Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Listkennsla Eiga skólaþróun og listir eitthvað sameiginlegt? Getur list verið grunnur að hagnýtu námi? Hef- ur listmenntun áhrif á vitsmunaþroska einstaklings? Margret Guttormsdóttir átti samtal við Elliot W. Eisner, virtan kennslufræðing, sem hefur lagt mikið af mörkum til að efla listræna sýn á skólastarf í heiminum. Skólastarf lagt á vogarskálar listarinnar • Hvaða áhrif hefur hugmyndin að kennsla sé fremur list en vísindi? • Samræmdu prófin mæla fremur sam- félagið en einstaklinginn AÐ MORGNI 4. júní myndaðist löng röð við inngang salar þrjú í Há- skólabíói. í hópnum sem beið eftir að komast inn, mátti gi’eina kennara á ýmsum skóla- stigum, ekki síst listgreinakenn- ara. Einnig var þarna fólk í stjórn- unarstöðum og áhugafólk um menntun og listir. Hátíðabragur og létt eftirvænting var í salnum sem var um það bil að fyllast. Spurt var: Getur list gefíð kennur- um ný tækifæri og hagnýta leið- sögn? Er hægt að þroska fagur- fræðilega greind? Er hægt að nýta listrýna hugsun til að bæta mennt- un og skólastarf? Fyi’ir ráðstefnunni „Skólaþróun og listir“ stóðu fagfélög list- og verkgreinakennara, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Islands, Kenn- araháskóli Islands og Myndlista- og handíðaskóli Islands. Framund- an var tveggja daga veisla fyrir fróðleiksþyrst fólk um hvemig bæta megi menntun. Fjöldi fyrirlestra var á dagskrá en meginþemun voru tvö: „Skóla- þróun og mat“ og „Skólaþróun og listir". Einvera kennarans - skortur á gagnrýni Aðalfyrirlesarinn var öllum ráð- stefnugestum góðkunnur úr fræð- unum, aðrir hafa margir látið að sér kveða innanlands í skólamálaumræðu. Þeg- ar um það bil 300 manns höfðu komið sér íyrir setti Björn Bjamason menntamálaráðherra ráðstefnuna. Ráðstefnu- stjóri, Ólafur Proppé, kynnti svo Elliot W. Eisner, sem hefur breytt sýn manna á kennslu og mat með áherslu sinni á listina. I fyi-irlestri sínum um notkun prófa og mats vitnaði Eisner til konu í Nebraska sem sagði við hann, „Prófessor Eisner. Hér í Nebraska fítnar kálfurinn ekki af því að vera settur á vigt.“ Á sama hátt fítnar vit nemenda ekki af prófum heldur því hvað og hvernig honum er kennt. í umræðum um skólamál em all- ir sammála um stefnuna að bæta menntun og gera skólann beti’i. En hvaða leiðir á að fara? Nú stendur hnífurinn í kúnni. Rannsóknir sem Eisner vinnur að núna em um hlutverk listrýnnar hugsunar og fagurfræðilegrar sýn- ar í stýringu félagsvísindalegra rannsókna; sem beinast einkum að mats- og stuðningskerfí fyrir kenn- ara og skóla til að efla kennslu í listum í Ameríku. Hann líkir þessu við listrýni. „Ef við tækjum dæmi um vínsmökkunarfræðing sem hjálpar neytandanum við að njóta vínsins betur með því að draga fram einstaka mikilvæga þætti og setur það í samhengi við aðrar vín- gerðir, hver er sérstaða þess og hvað á það sameiginlegt með öðr- um skyldum víntegundum," spyr hann. Eisner vill nota orðið „connoisse- urship“ um þessa sérfræðinga eða kunnáttumenn, sem geta á fágaðan hátt sagt kennurum hvemig fín- stilla megi kennsluna, námsefni eða matsaðferðir. „Pavarotti hefur til að mynda þjálfara í söng!