Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjörkálfurinn Brahms TOJVLIST II veragerð i ski rkja KAMMERTÓNLEIKAR Poulenc: Flautusónata. Italskar fornaríur. Brahms: Píanókvartett nr. 1. Áshildur Haraldsdóttir (fl.), Peter Máté (pnó.); Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran; Gerður Gunnarsdóttir (f.) Helga Þórarinsdóttir (vla.), Gunnar Kvaran (selló) og Gerrit Schuil (pnó.). Hveragerðiskirkju, föstudaginn 12. júní kl. 20:30. BJARTAR sumarnætur, tónlist- arhátíð Hvergerðinga er stofnuð var í maí í fyrra, runnu upp í annað sinn á fóstudagskvöldið var með fyrstu tónleikunum af alls þrenn- um þá sömu helgi. Fór hátíðin vel af stað, enda vel til hennar vandað, dagskráin metnaðarfull og flytj- endur meðal fremstu hljómlistar- manna þjóðarinnar. Þar við bættist nýr Steinway flygill, sem hátíðin naut hér góðs af í fyrsta sinn. Ashildur Haraldsdóttir og Peter Máté léku Sónötu Poulencs frá 1947, „einn af homsteinum flautu- bókmennta“, eins og kynnt var. Verkið er samið til minningar um látinn vin tónskáldsins og er ásamt sónötu Prokofievs meðal þess eftir- minnilegasta sem skrifað hefur verið fjTÍr flautu og píanó á þessari öld. Tregablendinn fyrsti þátturinn er merktur „AJlegro malinconia“, en í Fínalnum freyðir kampavínið aftur á móti af öllu því strákslega gallíska andríki sem Poulenc átti til í svo ríkum mæli. Verkið var skín- andi vel flutt af þeim Ashildi og kom víst fáum á óvart, þó að Peter hefði mátt hafa sig ögn meira í frammi, líkt og stundum í sönglög- unum næst á eftir. Hugsanlega spratt aðgæzla píanistans af var- færni gagnvart kirkjuhljómburðin- um, sem reyndist ekki með öllu ástæðulaust, eins og betur kom fram í Brahmsverkinu síðast á dagskrá. Hin fíngerða Cantilena, NÝVERIÐ kom út geisladiskur með leik Jóns Aðalsteins Þorgeirs- sonar klarinettleikara og Kristins Arnar Kristinssonar píanóleikara. Flutt eru verk eftir Schumann, Lu- toslawski, Honegger, Stravinsky og Hindemith, ólík verk sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu uppá- haldi hjá einleikaranum. „Ég hef starfað hér á landi frá 1985 og fannst einfaldlega tími til kominn að gefa út geisladisk," segir Jón Aðalsteinn, en hann stendur sjálfur að útgáfunni. Um verkin seg- ir hann að þama séu samankomin ólík verk sem hann haldi mikið upp á og hafi lengi notið þess að leika, þó að þau séu ekki algengt viðfangsefni klarinettuleikara. „Ég reyndi í raun að hafa efnisskrána sem fjöl- breyttasta," bætir hann við. „Þama er að fínna lýrísk og rómantísk verk eftir Schumann, fjörugri spretti hjá Lutoslawski, Stravinsky og Ho- negger en hjá hinum tveimur síðar- nefndu gætir einnig áhrifa frá djass- inum. Geisladiskinum lýkur síðan á dramatískri nýklassík Hindemiths." Jón Aðalsteinn segir sónötu Hindemiths ekki oft hafa verið gefna út, „en þetta er frábært verk að öllu leyti og tími til kominn að vekja á því athygli". Geisladiskurinn hefur fengið góðar viðtökur gagn- rýnenda og fyrir það segist Jón Að- alsteinn afskaplega þakklátur. Jón Aðalsteinn stundaði fram- haldsnám í klarinettuleik við miðþáttur flautusónötunnar, sem blásin var af mikilli fágun, spilltist því miður verulega af öflugum og ítrekuðum hósta eins áheyranda. „Fomsöngvar" ítala frá 17.