Morgunblaðið - 23.06.1998, Page 1

Morgunblaðið - 23.06.1998, Page 1
124 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 138. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þýskalandskanslari fordæmir ofbeldi á HM og krefst skjótra aðgerða Óróaseggir verði sak- sóttir strax Bonn, París. Reuters. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði í gær að framferði þýskra óeirðaseggja á Heimsmeist- aramótinu í Frakklandi, sem börðu franskan lögreglumann til óbóta á sunnudag, væri „þjóðarskömm" og krafðist þess að þeir yrðu leiddir fyrir rétt sem allra fyrst. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) efndi til skyndifundar í gær vegna atburðarins og buðust þar fulltrúar þýska knattspymusam- bandsins til að draga þýska liðið úr heimsmeistaramótinu. Því boði var hins vegar hafnað, að sögn Sepp Blatters, forseta FIFA, og sagði hann fundarmenn hafa verið sam- mála um að láta ofbeldi ekki spilla heimsmeistaramótinu. Nýnasistar að verki? Eftir leik Þjóðverja og Júgóslava í Lens á sunnudag, sem lauk með jafntefli, blossuðu upp átök og fékk þar 44 ára franskur lögreglumaður slæm höfuðmeiðsl eftir að hafa ver- ið barinn í höfuðið. Liggur hann enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. 27 ára Þjóðverji var handtekinn vegna verknaðarins og var mjög drukkinn. Alls fengu 15 að dúsa í fangaklefa yfir nóttina. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sagði að ofbeldið væri óviðun- andi og Lionel Jospin forsætisráð- herra lýsti óeirðaseggjunum sem heiglum. Fulltrúar þýskra knattspyrnu- yfirvalda kváðust í gær hafa haft vitneskju um hóp manna, sem tengjast samtökum nýnasista, er hugðust leggja leið sína á heims- meistaramótið. Sögðust þeir hafa gert frönskum ráðamönnum grein fyrir því að búast mætti við ólátum af hálfu þessara manna. Reyndar er ekki fullljóst hvort nýnasistar hafi staðið fyrir ofbeldinu á sunnudag en blaðamenn sem voru á vettvangi segja óeirðaseggina hafa hrópað vígorð öfgahægrisinna. Óspektir meðal Englendinga í vikunni sem leið kom til óeirða í Marseille þegar Englendingar og Túnismenn áttust við. Franska lög- reglan var því með mikinn viðbúnað í borginni Toulouse í gær vegna leiks Englands og Rúmeníu. Eng- Reuters TUGÞUSUNDIR Rúmena söfnuðust saman i' miðborg Búkarest í gær- kvöldi til að fagna sigri Rúmena á Englendingum á HM. lendingar töpuðu 1:2 og óeirðir gærkvöldi. Um 10.000 Englending- blossuðu upp meðal enskra knatt- ar voru í borginni, þar af um helm- spymuáhugamanna eftir leikinn í ingurinn án miða á leikinn. Ekki horfa af nýju brúnni yfír Stórabelti ÓVÆNT vandamál hefur skotið upp kollinum í tengslum við nýju brúna yfir Stórabelti í Danmörku. Um helgina varð lögreglan að bjarga manni af miðri brúnni sem gat ekki ekið lengra vegna lofthræðslu, að þvi er segir í Jyllandsposten. Maðurinn, sem er um fertugt, var á leið frá Sjálandi til Fjóns, og komst klakklaust yfir eystri brúna. En er hann ók inn á vestari brúna og leit rúmlega 250 metra háa stólpana, sem halda brúargólfinu í 72 metra hæð yfir sjó, fylltist hann ofsa- hræðslu. Ók maðurinn inn á neyðar- akreinina á brúnni og hringdi til að óska eftir aðstoð. Skömmu síðar kom dráttarbíll honum til hjálpar, dró bílinn til baka til Sjálands en bílstjórinn loft- hræddi sat í aftursætinu og hélt fyrir augun. Er komið var aftur á fast land strengdi hann þess heit í votta viðurvist að reyna aldrei aftur að aka yfir Stóra- beltisbrúna, heldur myndi hann taka á sig krók og fara með ferju yfir Kattegat. Að sögn dönsku lögreglunnar er þetta í annað sinn sem öku- maður heíúr lent í vandræðum vegna lofthræðslu. Árið 1971 varð að aðstoða þýskan öku- mann á brúnni yfir Litlabelti þar sem hann var sannfærður um að brúin myndi gefa sig þá og þegar. Til varnar skjaldbökum í Mexíkó GRÆNFRIÐUNGAR efndu til mótmæla í Mexíkó í gær til að krefjast þess að hætt verði við