“ Eisner telur mildlvægt fyrir kenn- ara að fá, líkt og tíðkast hjá mörg- um öðrum starfstéttum, gagnrýni fagmanna á kennsluna sína. „En kennarinn er alltaf einn,“ bætir hann við. Hvernig listin eykur þroska En hvað er það sem leiðir mál- ara og hönnuð á braut mennta- mála? „Ég byrjaði sem málari og hóf síðan að vinna með börnum í mið- borg Chicago að list. Upphaflegt markmið mitt var að fræðast um listina með því að vinna með böm- um - en ég fékk þá áhuga á böm- unum og spurningunni um „Á hvaða hátt og að hve miklu leyti getur listin bætt líf þeirra og þroska?" Þetta leiddi mig til kennslufræðinn- ar og þeirrar stöðu sem ég hef í Stanford-háskóla sem pró- fessor í listum og menntun. Aðal- starf mitt hefur því verið að leiða saman kennslufræðina og listina. Þetta kemur fram í hugsun minni um kennslu og mat og líka um menntunarferlið og árangur þess. Hugsunin á rætur sínar í listinni og að kennsla sé einskonar list.“ Aðstæður sem efla sköpunargáfuna Elliot W. Eisner hefur sem gestafyrirlesari og kennari heim- sótt fjöratíu og þrjú lönd en var nú í fyrsta skipti á Islandi og sagðist mjög ánægður með það að vera hér. Hann er heiðursprófessor í fímm háskólum: Óslóarháskóla í Noregi; Hofstra University í New York; Maryland Institute í Mary- land; Doane College í Nebraska; og De Montfort University í Englandi. Hann er forseti Americ- Eisner er í fremstu víg- línu hugsuða um skólastarf Morgunblaðíð/Golli .GAGNRÝNENDUR eru eins og kennarar. Þeir benda fólki á eitthvað sem það hefur ekki tekið eftir áður. Þetta er ekki neikvæð gagnrýni heldur vekjandi og lýsandi," segir Eisner. an Educational Research Associ- ation (sem eru stærstu samtök Bandaríkjanna um rannsóknir á sviði menntamála) og hefur verið forseti margra annarra samtaka og ritstjóri ýmissa tímarita um menntamál. Fimmtán bækur efth’ hann hafa verið gefnar út. Ymsir hafa haldið því fram að ekki sé hægt að kenna list og því eigi listkennsla ekki heima innan almenna skólakerfisins. Að verða listamaður er meðfæddur hæfíleiki segja sumir, aðrir segja að hægt sé að kenna öllum allt. Togstreitu hef- ur gætt milli menntunargeirans og listamannageirans um hvernig sé best að vinna að uppbyggingu list- greinakennslu. Eisner segir á hinn bóginn að í vissum skilningi sé ekki hægt að kenna sköpunarmátt, en það megi svo sannarlega skapa aðstæður fyrir marga grundvallarþætti list- arinnar til að þroskast. Svo sem að fínstilla heilbrigða skynsemi, að öðlast sjálfstraust í verktækni, að koma auga á samhengi og að öðlast skilning á list sem sögulegu og menningarlegu ferli og afurð. „Það er hægt að skapa aðstæður sem kæfa sköpunarmátt og líka til að hlúa að honum. Þessar aðstæður auka líkur á að fólk geti nýtt sköp- unargáfu sína. Það er heldur ekki hægt að kenna vísindi eða skapandi vísindalega hugsun, ef út í það er farið, einungis er hægt að skapa aðstæður til að læra.“ List sem vinna Work of art eða listaverk eru sambærileg orð þó svo að áherslan á vinnuna sé meiri á enskunni, fel- ur það íslenska líka í sér að um vinnu eða verk sé að ræða. „Það felur í sér skemmtilega tví- hyggju að nota orðin work of art,“ segir Eisner, „venjulega er átt við afurðina eða listaverkið en það má líka skoða það út frá merkingunni, verkið eða vinnan, og kanna hvað það er sem gerist hjá fólki þegar það vinnur að list og spyrja: „Hvemig þroskar það hugann, hvernig þrósast hugarstarfsemin og hvernig skilning öðlast fólk með list?