-18. öld, þ.e. óperuaríur og stök sönglög í einfaldari kantinum, gerast nú vinsælli hér um slóðir en áður var, því aðeins þremur dögum fyrr tók Kristinn Sigmundsson syrpu af þeim í Þjóðleikhúsinu. En vinsæld- irnar em að verðleikum, því lög þessi em hrífandi falleg. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Peter Máté fiuttu 5 lög eftir Caccini, A. Scarlatti, Caldara, Marcello og Pergolesi, og þar á eftir tvær Hándel-aríur, Laschia ch’ío pianga úr Rinaldo og Da tempeste úr Ancina. Upphafssinnar hefðu sjálf- sagt búizt við fomeskjulegum geit- artrillum í Amarilli, mia bella eftir Caccini, en lítið fór fyrir þeim hjá Sigrúnu, þó að sléttir tónar væm henni ekki framandi, enda beitt af smekkvísi. Le violette Scarlattis var svolítið ofkeyrt í dramatískum ópemanda og vantaði fínleikann sem lag og texti buðu upp á, og depurðin í mottó-aríu Caldaras, Selve Amiche, var full óróleg og hrynjandin ýtin í punktuðu sekvenzenum. Hinsvegar fékk dramatíkin að leiftra í Quella fi- amma Marcellos, þar sem hún átti fyllilega heima. Se tu m’ami Pergo- lesis var sömuleiðis ljómandi vel flutt af tilheyrandi kankvísi. Harm- ræn angurværð og sigri hrósandi kólóratúrar einkenndu Hándel-arí- umar; báðar túlkaðar af því glamp- andi öryggi sem við eigum að venj- ast af Sigrúnu. Hið meistaralega þríþætta æskuverk Brahms fyrir píanó og strengjatríó í g-moll Op. 25, hið fyrsta af þremur fyrir þá áhöfn sem Mozart mddi braut tæpri öld áður, skartar þvílíkri breidd, að jafnað hefur verið við sinfóníu, „Nr. 0“, eins og gárangar hafa kall- að. Arnold Schönberg var mjög hrifinn af verkinu og orkestraði Jén Aðalstcinn Kristinn Öm Þorgeirsson Kristinsson Hochschule fúr Musik und dar- stellende Kunst í Vínarborg. Hann hefur leikið einleik með hljómsveit- um í Vínarborg og hér á landi, m.a. Sinfóníuhljómsveit íslands og Hljómsveit íslensku óperunnar. Jón Aðalsteinn hefur einbeitt sér að flutningi tónlistar fyrir klarinett og píanó og komið fram á tónleikum hér á landi sem erlendis. Meðleikari Jóns á plötunni, Krist- inn Öm Kristinsson, stundaði fram- haldsnám í píanóleik í Bandaríkjun- um. Hann starfaði áður við Tónlist- arskólann á Akureyri en frá 1990 hefur Kristinn gegnt stöðu kennara og skólastjóra Tónlistarskóla ís- lenska Suzukisambandsins auk þess að starfa sem meðleikari við Tón- listarskólann í Reykjavík. Hann hefur starfað með fjölmörgum söngvurum og hljóðfæraleikurum og komið víða fram á tónleikum auk þess að leika inn á geisladiska, bæði einn og með öðrum. það fyrir sinfóníuhljómsveit, og mun sú útsetning til í þónokkram hljómplötuinnspilunum, þó að und- irritaður hafi enn ekki barið hana eymm. E.t.v. væri hér skemmti- legt verkefni fyrir Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Schönberg kvaðst að eigin sögn hafa gert þetta af gremju yfir píanóvirtúósum sem keyrðu strengjahópinn því meira niður sem þeir væra flinkari. Til sanns vegar má færa, að þegar fyr- irgangur er mestur í píanópartin- um, er jafnvægið vissulega í vanda statt. Það var því eigi h'tið lán í óláni, að píanistinn