Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsókn forseta íslands til Litháens Vináttuböndin treyst Vilnius. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Ásdís FORSETAHJÓNUNUM var klappað lof í lófa við komu þeirra til Kaunas, annarrar stærstu borgar Litháens, á sunnudag. OPINBERRI heimsókn íslenzku forsetahjónanna til Litháens lauk í gær. Þar með var botninn sleg- inn í vikulangt ferðalag þeirra og íslenzku sendinefndarinnar um Eystrasaltslöndin þrjú, Eist- Iand, Lettland og Litháen. Síð- asta dag heimsóknarinnar voru m.a. heimsótt tvö dótturfyrirtæki íslenzkra fyrirtækja í Litháen, barnaspítala í Vilnius færður búnaður að gjöf frá Barnaspítala Hringsins, auk þess sem forset- inn átti viðræður við Vytautas Landsbergis, forseta litháíska þingsins og fyrrverandi forseta landsins. í þriggja daga dvöl forseta- hjónanna í Litháen bar einna hæst komu þeirra til Kaunas, annarrar stærstu borgar lands- ins, á sunnudag. Þegar þau óku inn á ráðhústorgið þar tók á móti þeim íjöldi manns, sem klappaði og hrópaði „lifi ísland“. Borgarstjórinn, Henrikas Tamulis, upplýsti í ávarpi sínu til íslenzku gestanna að til stæði að nefna hluta Eystrasaltshrað- brautarinnar svokölluðu „fs- landsbraut", en þessi hraðbraut á að liggja frá Varsjá til Tallinn - framhjá Kaunas - sem hluti af evrópska hraðbrautakerfinu. Þakklæti og vinátta Litháa í garð íslands kom skýrt fram í þessum atburðum, og hvert sem fslenzka sendinefndin fór í landinu lék enginn vafi á því, hve Litháum er minningin um atburði ársins 1991 dýrmæt, þegar Island varð öðrum ríkjum fyrra til að viður- kenna sjálfstæði Litháens. I viðræðum forseta íslands og Litháens, Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Valdas Adamkus, kom líka skýrt fram sameiginlegur skilningur ráðamanna í báðum löndum á möguleikum lítilla lýð- ræðisríkja til að hafa áhrif í al- þjóðakerfinu. I samtali við Morg- unblaðið greindi Adamkus frá því að í viðræðum sinum við Jev- gení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands sem kom í skyndiheimsókn til Litháens síð- degis á laugardag, hefði hann komið þessari hugsun á fram- færi. Prímakov sagði að rúss- neska sijórnin hefði ekkert á móti því að Litháen gerðist aðili að ESB, en ítrekaði andstöðu við aðild Iandsins að Atlantshafs- bandalaginu. Samband Litháens við Rúss- land bar líka á góma í viðræðum forseta íslands og utanríkisráð- herra við litháíska ráðamenn. Þar sem í Litháen býr mun fá- mennari rússneskumælandi minnihluti en í Lettlandi og Eist- landi er staða hans ekki sá ásteytingarsteinn sem annars hefur spillt samskiptum Eystra- saltsríkjanna við Rússa. Bæði Landsbergis, forseti Saeimas, þjóðþings Litháens, og Algirdas Saudargas utanríkisráðherra, sögðu í samtali við Morgunblaðið að sambandið við Rússland væri nú gott og ekki ástæða til að ætla að þau ágreiningsmál sem vissu- lega væru fyrir hendi milli land- anna væru alvarlegs eðlis. í við- ræðum Saudargas við Halldór Ásgrímsson kom fram sú ósk lit- háísku stjórnarinnar, að hún fengi stuðning fslands við fram- Forstjórar sjúkrahúsanna í Reykjavik um uppsagnir hjúkrunarfræðinga 1. júlí og afleiðingar þeirra Uppsagnirnar gætu varðað allt að 1.600 sjúklinga Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík snerta um 1.200 sjúklinga sem liggja þar að jafnaði en auk þeirra koma um 400 manns á göngu-, slysa- og bráðadeildir. Hér fer á eftir sameiginleg greinargerð sem forstjóri Ríkisspítalanna og forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur sendu frá sér í gær. HJÁ Ríkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykja- víkur starfa alls um 1.088 hjúkrunarfræðing- ar í 857 setnum stöðum. Þar af hafa 668 hjúkrunarfræðingar í um 520 stöðugildum sagt upp störfum. Alls hafa um 61% hjúkrun- arfræðinga hjá þessum stofnunum sagt upp hvort