Morgunblaðið - 23.06.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.06.1998, Qupperneq 11
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 11 FRÉTTIR Fyrirspurnir íslenskra þingmanna til Breta vegna geislavirkra efna í sjó Svörin vekja vonir um að dregið verði úr losun BRESKI umhverfisráðherrann gaf íslenskum fyi-irspyrjendum á þingmannaráðstefnu um um- hverfismál í Árósum í Danmörku í gær jákvæð svör við fyrirspurnum um losun geislavirkra efna í hafið. Umhverfisráðherra Danmerkur og Bretlands, Svend Auken og Michael Meacher, svöruðu fyrir- spurnum í lok ráðstefnunnar, sem stóð í tvo daga. Hjörleifur Guttormsson beindi íyrstur þeirri fyr- irspurn til Michaels Meachers hvort vænta mætti þess á fundi ráðherra aðildarríkja OSPAR-sam- þykktarinnar frá 1992 um losun mengandi efna frá landsstöðvum við norðaustanvert Atlantshaf, sem haldinn verður í Lissabon eftir rúman mán- uð, að Bretar og eftir atvikum Frakkar myndu falla frá þeim fyrirvörum sem þeir hafa sett við orðalag samþykktarinnar. Að sögn Hjörleifs hefur verið í undirbúningi að herða á ákvæðum samþykktarinnar með yfirlýs- ingu ráðherra en Bretar og Frakkar, sem eru einu aðildarþjóðir samningsins sem stunda end- urvinnslu á geislavirkum úrgangi og losun hans í hafið, hafa ekki viljað fallast á orðalag samnings- ins og hafa sett fyrirvara við ákvæði hans um að draga úr og útiloka losun geislavirkra efna í hafið. í átt til núll-losunar Hjörleifur segir að svar Meachers hafi verið á þá leið að hann gerði sér Ijósa grein fyrir vanda- málinu og nú stæðu yfir samningaviðræður af hálfu Breta við önnur ríki um orðalag. Hann sagðist vonast til að geta gengið eins langt í átt til núll-losunar og frekast væri unnt. „Þetta er orðalag sem gengur lengra en maður hefði þorað að vona á þessari stundu og ber vott um að Bret- ar finna mjög vel fyrir þeim þrýstingi sem á þá er frá okkur, fleiri Norðurlöndum og ríkjum OSPAR-samþykktarinnar,“ sagði Hjörleifur. í kjölfar fjrrirspurnar hans komu Kristján Pálsson og Árni M. Mathiesen einnig á framfæri þrýstingi við Meacher í formi fyrirspuma auk þess sem fram kom í máli Svends Áukens að erfitt væri að útskýra fyrir almenningi að þessi losun ætti sér stað. Aðallega er um að ræða losun frá endurvinnslustöðinni í Sellafield í Skotlandi, en þaðan hafa borist og mælst í vaxandi mæli geislavirk efni við Noregsstrendur, sem jafn- framt eru á leið inn í íslenska lögsögu. Ástæða til að fylgjast með í Lissabon „Meacher varð rækilega var við það á þessum fundi að menn hafa af þessu miklar áhyggjur og hann endurtók að við hefðum vissulega rétt fyrir okkur að telja þetta af hinu illa. Ég tel að þetta hafi verið skref í rétta átt og það sé ástæða til að fylgjast mjög grannt með því hvað gerist í Lissa- bon eftir rúman mánuð,“ sagði Hjörleifur. Biskup vísiteraði Viðey BISKUP íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, vísiteraði Viðey síð- astliðinn sunnudag. Mun biskup ekki hafa vísiterað í eynni í ára- tugi ef ekki aldir, enda er þar ekki lengur um eiginlegan söfn- uð að ræða. Séra Þórir Stephensen staðar- haldari annaðist altarisþjónustu við guðsþjónustu í Viðeyjar- kirkju og biskup prédikaði. Bisk- up sagði aðspurður ástæðu til að gleðjast yfir myndarlegri upp- byggingu sem staðið hefði í Við- ey, enda heimsæktu margir þennan fornfræga sögustað. All- margt manna var viðstatt, m.a. félagar í Viðeyingafélaginu. Að lokinni guðsþjónustu