áform um að reisa 450 her- bergja hótel á strönd við Karíbahafið. Umhverfisvernd- arsinnamir segja að fram- kvæmdirnar stefni sjaldgæfri skjaldbökutegund í hættu. Grænfriðungar saka stjórnvöld í Mexíkó um að hafa ekki gert nóg til að vemda vistkerfið við Karíbahafsströndina, meðal annars næstlengsta rif heims. vemo$ Reuters 66 manns látnir af völdum ofneyslu heróíns í Osló ÓVENJU mörg dauðsfóll hafa orð- ið af völdum eiturlyfjaneyslu í Ósló það sem af er þessu ári. Hafa 66 manns í borginni látist af of stórum skammti, þar af tveir nú um helg- ina. Helsta ástæða þessa er talin vera óvenju ódýrt og hreint heróín. Óslóarlögreglan segir í Aften- posten að síðastliðin 5-6 ár hafi verið svo auðvelt að verða sér úti um heróín, að nær hver sem er geti nálgast það. Sé mun auðveldara að ná sér í heróínskammt en kann- abisefni og fólk sem áður hafi hald- ið sig við áfengi freistist til að prófa heróínið. Segir talsmaður samtaka er aðstoða eiturlyfjaneyt- endur, að margir þeirra sem fund- ist hafa látnir af of stórum skammti hafi ekki verið á skrá vegna eiturlyfjaneyslu. Er talið að einhverjir þeirra hafi verið að prófa heróin í fyrsta sinn en einnig sé í einhverjum tilvikum um að ræða fólk sem hafi „fallið" eftir að hafa verið laust úr viðjum neysl- unnar um nokkurn tíma. Eiturlyfjavandinn í Ósló er ekki nýr af nálinni, þótt dauðsföllin hafi aldrei verið fleiri en nú. Arið 1996 létust 104 af of stórum eiturlyfja- skammti og á sama tíma árs höfðu fimmtíu manns látist. Að sögn lög- reglu fjölgar dauðsföllunum á sumrin eftir því sem fleiri sækja borgina heim. NATQ íhugar íhlutun í Kosovo Gæti hafíst með stuttum fyrirvara Vín, Moskvu. Reuters. HATTSETTUR embættismaður hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) sagði í gær að bandalagið gæti hafið hernaðaríhlutun í Kosovo með nokk- urra daga fyrirvara en bætti við að bandalagið vildi komast hjá því að heyja allsherjarstríð í héraðinu. Embættismaður í Vín, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að til greina kæmi að gera loftárásir í því skyni að binda enda á aðgerðir serbneskra öi-yggissveita gegn alb- önskum uppreisnarmönnum í Kosovo. Hins vegar væri ekki gert ráð fyrir því sem stendur að her- sveitir yrðu sendur í héraðið. „Það er spuming um nokkra daga eftir að pólitisk ákvörðun hefur ver- ið tekin,“ svaraði embættismaðurinn þegar hann var spurður hvenær bandalagið gæti hafið íhlutunina. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði að þjóðir heims þyrftu að hafa hraðan á ef þær vildu leysa Kósovo-deiluna með friðsamlegum hætti. „Tíminn er að renna út,“ sagði hann. Elizabeth Rehn, sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, sagði að hernaðaríhlutun væri nauðsynleg til að afstýra því að átökin færðust í aukana og yrðu jafn mannskæð og í stríðinu í Bosníu. „Við höfum beðið of lengi.“ Vesturlönd sýni biðlund Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins sagði hins vegar að leiðtogar Vesturlanda þyi-ftu að vera þolinmóðir og bíða eftir niður- stöðum viðræðna tveggja aðstoð- arutanríkisráðherra Rússlands við ráðamenn í Serbíu og Albaníu sem hófust á sunnudag. Hann sagði að rússneska stjórnin væri því andvíg að tengslahópurinn svokallaði kæmi saman í London á morgun til að ræða Kosovo-málið og vildi að fund- inum yrði frestað um nokkra daga. Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði að Vestur- lönd þyrftu að gefa Slobodan Milos- evic, forseta Júgóslavíu, meiri tíma til að hefja friðarviðræður við alb- anska aðskilnaðarsinna í Kosovo eins og hann hefur lofað. Hann bætti við að rússneska stjómin teldi að krafa Vesturlanda um að allt serbneska herliðið yrði flutt frá Kosovo gæti orðið til þess að serbneski minnihlutinn í héraðinu flýði þaðan. 150.000 Serbar búa í Kosovo en um 90% íbúanna eru af albönskum uppruna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.