. apríl 1943, gift Jos- eph Hromcho og eru þau búsett í Bandaríkjunum og eiga tvö börn. Hinn 1. janúar 1953 giftist Sigurveig eftirlifandi eigin- manni sínum, Hilmari Þór Björnssyni, f. 1. apríl 1929. Þau eignuðust þrjá syni: 1) Magnús Þór, vélvirkjameistari, f. 8. ágúst 1950, sambýliskona hans er Guðrún S. Benediktsdóttir. Börn Magnúsar frá fyrra hjónabandi: Ólafur Þór, f. 1970, Erling Örn og Gunnar Már, f. Mig langar að skrifa hér nokkur minningarorð um elskulega tengda- mömmu mína, SigmTeigu Magnús- dóttur, eða Sísí eins og hún var alltaf kölluð. Ekki grunaði mig að ég ætti eftir að skrifa tvær minning- argreinar á jafn mörgum dögum um tvær manneskjur sem voru mér mjög kærar, annars vegar föður- bróður minn, Daða Björnsson, og elskulega tengdamóður mína hana Sísí, en vegir Guðs eru órannsakan- legir. Sjómannadagurinn rann upp bjartur og fagur. Síminn hringdi og dökkt ský breiddist yfir, tengda- móðir mín var dáin, hún varð bráð- kvödd á heimili sínu. Þessu var erfitt að trúa, Sísí farin, langt fyrir aldur fram, hún hefði orðið sjötug hinn 13. júlí næstkomandi. Minning- arnar hrannast upp og margs er að minnast. Þegar ég kynntist Bimi, syni þeirra Sísíar og Hilmars, var mér strax tekið opnum örmum, og alltaf stóð heimili þeirra hjóna mér opið. Sísí var einstök kona og var hún mér og sonum okkar alveg ein- staklega hjálpleg og góð. Hún vildi allt fyrir okkur gera og ófáar ferðir kom hún í Hafnarfjörð til að gæta drengjanna okkar, og mikið eiga þeir Ragnar og Daði eftir að sakna hennar ömmu sinnar. Margar ferðir fórum við í heimsókn í Skorradalinn í sumarbústaðinn þeirra hjóna, sem þau voru búin að gera svo fallegan og skemmtilegan, og oft sátum við yfir kaffibolla og ræddum allt milli himins og jarðar og alltaf var stutt í hláturinn, því glaðlegri og brosmild- ari konu hef ég varla kynnst, og sama hvað gekk á, alltaf sá Sísí björtu hliðarnar á öllu. Eg bið Guð að styrkja tengdaföð- ur minn, sem nú hefur misst ást- kæra eiginkonu og vin, aldraða móður, syni þeirra og barnabörn. Það er erfitt að lýsa þessari ein- stöku konu í fáum orðum, en ég mun sakna hennar mjög. Ég kveð þig nú, elskuleg tengda- móðir og amma sona minna, og finnst sárt að þú getur ekki séð þá vaxa úr grasi, en eg veit að þú fylgist með þeim. Ég þakka fyrir þau ár sem ég fékk að þekkja þig og umgangast. Megi góður Guð varð- veita og blessa minningu þína. Birna Katrín Ragnarsdóttir. Það var mikil sorg sem braust um í hjörtum okkar þegar við fengum þær fregnir að Sísí tengdamóðir mín og amma Arinbjarnar hefði kvatt þennan heim svo óvænt. Það er mér enn í fersku minni 1971, og Sigurveig, f. 1981. 2) Björn Ingþór, rafverk- taki, f. 19. desem- ber 1953. Kona hans er Birna Katrín Ragnars- dóttir, börn þeirra: Ragnar, f. 2. sept- ember 1990, Daði, f. 2. október 1995. Börn Björns frá fyrra hjónabandi: Hilmar Þór, f. 18. desember 1976, Pálmar Geir, f. 23. aprfl 1980, Gunnar Ingi, f. 26. des. 1981. 3) Hilmar Þór, fiskverkandi, f. 16. júlí 1960, kona hans er Þórunn Ar- inbjarnardóttir, barn þeirra Arinbjörn Krislján, f. 6. maí 1995. Barn frá fyrri sambúð: Edda, f. 18. ágúst 1986. Sigurveig lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og lauk prófi frá Húsmæðraskólanum á Laugar- vatni. Hún starfaði við ýmis verslunarstörf á sínum yngri árum. Eftir það sinnti hún hús- móðurstörfum og annaðist upp- eldi sona sinna. Utför Sigurveigar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þegar Hilmar, yngsti sonur Sísíar og Hilmars, kynnti mig fyrir þeim sem unnustu sína. Strax frá fýrstu stundu var mér tekið opnum örmum og það óspart sýnt að ég væri hjart- anlega velkomin í fjölskylduna. Við Sísí áttum margar góðar stundir saman við spjall yfir kaffi- bolla, þá var rætt um ýmsa hluti, gefin góð ráð ef á þurfti að halda og Sísí var óspör á sögur frá því í „gamla daga“. Eitt af einkennum Sísíar var létt lund og oft hlógum við dátt saman. Það voru ófáar ferð- irnar farnar upp í Skorradal þar sem Sísí og Hilmar höfðu búið sér unaðsreit, þar var ávallt tekið vel á móti okkur, hvort heldur var