sem litið er á fjölda einstaklinga eða setnar stöður. Þetta skiptist þannig að hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa 266 af 414 hjúkrunarfræð- ingum sagt upp störfum, eða 64,25%. Þegar horft er á setnar stöður hafa hjúkrunarfræð- ingar í um 208 stöðum af 328 sagt upp störf- um, eða 63,5%. Hjá Ríkisspítölum hafa 402 af 686 hjúkrunarfræðingum sagt upp störfum, eða 57%. Þegar horft er á stöðugildi hafa hjúkrunarfræðingar í 311 setnum stöðum af 529 sagt upp störfum, eða 59%. Hve marga snerta þessar uppsagnir? Á Ríkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykjavík- ur liggja að meðaltali 1.200 sjúklingar á degi hverjum. Auk þess koma 400 manns á göngudeildir og á slysa- og bráðadeildir. Mjög mikil röskun verður á allri starfsemi sjúkrahúsanna og mun mikill fjöldi þessara sjúklinga ekki njóta þeirrar þjónustu sem er til staðar í dag. Undir mörkum neyðaráætlunar Samkvæmt lögum um kjarasamninga op- inberra starfsmanna ber starfsmönnum skylda til að sinna nauðsynlegustu öryggis- gæslu og heilbrigðisþjónustu í verkfalli. Þar sem hér er ekki um hefðbundna kjaradeilu að ræða ber hjúkrunarfræðingum, sem sagt hafa upp störfum, ekki skylda samkvæmt til- vitnuðum lögum að sinna neyðarþjónustu. Staða sjúkrahúsanna eftir 1. júlí verður því miklu verri heldur en í löglega boðuðu verk- falli. Miðað við síðasta úrskurð dómstóla á grundvelli þessara laga vantar hjúkrunar- fræðinga í um 308 stöðugildi til að unnt verði að framkvæma neyðaráætlun í verkfallsað- gerðum eins og sjá má á eftirfarandi töflu. Það er því ljóst að allt stefnir í að starfsemi sjúkrahúsanna verði undir mörkum neyðará- ætlana eftir 1. júlí næstkomandi. SJÁ TÖFLU. Viðbrögð sjúkrahúsanna Af hálfu stjómenda sjúkrahúsanna hefur frá því að uppsagnimar bámst verið leitað allra tiltækra leiða til lausnar aðsteðjandi vanda, m.a. með viðræðum við ráðamenn í heilbrigðis- og fjármálaráðuneytum og fagaðila sem að málinu koma með einum eða öðmm hætti. í því sambandi hafa verið gerðar viðeigandi ráð- stafanir varðandi breytingar á sumarleyfum þeirra starfsmanna sem eftir verða. Þá hafa verið gerðar áætlanir um stórfelldar útskriftir sjúklinga og lokanir deilda. Ljóst er að ganga verður lengra í þeim efnum en fyllstu öryggis- kröfur segja til um. Eftir 1. júlí næstkomandi verður unnið samkvæmt neyðaráætlun um lágmarksþjón- ustu hjá sjúkrahúsunum. Gert er ráð fyrir flutningi starfandi hjúkranarfræðinga milli deilda eftir þörfum. Vegna sérhæfingar á gjörgæsludeild, skurðstofu og svæfingar- deild er þó ekki hægt að flytja hjúkranar- fræðinga frá öðrum deildum þangað. Eftir 1. júlí verður í einstaka tilvikum ekki til staðar þekking - hvorki hjá þeim hjúkranarfræð- ingum sem eftir verða né sjúkrahúslæknum - til starfrækslu sumra sérhæfðra, lífsnauð- synlegra lækningatækja. Athygli er vakin á því að í áætlun um neyðarvamir sjúkrahúsanna eftir 1. júlí er ekki reiknað með að unnt verði að starfa samkvæmt vinnutímatilskipun EES. Sé það gert er ógjömingur að framfylgja neyðará- ætluninni. Af framansögðu er ljóst að uppsagnir hjúkranarfræðinga munu hafa víðtæk áhrif á starfsemi sjúkrahúsanna. Hér verða til við- bótar nefnd nokkur dæmi um afleiðingar þeirra að öllu óbreyttu. • Á öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavík- ur er gert ráð fyrir að útskrifa 124 sjúklinga. Allir þeir sem verða útskrifaðir þurfa stöðuga umönnun aðstandenda allan sólar- hringinn. • Slysa- og bráðamóttaka Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem jafnframt er stærsta og mikilvægasta slysa- og bráðamóttaka ís- lands, mun lamast. Lágmarksþjónustu við mikið slasaða og bráðveika einstaklinga verður haldið uppi en til dæmis raskast neyðarmóttaka vegna nauðgunar verulega svo og áfallahjálp og starfsemi skurðstofu slysa- og bráðamóttöku. • Hjá Lyflækninga- og