Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ráöherra'velttl Alþtngi rangar upptýsingar um larvetöt Búnaöarbanlians: Bankastjóri fór frnmt sinnum í lax - kom ekkl Eram I svart bankans ttl ráöuneytisins IH' ^ ÞÚ hefur líka verið að skrökva að mér, Sólon. Þú ert með öngulinn í rassinum ... Framleiðnisjóður landbúnaðarins Styður við markaðs- sókn í Frakklandi STJÓRN framleiðnisjóðs landbún- aðarins hefur ákveðið að draga úr stuðningi við framkvæmdir á ein- stökum bújörðum í sambandi við hrossarækt með það fyrir augum að sinna betur markaðs- og útflutn- ingsmálum. Bjami Guðmundsson, formaður sjóðsins, segir að samþykkt hafí verið á fundi sjóðsins að styðja markaðsaðgerðir í Frakklandi sem hefjast með sýningu sem haldin verður í Normandí í næsta mánuði. Styrkurinn nemur 300 þúsund kr. „Fyrir okkur liggur síðan um- sókn frá Hrossaræktarsambandi Suðuriands sem gerir ráð fyrir markaðsátaki innanlands og við ætl- um að skoða það alvarlega," sagði Bjami. Hann sagði að hitasótt sem kom upp í íslenskum hestum hefði sett al- varlegt strik í reikninginn hjá hrossabændum. Framleiðnisjóður hafi hins vegar ekki unnið mikið að markaðsmálum þeirrar greinar sakir þess að hrossaræktin hefur eigin markaðssjóð, sem fjármagnaður er m.a. með skatti á útflutt hross. En í ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var á sunnudagsmorgun kölluð til Þórs- merkur að sækja mann sem hafði dottið og slasast á höfði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli reyndust meiðsli hans minni en virtist í fyrstu og var hann útskrifaður af sjúkrahúsi samdæg- urs. Fólk á bíl ók fram á manninn snemma á sunnudagsmorgun þar sem hann lá á slóðanum milli Bása og Langadals. Hann var með sár á ljósi þess að útflutningur hefur fallið niður hafa engar tekjur komið inn og af þeim sökum hefur framleiðnisjóð- urinn ákveðið að skipta um áherslur. höfði ofan við annað eyrað og tölu- vert hafði blætt úr því. Maðurinn var nokkuð ölvaður. Lögregla og sjúkrabfll voru köll- uð til frá Hvolsvelli skömmu eftir klukkan sex. Læknir sem kom á staðinn ákvað að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan lenti við svonefnda Álfakirkju, skammt frá slysstaðnum, og fluttí manninn á sjúkrahús í Reykjavík. Þaðan var hann útskrifaður nokkrum klukku- stundum síðar. Þyrla sótti slasaðan mann í Þórsmörk Pantanaþj ónust a Viltii gæða heimilið þitt persónulegum blæ? Sérpöntuð gluggatjaldaefni og áklæði í Vogue, Skeifunni 8. Hundruð efna. Afgreiðslutími 1-2 vikur. Enginn pöntunarkostnaður. gluggatjaldadeild, Skeifunni 8 Saga Húnvetninga frá 1685-1850 á bók Innsýn í tilveru Islendinga á 18. og 19. öld JÓN Torfason íslensku- fræðingur hefur búið til útgáfu Húnvetninga- sögu í þremur bindum eftir Gísla Konráðsson sagnfræð- ing og bónda í Skagafirði. Skrifaði Jón frásögn Gísla upp, útbjó skýringar og gerði nafnaski'á. Mál og mynd gef- ur Húnvetningasögu út. - Hvernig stóð á því að þú skrifaðir frásögn Gísia upp? „Ætli það hafi ekki verið af ræktarsemi við uppruna minn og átthaga og af áhuga á Gísla Konráðssyni. Gísli fæddist árið 1787 og dó árið 1887 og var mjög merkileg- ur maður. Hann var venju- legur bóndi í Skagafirði lengst af en tók síðan upp á því að sinna skriftum með- fram sveitastörfum og varð að lokum einn mesti sagnfræð- ingur íslendinga úr hópi óskóla- genginna manna. Um árið 1850 flytur hann vestur í Flatey og lif- ir eftir það eingöngu á skriftum og fræðistörfum." - Hvernig skriftir fékkst hann helst við? „Hann skrifaði meðal annars upp annála, ættartölurit og þjóð- sögur, samdi sagnaþætti um ýmsa einstaklinga og skrifaði héraðs- sögu Strandamanna, Breiðfirð- inga, Húnvetninga og Skag- strendinga svo eitthvað sé nefnt. Handritið að Húnvetningasögu er til á Landsbókasafni og ég tók það einfaldlega og bjó til útgáfu. Verk- ið tók um fimm ár en texti Gísla er um 900 blaðsíður í bókinni. Síðan eru 200 blaðsíður með skrám, skýringum og öðru aukaefni.