Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 47 ALDARMINNING ingarsteinum, ef ekki er nógu vel á haldið, ýmis sérkenni (t.d. að renna sér upp á tóninn o.fl.) sem gætu orðið kækir ef of mikið er að gert, og Stefáni hættir óneitanlega til að „yfirdrífa" og „forcera" röddina. Þess vegna þurfa einmitt söngvarar með sterk persónuleg sérkenni að hafa stöðugan aga á sjálfum sér. Við höfum þess allt of mörg dæmi að efnilegir söngvarar, sem virtust vera, hafa lent í ógöngum undireins og aga kennarans sleppti.“ Níu árum áður en Emil birti þessa grein sem hér er vitnað til hafði hann ritað um söng Stefáns á nemendahljómleikum Sigurðar Birkis: ,Auk þess hefur Stefán ósvikið söngvaraeðli, og honum verður jafn eðlilegt að syngja eins og laxi stökkva." Söngvís bakari I tíð Emils Thoroddsens og Þór- arins Guðmundssonar voru „lif- andi“ hljómleikar fastur dagskrár- liður Ríkisútvarpsins. Einsöngur, samleikur, tríó, kvartettar, kór- söngur. Emil birti í Útvarpstíðind- um þætti úr annálum útvarps- hljómsveitarinnar. Þar lýsti hann með gamansömum hætti atviki í út- varpssal, „í beinni útsendingu", eins og sagt er. Emil var á kvöld- vakt. „Inn kemur maður nokkur, að ég held bakari að iðn, uppdubb- aður í smoking og með flösku upp á bakvasann. Kveðst hann vera kom- inn til að syngja í útvarpið og það undir eins í kvöld.“ Emil spyr um kunnáttu. Komumaður býst til þess að slá hann kaldan ef hann léki ekki undir með sér. Svo kveðst Emil hafa ætlað að leysa málið með því að lofa honum að garga í þögul- an hljóðnemann af hjartans lyst að dagskrá lokinni. En útvarpsstjóri kom á vettvang með nægan mann- afla til þess að setja hinn söngvísa og skrautklædda bakara á dyr,“ sagði Emil. Hér kemur Ijóslega fram viðhorfsmunur Emils og út- varpsstjóra. Emil vill leysa málið með friðsamlegum hætti og gam- ansömum. Utvarpsstjóri sýna stjórnsemi og embættisvald. Emil raddsetti fjölda laga ann- arra höfunda og bjó til flutnings. Hann raddsetti t.d. lög Jónasar Þorbergssonar útvarpsstjóra. Gár- ungar sögðu eitt sinn að Jónas hefði sagt: „Hafðu nú ekki undirspilið allt á svörtu nótunum, Emil minn.“ Við athugun kom í ljós að Emil hafði í TRJÁGARÐINUM Túngötu 12. Séð til gamla Landakots- spítala. skömmu áður leikið lag eftir Chop- in, „Á svörtu nótunum". Lag Jónas- ar er við ljóð Stephans G. Stephans- sonar „Sestu í hornið hjá mér“. Emil raddsetti m.a. lag Skúla frænda síns Halldórssonar „Jójó valsinn". „Mér var ljóst að hann átti a.m.k. helminginn af tónsmíðinni," sagði Skúli. Ekkert vildi Emil þiggja að launum. Þórarinn Guðmundsson fíðluleik- ari, félagi Emils, sagði: „Það var sérstaklega eitt athyglisvert, sem hann gerði og fáir léku eftir: Hann gat spilað svo að segja hvaða lag sem var í þeirri tónhæð, sem óskað var, gat hækkað eða lækkað um tón frá því sem lagið var skrifað." Sigurlag sett í póstkassann rétt fyrir miðnætti Þórarinn Guðmundsson tónskáld hlaut önnur verðlaun í samkeppni um Þjóðhátíðarlag 1944. Árni Björnsson tónskáld og píanóleikari mun einnig hafa hlotið slík verð- laun. Þórarinn sagði frá lögum við hátíðarljóðin: „Það var dálítið merkileg tilviljun, að við, þessir gömlu samstarfsmenn, skyldum báðir hitta á það að gera lög við sitt hvort hátíðaljóðið, sem sungin voru í fyrsta sinn við lýðveldisstofnunina á Þingvöllum, Emil við ljóð Huldu og ég við ljóð Jóhannesar út Kötl- um, „Land míns föður, landið mitt“. Hvorugur vissi þó um hinn, eins og gefur að skilja, enda var þetta leyni- leg samkeppni." Þegar gi-einarhöfundur leitaði upplýsinga fyrir allmörgum árum hjá Þorvaldi, bróður Emils, og Ingu konu hans, sögðu þau að það hafi ekki tekið Emil nema klukku- tíma að semja lagið við þjóðhátíð- arljóð Huldu, „Hver á sér fegra föðurland“. Hann skundaði með lag sitt og rétt náði að koma bréfinu í póstkassa á Pósthúsinu fyrir mið- nætti þess dags er fresturinn rann út. Lag Emils við ljóð Huldu hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um söngva. Emil hlaut einnig verðlaun íyrir lag sitt við ljóð Arnar Arnar- sonar „Islands Hrafnistumenn“. Heimsókn Emils Minnisstæð verður heimsókn Emils á heimili okkar hjóna í Með- alholti 5. Það mun hafa verið árið 1944. Tengdamóðir mín, Anna Þor- SJÁNÆSTUSÍÐU ATVINNUlÍUG LV S I IM G A Vefhönnuður Margmiðlun er framsækið fyrirtaeki sem haslað hefur sér völl annars vegar sem alhliða Internetsþjónustuaðili og hins vegar sem öflugt hugbúnaðarhús sem sérhæfir sig í gagnvirkum Internetslausnum með áherslu á rafræn samskipti. Hjá fyrirtækinu