“ Fólk tjáir sig oft á annan hátt en það gerir venjulega til dæmis við jarðarfarir og brúðkaup og gi’ípur þá til ljóðsins eða skáldlegs málfars. Þegar fólk hafði ekki einu sinni til hnífs og skeiðar skreytti það samt híbýli sín! Sköpunarþörf- in er því fyrir hendi og það þarf að hlúa að henni.“ Mikilvægi mynd- og tónlistarkennslu Tíðrætt er um skort á iðn- og verknámi hérlendis en tiltölulega fáum orðum eytt á listnám. Sam- kvæmt skoðanakönnunum sem Unnur G. Kristjánsdóttir skýrði frá á ráðstefnunni álíta foreldrar til dæmis að myndmennt sé mjög mikilvæg (talsvert ofan við miðju af fögum þeim sem kennd era) í grunnskólum sem könn- unin náði til. Einnig var sýnt fram á gildi tónlist- arkennslu hjá nokkrum fyrirlesur- um. Eisner segir um gildi list- og verkgreinakennslu, að það felist einkum í að þroska ýmis hugsana- ferli, auka næmi í skynjun, gefa aukna möguleika á breytilegum upplifunum sem ekki væru mögu- legar að öðrum kosti, „þær hjálpa fólki að skilja innra landslag sitt, og upplifunin við að njóta lista- verka hefur eigið gildi og þarf ekki skýringar eða réttlætingar við,“ segir hann, „fólk sem ekki hefur bakgi-unn í listum til að njóta lista- verka fer mikils á mis. Á hagnýta sviðinu er gi’undvöll- ur að starfsnámi oft byggður á list- og verkmenntun, hér á landi er til dæmis meiri þörf á iðnhönn- uðum, tæknihönnuðum og svo framvegis. En jafnvel þó svo að ekki væri þörf á listnámi gefur listmenntun fólki betri möguleika til að auðga líf sitt og það er ekki slæmt markmið." Fjórða kennsluaðferðin Anna Jeppesen og Lilja M. Jóns- dóttir sögðu á ráðstefnunni að kennsluaðferðir í skólum hafi fyrst og fremst verið þrjár. Lesið er upp úr bókum, fyllt inn í eyður og svo er sú aðferð sem kalla má „lesið spurt og spjallað“ notuð. Sam- kvæmt rannsóknum era þetta kennsluaðferðir sem duga misvel. Hluti nemenda á erfitt með að til- einka sér efnið á þennan hátt. Þær fjölluðu svo í kjölfarið um gildi þemanáms og kennsluaðferðir lista eins og leikrænnar tjáningar. Eisner segir um þátt lista í skólaþróun, að nálgast megi náms- greinar eins og stærðfræði eða vís- indi á áþreifanlegan og sjónrænan hátt. „Vísindamenn gera til dæmis líkön sem era mjög sjónræn! Ég segi að sérhvert skynjunar- svið taki á móti upplýs- ingum sem settar eru fram á „máli“ þeirra og því er mikilvægt í kennslu að setja efni fram ríkulega, eða í máli og myndum; teikningum, línurítum, og tónum þegar það hentar. Þetta eykur líkurnar á að nemandinn skilji og geti tileinkað sér efnið. Kennarar nota t.d. kort til að auð- velda nemandanum að gera sér grein fyrir legu lands! Hann segir ekki bara „Það er austan við haf- ið“.“ Umræða um gildi samræmdu prófanna er árviss viðburður og spurt er: Á að taka niðurstöður þeirra bókstaflega? Segir einkunn á prófí til um vitneskju nemand- ans? Segir hún til um hvernig hon- um muni reiða af í framhaldsskóla? „Mat í skólastarfi er ávinningur nemandans," segir Eisner um sam- ræmd próf, „það á hinsvegar ekki að vera einungis mælistika á stöðu, heldur á að nota það sem hjálpar- tæki til að bæta námskrána og Kennsluupp- skriftir eru ekki til - vani er blekking
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.