“ - Hvers konar saga er Hún- vetningasaga? „Hún byi-jar árið 1685 og nær til ársins 1850. Sagan er annáll að forminu til því hann rekur at- burði hvers árs fyrir sig og skýt- ur inn á milli yfirliti yfir helstu menn; presta, bændur og höfð- ingja og lítur kannski yfir sviðið á 20-30 ára fresti. Textinn er frem- ur rýr til þess að byrja með því hann hefur litlar heimildir að styðjast við en þegar nær dregur honum sjálfum í tíma, frá seinni hluta 18. aldar, bætist heilmikið af munnmælum og annars konar efni við frásögnina. Þar hefur hann sagnir af fólki sem hefur upplifað tiltekna atburði, alls lqms smásögur, tilvik og skemmtilegar mannlýsingar." - Hvað má ráða af textanum um Gísla Konráðsson? „Hann er góður rithöfundur og mjög nákvæmur. Hann er fátæk- ur og á fóar bækur og hreinasta furða hvað honum tekst að ná í mikið af heimildum því hann hef- ur ekki aðgang að bókasafni eða nokkru slíku. Hann leggur mikið kapp á að segja rétt frá og er mjög gagnrýninn á heimildir sín- ar. Ef hann er ekki viss gefur hann það til kynna með orðalagi. Einnig segir hann mjög vel frá og er góður stílisti." - Hvers konar persóna var hann? „Ýmsir hafa lýst Gísla og ber öllum saman um að hann hafi ver- ið bæði skemmtilegur og fróður. Hann er fyrst og fremst ------- þekktur sem fræðimað- ur og er upphafsmaður að svokölluðum sagna- þáttum sem seinni tíma menn hafa þróað, eins Jón Torfason ► Jón Torfason fæddist á Torfalæk í Austur-Húnavatns- sýslu árið 1949. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1968, BA-prófi í íslensku og sögu frá Háskóla Is- lands árið 1973 og cand.mag. prófí í íslensku frá sama skóla árið 1989. Jón hefur gegnt ýms- um störfum í áranna rás, meðal annars á Þjóðskjalasafni Islands frá 1986. Hann er kvæntur Sig- ríði Kristinsdóttur sjúkraliða og eiga þau saman einn son. Syðra-Hóli, sem gerðu sagnaþætt- ina að listgrein. Gísli er hins vegar fyrstur til þess að móta þessa grein. Hann er nýjungamaður að því leyti.“ - Hefur hann notið sannmælis sem fræðimaður? „Já, það hefur hann gert en það er ekki búið að gefa út nema brot af verkum hans því í raun- inni veit enginn hvað þau eru mörg. Flest þeirra eru geymd á Landsbókasafni en eru til víða annars staðar líka. Af Húnvetn- ingasögu eru til ein átta afrit í handriti svo dæmi sé tekið og verk hans dreifðust um allt land. Gísli var líka skáld og orti rímur og lausavísur. Það má fullyrða að hann sé langafkastamesti al- þýðusagnfræðingur okkar.“ - Hvað fínnst þér áhugaverð- ast við frásagnir Gísla? „Hann segir frá forfeðrum Húnvetninga sem auðvitað er áhugavert íyrir þá og forvitnilegt að sjá hvað þetta fólk var að bauka og hvað gerðist á einstök- um bæjum vítt og breitt um hér- aðið. Frásögn hans veitir almenn- um lesendum líka sýn á lífið og tilveruna á 18. og 19. öld, sem getur verið forvitnilegt að skoða." - Eru margir svartir sauðir þarna innan um? „Já, já. Eins og í fréttum al- mennt er yfirleitt fjallað mest um neikvæðari hliðar mannlífsins. Það er ekkert sögulegt við heyannir, svo dæmi sé tekið. Gísli getur um árferði í einni línu en ver kannski heilum kafla í hung- ursneyð og harðan vetur. Frá- sögnin er skipuleg, hann fjallar um árferði, veðurfar, slys, saka- mál ef einhver eru, hneykslismál og deilur milli manna, til dæmis landaþrætur og málaferli út af __________________ arfi.“ Hneykslismál, - Hvaða sakamál sakamál og e™Ítfmor» á Nat hormungar an gey]SSynj sé ekki þekktast. Af misyndis- og til dæmis Jón heitinn Helgason ritstjóri Tímans, Hannes Péturs- son skáld og Magnús Bjömsson á mönnum má nefna ísleif seka Jó- hannesson frá Breiðavaði, reyndar er skyldur mér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.