stopp- að í kaffisopa eða næturgisting. Við eigum ljúfar minningar um sólrík sumarkvöld er við sátum saman úti á verönd og horfðum út á vatnið og spjölluðum saman. Hin síðari ár bjuggu Sísí og Hilmar sér fallegt og notalegt heim- ili í Árskógum, þaðan á Arinbjörn sínar ljúfu minningar um ömmu Sísí, sem honum þótti svo vænt um. Ef keyrt var framhjá Árskógum söng og trallaði sá stutti og vildi ólmur komast í fang ömmu og láta ömmu knúsa sig og kyssa og láta hana dekra dálítið við sig, og alltaf var nú dótakassinn hennar ömmu jafn spennandi. Elsku Sísí, minningin um þig mun ávallt lifa í hjörtum okkar, hafðu þökk fyrir þessi yndislegu ár sem við áttum saman. Elsku Hilmar, missir þinn er mikill og megi Guð styrkja þig á þessum erfiða tíma. „Harmið mig ekki með tárum þó ég sé látinn. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins." (Höf. óþekktur.) Þórunn og Arinbjörn. Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in, langt um aldur fram. Fréttin um andlát hennar kom svo fyrirvaralaust að enn hef ég ekki getað áttað mig á að hún er ekki lengur meðal okkar og ég mun ekki hitta hana framar í þessu lífi. En við munum hittast síðar. Þótt sú vissa megni ekki að sefa sárustu sorgina eins og er þá veit ég að hún fylgist með okkur öllum og hún hefði ekki viljað að við sætum hníp- in eftir með brostin hjörtu hennar vegna. Það var ekki erfitt að koma inn í fjölskyldu Sísíar. Ég kynntist henni fyrst er hún bjó á Lindarhvammin- um og þau hjónin Sísí og Hilmar tóku mér frá fyrstu tíð eins og um þeirra eigin dóttur væri að ræða. Brosmildari konu hef ég ekki kynnst og þær voru ófáar stundirn- ar sem við sátum í eldhúsinu og ræddum um heima og geima, enda fátt skemmtilegra en spjalla við hana um landsins gagn og nauð- synjar. Eftir að þau hjónin fluttu í Ár- skóga í Mjódd var enn styttra á milli okkar og hittumst við því oftar og þá var oft glatt á hjalla. Mér er efst í huga laufabrauðsgerðin, hún var snillingur í því og gerði heims- ins besta laufabrauð með dyggri að- stoð barna og barnabarna. Ekki voru síðri skonsubrauðtertur og tartalettur sem hún gat töfrað fram án nokkurs undirbúnings. Við vorum búnar að ákveða svo margt, sem ætlunin var að gera í sumar og haust, en það verður að bíða betri tíma. Kallið er komið, við drúpum höfði, í lotningu fyrir drottni, og okkur er ljóst að enginn ræður sínum næturstað. Elsku Hilmar, sorg þin er mikil og missirinn stór, en þótt erfitt sé að greina ljósið í myrkrinu einmitt núna er þú þarfnast þess mest, þá eru allar góðu stundimar með Sísí það dýrmætasta sem við höfum. Við verðum að trúa því, að lífið hafi til- gang, þrátt fyrir að við skiljum það ekki núna í augnablikinu, því hjarta okkar er þrúgað af sorg sem ein- ungis tíminn getur læknað. Minn- umst hennar eins og hún alltaf var, brosandi og ánægð með sinn dill- andi hlátur sem alltaf kom okkur í gott skap. Hilmari, sonum, tengdadætrum, barnabörnum og aldraðri móður Sísíar sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur, megi góður Guð veita þeim styrk og veimda þau á þessum erfiðu stundum sem í hönd fara og leiða þau á vit bjartari tíma og vona. Með hjartans þökk fyrir allar þær minningar sem þú gafst mér, þær munu lifa. Hver minnmg dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig) Guðrún Ben. Elsku amma Sísí. Ég vil þakka þér fyrir öll þau ljúfu og skemmtilegu ár sem við átt- um saman. Efst í minni mínu eru skemmtilegu ferðirnar sem ég fór með ömmu Sísí og afa Hilmari í sumarbústaðinn þeirra í Skorradal, þar gerðum við margt skemmtilegt saman. Oft fórum við niður í fjöru og tíndum saman fallegustu stein- ana sem við sáum, og í þeim ferðum spjölluðum við mikið saman og hlógum dátt. Alltaf var jafn notalegt að koma í heimsókn til ömmu, þar skemmtum við okkur oft saman við að spila Olsen Olsen og ýmislegt annað skemmtilegt. Amma Sísí vissi að mér þótti steiktu fiskibollurnar hennar svo góðar að hún hafði þær oftast í matinn þegar ég var hjá henni í heimsókn. Amma Sísí var mér alltaf svo góð og alltaf dekraði hún við mig á alla kanta. En nú