Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landsvirkjun hafnar ekki „orkuláni“ Helgi Hjörvar og Guðrún Ágústsdóttir takast á um forsæti borgarstjórnar Stefnt að niður- stöðu í dag LANDSVIRKJUN hefur lagt sig fram um að koma til móts við Norðurál með sölu á svokallaðri lánsorku, nú síðast á fundi á fóstu- dag, að því er segir í athugasemd frá Halldóri Jónatanssyni, for- stjóra Landsvirkjunar. I athugasemdinni segir að það sé ekki rétt að Landsvirkjun hafi hafnað lánsorkumöguleikanum vegna þess að hér sé um að ræða viðskiptahætti, sem ekki hafi tíðkast hér á landi áður, eins og fullyrt hafi verið í viðtali við Kenn- eth Peterson, eiganda álvers Norð- uráls á Grundartanga, í Morgun- blaðinu á sunnudag. Halldór skrifar að meginástæð- an fyrir því að ekki hafi náðst sam- komulag sé að Norðurál hafi „ekki viljað fallast á það skilyrði af hálfu Landsvirkjunar að Landsvirkjun hafi það í hendi sér að ákveða upp á sitt einsdæmi hvenær til skila Norðuráls á lánsorkunni þurfi að koma við vissar aðstæður í vatns- búskapnum.“ Slíkt skilyrði sé nauðsynlegt til að lánsorkusamn- ingurinn komi ekki í veg fyrir að Landsvirkjun geti sinnt samnings- bundnum skyldum sínum gagnvart öðrum viðskiptavinum í vatns- skorti. Beðið eftir svari Norðuráls f athugasemdinni segir að drög að lánsorkusamningi, sem látinn hafi verið Norðuráli í té 29. maí, hafi verið rædd á fóstudag án þess að samkomulag næðist. Fundinum hafi lokið með því að Peterson hafi heitið að kanna betur það, sem á milli bæri, og væri nú beðið eftir svari hans. ■ Athugasemd frá/14 Morgunblaðið/Golli Einn úr Elliðaánum EINN lax kom á land er EUiðaárn- ar voru opnaðar í gærmorgun. Borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, renndi fyrst allra í Sjávarfossinn, en þó þar undir leyndust laxar, vildu þeir ekki taka agn. Helga Jónsdóttir, borg- arritari, veiddi hins vegar eina laxinn, 4,5 punda hrygnu á maðk, í Holunni. Lax sást víða í ánni. ■ Þokkaleg byijun/14 ALÞÝÐUBANDALAGSMENN hafa ekki náð niðurstöðu um það inn- an Reykjavíkurlistans hvort Helgi Hjörvar eða Guðrún Ágústsdóttir eigi að gegna embætti forseta borg- arstjórnar eða hvort þau skipti emb- ættinu með sér á kjörtímabilinu. Fyrirhugað var að taka af skarið um þetta á fundi í gær en fundinum var frestað án þess að niðurstaða fengist. Guðrún Ágústsdóttir vildi í gær- kvöldi lítið um málið segja annað en að það hefði verið látið í ákveðinn farveg þannig að niðurstaða sem all- ir myndu sætta sig við ætti að nást í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur að öðru leyti náðst niðurstaða um hverjir veiti nefndum og stofnunum borgarinnar forstöðu á kjörtímabilinu. Sigrún Magnúsdóttir mun stýra fundum borgarmálaráðs og verða formaður íræðsluráðs. Alfreð Þor- steinsson verður formaður Inn- kaupastofnunar og veitustofnana borgarinnar. Óskar Bergsson verður formaður bygginganefndar. Helgi Pétursson verður formaður atvinnu- og ferðamálanefndar og stjórnar SVR. Hrannar B. Arnarsson verður formaður umhverfis- og heilbrigðis- nefndar og samstarfsnefndar Reykjavíkur og Kjalamess en Pétur Jónsson gegnir hvoru tveggja starf- inu uns niðurstaða fæst í skattamál Hrannars. Steinunn V. Óskarsdóttir mun verða formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Kristín Blöndal stýra stjórn Dagvistar bama. Fyrirliggjandi tillögur gera ráð fyrir að Arni Þór Sigurðsson verði formaður hafnarstjórnar og Helgi Hjörvar fái formennsku í félags- málaráði en Guðrún Ágústsdóttir í skipulagsnefnd. Sú niðurstaða gæti þó breyst og veltur það á því hver niðurstaða verður um embætti for- seta borgarstjórnar. Tæpur mánuður þar til Hvalfjarðargöng verða opnuð fyrir almennri umferð ^ Morgunblaðið/Golli ÓÐUM styttist í að Hvalfjarðargöngin verði opnuð og er nú unnið að lokafrágangi utan sem innan ganga. Bannað verður að hjóla um göngin HJÓLREIÐAMÖNNUM verður ekki heimilað að hjóla gegnum Hvalfjarðargöngin sem verða opn- uð 11. júlí næstkomandi. Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmda- stjóri Spalar, segir það af öryggis- ástæðum, bæði vegna hugsanlegr- ar mengunar og vegna þess að erfitt sé fyrir hjólreiðamenn að vílqa nógu vel vegna kantsteins á veginum um göngin. Framkvæmdastjóri Spalar segir göngin 6 km löng og gera megi ráð fyrir að hjólreiðamaður væri hátt í 20 mínútur að fara þann spöl. Hann segir að vegna hættu á mengun sé ekki hollt að dvelja svo lengi í göngunum og vegna kant- steins við veginn um göngin sé ekki gerlegt að víkja vel útaf eins og á öðrum þjóðvegum landsins. Af þeim sökum hafi verið tekin ákvörðun um að heimila ekki hjól- reiðar um göngin. Vélhjólum verð- ur það hins vegar heimilt. Hjólagrindur á áætlunarbíla? Hann segir talsmenn hjólreiða- klúbba hafa sýnt þessu skilning og sumir jafnvel lýst ánægju sinni, enda muni hjólreiðamenn hafa meiri frið á veginum um Hvalfjörð vegna minni umferðar. Stefán segir að hugmynd hafi verið uppi um að einhver tæki að sér þá þjónustu við hjólreiðamenn að flytja þá um göngin eða að sér- leyfishafar setji hjólagrindur á bíla sína og bjóði flutning á hjólum. Þetta sé þó allt óráðið. Gert er ráð fyrir að göngin verði opnuð laugardaginn 11. júlí og að aka megi endurgjaldslaust um þau þá helgi og jafnvel fram í vikuna á eftir. Stefán segir framundan að setja upp tölvubúnað og annað vegna gjaldtökunnar og að allt sé á áætlun varðandi opnunardaginn. Þá má nefna vegna afsláttar- kjara að þau eru veitt viðskipta- manni en ekki skráð á bíl. Þannig fái sérleyfishafi umsaminn afslátt fyrir flotann burtséð frá því hvaða bíll er á ferð og fjölskylda sem eigi fleiri en einn bíl njóti alltaf afslátt- arins burtséð frá því hvaða heimil- isbíll fari um göngin. 120 urðu stranda- glópar í Noregi 120 MANNA hópur starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkis- spítala komst ekki frá Stavanger í Noregi á sunnudag vegna verkfalls norskra flugumferðarstjóra. Hópur- inn var á íþróttamóti norrænna sjúkrahúsa, sem haldið er annað hvert ár. Reynt var að fá undan- þágu fyrir hópinn, þar sem um væri að ræða stórt hlutfall starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar í Reykja- vík, en á það var ekki fallist. Hópurinn flaug með leiguflugi frá íslandsflugi beint til Stavanger á fimmtudag og átti að koma heim á sunnudag. Af því gat ekki orðið vegna verkfallsins og var brugðið á það ráð að fara akandi til Kristian- sand, með ferju til Hirtshals í Dan- mörku og þaðan með rútu til Ála- borgar þangað sem flugvél Islands- flugs sótti hópinn. Þegar hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli hafði ferðin tekið 17 klukkustundir en lagt var af stað frá Stavanger kl. 4 í gærmorgun. Fólkið átti allt að vera í vinnu í gær, m.a. áttu læknar í hópnum bókaðar skurðaðgerðir, svo eitthvað sé nefnt. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði að um 80 starfs- menn sjúkrahússins væru í hópnum en engu að síður hefði starfsemin í gær gengið vandræðalaust. „Þetta er bara eins og ótímabært sumarfrí og ekkert á móti því sem bíður, sagði hann. assiÐUft Á ÞRIÐJUDÖGUM Vala bætir íslands- og Norð- urlandametið um 5 cm / B1 Englendingar og Rúmenar hó HM með sigurleikjum / B16 HIVI '98 á Netinu www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.