endurhæfingar- sviði Sjúkrahúss Reykjavíkur verður óhjá- kvæmilegt að vísa frá einhverjum sjúkling- um með krabbamein, lungnasjúkdóma, blóð- sjúkdóma, smitsjúkdóma eða hjartasjúk- dóma. • Eftir 1. júh' verður aðeins hægt að vista 3 sjúklinga í stað 9 áður á gjörgæslu Sjúkra- húss Reykjavíkur. Sjúklingur í lífshættu get- ur átt von á því að þjónusta verði undir örygg- ismörkum. Sjúklingar sem þurfa skurðaðgerð vegna bráðra veikinda, krabbameins, bein- brota og áverka geta lent í bið sem hefði al- varlegar afleiðingar. • Á vökudeild (gjörgæslu nýbura) á bama- lækningasviði Landspítalans verða 10 hjúkr- unarfræðingar starfandi í stað 25. Þar liggja að jaínaði 17 nýburar, flestir fyrirburar. • Aðeins ein deild af 5 verður opin á geð- lækningasviði Landspítalans. Ekki verður unnt að taka inn alla bráðveika geðsjúklinga, en 90-95% innlagna eru bráðainnlagnir. • Á handlækninga- og lyflækningasviði Landspítalans verða 3 af 15 sjúkradeildum opnar. Eftir 1. júlí verða aðeins teknir inn sjúklingar þegar meðferð þolir enga bið vegna lífshættu. Á gjörgæsludeild eru rúm 32 stöðugildi hjúkranarfræðinga. Þar verða 5 hjúkranarfræðingar við störf eftir 1. júlí. Á blóðskilunardeild verða 2,5 hjúkrunarfræð- ingar við störf en venjulega starfa þar 7,5 hjúkrunarfræðingar. Þar er veitt mjög sér- hæfð meðferð. Heilsufari sjúklinga, sem þarfnast þessarar þjónustu, er verulega stefnt í hættu. • Starfsemi skurðstofu kvennadeildar Landspítalans raskast verulega og getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir fæðandi kon- ur sem þurfa á skurðaðgerð að halda. Staða kjarasamnings Gengið var frá kjarasamningi við Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga í júní á síðasta ári og gildir hann til 31. október árið 2000. í honum er kveðið á um að tilteknum þætti samningsins skuli vísað til viðkomandi stofn- ana. í stofnanaþætti kjarasamnings skal stofnun og stéttarfélag koma sér saman um hvaða þættir geti ráðið röðun starfsmanna í taxtatöflur. Náist ekki samkomulag um þessi atriði er ákvæði um það í kjarasamningnum að mál- inu skuli ráðið til lykta í úrskurðamefnd sem skipuð er tveimur fulltrúum frá stéttarfélagi, einum frá stofnun, einum frá fagráðuneyti og oddamanni sem ríkissáttasemjari skipar. Mál hjúkranarfræðinga er nú til meðferðar hjá slíkri úrskurðamefnd og er niðurstöðu að vænta um næstu mánaðamót. Hjúkranar- fræðingar hafa gripið til uppsagna á sama tíma og stofnanaþætti kjarasamnings er enn ólokið og endanlegur kjarasamningur (mið- lægur kjarasamningur ásamt stofnanaþætti kjarasamnings) liggur ekki fyrir. 50-60% kröfur Þrátt fyrir að uppsagnir hjúkrunarfræð- inga séu að forminu til einstaklingsbundnar ráðstafanir er ljóst af atvikum málsins að hjúkrunarfræðingar hafa, með eða án at- beina stéttarfélags síns, sammælst um að grípa til þessara aðgerða til að knýja stjóm- völd til að hækka laun þeirra umfram gild- andi kjarasamning. Samkvæmt óformlegum viðræðum fulltrúa sjúkrahúsanna við þá hjúkranarfræðinga sem sagt hafa upp störf- um er ljóst að launakröfur þeirra era vera- legar, eða á bilinu 50-60%. Fjárveitingar til sjúkrahúsa á fjárlögum taka mið af gildandi kjarasamningum. Svigrúm sjúkrahúsanna og möguleikar þeirra til að koma til móts við hjúkranarfræðinga er því mjög takmarkað miðað við þær kröfur sem fram hafa komið. Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri Rfkisspítalanna. Jóhannes Pálmason, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur. Samanburður á fjölda hjúkrunarfræðinga við störf samkvæmt neyðaráætlun í verkfalli og efitir 1. júlí nk. Stöðugildi Neyðaráætlun í verkfalli í starfi eftir 1. júlí 1998 Mismunur Sjúkrahús Ríkis- Samtals Reykjav. spítalar stöðug. 230,50 342,00 572,50 88,96 175,70 264,66 141,54 166,30 307,84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.