bauð borg- arstjórn Reykjavíkur til kaffi- samsætis. Formenn læknaráða Sjúkrahúss Reykjavíkur og- Landspítalans um uppsagnir hjúkrunarfræðinga Ottast neyðarástand frá fyrsta degi Morgunblaðið/Árni Sæberg HERRA Karl Sigurbjörnsson biskup prédikaði í Viðeyjarkirkju. Jóhann Ársælsson fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans Gagnrýni svarað með umræðu um Þjóðviljann GESTUR Þorgeirsson, formaður læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavík- ur, og Tryggvi Ásmundsson, for- maður læknaráðs Landspítalans, hafa sent frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að neyðarástand muni skapast þegar á fyrsta degi vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Yfir- lýsingin fer hér á eftir: „Komi uppsagnir hjúkrunar- fræðinga til framkvæmda hinn 1. júlí nk. stefnir í verstu stöðu sem nokkurn tíma hefur komið upp á stærstu sjúkrahúsum landsins. Ekki yrði unnt að veita nema brot af þeirri heilbrigðisþjónustu sem gert er ráð fyrir í verkfalli á sjúkrahúsum og ljóst er að á fyrsta degi er líklegt að skapist hreint neyðarástand. Nokkuð hefur bryddað á þeim misskilningi að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geti al- mennt gengið í störf hjúkrunar- fræðinga. Störfum hjúkrunar- fræðinga má skipta í tvennt: 1. Al- menn hjúkrunarstörf. 2. Sérhæfð þjónusta. Sem dæmi um starf í fyrra flokki má nefna aðhlynningu sjúkra, umbúnað, lyfjagjöf o.s.fi-v. Hugsanlegt er að aðrar heilbrigð- isstéttir gætu gengið í þau störf í neyðartilvikum, en aldrei myndi sú þjónusta jafnast á við þá, sem menntaðir hjúkrunarfræðingar veita. Sem dæmi um sérhæfða þjónustu má nefna störf hjúkrun- arfræðinga á skurðstofu, við gervinýra, við speglanir, á svæf- ingu, vökudeild nýbura og gjör- gæsludeild. Hér er um að ræða mjög sérhæfð störf sem tekur langan tíma að þjálfa hjúkrunar- fræðinga í og hvorki aðrar heil- brigðisstéttir né reyndar aðrir hjúkrunarfræðingar gætu gengið í nema hafa fengið til þessa langa þjálfun. Stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og á Akureyri eru bakhjarlar ann- arrar heilbrigðisstarfsemi í land- inu. Þar er veitt heilbrigðisþjón- usta sem krefst mikillar sérhæf- ingar. Mörg ár tekur að byggja upp sérþekkingu og hæfni starfs- manna og reynslan sýnir að í kjaradeilu sem þessari hverfa alltaf einhverjir úr starfi og sér- hæfing tapast. Það er dýrt fyrir þjóðarbúið. Því miður er langvarandi fjársvelti þessara stóru sjúkrahúsa undirrótin að þessari deilu. Spítal- arnir hafa ekki getað brugðist á sama hátt við kröfum starfsmanna um túlkun á kjarasamningum og aðrar opinberar stofnanir, sem hafa búið við betri fjárhag. Lausn þessarar deilu felst í viðbótarfjár- veitingu til sjúkrahúsanna og hún þarf að koma strax svo martröðin sem blasir við 1. júlí verði ekki að veruleika. Gestur Þorgeirsson formaður læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavík- ur, Tryggvi Ásmundsson formaður læknaráðs Landspítalans.