starfa nú yfir tuttugu starfsmenn og er fyrirtækið nýflutt í glæsilegt húsnæði að Suöurlandsbraut 4, þar sem öll aðstaða er tíl fyrirmyndar. Meðal viðskiptavina eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins, s.s Olíufélagið, Skeljungur, Olíudreifing, Morgunblaðið, Ríkisútvarpið, ISAL, Islenskar Getraunir, (slandspóstur, Landssíminn, Sparisjóðirnir, Kaupþing og Flugfélag íslands. Vegna mikillar fjölgunnar viöskiptavina í Internetsþjónustu og stóraukinna verkefna í hugbúnarþróun og vefsíðugerð er staða vefhönnuðar laus til umsóknar. Óskað er eftir vefhönnuði í fullt starf. Um framtíðarstarf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi hafi grafískan bakgrunn og viðamikla reynslu af hönnun og gerð vefsíðna. Umsóknarfrestur er til og með 19. júní. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Liðsauka kl. 9-14. Einnig er hægt að skoða auglýsingar og sækja um störf á http://www.lidsauki.is Fólk og þekking Lidsauki Skipholt 50c, 105 Reykjavík síml 562 1355, fax 562 3767 Netfang: www.lidsauki.is Töivupóstur: lidsauki@knowledge.is Síld og fiskur Starfsmaður óskast í söludeild. Starfið er með- al annars fólgið í því að taka til pantanir, svara í síma og fara í verslanir. Samviskusemi og góð mæting er áskilin. Upplýsingar gefa Sófus eða Skúli í síma 555 4488. Síld og Fiskur, Dalshrauni 9b, Hafnarfirði. Utanríkisráðuneytið Læknar Auglýst er eftirtveimur læknumtil starfa í heilsugæslusveit innan friðargæslusveita At- lantshafsbandalagsins (SFOR) í Bosníu-Hers- egóvínu. Sveitin mun starfa undir verkstjórn breska hersins skv. samningi milli íslenskra og breskra stjórnvalda. Leitað er að duglegum, samviskusömum ein- staklingum sem geta unnið sjálfstætt við erfið- ar aðstæður, eiga auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi gott vald á ensku og hafi mikla aðlögunarhæfileika. Æskilegt væri, en ekki skilyrði, að fá skurðlækna (helst bæklunarskurðlækna) eða svæf- ingarlækna. í ágúst 1998 mun heilsugæslusveitin gangast undir þjálfun í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf um miðjan september 1998 og að ráðningartíminn verði sextil sjö mánuðir. Upplýsingar um kaup og kjörfást á alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmælendur, sendist utanríkisráðuneytinu, alþjóðaskrifstofu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðu- blöðum. Umsóknarfrestur er til og með 29. júní 1998. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur, nema annað sé sérstaklega tekið fram í umsókninni. Verkafólk — Sláturhús Selfossi Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða verkafólktil starfa við kjötskurð í sláturhúsi félagsins á Selfossi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins að Fosshálsi 1, Reykjavík og í starfs- stöðvum félagsins á Hvolsvelli og Selfossi. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 575 6000 og stöðvarstjóri á Selfossi í síma 482 1192. Lager- og útkeyrslustarf Ört vaxandi og rótgróin heildverslun með mat- væli sem þjónustar mötuneyti, veitingahús, stóreldhús sem og verslanir um allt land, óskar eftir dugmiklum og áhugasömum starfskrafti til að sinna lager- og útkeyrslustörfum. Umsækjandi þarf að geta sýnt mikla þjónustu- lund við viðskiptavini okkar, vera dugmikill, áhugasamur um að sinna sínum verkefnum og geta starfað í góðri liðsheild starfsmanna fyrirtækisins. Um er að ræða ráðningu í fram- tíðarstarf hjá fyrirtækinu og er mjög æskilegt að viðkomandi geti byrjað sem allra fyrst. Upplýsingar um aldur, meðmæli og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Lager 1206" fyrir þriðjudaginn 23.6 1998. Gaidabær Fræðslu- og menningarsvið Skólaskrifstofa Fyrirliggjandi umsóknir skulu staðfestar. Kennarar Kennara vantar við Grenivíkurskóla næsta skólaár. Meðal kennslugreina er handmennt og enska. Umsóknarfrestur er til 26. júní. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Björn Ingólfs- son, í síma 463 3118 eða 463 3131. Garðaskóli — Skólasafn Laust er starf skólasafnskennara eða bóka- safnsfræðings við skólasafn Garðaskóla í Garðabæ. í Garðaskóla eru um 600 nemendur í 7.-10. bekk. Um er að ræða 100 % starf. Menntun: B.Ed. og viðbótarnám í skólasafns- fæðum eða BA í bókasafnsfræði með kennslu- réttindi. Launakjörsamkvæmt kjarasamningi KÍ og HÍKvið launanefnd sveitarfélaga. Upplýsingar veitir Gunnlaugur Sigurðsson, skólastjóri í síma 565 8666. Umsóknarfrestur er til 23. júní 1998. Grunnskólafulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.