hefur amma Sísí kvatt mig í hinsta sinn og mun ég geyma allar 1 CjrficfryÁJzjur l!j VEISLUSALURINN SÓLTÚNl 3 AKOGESHÚSIÐ 1 sími S62-4822 Biynjar Eymundsson matreiðslumeistari Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir I smurbrauðsiómfrú VEISLAN 1 mmm VEITINGAELDHÚS 1 Frábærar veitingar Sími: 561 2031 Fyrirmyndar þjónusta SIGURVEIG MAGNÚSDÓTTIR ljúfu minningamar um ömmu í hjarta mínu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jóns. frá Presthólum.) Þín Edda. Elsku amma Sísí er nú látin. Við bræðurnir kveðjum þig, elsku amma, með söknuði og viljum þakka þér fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum með þér og afa Hilmari. Þú varst alltaf svo góð við okkur og gaman var þegar þú sast hjá okkur og last öll skemmtilegu ævintýrin og sögurnar. Megi góður Guð geyma þig, elsku amma, og takk fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú íylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ragnar og Daði Björnssynir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynm af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnastþér. (Ingibj. Sig) Elskuleg frænka mín, Sigurveig Magnúsdóttir (Sísí), er farin heim yfir landamærin miklu til allra vin- anna, sem á undan eru farnir. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 7. júní. Á stundum sem þessum sækir hugurinn heim á æskuslóðir okkar í Keflavík. Þar lékum við okkur í tún- inu hjá honum afa, slitum barns- skónum með ýmsum leikjum, sem þá voru í hávegum hafðir. Sátumar í túninu létu oft á sjá eftir eltinga- og feluleiki okkar, og afi ekki alltaf ánægður. Hann skildi þó þá lífsgleði og þroska sem leikurinn gaf af sér. Áfram liðu árin við leik og störf. Sísí flutti í Hafnarfjörð og fór í Flens- borgarskóla, þar sem hún m.a. kynntist manninum sínum, Hilmari Þór Björnssyni. Það var Sísí vinkonu að þakka að ég gat einnig stundað nám í Flens- borgarskóla, en með samþykki móð- ur hennar deildum við herbergi eða öllu heldur rúmi í einn vetur. Hún var vinur í raun, rétti öllum hjálpar- hönd. Við lukum síðan saman námi frá Flensborgarskóla á stríðsárun- um. Eftir Flensborgarárin skildi leiðir, hún flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum, sem höfðu keypt íbúð á Víðimelnum. En þau dvöldu ekki lengi í Reykjavík því pabbi hennar féll frá og flutti hún þá ásamt móður sinni, bróður og syst- ur til Keflavíkur. Þau settust að á loftinu hjá Friðriki afa og Sigur- veigu ömmu á Hafnargötu 43. Árið 1949 fór Sísí á Húsmæðra- skólann á Laugarvatni, en hún hafði yndi af ölium heimilisstörfum. Þetta vita allir sem sótt hafa hana heim. Listrænir hæfileikar hennar komu einnig fram í myndmennt, en hún hafði fallega rithönd og teiknaði mjög vel. Sísí ferðaðist mikið með manni sínum bæði innanlands og ut- an. Einnig dvöldu þau oft í sumar- bústaðnum í Skorradal. Bústaður- inn var þeirra sælureitur. Heimilið og velferð drengjanna þriggja, Magnúsar, Björns og Hilmars, var henni allt. Þau lögðu bæði mikið á sig til að skapa þessar aðstæður. Síðast þegar við töluðum saman hafði hún á orði, hvað það væri sér mikil gleði hve vel þeim hefur vegnað. Mikið fannst mér Sísí líkjast ömmu, nöfnu sinni Sigurveigu. Þrátt fyrir að stormar lífs hafi nætt um í lífinu var hún ávallt brosmild og glöð í bragði. Bros augna hennar lýstu upp fegurð þeirrar sálar sem hugur hennar hafði að geyma. Þess- ari fegurð hélt Sísí til hinstu stund- ar. Með þakklæti og söknuði kveð ég elskulega frænku. Megi hún hafa þökk íyrir allar samverustundirnar og aðstoðina. Ég, Guðlaugur og fjöl- skylda sendum Hilmari, drengjun- um og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hún sem nú er horfin sjónum heimt á æðra þroskaskeið lifir sæl í ljóssins sölum laus við jarðneskt böl og neyð. Hún vill sega: Hjartans vinir hryggist ei - því lofar jörð andinn flýgur, fóður hæða færið lof og þakkargjörð. (Tómas R. Jónsson.) Lára Janusdóttir. töjiuidw 111(1» y-ó um OHNtMUJl Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson. útfararstjóri útfararstjðri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.