skyldi jafnframt vera menntaður hljómsveitarstjóri. Því þó að píanóið væri oft anzi þétt skrifað og kirkjan að auki of hljóm- mikil þegar mest lét, þá sá Gerrit Schuil mynduglega til þess að ótrú- lega gott jafnvægi næðist miðað við allar aðstæður. Og ekki nóg með það „ vafalaust hefur hann einnig haft góða hönd í bagga með að tryggja þann glæsilega heildarsvip í túlkun og samspili sem einkenndi þennan eftirminnilega flutning, sérstaklega 2. og 3. þáttar. Því jafnvel þótt valinn maður hafi verið í hverju rúmi, var það verulegt af- rek að skila jafn ágætu dagsverki og raun bar vitni eftir aðeins 5 æf- ingardaga, og það innan um tvær aðrar tónleikadagskrár. Svo vel mótaður samleikur sem hér gat að heyra fæst að jafnaði ekki nema eftir áralangt samstarf. Varð hans vart þegar í fyrsta þætti, þó að syngjandi dýnamískur miðþátturinn og ekki sízt hinn sóp- andi „sígauna“-lokaþáttur, Rondo alla zingarese, hlytu að draga til sín mesta athygli. Það er langt síð- an maður heftir heyrt jafn ólgandi fjör af jafnagaðri og smellandi samstillingu í kammerflutningi, en hér tókst Brahms á þvílíkt flug, að áheyrandinn beinlínis hoppaði inn- vortis af kæti. Svona á kammermúsík að vera. Ríkarður Ö. Pálsson Laxness, tölv- unarfræði og sænskar eiginkonur ÍSLANDSPÓSTUR, Islandskt Fonim, tvítyngt blað, er gefinn út af Islenska landssambandinu í Svíþjóð. Ritstjórar eru Ingvar Gunnarsson og Jóhann árelíuz. í fyrsta tölublaði 1998 er Halldórs Laxness minnst með grein eftir Jóhann árelíuz, en hún byggist á ræðu Jóhanns á heiðurssamkomu á afmælisdegi Halldórs Laxness 23. apríl sl. Við það tækifæri talaði einnig Maj-Britt Imnander um skáldið sem hún sagði einn mesta rit- höfund Norðurlanda og Hulda Lind Jóhannsdóttir las upp við klarínettuleik Lars Idgrens. I grein sinni fer Jóhann árel- íuz yfir feril Laxness og segir af honum gamansögur. Giftust til íslands Meðal annars efnis í Islands- pósti er grein um íslenska inn- rás í Skövde, en þar er lýst starfi Inga Jónassonar, kenn- ara og stjómanda við Háskól- ann í Skövde, en hann hefur laðað til skólans marga ís- lenska nemendur í tölvunar- fræðum. Islandspóstur birtir töluvert af fréttum frá íslandi og grein- ar um samskipti Svía og Islend- inga. Má nefna grein í 2.-4. tölublaði í fyiTa eftir Brittu Björnsson um „Islands- svenskoma“ sænskar konur sem giftust íslendingum og fluttust með þeim til Islands. Einnig er skrifað um menning- armál og nýjar bækur kynntar. Klarinett- og píanóverk úr ýmsum áttum Morgunblaðið/Ingimundur KONURNAR sýna tóvinnu. Hnokkafélagar með sýningu í Borgarnesi Borgarnesi. Morgunblaðið. FÉLAGAR úr Handverksfélaginu Hnokka voru með sýningu í Hyrnunni í Borgarnesi á sjó- mannadaginn. Þar gat að líta marga skemmtilega og vel unna muni en einnig sýndu nokkrar konur tógvinnu. Félagið Hnokki var stofnað ár- ið 1994 og eru félagsmenn nú 94 talsins. Félagið hefur gengist fyrir hópstarfi á afmörkuðum handverksgreinum fyrir félags- menn sína, svo sem í myndlist og tréskurði. Einnig hafa verið haldin námskeið fyrir félags- menn. Félagið lét hanna svokall- aðar „Borgarfjarðarpeysur", sem eru lopapeysur með gæsa-, rjúpna- og