“ JÓHANN Ársælsson, fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbanka ís- lands, segir að málefni Þjóðviljans hafi verið dregin fram í dagsljósið þegar hann gagnrýndi ákvarðanir yfirstjórnar bankans. Gefur hann til kynna að þannig hafi verið reynt að neyða hann til hlýðni þegar hann sat í bankaráði Landsbankans. Þetta kemur fram í viðtali við Jó- hann í dagblaðinu Degi sl. laugar- dag. Þar segir Jóhann m.a. að þegar hann hafi sett fram kröfu um að Ríkisendurskoðun yrði með í ráðum í Lindarmálinu svokallaða hafi ónefndur bankastjóri Landsbankans kallað sig inn á teppið til að leiða sér fyrir sjónir að ekki ætti að ganga svo langt í málinu. Um leið hafi bankastjórinn endilega viljað ræða við hann um málefni Þjóðviljans. Þá þurfti sami bankastjóri að ræða mál- efni Þjóðviljans þegar Jóhann hafi eitt sinn innt eftir skýringum á „sér- kennilegri fyrirgreiðslu við einn ungan og umsvifamikinn athafna- mann“. „En þetta hafði engin áhrif á mig. Ég kom aldrei að fjármálum Þjóð- viljans og vil gjarnan að það mál verði gert opinbert. Ég hef ekkert á móti því. En dæmin sem ég nefndi sýna hugsunarhátt sem mér hugn- ast ekki og sem er ekki samboðinn þeim sem hlut eiga að máli,“ er haft eftii- Jóhanni í Degi. Ríkisendurskoðanda kunnugt um vinnuaðferðir bankans Jóhann segir auk þess í viðtalinu að ríkisendurskoðanda hafi verið full- komlega ljóst hvaða vinnuaðferðir voru notaðar í Landsbanka Islands. Hann hafi því ekki verið að fá nýjar fréttir þegar hann fékk í hendur at- hugasemdir frá endurskoðanda bank- ans, um það leyti sem nýr bankaráðs- formaður var að taka við í Lands- bankanum. „En honum [ríkisendur- skoðanda] var nú ekki lengur stætt á því að leyfa þessum vinnubrögðum að líðast áfram. Hann fór því tilneyddur af stað í þennan leiðangur sinn gagn- vart bankastjórunum," segir Jóhann meðal annars í viðtali við Dag. Bjarni og fjölskylda á Norðurlandi BJARNI Tryggvason, geimfari frá Kanada, kom ásamt fjölskyldu sinni í heimsókn norður í land í gær. Fjölskyldan fór í heimsókn í Svarfaðardal og til Dalvíkur og skoðaði m.a. Byggðasafn Dalvíkur að Hvoli. Þangað komu einnig Nína systir Bjarna og Kristine dóttir hennar. Þá var móttaka í Bergþórshvoli á Dalvík, þar sem Svavar Tryggvason, faðir Bjarna bjó um tíma fyrr á öldinni. Þangað var nokkrum ættingum Bjarna einnig boðið. Á þeim tíma sem faðir Bjarna bjó í Bergþórshvoli með fjölskyldu sinni, bjuggu þar alls 7 fjölskyld- ur, 4 á hæðinni og 3 í risinu. Þar hefur því verið búið þröngt, því gólfflötur hússins er innan við 100 fermetrar. I móttökunni í Berg- þórshvoli færði Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson bæjarstjóri Bjarna fánastöng á fallegum íslenskum steini að gjöf, til minningar um ferð hans til bæjarins. Bjarni, kona hans Lilyanna Zmijak og börn þeirra Michael og Lauren létu mjög vel af ferð sinni um Norðurland og Lilyanna átti vart orð til að lýsa öllu því sem fyrir augu bar í Byggðasafninu og hún sagði börn sín hafa verið sér- staklega hrifin. Vilja koma aftur Fjölskyldan hefur skoðað margt frá því hún kom til lands- ins og Lilyanna sagði þau hafa átt fullt í fangi með að meðtaka allt það sem fyrir augu hefur borið. Þau hjón voru því sammála að koma einhvern tíma aftur til ís- lands. Fjölskyldan dvelur á Norðm'- landi fram á morgundaginn og mun í dag fara m.a. í hvalaskoðunarferð Morgunblaðið/Björn Gíslason BJARNI Tryggvason og börn hans, Michael og Lauren, skoða sig um í Byggðasafni Dalvíkur. um Eyjafjörð og í heimsókn í Há- skólann á Akureyri. í kvöld heldur Bjarni svo fyrirlestur á vegum HA í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg, þar sem hann segir frá ferð sinni með Discovery og sýnir myndir. Á morgun er ráðgert að fjöl- skyldan haldi að Mývatni og skoði einnig Goðafoss og Vaglaskóg. Frá Akureyri heldur fjölskyldan seinnipartinn á morg- un.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.