laxamynstri. Peysurn- ar eru bæði í barna- og fullorð- insstærðum. Sýningin í Hyrnunni var af- rakstur vetrarins og sóttu hana hátt í 200 gestir. Einnig var hald- in sýning á vatnslita- og olíu- myndum í Safnahúsi Borgarness. Hnokkafélagar selja framleiðslu sína í Gallerfi hönd í Borgarnesi. „Sjórinn og fjaran kringum Akranes“ BJARNI Þór bæjarlistamaður Akraness opnar sýningu í Kirkju- hvoli 17. júní næstkomandi. Þar sýnir hann 10 olíuverk og 30 vatns- litamyndir sem allar em unnar á þessu ári og þema sýningarinnar er sjórinn og fjaran í kringum Akranes. Bjarni Þór er fæddur 1. júlí 1948 og uppalinn á Skaganum og er þessi sýning meðal annars í tengsl- um við stórafmæli listamannsins. Hann var við nám á áranum 1974- 1980 í Myndlista- og handíðaskóla Islands og Myndlistaskóla Reykja- víkur. Bjarni Þór var valinn bæjar- listamaður Akraness 1997- 98. Þetta er 10. einkasýning hans, en auk þess hefur hann tekið þátt í 5 samsýningum. Þess má geta að Bjami Þór opnar vinnu- stofu og gallerí á Skólabraut 22 Akranesi þann 11. júlí. Sýningunni í Kirkjuhvoli lýkur 5. júlí og er listasetrið opið daglega frá kl. 15-18. Bjarni Þór Tilbúningur mannfræðingsins KVIKMYIVDIR Kringlubíó Með allt á hælunum „The Kripp- endorfs Tripe“ ★ 'k Leikstjóri: Todd Holland. Aðalhlut- verk: Richard Dreyfuss, Jenna Elfman, Lily Tomlin. Touchstone Pictures 1998. BANDARÍSKA gamanmyndin Með allt á hælunum eða „The Krippendorfs Tripe“ er dellumynd um mannfræðing sem misst hefur konuna sína og hætt rannsóknum en verður að skila af sér fyrirlestri um týndan ættbálk í Nýju-Gíneu áður en hann getur endanlega sagt skilið við mannfræðina. Gallinn er sá að ættbálkurinn er jafntýndur ef ekki týndari og þegar hann fór af stað að leita hans fyrir milljóna króna styrkveitingu. Hann hefur því ekki hugmynd um hvað hann á að segja fullum fyrirlestrarsal af áhugasömum áheyrendum. Til þess að gera eitthvað og forða sér undan því að vera sakaður um að hafa stolið styrknum til eigin þarfa, býr hann til sögu um fundinn ættbálk og setur af stað dæmalaust skrýtna atburðarás, sem þrátt fyrir allt er líklega best geymd í yfirkeyrðu þrjúbíói eins og þessu. Dreyfuss leikur mannfræðinginn með talsverðum látum, öskrum og handapati og taugaæsingi, án þess að það skili sér í mikilli gamansemi; hann er kannski of ör en það era svosem engin takmörk sett á neitt í myndinni undir leikstjórn Todd Hollands. Mannfræðingurinn á þrjú börn og notar mjög stöðu einstæðs föður í nútímasamfélagi til þess að hjálpa sér að skálda upp ættbálka- lygina og setur upp lítið þorpsígildi í bakgarðinum hjá sér og tekur lif- andi myndir af bömunum sínum leika týndan ættbálk. Húmorinn er að mestu leyti byggður á þessum tilbúningi og við- brögðunum sem hann veldur og hvernig lygin setur mannfræðing- inn í sífellt verri stöðu. Úr þessu húllumhæi öllu gerir Holland gam- anmynd sem nær ekkert vit er í og felur það með heilmiklum bægsla- gangi og látum. Sú eina sem hafa má eitthvert alvöra gaman af er sú sjóaða gamanleikkona Lili Tomlin í hlutverki eiturpirraðs mannfræð- ings í samkeppni við Krippendorf. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.